Ferill 673. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1164 – 673. mál.



Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um nauðsynlegt iðgjald til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, lífeyris deildar alþingismanna, lífeyrisdeildar ráðherra og Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga.

Frá Pétri H. Blöndal.



     1.      Hvert er nauðsynlegt iðgjald til að ná jafnvægi milli eignaliða og skuldbindinga (vegna iðgjaldsins) í:
       a.      B-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins af þeim launum sem þar eru tryggð, þ.e. dagvinnulaunum,
       b.      A-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins af þeim launum sem þar eru tryggð, þ.e. heildarlaunum,
       c.      lífeyrisdeild alþingismanna af þeim launum sem þar eru tryggð, þ.e. þingfararkaupi,
       d.      lífeyrisdeild ráðherra af þeim launum sem þar eru tryggð, þ.e. ráðherralaunum,
       e.      Lífeyrissjóði hjúkrunarfræðinga af þeim launum sem þar eru tryggð, þ.e. dagvinnulaunum?
     2.      Hvað mætti varanlega hækka laun sjóðfélaga í framangreindum sjóðum, hverjum fyrir sig, ef sjóðfélagar nytu almennra lífeyriskjara, þ.e. 10% iðgjalds, og launagreiðendur hvorki töpuðu né græddu á breytingunni?


Skriflegt svar óskast.