Ferill 678. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1171 – 678. mál.



Skýrsla


um ríkisfjármál árið 1997.

(Lögð fyrir Alþingi á 122. löggjafarþingi 1997–98.)



1 Helstu niðurstöður skýrslunnar.
    Í skýrslunni eru kynntar niðurstöðutölur um afkomu ríkissjóðs á árinu 1997. Raktir eru helstu þættir efnahagsþróunar á árinu. Jafnframt er fjallað um einstök atriði á tekju-, gjalda- og lánahlið ríkissjóðs. Einnig er fjallað um umsvif annarra opinberra aðila á lánamarkaði. Loks er ítarlegur töfluviðauki með margvíslegum upplýsingum um ríkisfjármál og helstu þjóðhagsstærðir.

.     Afgangur á ríkissjóði í fyrsta sinn síðan 1984. Niðurstöðutölur um afkomu ríkissjóðs á árinu 1997 eru athyglisverðar fyrir þá sök að þær sýna að ríkissjóður hefur verið rekinn með afgangi, í fyrsta sinn síðan árið 1984. Afgangurinn nam rúmlega 1.200 milljónum króna, samanborið við rúmlega 100 milljón króna afgang í fjárlögum. Reyndar er afkomu batinn enn meiri, eða nálægt 5 milljörðum, þegar tekið er tillit til 3,5 milljarða króna greiðslu vaxtagjalda vegna sérstakrar innlausnar spariskírteina, en ekki var áætlað fyrir því í fjárlögum. Góð rekstrarafkoma endurspeglast í lítilli lánsfjárþörf ríkissjóðs, en hún nam um 600 milljónum króna (nettó) og þarf einnig að fara aftur til ársins 1984 til að finna minni lánsfjárþörf.

.     Á undanförnum árum hefur afkoma ríkissjóðs batnað verulega. Árið 1991 var ríkissjóður rekinn með halla sem nemur 15 milljörðum króna á núgildandi verðlagi, en árið 1997 varð hins vegar afgangur á rekstri ríkissjóðs (miðað við greiðslugrunn bæði árin).

.     Ríkisfjármál treysta efnahagslífið. Batnandi afkoma ríkissjóðs á drjúgan þátt í því að íslenskt efnahagslíf hefur styrkst verulega að undanförnu. Vextir hafa farið lækkandi, atvinnuleysi minnkað, verðlag verið stöðugt og hagvöxtur mikill. Hagvöxtur nam 5% á árinu 1997 og hefur numið að meðaltali 3¾% undanfarin fjögur ár.

.     Kaupmáttur heimilanna hefur aukist. Gerð nýrra kjarasamninga, lækkun tekjuskatts og lág verðbólga hafa lagst á eitt til að auka kaupmátt heimilanna, en hann hefur nú aukist ár frá ári frá árinu 1993, eða sem nemur 13½% og spáð er 5½% aukningu til viðbótar á árinu 1998. Samanlagt nemur kaupmáttaraukningin því tæplega 20% frá árinu 1993.

.     Aukinn kaupmáttur skilar meiri tekjum í ríkissjóð. Heildartekjur ríkissjóðs námu 132 milljörðum króna, eða 5,8 milljörðum meira en áætlað var í fjárlögum. Þessi tekjuauki stafar fyrst og fremst af meiri umsvifum í efnahagslífinu en ráð var fyrir gert, meðal annars vegna aukins kaupmáttar heimilanna í kjölfar nýrra kjarasamninga, lækkunar tekjuskatts og minna atvinnuleysis. Nær helming tekjuaukans má rekja til meiri launa- og tekjubreytinga en forsendur fjárlaga gerðu ráð fyrir. Auk þess jukust tekjur af vöru gjöldum verulega, aðallega vegna mikils innflutnings bíla.

.     Hlutfall ríkisútgjalda með lægsta móti. Heildarútgjöld ríkissjóðs námu 130,8 milljörðum króna, eða 4,7 milljörðum meira en í fjárlögum. Þar af stafa 3,5 milljarðar af auknum vaxtaútgjöldum vegna sérstakrar innlausnar spariskírteina. Það sem eftir stendur má einkum rekja til aukinna útgjalda til heilbrigðis- og menntamála. Hlutfall útgjalda af landsframleiðslu var með lægsta móti árinu og hefur þá verið tekið tillit til áhrifa flutn ings grunnskólans til sveitarfélaga.

Afkoma ríkissjóðs 1994-1997



Í milljónum króna
á verðlagi hvers árs


1994


1995


1996

Fjárlög
1997

Útkoma
1997
Frávik
frá fjárlögum
Tekjur      109.602 114.413 127.735 126.224 131.990 5.766
Gjöld           116.986 123.344 139.730 126.100 130.753 4.653
Rekstrarafkoma      -7.384 -8.931 -11.994 124 1.236 1.112
Hlutfall af landsframleiðslu, %      -1,7 -2,0 -2,5 0,0 0,2 0,2
Rekstrarafkoma án innlausnar      -7.384 -8.931 -1.981 124 4.724 4.600
Hlutfall án vaxtagjalda v/innlausnar      -1,7 -2,0 -0,4 0,0 0,9 0,9
Lánveitingar, nettó      -7.387 -9.659 -713 1.670 -1.862 -3.532
Hrein lánsfjárþörf      14.771 1 18.590 1 12.707 1 -1.794 627 2.420
Hlutfall af landsframleiðslu, %      3,4 4,1 2,6 -0,3 0,1 0,4
Lántökur nettó      14.729 17.806 12.755 -1.740 402 2.142
Innlend lántaka-afborganir      3.568 2.192 5.485 - 6.859 -
Erlend lántaka-afborganir      11.161 15.614 7.270 - -6.457 -
Greiðsluafkoma      -42 -784 48 54 -225 -279
1 Þ.a. endurlán til Húsnæðisstofnunar      6.550 8.000 2.300 2.640 2.600 -40

.     Erlendar skuldir ríkissjóðs lækka. Betri rekstrarafkoma ríkissjóðs og minnkandi lánsfjárþörf sköpuðu svigrúm til þess að greiða niður skuldir ríkissjóðs. Þannig lækkuðu erlendar skuldir ríkissjóðs um 4 milljarða króna árið 1997. Ennfremur hefur verðbréfa útgáfa ríkissjóðs verið endurskipulögð með það fyrir augum að stuðla að lækkun vaxta. Loks má nefna að lánskjör íslenska ríkisins erlendis hafa batnað verulega að undanförnu í kjölfar þess að bandarísku matsfyrirtækin, Moody's og Standard & Poor's, hækkuðu lánshæfismat þess.

.     Lánsfjárþörf opinberra aðila minnkar. Bætt afkoma ríkissjóðs á mikinn þátt í því að lánsfjárþörf hins opinbera, þ.e. að viðbættum lántökum opinberra fyrirtækja og sjóða í eigu ríkisins, minnkaði verulega á árinu 1997. Árið 1996 nam lánsfjárþörfin 23,5 millj örðum króna, en einungis 17,6 milljörðum króna á árinu 1997, eða sem nemur 3,3% af landsframleiðslu. Umskiptin í fjármálastjórn ríkisins undanfarin ár koma enn gleggra í ljós þegar horft er til þess að árið 1991 nam lánsfjárþörf hins opinbera 40,2 milljörðum króna, eða sem svarar til 10,7% af landsframleiðslu.

.     Samanburður við fjárlög 1998. Árið 1997 er afkoma ríkissjóðs í síðasta sinn gerð upp samkvæmt eldri uppgjörsreglum (á svokölluðum greiðslugrunni). Frá og með fjárlaga árinu 1998 er afkoman metin á rekstrargrunni, auk þess sem sýndar eru sjóðshreyfingar innan ársins. Þessar breytingar torvelda samanburð milli gömlu og nýju uppgjörsaðferð anna. Áætlanir benda hins vegar til að afkoma ríkissjóðs samkvæmt fjárlögum ársins 1998 muni sýna tæplega 3 milljarða króna afgang, miðað við eldri uppgjörsaðferðir (greiðslugrunn). Samkvæmt því mun afkoma ríkissjóðs halda áfram að batna árið 1998.


2 Framvinda efnahagsmála.


    Framvinda efnahagsmála árið 1997 einkenndist helst af miklum vexti í fjárfestingu og einkaneyslu. Þótt fjárfesting í atvinnulífinu væri almennt mikil, risu stóriðjuframkvæmdir hæst. Stækkun álversins í Straumsvík lauk á árinu og byggingarframkvæmdir hófust við álver á Grundartanga. Kaupmáttur heimilanna jókst einnig talsvert á árinu, bæði vegna nýrra kjarasamninga og lækkunar tekjuskatts einstaklinga. Kaupmáttaraukningin kom ekki síst fram í vexti einkaneyslu, bæði almennri neyslu og kaupum á varanlegum neysluvörum eins og bifreiðum og heimilistækjum.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



[ Hagvöxtur á mann ]
    Síðustu tíu árin hafa orðið umskipti í íslensku efnahags lífi. Í kjölfar erfiðleikaáranna 1988–1992 þegar fjárfesting og neysla drógust saman, gjaldþrot voru tíð og atvinnu leysi fór vaxandi, hófst tíma bil uppbyggingar. Undanfarin 3–4 ár hefur ríkt mikil gróska í íslensku atvinnulífi. Fjár festing hefur aukist, meðal annars vegna ýmissa aðgerða stjórnvalda sem hafa treyst stöðugleika í þjóðarbú skapnum. Jafnframt hefur verið ráðist í umfangsmiklar stóriðjuframkvæmdir undanfarin misseri. Þannig hefur verið lagður grunnur að verulegri fjölgun starfa. Í kjölfarið hefur dregið úr atvinnuleysi og kaup máttur heimilanna aukist talsvert. Verðbólga hefur einnig haldist lág. Helstu hættumerkin eru þau að viðskiptahalli hefur aukist, ekki einungis vegna stóriðjuframkvæmda og fjár festingar í atvinnulífinu, heldur einnig vegna vaxandi neyslu heimilanna. Mikilvægt er að hamla gegn þessari þróun með því að auka sparnað, ekki síst í rekstri opinberra aðila.

2.1 Efnahagsþróun í nágrannaríkjunum
    Efnahagur OECD-ríkjanna einkennist af áframhaldandi uppsveiflu eftir erfiðleika á fyrri hluta áratugarins. Á árinu 1996 nam hagvöxtur að meðaltali 2½% og búist er við að hag vöxtur í OECD-ríkjunum hafi numið að meðaltali 3% á árinu 1997, en það er mesti vöxtur sem hefur mælst á þessum áratug. Búist er við að örlítið dragi úr hagvexti á árinu 1998, í 2,9%. Hagvöxtur hefur aftur á móti verið hægari í ríkjum Evrópusambandsins þar sem atvinnuleysi er enn mikið, en búist er við að hagvöxtur hafi numið 2,6% á árinu 1997 og stefni í 2,8% á árinu 1998.

Efnahagshorfur í nokkrum OECD-ríkjum


Afkoma
hins opinbera1

Verðbólga

Atvinnuleysi

Hagvöxtur
1997 1998 1997 1998 1997 1998 1997 1998
Ísland      -0,1 0,1 1,8 2,7 3,9 3,6 5,0 4,6
Danmörk      0,5 1,6 2,3 2,6 7,9 7,3 3,4 2,8
Finnland      -1,3 -0,2 1,5 2,2 14,6 13,4 4,6 3,9
Noregur      7,3 8,0 2,6 2,8 3,9 3,6 4,0 4,7
Svíþjóð      -1,5 0,2 2,1 2,2 8,1 7,3 1,8 2,6
Norðurlönd, alls      0,9 1,8 2,1 2,6 7,8 7,0 3,7 3,5
Bretland      -2,3 -1,1 2,0 2,3 6,9 6,5 3,4 2,2
Frakkland      -3,1 -3,0 1,3 1,4 12,4 12,0 2,3 2,9
Ítalía      -3,0 -3,0 2,2 2,4 12,3 12,2 1,3 2,1
Þýskaland      -3,0 -2,6 2,0 1,9 11,4 11,4 2,4 3,0
Evrópusambandið      -2,7 -2,3 2,0 2,1 11,3 10,9 2,6 2,8
Bandaríkin      0,0 0,1 2,1 2,0 5,0 4,7 3,8 2,7
Japan      -2,8 -2,6 1,7 1,0 3,4 3,4 0,5 1,7
Kanada      0,4 1,0 1,5 1,4 9,2 8,8 3,6 3,5
OECD-ríkin      -1,4 -1,1 2,0 1,9 7,3 7,0 3,0 2,9
1     Afkoma ríkis og sveitarfélaga reiknuð sem hlutfall af landsframleiðslu.
Heimild: OECD Economic Outlook, desember 1997, Þjóðhagsstofnun.

    Á miðju ári 1997 hófust sviptingar á fjármálamörkuðum Austur-Asíu sem héldu áfram út árið. Þótt áhrif þessa hafi borist til fjármálamarkaða Evrópu og Bandaríkjanna, hafði það ekki mikil áhrif á hagvöxt í OECD-ríkjunum á árinu 1997. Óvissa ríkir hins vegar um áhrif fjármálakreppunnar á efnahag OECD-ríkjanna á árinu 1998 og má jafnvel búast við að nú verandi spá taki breytingum þegar líða tekur á árið.

2.2     Efnahagsþróun hér á landi
    Hagvöxtur. Eftir langvarandi stöðnun tók efnahagsástandið að batna á árinu 1993 og hefur hagvöxtur síðan aukist hröðum skrefum. Búist er við áframhaldandi hagvexti, þótt heldur hægi á honum á næstu árum. Á árinu 1997 er talið að hagvöxtur hafi numið 5%, sem er heldur minni hagvöxtur en á árinu 1996 þegar hann nam 5½%, en er engu að síður einn mesti hagvöxtur sem mældist meðal aðildarríkja OECD.

Þjóðhagsyfirlit


Milljónir króna Magnbreytingar, %1
1997 1998 1996 1997 1998
Einkaneysla      320.314 346.956 6,4 6,0 5,5
Samneysla      106.540 116.175 1,0 1,5 3,0
Fjárfesting      97.694 113.101 26,5 9,9 11,6
Birgðabreytingar      -840 0 -0,7 0,0 0,0
Þjóðarútgjöld      523.708 576.232 7,5 5,8 6,1
Útflutningur vöru og þjónustu      190.223 198.373 9,6 5,6 3,1
Innflutningur vöru og þjónustu      186.732 202.647 16,6 8,0 7,2
Landsframleiðsla      527.199 571.958 5,5 5,0 4,6
Viðskiptajöfnuður      -8.125 -16.853 -1,8 -1,5 -2,9
1     Viðskiptajöfnuður reiknaður sem hlutfall af landsframleiðslu.

    Reiknað er með að heldur dragi úr vexti á árinu 1998 og að hagvöxtur nemi 4½%. Á árunum 1996 og 1997 var hagvöxtur aðallega til kominn vegna aukinna þjóðarútgjalda. Á næstu árum má búast við að fjárfesting nái hámarki og að heldur dragi úr neysluaukningu. Á móti kemur aukinn útflutningur vegna meiri framleiðslu stóriðju og annars iðnaðar.

     Breytingar frá fjárlögum. Talsverðar breytingar urðu í efnahagslífinu á árinu 1997 frá því fjárlög voru samþykkt í lok árs 1996. Þá var gert ráð fyrir 2½% hagvexti, en nú er gert ráð fyrir að hann hafi verið tvöfalt hærri, eða 5%. Aukninguna má meðal annars rekja til meiri fjárfestingar en búist var við, aðallega vegna stóriðjuframkvæmda. Þannig var gert ráð fyrir 5½% vexti í fjárfestingu í fjárlögum, en nú er gert ráð fyrir að fjárfesting hafi vaxið um nær 10% á árinu 1997. Í fjárlögum var gert ráð fyrir að einkaneysla ykist um 3½% á árinu 1997, en nú er talið að einkaneysla hafi vaxið um 6%. Þessi aukning einkaneyslu endurspeglast einnig í meiri innflutningi en búist var við, en við samþykkt fjárlaga var búist við 5½% aukningu innflutnings, en þess í stað nam aukningin 8% á árinu.

Breytingar helstu þjóðhagsstærða


Fjárlög
1997
%
Útkoma
1997
%

Frávik
Einkaneysla      3,5 6,0 2,5
Þjóðarútgjöld án birgðabreytinga      3,5 5,9 2,4
Almennur vöruinnflutningur án olíu      4,4 4,8 0,4
Útflutningur vöru og þjónustu      2,8 5,6 2,8
Landsframleiðsla      2,5 5,0 2,5
Þjóðartekjur      2,5 5,9 3,4
Ráðstöfunartekjur á mann      3,5 7,9 4,4
Kaupmáttur ráðstöfunartekna      1,5 6,0 4,5
Vísitala neysluverðs      2,0 1,8 -0,2
Atvinnuleysi sem hlutfall af mannafla      4,0 3,9 -0,1

    Þessa þróun má að stórum hluta rekja til mun meiri aukningar kaupmáttar ráðstöfunar tekna á árinu 1997 en gert var ráð fyrir í forsendum fjárlaga. Þannig var gert ráð fyrir að kaupmáttur ráðstöfunartekna ykist um 1,5% á árinu 1997, en talið er að aukningin hafi numið 6%. Kemur þar margt til. Í fyrsta lagi voru kauphækkanir, samkvæmt þeim kjarasamningum sem gerðir voru á árinu, meiri en gert var ráð fyrir í forsendum fjárlaga. Þá var tekjuskattshlutfallið lækkað vorið 1997 og frekari lækkanir á árunum 1998 og 1999 voru ákveðnar. Að lokum var verðbólga heldur minni en gert var ráð fyrir.

     Samneysla. Gert er ráð fyrir að samneysluútgjöld ríkis og sveitarfélaga hafi aukist um 1½% á árinu 1997 og vaxi um 3% á árinu 1998. Gætir þar fyrst og fremst áhrifa nýgerðra kjarasamninga við opinbera starfsmenn sem í stórum dráttum eru í samræmi við samninga á almenna markaðnum, en launakostnaður er stærsti hluti samneyslu hins opinbera.

     Fjárfesting. Á árunum 1991-1995 dróst fjárfesting saman um nálægt fjórðung á sama tíma og landsframleiðsla jókst um 2%. Á árinu 1996 snerist þessi þróun við þegar fjárfesting jókst um ríflega 25% og hélt sú þróun áfram á árinu 1997, en gert er ráð fyrir að fjárfesting hafi vaxið um 10% á því ári. Á árinu 1998 er gert ráð fyrir áframhaldandi vexti í fjárfestingu eða um 11½%. Á þessum þremur árum hefur fjárfesting því aukist stórum skrefum og verður meiri en hún var við upphaf samdráttartímabilsins árið 1991. Sem hlutfall af landsframleiðslu nemur fjárfesting nú nálægt 20%, en það er nálægt meðaltali fyrir ríki OECD.
    Þennan vöxt í fjárfestingu má að miklu leyti rekja til mikilla stóriðjuframkvæmda að undanförnu, stækkunar álvers í Straumsvík, byggingu álvers á Grundartanga og virkjunar framkvæmda. Þá hafa fyrirtæki almennt fjárfest meira á allra síðustu árum sem ekki síst má rekja til bættrar fjárhagsstöðu þeirra og lægri vaxta.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



[ Þjóðarútgjöld á mann ]
     Einkaneysla. Á árunum 1996 og 1997 jókst einka neysla um nálægt 11% að raungildi og virðist ekki vera lát á. Á árinu 1997, jukust ráðstöfunartekjur um 8% í kjölfar nýrra kjarasamninga og lækkunar tekjuskatts. Búist er við að einkaneysla hafi aukist um 6% á árinu 1997 og haldi áfram að vaxa á árinu 1998, eða um 5½% og hefur þá aukist um 24% á fjórum árum á meðan lands framleiðsla hefur aukist um 17%.
    Velta neysluvörugreina jókst um 6½% að raungildi á árinu 1997. Velta í veitingarekstri jókst um 11½%, á meðan velta í persónulegri þjónustu jókst um 9%. Velta í smásöluverslun jókst minna, eða um 3½%. Einnig jókst innflutningur fólksbifreiða verulega á árinu 1997, eða um 30%.

     Launaþróun. Á vordögum 1997 voru undirritaðir samningar við þorra launafólks. Gildistími þessara samninga er lengri en hingað til hefur þekkst, en flestir þeirra eru í gildi fram á árið 2000. Við undirritun samninga hækkuðu laun almennt um 4,7%, 4% hækkun varð í byrjun árs 1998 og 3,5% í ársbyrjun 1999. Þeir samningar sem gilda langt inn á árið 2000 fela einnig í sér 3% hækkun í byrjun þess árs. Þrátt fyrir að þessar launahækkanir séu töluvert háar á alþjóðamælikvarða vegur aukinn stöðugleiki á móti og minni óvissa vegna langs samn ingstíma.
    Gerð samninga við opinbera starfsmenn lauk einnig á árinu. Samningarnir kveða flestir á um nýtt launakerfi þar sem vægi sjálfvirkra hækkana, eins og vegna aldurs, er minnkað. Á móti er svigrúm aukið fyrir forstöðumenn ríkisstofnana til að umbuna starfsmönnum eftir frammistöðu í starfi, ábyrgð og/eða breyttu vinnufyrirkomulagi.
    Almennar launahækkanir vegna nýgerðra kjarasamninga voru metnar á 6% á árinu 1997. Þannig hækkaði launavísitalan um 5½% frá fyrra ári. Kaupmáttur launa jókst því um 3½% á þessu ári, en meðal annars vegna lækkunar tekjuskatts snemma árs jókst kaupmáttur ráð stöfunartekna heimilanna enn meira, eða um 6%. Búist er við áframhaldandi aukningu kaupmáttar ráðstöfunartekna á árinu 1998, eða um 5½%, bæði vegna hækkunar taxta, aukinnar atvinnu og lækkunar tekjuskatts.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



[ Verðbólga ]
     Verðlagsþróun. Verðlag hefur haldist stöðugt þrátt fyrir launahækkanir og auk inn hagvöxt. Vísitala neyslu verðs hækkaði um 1,8% milli áranna 1996 og 1997, sem er minni hækkun en milli áranna 1995 og 1996 þegar vísitalan hækkaði um 2,3%. Þannig hafa áhrif kjarasamninga ekki komið fram í verðlagi, sem ef til vill má rekja til þess að innflutningsverð hefur haldist nánast óbreytt á árinu. Búist er við að verðlag hækki um 2,7% á milli áranna 1997 og 1998.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



[ Atvinnuleysi ]
     Vinnumarkaður. Störfum hefur fjölgað jafnt og þétt undanfarin ár. Á árinu 1997 fjölgaði störfum um 1,7% og búist er við 1,2% fjölgun starfa á næsta ári. Skráð atvinnuleysi hefur að sama skapi farið lækkandi undan farin misseri. Á árinu 1996 fór atvinnuleysi niður í 4,3% og á árinu 1997 mældist atvinnuleysi 3,9%. Á árinu 1998 er búist við að atvinnu leysi minnki enn frekar og fari niður í 3,6%.

     Framleiðsla og velta atvinnugreina. Þrátt fyrir aukinn þorskafla minnkaði aflaverðmæti á föstu verði um 2% á árinu 1997 þar sem samdráttur í afla annarra tegunda vegur þyngra. Á árinu 1998 er búist við að heildaraflaverðmæti verði 0,7% lægra en á árinu 1997 þrátt fyrir að búist sé við að aflaverðmæti botnfiskafla aukist um 5,9% á föstu verði, þar sem reiknað er með að aflaverðmæti annarra tegunda dragist saman um 9%, aðallega vegna minni loðnu veiða.
    Framleiðsla áls jókst töluvert á árinu 1997 vegna stækkunar álversins í Straumsvík og er aukningin frá árinu 1996 nálægt 16%. Á árinu 1998 er aukningin metin á tæplega 49%.
    Talið er að framleiðsla útflutningsgreina hafi aukist um 1½% á árinu 1997 en reiknað er með töluvert meiri aukningu á árinu 1998, eða tæplega 7½%. Heildarvelta atvinnugreina jókst um 6½% að raungildi á árinu 1997. Aukning mælist í flestum greinum, utan útflutnings verslunar, þar sem gætir samdráttar frá fyrra ári. Aukningin er mest í byggingastarfsemi og bifreiðaverslun.
    Afkoma atvinnuveganna var góð á árinu 1997 eins og nokkur undanfarin ár. Þó má gera ráð fyrir að hagnaður þeirra fari minnkandi vegna mikilla launahækkana í kjölfar nýgerðra kjarasamninga. Þetta á sérstaklega við um greinar þar sem laun eru almennt lág, þar sem lægstu laun hækkuðu hlutfallslega meira en laun að meðaltali. Einnig hefur hækkun raun gengis krónunnar haft áhrif, sérstaklega í útflutningsgreinum.

     Útflutningur. Á árinu 1997 jókst útflutningur vöru og þjónustu um ríflega 5½%, samanborið við 9½% aukningu á árinu 1996. Vöruútflutningur jókst um tæplega 2%. Töluverður samdráttur varð í útflutningi landbúnaðarafurða á árinu eða ríflega 15%. Á móti vegur mikil aukning í útflutningi afurða stóriðju, eða nálægt 20%. Sérstaklega munar þar um stækkun ál versins í Straumsvík. Útflutningur sjávarafurða stóð nánast í stað. Útflutningur ýmissa iðn aðarvara jókst til muna á árinu og má þar nefna útflutning á búnaði til fiskveiða og á lækn ingatækjum. Á árinu 1998 er búist við að útflutningur vöru og þjónustu aukist um 3,1% sem er að mestu leyti vegna aukins útflutnings á áli.

     Innflutningur. Á árinu 1997 jókst innflutningur vöru og þjónustu um 8% sem er töluvert minni vöxtur í innflutningi en mældist á árinu 1996 þegar hann nam 16½%. Vöruinnflutn ingur á árinu 1997 jókst um 4½%, ekki síst vegna aukins innflutnings til stóriðju. Fleiri ástæður liggja þó að baki.
    Mest bar á innflutningi fólksbifreiða á árinu 1997, en verðmæti innflutnings þeirra jókst um 30% milli ára. Þá jókst innflutningur flutningatækja til atvinnurekstrar annarra en skipa og flugvéla um nálægt 35% á árinu 1997. Innflutningur fjárfestingarvara jókst um nálægt 20% á meðan innflutningur varanlegra neysluvara, eins og heimilistækja ýmiss konar, jókst um 10%.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



[ Viðskiptajöfnuður ]
     Viðskiptajöfnuður. Talsverður halli er nú á viðskipt um við útlönd. Afgangur var á árunum 1993–1995, en á árinu 1996 snerist afgang urinn í halla. Í árinu 1997 nam hallinn 1½% af lands framleiðslu, sem er heldur minni halli en á árinu 1996 þegar hann nam 1,8% af landsframleiðslu. Halli á við skiptajöfnuði er að stórum hluta til kominn vegna stór aukins innflutnings fjárfest ingarvara til uppbyggingar stóriðju, sem búast má við að skili þjóðarbúinu hagnaði þegar fram í sækir. Þessi fjárfesting skýrir þó ekki allan hallann því innflutningur neysluvara hefur einnig aukist.
    Á árinu 1997 nam halli á viðskiptum við útlönd 8 milljörðum króna sem er heldur minni halli en á fyrra ári. Afgangur var á vöruskiptajöfnuði nam 250 milljónum króna sem er minni afgangur en á fyrra ári þegar hann nam 1200 milljónum króna. Afgangur var á jöfnuði þjón ustuviðskipta sem nam ríflega 3 milljörðum króna samanborið við rúmlega 1 milljarðs króna afgang á árinu 1996. Þá eykur það viðskiptahallann að vaxtajöfnuður er sem fyrr afar óhag stæður, um 10–12 milljarða króna.

     Fjármagnsmarkaður. Þróun í peninga- og lánamálum á árinu 1997 var í samræmi við aukin umsvif í efnahagslífinu. Óvissa ríkti í vaxtamálum sem olli vaxtahækkun á fyrri hluta árs þar til lokið var gerð kjarasamninga á vordögum, en þeir stuðluðu að lækkun verðbólgu væntinga. Kjarasamningarnir styrktu einnig trú á stöðugleika gengis íslensku krónunnar sem stuðlaði að innstreymi á gjaldeyrismarkaðnum sem stóð fram á mitt ár. Þá snerist þróunin við og útstreymi fór að gera vart við sig og vextir tóku að hækka.
    Vextir innanlands hafa haldist háir að undanförnu samanborið við önnur lönd og hefur það ýtt undir lántökur fyrirtækja erlendis. Vaxtamunurinn minnkaði þó jafnt og þétt á árinu, sem skýrðist af hækkun vaxta erlendis, eða þar til innlendir vextir hækkuðu í nóvember. Þannig minnkaði vaxtamunur á ríkisbréfum og samsvarandi erlendum bréfum úr 4½% í byrjun árs í tæplega 3% í lok júlí en fór í 3½% undir lok ársins. Þá fóru langtímavextir lækkandi á árinu þótt enn séu þeir hærri en samsvarandi vextir í nágrannaríkjunum.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



[ Erlendar skuldir þjóðarbúsins ]
     Erlendar skuldir þjóðarbúsins. Erlendar skuldir þjóðarbúsins voru í hámarki árið 1993 og námu þá tæp lega 54½% af landsfram leiðslu. Síðan hafa þær farið lækkandi og námu rúmlega 47½% í árslok 1996. Erlend ar skuldir hafa lækkað enn frekar á árinu 1997 og námu tæplega 45% af landsfram leiðslu og búist er við að þær fari niður í 44½% á árinu 1998.
    Greiðslubyrði afborgana af erlendum lánum hefur einnig lækkað á undanförnum árum, úr rúmlega 34% af útflutningstekjum árið 1994 í tæplega 20% á árinu 1997 og búist er við að hún fari í 18% af útflutningstekjum á árinu 1998.

     Afkoma hins opinbera. Á árinu 1997 er talið að halli á rekstri hins opinbera (ríkis og sveitarfélaga) hafi lækkað úr 1,6% af landsframleiðslu í 0,1%, reiknað á rekstrargrunni og er því sem næst í jafnvægi, sem er besta afkoma síðan árið 1984. Á árinu 1998 er búist við að hið opinbera verði rekið með dálitlum afgangi, eða sem nemur 0,1% af landsframleiðslu.
    Gert er ráð fyrir að halli á rekstri sveitarfélaga hafi numið um 1 milljarði króna á árinu 1997. Afkoma sveitarfélaga hefur verið mun betri síðustu ár en árin á undan, en halli á rekstri þeirra nam nær 7 milljörðum króna á árinu 1994. Með flutningi grunnskólans til sveitarfélaga eykst hlutur þeirra í rekstri hins opinbera og nemur nú um fjórðungi.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



[ Skuldir hins opinbera ]
    Árangur af auknu aðhaldi og minni hallarekstri hins opinbera sést best á þróun skulda hins opinbera, en þær námu rúmlega 52% af lands framleiðslu á árinu 1997 sem er lækkun frá árinu 1995 þegar skuldir hins opinbera, þ.e. bæði ríkis og sveitar félaga, náðu hámarki og námu rúmlega 59% af lands framleiðslu. Búist er við að skuldir sem hlutfall af lands framleiðslu fari niður í rúmlega 48% á árinu 1998.

3 Tekjur ríkissjóðs.


    Í þessum kafla er fyrst gerð grein fyrir þróun tekna ríkissjóðs árið 1997. Síðan er sérstak lega fjallað um lækkun tekjuskatts einstaklinga sem lögfest var á Alþingi síðastliðið vor og breytingar á skattlagningu fjármagnstekna sem ákveðnar voru á árinu.
    
3.1     Útkoman 1997
    Samkvæmt niðurstöðutölum fyrir árið 1997 voru innheimtar tekjur ríkissjóðs tæplega 132 milljarðar króna samanborið við 127,7 milljarða króna árið 1996. Það ber að hafa það í huga að með flutningi grunnskólans til sveitarfélaga lækkuðu skatttekjur ríkissjóðs um 6 milljarða króna. Að teknu tilliti til þess hækkuðu tekjur ríkissjóðs um 10 milljarða króna milli ára eða sem nemur 8%. Í fjárlögum ársins 1997 var gert ráð fyrir að tekjurnar yrðu 126,2 milljarðar króna þannig að aukningin frá fjárlögum er tæplega 5,8 milljarðar króna.

Skipting ríkissjóðstekna


Greiðslugrunnur

1996
m.kr.
Fjárlög
1997
m.kr.
Útkoma
1997
m.kr.
Frávik frá fjárlögum m.kr. Breyting
1996-97
m.kr.
Tekjuskattar      25.564 21.325 22.900 1.575 -2.664
    Einstaklingar      21.371 16.775 18.148 1.373 -3.223
    Fyrirtæki      4.193 4.550 4.752 202 559
Tryggingagjöld      13.569 14.185 14.786 601 1.217
Eignarskattar      3.799 3.755 4.143 388 344
Skattar á vörur og þjónustu      76.583 78.634 81.064 2.430 4.481
    Virðisaukaskattur      45.692 48.550 49.720 1.170 4.028
    Innflutnings- og vörugjöld      10.505 9.474 10.402 928 -103
    Tekjur af sölu áfengis og tóbaks      7.266 7.100 6.944 -156 -322
    Bifreiðagjöld      9.224 9.415 9.875 460 651
    Aðrir skattar      3.896 4.095 4.123 28 227
Aðrar tekjur      8.220 8.325 9.097 772 877
    Vaxtatekjur      5.122 5.175 4.838 -377 -284
    Arðgreiðslur, sala eigna o.fl.      3.098 3.150 4.259 1.109 1.161
Heildartekjur ríkissjóðs      127.735 126.224 131.990 5.766 4.255
    Þar af skatttekjur      119.515 117.899 122.893 4.994 3.378

    Meginskýringin á auknum tekjum á árinu 1997 felst í meiri umsvifum í efnahagslífinu en gert var ráð fyrir við afgreiðslu fjárlaga. Aukinn kaupmáttur heimilanna í kjölfar kjarasamn inga og lækkunar á tekjusköttum einstaklinga leiddi til aukinnar eftirspurnar, meðal annars eftir bifreiðum og ýmsum varanlegum neysluvörum. Á tekjuhlið fjárlaga komu þessi áhrif því fram í auknum tekju-, launa- og veltusköttum.
    Hér á eftir verður nánar fjallað um einstaka tekjuliði, helstu frávik frá áætlun fjárlaga og samanburð við árið 1996.

    Tekjuskattur einstaklinga. Á árinu 1997 skilaði tekjuskattur einstaklinga rúmlega 18 milljörðum króna til ríkissjóðs, eða um 1,4 milljörðum krónum meira en reiknað hafði verið með í áætlun fjárlaga. Í forsendum fjárlaga fyrir árið 1997 var gert ráð fyrir að atvinnutekjur myndu hækka um 3½% frá fyrra ári en upplýsingar úr staðgreiðslukerfinu benda til að hækk unin á árinu 1997 hafi verið helmingi meiri sem skýrist fyrst og fremst af meiri launahækk unum en forsendur fjárlaga gerðu ráð fyrir. Jafnframt voru greiðslur barna- og vaxtabóta lægri en reiknað var með sem einnig má rekja til meiri tekjubreytinga og áhrifa tekjutengingar þessara bóta. Á móti vegur að innheimta á eftirstöðvum fyrri ára er töluvert lægri en í fjár lagaáætluninni, aðallega vegna mikilla endurgreiðslna út af hlutabréfaafslætti. Lækkun tekju skattshlutfallsins um 1,1 prósentustig þann 1. maí 1997 hafði hins vegar óveruleg áhrif þar sem þegar var gert ráð fyrir henni í forsendum fjárlaga. Samanborið við árið 1996 lækkaði innheimtur tekjuskattur einstaklinga um 3,2 milljarða króna og stafar sú lækkun af flutningi grunnskólans til sveitarfélaganna. Í meðfylgjandi töflu er birt nánari skipting á staðgreiðslu tekjuskatts og útsvars fyrir árin 1996 og 1997.

Tekjuskattar


Greiðslugrunnur

1996
m.kr.
Fjárlög
1997
m.kr.
Útkoma
1997
m.kr.
Frávik frá
fjárlögum
m.kr.
Staðgreiðsla, brúttó      51.078 54.000 56.671 2.671
    Útsvar sveitarfélaga      -21.379 -29.000 -29.650 -650
    Sóknar- og kirkjugarðsgjöld      -1.486 -1.600 -1.610 -10
    Barnabætur, barnabótaauki      -4.866 -4.840 -4.649 191
    Vaxtabætur      -3.486 -3.735 -3.644 91
Hlutur ríkisins í staðgreiðslu, nettó      19.861 14.825 17.118 2.293
    Fyrirframgreiðsla hátekjuskatts      332 375 418 43
    Innheimta á eftirstöðvum fyrri ára          --> 1.178 1.575 612 -963
Tekjuskattur einstaklinga alls      21.371 16.775 18.148 1.373
Tekjuskattur fyrirtækja      4.193 4.550 4.752 202
Samtals      25.564 21.325 22.900 1.575

    Tekjuskattur fyrirtækja. Batnandi afkoma þjóðarbúsins og betri afkoma fyrirtækja hafði í för með sér að álagður tekjuskattur fyrirtækja hækkaði umtalsvert milli áranna 1996 og 1997. Innheimtur tekjuskattur jókst um 560 m.kr. á árinu 1997 sem er rúmlega 200 m.kr. meira en gert hafði verið ráð fyrir í fjárlögum.

    Tryggingagjöld.
Meiri tekjubreytingar en gert hafði verið ráð fyrir við afgreiðslu fjárlaga leiddu til aukinnar innheimtu á tryggingagjöldum. Þau skiluðu um 14,3 milljörðum króna í ríkissjóð á árinu 1997 sem er um 600 m.kr. umfram áætlun fjárlaga og um 1,2 milljarða aukn ing frá fyrra ári. Gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra var um 500 m.kr. sem er í samræmi við áætlun.

    Eignarskattar. Í heild skiluðu eignarskattar ríkissjóði ríflega 4,1 milljarði króna árið 1997 sem er um 400 m.kr. aukning frá fyrra ári. Álagning eignarskatta á einstaklinga hækkaði lítillega á árinu 1997 sem skilaði sér í aukinni innheimtu. Í heild skiluðu eignarskattar einstaklinga um 2,1 milljarði króna á árinu 1997. Innheimtir eignarskattar fyrirtækja voru rúmlega 2 milljarðar króna árið 1997 sem er rúmlega 300 m.kr. aukning frá áætlun fjárlaga og innheimtu á árinu 1996. Hækkunin milli ára er um 18% og skýrist bæði af hærri álagningu en gert hafði verið ráð fyrir og betri innheimtuárangri sem endurspeglar batnandi afkomu fyrirtækja.

Eignarskattar


Greiðslugrunnur

1996
m.kr.
Fjárlög
1997
m.kr.
Útkoma
1997
m.kr.
Frávik frá
fjárlögum
m.kr.
Eignarskattur      1.469 1.475 1.487 12
Sérstakur eignarskattur      143 150 146 -4
Erfðafjárskattur      460 420 479 59
Einstaklingar alls      2.072 2.045 2.112 67
Eignarskattur      1.436 1.425 1.687 262
Sérstakur eignarskattur      291 285 344 59
Fyrirtæki alls      1.727 1.710 2.031 321
Samtals      3.799 3.755 4.143 388

    Virðisaukaskattur.
Innheimtur virðisaukaskattur, að frádregnum endurgreiðslum, nam um 49,7 milljörðum króna árið 1997. Aukningin frá árinu 1996 er rúmlega 4 milljarðar króna, eða tæp 9% sem er heldur meira en veltu- og verðlagsbreytingar á árinu. Það skýrist að hluta til af lægri endurgreiðslum á virðisaukaskatti vegna bygginga íbúðarhúsnæðis. Endurgreiðsluhlutfallið var lækkað úr 100% í 60% á árinu 1996 til að fjármagna tekjutap ríkissjóðs vegna lækkunar vörugjalda.


Tekjur af virðisaukaskatti


Greiðslugrunnur

1996
m.kr.
Fjárlög
1997
m.kr.
Útkoma
1997
m.kr.
Frávik frá
fjárlögum
m.kr.
Virðisaukaskattur af innflutningi      31.291 33.050 33.771 721
Virðisaukaskattur af innlendri starfsemi      16.815 17.350 17.728 378
Virðisaukaskattur alls      48.106 50.400 51.499 1.099
- Endurgreitt vegna fjárfestinga í íbúðarhúsnæði      -1.141 -700 -640 60
- Endurgreitt til opinberra aðila      -1.273 -1.150 -1.139 11
Virðisaukaskattur - endurgreiðslur      45.692 48.550 49.720 1.170

    Tekjur af virðisaukaskatti voru tæplega 1,2 milljörðum króna umfram áætlun fjárlaga 1997, aðallega vegna aukinna umsvifa í efnahagslífinu. Tveir þriðju hlutar af aukningunni eru vegna innflutnings en um þriðjungurinn vegna innlendrar starfsemi.

    Innflutnings- og vörugjöld. Þrátt fyrir að vöruinnflutningur hafi aukist talsvert milli áranna 1996 og 1997 voru tekjur ríkissjóðs af innflutnings- og vörugjöldum svipaðar bæði árin. Það skýrist aðallega af samdrætti í tekjum af almennum vörugjöldum í kjölfar niðurfellingar og lækkunar gjalda af nokkrum vöruflokkum. Tekjur af vörugjöldum voru hins vegar tæplega 1 milljarði króna umfram áætlun fjárlaga, fyrst og fremst vegna aukinna tekna af innflutningi bifreiða.
     Tollar og innflutningsgjöld. Þessi tekjuliður skilaði ríkissjóði tæplega 1,9 milljörðum króna árið 1997 sem er svipuð upphæð og búist var við í áætlun fjárlaga.
     Vörugjald af bifreiðum. Tekjur ríkissjóðs vegna vörugjalda af bifreiðum voru um 3,9 milljarðar króna. Það er rúmlega ½ milljarðs króna aukning frá árinu 1996 og tæplega 1 milljarði umfram áætlun fjárlaga. Fluttar voru inn rúmlega 13.000 bifreiðar árið 1997 sem er tæplega 25% aukning frá árinu 1996 og um 3.700 bifreiðum meira en gert var ráð fyrir í áætlun fjárlaga. Leita þarf aftur til ársins 1988 til að finna dæmi um meiri innflutning bifreiða.

Tekjur af innflutnings- og vörugjöldum


Greiðslugrunnur

1996
m.kr.
Fjárlög
1997
m.kr.
Útkoma
1997
m.kr.
Frávik frá
fjárlögum
m.kr.
Tollar, innflutningsgjöld      1.813 1.914 1.873 -41
Vörugjald af bifreiðum      3.326 2.900 3.883 983
Vörugjald af bensíni      1.934 1.915 1.945 30
Almenn vörugjöld      3.023 2.590 2.525 -65
Álgjald      409 155 176 21
Samtals      10.505 9.474 10.402 928


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



[ Innflutningur bifreiða ]
     Vörugjald af bensíni. Vörugjald af bensíni nam um 1.950 m.kr. árið 1997 sem er svipuð upphæð og árið á undan og í samræmi við áætlun fjárlaga.
     Almenn vörugjöld. Innheimta almennra vörugjalda af innflutningi og innlendri framleiðslu nam um 2½ millj arði króna árið 1997 sem er um ½ milljarði lægri upphæð en árið 1996. Þessi lækkun stafar af breytingum sem gerðar voru á vörugjaldskerf inu á árinu 1996 og í árs byrjun 1997. Breytingarnar leiddu til fækkunar gjald flokka og lækkunar eða niðurfellingar vörugjalda af ákveðnum vöruflokkum. Einnig var greiðslufrestur gjaldsins samræmdur milli innfluttra vara og innlendrar framleiðslu.
     Álgjald. Tekjur ríkissjóðs af álgjaldi lækkuðu milli áranna 1996 og 1997 og skýrist það af minni hagnaði af rekstri Álversins í Straumsvík en árið á undan.

    Tekjur af sölu áfengis og tóbaks. Sala á áfengi og tóbaki skilaði ríkissjóði tæplega 7 milljörðum króna. Það er um 150 m.kr. lægri upphæð en var áætluð í fjárlögum og um 300 m.kr. lægri en árið 1996. Lækkunin milli ára stafar af því að á árinu 1996 skilaði ÁTVR um 430 m.kr. vegna hagnaðar ársins 1995. Sé leiðrétt fyrir þessu jukust tekjur af sölu áfengis og tóbaks um rúmlega 100 m.kr. á árinu 1997.


Tekjur af sölu áfengis og tóbaks


Greiðslugrunnur

1996
m.kr.
Fjárlög
1997
m.kr.
Útkoma
1997
m.kr.
Frávik frá
fjárlögum
m.kr.
Skil ÁTVR á hagnaði      2.673 2.305 2.427 122
Vörugjald af áfengi      4.593 4.795 4.517 -278
Samtals      7.266 7.100 6.944 -156

    Skil á hagnaði ÁTVR jukust um 122 m.kr. umfram áætlun fjárlaga og um 180 m.kr. frá fyrra ári. Þetta stafar af auknum tekjum af tóbaksgjaldi í kjölfar 19% hækkunar á gjaldinu síðastliðið haust. Vörugjald af áfengi nam um 4½ milljarði króna sem er um 280 m.kr. lækkun frá áætlun fjárlaga og um 80 m.kr. lækkun frá fyrra ári. Lækkunina má m.a. rekja til minni magn- og verðaukningar en reiknað hafði verið með og jafnframt hafði aukinn innflutningur á bjór á kostnað sterkra drykkja, í för með sér lækkun á innheimtu áfengisgjaldi.

     Bifreiðagjöld. Í heild skilaði þessi skattstofn tæplega 10 milljörðum króna á árinu 1997. Það er tæplega ½ milljarðs króna aukning frá áætlun fjárlaga og 650 m.kr. umfram tekjur ársins 1996. Mestu munar um auknar tekjur af þungaskatti.

Tekjur af bifreiðagjöldum


Greiðslugrunnur

1996
m.kr.
Fjárlög
1997
m.kr.
Útkoma
1997
m.kr.
Frávik frá
fjárlögum
m.kr.
Sérstakt vörugjald af bensíni      4.674 4.780 4.751 -29
Þungaskattur, km-gjald      1.879 1.900 2.126 226
Þungaskattur, árgjald      793 815 959 144
Markaðar tekjur til vegagerðar      7.346 7.495 7.836 341
Bifreiðagjald      1.878 1.920 2.039 119
Samtals      9.224 9.415 9.875 460

    Innheimta á sérstöku vörugjaldi á bensíni varð nokkurn veginn í samræmi við áætlun fjárlaga. Aftur á móti jukust tekjur af þungaskatti um 370 m.kr. umfram áætlun. Þar kemur bæði til bætt innheimta og aukin umsvif í efnahagslífinu. Tekjur af bifreiðagjaldi jukust um 120 m.kr. umfram áætlun fjárlaga, aðallega vegna stækkandi bílaflota landsmanna.

    Aðrir skattar. Þessir tekjustofnar námu samtals rúmlega 4,1 milljarði króna árið 1997, sem er svipað og búist var við og rúmlega 200 m.kr. umfram innheimtuna árið 1996. Tekjur af þinglýsingum og stimpilgjöldum jukust hins vegar um 157 m.kr. umfram áætlun fjárlaga og um 300 m.kr. frá fyrra ári sem endurspeglar auknar lántökur. Aukatekjur ríkissjóðs voru heldur meiri en gert var ráð fyrir í fjárlögum en ríkisábyrgðagjaldið var undir áætlun sem gæti verið merki um batnandi þjóðarhag. Innheimta á skemmtanaskatti var langt undir áætlun vegna erfiðleika við innheimtu.

Aðrir skattar


Greiðslugrunnur

1996
m.kr.
Fjárlög
1997
m.kr.
Útkoma
1997
m.kr.
Frávik frá
fjárlögum
m.kr.
Þinglýsingar, stimpilgjöld      2.453 2.595 2.752 157
Aukatekjur      873 860 889 29
Ríkisábyrgðargjald      182 220 168 -52
Aðrir skattar      388 420 313 -107
Samtals      3.896 4.095 4.122 27

    Aðrar tekjur. Þessi tekjuliður nær til þeirra tekna ríkissjóðs sem ekki teljast skatttekjur. Á árinu 1997 námu þessar tekjur um 9,1 milljarði króna sem er um 800 m.kr. umfram áætlun og innheimtu fyrra árs. Mest munar um meiri arðgreiðslur en gert hafði verið ráð fyrir við af greiðslu fjárlaga.

Aðrar tekjur


Greiðslugrunnur

1996
m.kr.
Fjárlög
1997
m.kr.
Útkoma
1997
m.kr.
Frávik frá
fjárlögum
m.kr.
Vaxtatekjur      5.122 5.175 4.838 -337
Arðgreiðslur      2.505 2.425 3.159 734
Sala eigna      246 350 619 269
Aðrar tekjur      347 375 481 106
Samtals      8.220 8.325 9.097 772

    Vaxtatekjur voru rúmlega 4,8 milljarðar króna árið 1997 sem er um 300 m.kr. undir áætlun og stafar frávikið af meiri uppgreiðslum á endurlánum ríkissjóðs er gert var ráð fyrir. Arð greiðslur jukust um rúmlega 700 m.kr. sem skýrist af 800 m.kr. arðgreiðslu frá Íslenskum aðalverktökum í tengslum við breytingu á rekstrarformi fyrirtækisins í hlutafélag. Arð greiðslur annarra aðila voru heldur undir áætlun fjárlaga. Sala eigna skilaði rúmlega 600 m.kr. sem er mun meira en gert var ráð fyrir. Meginskýringin er sala á íslenska sendi herrabústaðnum í París.

3.2     Breytingar á skattkerfinu 1997
     Tekjuskattar og barnabætur . Um vorið 1997 samþykkti Alþingi lög um breytingar á tekjuskatti og barnabótum. Með breytingunum var stigið mikilvægt skref í átt til þess að draga úr jaðaráhrifum tekjuskatts og barnabóta sem hafa sætt vaxandi gagnrýni á undanförnum árum. Hér á eftir er gerð grein fyrir meginþáttum þessara laga.
    Lækkun tekjuskatts. Tekjuskattur lækkar um 4% fram til ársins 1999. Lækkunin er í þremur áföngum:

a)    Frá 1. janúar 1997 lækkaði tekjuskattur um 1,1% og kom sú lækkun til framkvæmda í staðgreiðslu frá og með 1. maí 1997. Skattalækkun fyrir mánuðina janúar til apríl kemur til endurgreiðslu við álagningu árið 1998.

b)    1. janúar 1998 lækkaði tekjuskattshlutfallið um 1,9% til viðbótar.

c)    1. janúar 1999 lækkar tekjuskattshlutfallið um 1% til viðbótar. Miðað við óbreytt útsvarshlutfall frá því sem nú er verður samanlagt skatthlutfall útsvars og tekjuskatts þá komið í 38%, en það var 42% er lögin voru sett.

     Hækkun skattleysismarka. Skattleysismörk voru óbreytt á árinu 1997. Síðan hækkuðu skattleysismörk um 2,5% árið 1998 og hækka um 2,5% árið 1999 og enn um 2,5% árið 2000. Þessi hækkun er í samræmi við þær forsendur sem aðilar vinnumarkaðarins gáfu sér um verð lagsþróun í kjölfar kjarasamninganna.
     Hækkun annarra fjárhæðamarka. Gert er ráð fyrir að aðrar viðmiðanir í tekjuskattskerfinu taki sömu hlutfallslegu hækkunum og skattleysismörk næstu þrjú ár. Þetta tekur meðal annars til barnabóta, vaxtabóta o.fl.
     Sérstakur tekjuskattur hækkar. Sérstakur tekjuskattur hækkaði úr 5% í 7% frá 1. janúar 1998. Jafnframt hækkaði tekjuviðmiðunin úr 234.000 í 260.000 krónur hjá einstaklingi og úr 468.000 í 520.000 krónur hjá hjónum. Þessi hækkun jafngildir því að hæsta skattþrep lækkar úr 47% í 45%.
     Barnabætur. Almennu barnabæturnar og tekjutengdi barnabótaaukinn voru sameinuð í eitt, tekjutengt barnabótakerfi. Markmiðið með þessu var að skapa svigrúm til þess að lækka tekjuskerðingarhlutföll barnabótaaukans, úr 15% í 11% með þremur börnum eða fleiri, 11% í 9% með tveimur börnum og úr 6% í 5% með einu barni.
     Áhrif breytinganna. Heildaráhrif þessara tillagna eru metin til 5,2 milljarða króna lækkunar á tekjum ríkissjóðs þegar skattalækkunin er að fullu komin til framkvæmda. Á móti þessu vega nokkur atriði svo sem sú ákvörðun Alþingis við afgreiðslu síðustu fjárlaga að halda bótafjárhæðum óbreyttum árið 1997. Einnig skilar niðurfelling hlutafjárafsláttar nokkrum tekjuauka. Þá er gert ráð fyrir að tekjur af fjármagnsskatti gangi til að mæta þessum skattalækkunum. Loks hefur verið rætt við fulltrúa sveitarfélaga um að taka þátt í kostnaði vegna þessara aðgerða, en engar ákvarðanir liggja enn fyrir. Lækkun tekjuskatts um 4% jafngildir um 2% hækkun kaupmáttar ráðstöfunartekna heimilanna. Skattalækkunin er hlutfallslega mest hjá fólki með lágar tekjur, en minni eftir því sem tekjurnar eru hærri. Ráðstöfunartekjurnar aukast hins vegar hlutfallslega meira hjá fólki með meðaltekjur, enda greiðir lágtekjufólk tiltölulega litla skatta, bæði í krónum talið og í hlutfalli við tekjur.
     Heildaráhrif tekjuskattslækkunar og breyttra barnabóta. Breytingin á barnabótakerfinu felur í sér tilflutning bóta frá fólki með tekjur umfram meðaltal til fólks með tekjur um eða undir meðallagi. Samanlögð áhrif þessara breytinga eru almennt þau að ráðstöfunartekjur fólks með tekjur um eða fyrir neðan meðallag hækka hlutfallslega meira en hjá öðrum tekju hópum.

     Fjármagnstekjuskattur. Á árinu 1996 samþykkti Alþingi lög um samræmda skattlagningu fjármagnstekna á árinu 1997. Í lögunum felst tvennt. Annars vegar er tekinn upp skattur á vaxtatekjur, en þær hafa verið skattfrjálsar. Hins vegar er skattlagning fjármagnstekna sam ræmd, þ.e. arður, söluhagnaður og leigutekjur verða skattlagðar með sama hætti og vextir.
    Meginefni laganna. Í stórum dráttum eru meginatriði laganna um fjármagnstekjuskatt eftirfarandi:

.     10% skattur er lagður á allar fjármagnstekjur einstaklinga, þ.e. vexti, verðbætur, afföll, gengishagnað, tekjur af hlutdeildarskírteinum, arð, leigutekjur og söluhagnað.

.     Skatturinn er innheimtur í staðgreiðslu af greiðanda fjármagnstekna og er skilað í ríkissjóð einu sinni á ári, í fyrsta sinn hinn 15. janúar 1998.

.     Persónuafsláttur einstaklinga nýtist til greiðslu fjármagnstekjuskatts, en að öðru leyti er hann án frítekjumarks.

.     Skatturinn er reiknaður af öllum fjármagnstekjum án frádráttar vaxtagjalda eða annars kostnaðar.

.     Hámarksfjárhæð sú sem fyrirtækjum er heimilt að draga frá skattskyldum tekjum vegna greiðslu á arði er lækkuð úr 10% af nafnverði hlutafjár í 7%. Á móti kemur að ónýtt frá dráttarheimild verður yfirfæranleg milli ára.

    Á árinu 1997 var eingöngu greiddur fjármagnstekjuskattur vegna söluhagnaðar hlutabréfa, samtals 62 m.kr., en sérákvæði þess efnis komu fyrr til framkvæmda.


4 Gjöld ríkissjóðs.



     Heildaryfirlit 1997. Útgjöld A-hluta ríkissjóðs á árinu 1997 námu alls 130,8 milljörðum króna. Að frádregnum 3,6 milljarða króna vaxtagjöldum vegna sérstakrar innlausnar spari skírteina námu gjöldin 127,1 milljarði króna, en sambærileg fjárhæð árið áður nam 123,3 milljörðum króna. Eru þá dregnir frá vextir vegna sérstakrar innköllunar spariskírteina og auk þess er leiðrétt fyrir tilflutningi grunnskólans til sveitarfélaganna. Gjöldin, þannig reiknuð, eru 24,4% af landsframleiðslu og lækkar það hlutfall um 1,1% frá árinu 1996. Samanborið við fjárlög ársins fóru gjöldin 4,7 milljarða króna fram úr áætlun.

Útgjöld ríkissjóðs


Greiðslugrunnur
Útgjöld
1996
m.kr.
Fjárlög
1997
m.kr.
Fjár-
heimildir
m.kr.
Útgjöld
1997
m.kr.
Frávik frá
fjárlögum
m.kr.
Breyting
'96 - '97
%
Rekstrargjöld      52.256 48.130 49.384 49.439 1.309 -5,4
Tryggingagreiðslur, niðurgreiðslur o.fl.      49.678 50.967 52.451 51.398 431 3,5
Vextir           23.832 13.550 16.570 15.978 2.428 -33,0
Viðhald      3.936 3.902 3.926 4.126 224 4,8
Stofnkostnaður      10.028 9.551 11.299 9.812 261 -2,2
Samtals      139.730 126.100 133.630 130.753 4.653 -6,4
Vextir vegna sérstakrar innlausnar      10.013 - 3.520 3.613 - -
Grunnskólar      6.458 19 19 78 59 -98,8

    Í töflunni koma fram heildargjöld A-hluta ríkissjóðs árið 1997, samanburður við útgjöld 1996, fjárlög 1997 og fjárheimildir 1997. Hafa ber í huga, að allar fjárlagatölur eru birtar með þeim millifærslum fjárheimilda milli tegunda og viðfangsefna sem gerðar eru innan ársins. Fjárheimildir ársins samanstanda af fjárlögum og fjáraukalögum og eru þar meðtaldar heimildir og umframgjöld vegna fyrra árs. Frekari sundurliðun fjárheimilda er að finna í hefti Ríkisbókhalds um greiðsluuppgjör ríkissjóðs 1997 sem gefið er út samhliða þessari skýrslu.
    Í þessum kafla er fjallað um ríkisútgjöldin, samkvæmt svokallaðri hagrænni flokkun ríkisútgjalda, innan hvers ráðuneytis fyrir sig. Með því er átt við skiptingu í almenn rekstrarútgjöld stofnana ríkisins, tryggingagreiðslur og aðrar framlagsgreiðslur, vaxta greiðslur, viðhald og stofnkostnað.
    Samkvæmt fjárlögum var gert ráð fyrir að heildarútgjöld yrðu 126,1 milljarður króna, en að teknu tilliti til sérstakrar innlausnar spariskírteina 1996 og tilflutnings grunnskólans var hækkun um 2,8 milljarða króna frá útkomu ársins 1996. Þar af var hækkun rekstrar gjalda áætluð 1,4 milljarðar og tilfærslna 2,2 milljarðar, en á móti var gert ráð fyrir lækkun vaxtagjalda um 0,3 milljarða og stofnkostnaðar um 0,5 milljarða króna.
    Eins og áður sagði urðu heildarútgjöld 4,7 milljarðar króna umfram fjárlög. Rekstrarút gjöldin fóru 1,3 milljarða umfram fjárlög, þar af um 450 m.kr. vegna aukinna framlaga til sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva til að mæta uppsöfnuðum rekstrarhalla þeirra og um 230 m.kr. vegna rekstrarhalla framhaldsskóla.

Helstu frávik gjalda frá fjárlögum 1997

Í m.kr.
Vaxtagjöld vegna sérstakrar innlausnar spariskírteina      3.600
Lækkun annarra vaxtagjalda (fyrir utan innlausn spariskírteina)      -1.150
Umframgjöld sjúkratrygginga      520
Rekstrargjöld sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva      420
Stofnkostnaður sendiráða      310
Rekstrargjöld framhaldsskóla      230
Lífeyristryggingar og bætur skv. lögum um félagslega aðstoð      220
Hækkun framlaga til Vegagerðar      150
Ýmis umframgjöld      353
Heildarfrávik gjalda frá fjárlögum      4.653

    Rekstrartilfærslur urðu rúmum 0,4 milljörðum króna umfram fjárlög. Munar þar lang mest um viðbótargreiðslur til sjúkratrygginga, eða 520 m.kr. Er það frávik skýrt nánar í um fjöllun um heilbrigðisráðuneytið hér á eftir. Umframgreiðslur að öðru leyti eru mestar vegna lífeyristrygginga og bóta samkvæmt lögum um félagslega aðstoð, eða 220 m.kr. Á móti vegur að greiðslur nokkurra tilfærsluliða voru innan marka fjárlaga. Þar má nefna útgjöld vegna sauðfjárframleiðslu, 120 m.kr. og til Ábyrgðasjóðs launa, 120 m.kr.
    Vaxtagreiðslur urðu 2,4 milljörðum króna umfram fjárlög. Eins og komið hefur fram urðu vaxtagjöld vegna sérstakrar innköllunar spariskírteina 3,6 milljarðar króna. Önnur vaxtagjöld voru þannig um 1,1 milljarði innan marka og koma fram bæði á innlendum og erlendum lánum. Viðhald og stofnkostnaður nam samtals 13,9 milljörðum króna og er það 0,5 milljörðum umfram fjárlög, en 1,5 milljörðum innan fjárheimilda. Frávik frá fjárlögum skýrast einkum af kaupum og endurbótum á húsnæði sendiráða, auk þess sem framlög til Vegagerðarinnar hækkuðu um 150 m.kr. Framlög til Jarðeigna ríkisins hækkuðu um 100 m.kr. vegna lögbundinna kaupa á húsnæði á ríkisjörðum.

Skipting útgjalda eftir ráðuneytum


Greiðslugrunnur
Útgjöld
1996
m.kr.
Fjárlög
1997
m.kr.
Útgjöld
1997
m.kr.
Breyting
frá fjárl.
m.kr.
Breyting
frá fyrra ári
m.kr.
Æðsta stjórn ríkisins      1.509 1.432 1.464 33 -45
Forsætisráðuneyti      788 604 648 44 -139
Menntamálaráðuneyti      19.702 15.181 15.481 300 -4.221
Utanríkisráðuneyti      1.992 2.097 2.497 400 505
Landbúnaðarráðuneyti      7.304 7.019 7.099 81 -204
Sjávarútvegsráðuneyti      1.267 1.245 1.187 -59 -80
Dóms- og kirkjumálaráðuneyti      6.344 6.548 6.638 90 294
Félagsmálaráðuneyti      9.338 9.362 9.343 -19 5
Heilbrigðis- og tryggingam.ráðuneyti      51.738 52.851 54.533 1.682 2.795
Fjármálaráðuneyti      4.578 4.849 4.157 -693 -422
Samgönguráðuneyti      8.806 8.745 8.884 139 78
Iðnaðarráðuneyti      1.174 1.165 1.259 94 85
Viðskiptaráðuneyti      207 264 322 58 115
Hagstofan      162 155 167 12 5
Umhverfisráðuneyti      991 1.032 1.097 65 107
Vextir           23.832 13.550 15.978 2.428 -7.854
Samtals      139.730 126.100 130.754 4.654 -8.976
þ.a. vextir, innköllun spariskírteina      10.013 - 3.613 3.613 -6.400
    Í tengslum við gerð frumvarps til fjáraukalaga í september s.l. var útkoman endurmetin og þá talið að útgjöldin gætu orðið um 132,2 milljarðar króna, eða 6,1 milljarði hærri en fjárlög. Endanleg útkoma varð 1,4 milljörðum lægri og kemur frávikið að mestu fram í vaxtagjöldum, sem reyndust 1,1 milljarði lægri en þá var áætlað. Í fjáraukalögum voru samþykktar gjaldaheimildir að fjárhæð 7,5 milljarðar króna. Þar af voru 3 milljarðar til að mæta auknum vaxtagjöldum. Þá var rúmur 1 milljarður króna vegna yfirfærslu heimilda og gjalda frá árinu 1996. Afgangurinn, 3,5 milljarðar, voru nýjar heimildir á árinu. Í árslok 1997 námu ónýttar heimildir 4,2 milljörðum króna, en á móti standa umframgjöld að fjárhæð 1,3 milljarðar. Í síðara frumvarpi til fjáraukalaga ársins 1997 verður gerð grein fyrir áætluðum flutningi heimilda og gjalda til ársins 1998.
    Hér á eftir er fjallað nánar um útgjöld einstakra ráðuneyta árið 1997 í samanburði við fjárlög og útgjöld ársins 1996.

     Æðsta stjórn ríkisins. Rekstrargjöldin reyndust 1.191 m.kr. eða 45 m.kr. umfram fjárlög. Greiðslur til Alþingis urðu 15 m.kr. umfram fjárlög og opinberar heimsóknir 13 m.kr., en aðrar umframgreiðslur eru lægri. Hækkun frá fyrra ári er 96 m.kr., þar af 50 m.kr. hjá Alþingi og 10 m.kr. hjá Umboðsmanni Alþingis.


Greiðslugrunnur
Útgjöld
1996
m.kr.
Fjárlög
1997
m.kr.
Útgjöld
1997
m.kr.
Breyting
frá fjárl.
m.kr.
Breyting
frá fyrra ári
m.kr.
Embætti forseta Íslands      62,5 60,1 61,5 1,4 -1,0
Alþingi      705,9 740,3 755,7 15,4 49,8
Ríkisendurskoðun og Umb. Alþingis      192,7 206,3 211,3 5,0 18,6
Ríkisstjórn      64,6 73,8 73,8 0,0 9,2
Annar rekstur      69,5 66,1 88,9 22,8 19,4
Rekstrargjöld samtals      1.095,2 1.146,6 1.191,2 44,6 96,0
Neyslu- og rekstrartilfærslur      152,1 143,8 146,3 2,5 -5,8
Stofnkostnaður og viðhald      261,8 141,1 126,5 -14,6 -135,3
Heildarútgjöld      1.509,1 1.431,5 1.464,0 32,5 -45,1

    Tilfærslur urðu því sem næst þær sömu og ætlað var í fjárlögum, en stærsta einstaka tilfærslan er vegna Lýðveldissjóðs, sem ráðstafaði 100 m.kr. á árinu.
    Stofnkostnaður og viðhald nam 15 m.kr. lægri upphæð en gert var ráð fyrir í fjárlögum og er skýringa að leita í 29 m.kr. afgangi á framkvæmdum við Bessastaði. Á móti vega um framgjöld vegna viðhaldsframkvæmda Alþingis. Þau reyndust 17 m.kr. umfram áætlun fjár laga, en lækka milli ára um 70 m.kr. þar sem lokið er endurbyggingu Kirkjustrætis 8b og 10. Heildarlækkun milli ára nemur 135 m.kr. og að öðru leyti skýrist hún af kaupum og breyt ingum á skrifstofuhúsnæði fyrir embætti forseta Íslands árið 1996. Framkvæmdir á vegum Bessastaðanefndar lækka um 10 m.kr. milli ára.

     Forsætisráðuneyti. Rekstrargjöld urðu 228 m.kr., eða 15 m.kr. innan marka fjárlaga. Skýrist frávikið alfarið af breytingum á embætti húsameistara ríkisins, en þetta síðasta starfsár embættisins voru útgjöld aðallega biðlaun. Átak var gert í innheimtu útistandandi reikninga og var greiðslustaðan jákvæð um 22 m.kr. um áramótin. Lokauppgjöri stofnunarinnar er ólokið, m.a. að gera upp skuld á viðskiptareikningi við ríkissjóð. Rekstrargjöld annarra stofnana eru að mestu í samræmi við fjárlög, nema hvað umframgreiðslur Þjóðgarðsins á Þingvöllum námu 10 m.kr. Lækkun frá fyrra ári skýrist einnig af greiðslum til embættis húsameistara, eða 45 m.kr., en umfang annarra verkefna eykst milli ára. Þar má nefna að rekstur fasteigna ráðuneytisins, sem er nýr fjárlagaliður, er 12 m.kr. og útgjöld aðalskrifstofu aukast um 10 m.kr.


Greiðslugrunnur
Útgjöld
1996
m.kr.
Fjárlög
1997
m.kr.
Útgjöld
1997
m.kr.
Breyting
frá fjárl.
m.kr.
Breyting
frá fyrra ári
m.kr.
Yfirstjórn      110,0 104,1 113,2 9,1 3,2
Annar rekstur      129,6 137,9 114,3 -23,6 -15,3
Rekstrargjöld samtals      239,6 242,0 227,5 -14,5 -12,1
Neyslu- og rekstrartilfærslur      101,8 137,6 133,5 -4,1 31,7
Stofnkostnaður og viðhald      446,1 224,8 287,3 62,5 -158,8
Heildarútgjöld      787,5 604,4 648,3 43,9 -139,2

    Rekstrartilfærslur voru 4 m.kr. innan ramma fjárlaga. Styrkveitingar sem millifærðar voru af ráðstöfunarfé ríkisstjórnarinnar til forsætisráðuneytisins voru ekki að fullu greiddar út á árinu. Hækkun milli ára, 32 m.kr., skýrist af hærri styrkveitingum, m.a. vegna Heims sýningarinnar í Lissabon.
    Greiðslur til viðhalds og stofnkostnaðar urðu 63 m.kr. umfram fjárlög og skýrast alfarið af endurbótum á Stjórnarráðshúsinu sem nú er lokið. Útgjöld til stofnkostnaðar lækka um 159 m.kr. milli ára, þrátt fyrir þessar umframgreiðslur. Skýringin liggur í lægri greiðslum til Byggðastofnunar, en árið 1996 voru eftirstöðvar svonefndrar Vestfjarðaaðstoðar greiddar út, auk þess sem stofnunin fékk viðbótarfé til stuðnings við atvinnuuppbyggingu á svæðum þar sem samdráttur í sauðfjárframleiðslu er hvað mestur, í samræmi við viðauka með búvörusamningi.

     Menntamálaráðuneyti. Rekstrargjöld ráðuneytisins námu 8.925 m.kr. og urðu 376 m.kr. umfram fjárlög, eða 4,4%. Rekstrargjöld háskólastofnana fóru 89 m.kr. umfram fjárlög og skýrist helmingurinn af rekstri Háskóla Íslands. Tækniskólinn fór 14 m.kr. umfram fjárlög og Rannsóknarstofnun uppeldismála 10 m.kr., eða 21%. Útgjöld framhaldsskóla eru 234 m.kr. umfram fjárlög sem er 5% frávik. Greiðslustaða nokkurra skóla er mjög slæm, m.a. vegna uppsafnaðs rekstrarhalla fyrri ára. Þar má nefna Menntaskólann í Kópavogi, Verkmenntaskólann á Akureyri, Fjölbrautaskólann í Breiðholti og fleiri. Menntaskólinn við Hamrahlíð er nær eini skólinn þar sem greiðsluafkoman batnar á árinu. Nú er verið að skoða fjárhagsstöðu skólanna, m.a. með tilliti til kjarasamninga frá síðasta ári og kostnaðaráhrif samninga sem ráðuneytið gerir við framhaldsskólana. Ljóst er að ráðuneytið þarf að grípa til róttækra aðhaldsaðgerða vegna framhaldsskólanna.
    Með lögum um grunnskóla nr. 66/1995 var verkaskipting ríkis og sveitarfélaga breytt þannig að sveitarfélögin tóku við nær öllum rekstri grunnskólans. Nokkur verkefni eru áfram hjá ráðuneytinu, m.a. Námsgagnastofnun, námsskrárgerð og eftirlit með framkvæmd grunnskólalaga. Umframgjöld nema 65 m.kr. og skýrast að mestu af biðlaunum og öðrum kostnaði tengdum yfirfærslunni, sem reyndist meiri en ætlað var.
    Umframgjöld safna og listastofnana, eru að fjárhæð 23 m.kr. og falla að mestu til hjá Landsbókasafni - Háskólabókasafni sem nýtir stofnkostnaðarfjárveitingu til reksturs.

    Á heildina litið lækka rekstrarútgjöld um 5.592 m.kr. milli ára, en tilflutningur grunn skólans til sveitarfélaganna skýrir 6.334 m.kr. af þeirri fjárhæð, þannig að aðrir málaflokkar ráðuneytisins hækka um 742 m.kr., eða um 9%. Það er hlutfallslega meiri aukning en hjá flestum öðrum ráðuneytum, en samkvæmt kjarasamningum við kennara koma launahækkanir fram fyrr á samningstímanum heldur en almennt var samið um.


Greiðslugrunnur
Útgjöld
1996
m.kr.
Fjárlög
1997
m.kr.
Útgjöld
1997
m.kr.
Breyting
frá fjárl.
m.kr.
Breyting
frá fyrra ári
m.kr.
Yfirstjórn      268,0 268,3 275,5 7,2 7,5
Háskólar og rannsóknir      2.540,5 2.788,7 2.877,5 88,8 337,0
Framhaldsskólar og héraðsskólar      4.479,1 4.660,5 4.894,0 233,5 414,9
Grunnskólar og leikskólar      6.661,0 262,4 327,5 65,1 -6.333,5
Söfn, listastofnanir o.fl.      489,5 487,0 510,1 23,1 20,6
Rekstrarhagræðing      - 24,4 - -24,4 0,0
Annar rekstur      78,7 57,3 40,4 -16,9 -38,3
Rekstrargjöld samtals      14.516,8 8.548,6 8.925,0 376,4 -5.591,8
Neyslu- og rekstrartilfærslur      3.178,7 4.721,7 4.656,0 -65,7 1.477,3
þ.a. uppgjör við sveitarfélög      - 1.229,0 1.229,0 0,0 1.229,0
þ.a. Lánasjóður ísl. námsmanna      1.452,0 1.600,0 1.598,6 -1,4 146,6
þ.a. Þjóðleikhúsið      295,1 318,0 317,7 -0,3 22,6
þ.a. listasjóðir, listir, framlög      324,9 372,3 391,2 18,9 66,3
Viðhald og stofnkostnaður      2.006,5 1.910,4 1.900,3 -10,1 -106,2
Heildarútgjöld      19.702,0 15.180,7 15.481,3 300,6 -4.220,7

    Í heild eru rekstrartilfærslur 66 m.kr. innan fjárlaga. Þar vegur þyngst að greiðslur aðildargjalda til ESB vegna rannsóknarverkefna reyndust lægri en áætlað var, eða 56 m.kr. Flestir aðrir tilfærsluliðir eru í samræmi við fjárlög, nema hvað framlög til lista eru 19 m.kr. hærri en fjárlög sem fjármagnað er með fjárheimildum fyrri ára. Til Lánasjóðs íslenskra námsmanna fara 1.600 m.kr. og er það hækkun um 147 m.kr. frá fyrra ári. Hækkunin skýrist af nýjum lögum um sjóðinn, auk fjölgunar lántakenda. Til Þjóðleikhússins fara 318 m.kr. og 390 m.kr. til styrkja listamanna. Hækkun tilfærslna milli ára skýrist að stærstum hluta af nýjum fjárlagalið, Uppgjör við sveitarfélög, sem er vegna flutnings grunnskólans til sveitarfélaganna.
    Viðhald og stofnkostnaður er 10 m.kr. innan fjárlaga. Frávikið er óverulegt og dreifist á nokkra liði.
    Stofnkostnaður lækkar um 106 m.kr. frá árinu áður. Frávik koma fram í báðar áttir. Greiðslur til framhaldsskóla lækka um 250 m.kr. þar sem byggingu Borgarholtsskóla lauk að mestu árið áður. Á móti vegur að stofnkostnaður menningarbygginga hækkar um 133 m.kr., en þar vega þyngst endurbætur á Þjóðskjalasafninu og Listasafni Einars Jónssonar.

     Utanríkisráðuneyti. Rekstrargjöld urðu 1.303 m.kr., eða 36 m.kr. umfram fjárlög. Umframgjöldin hjá aðalskrifstofu nema 41 m.kr. og er það svipað frávik eins og undanfarin tvö ár, en ráðuneytið fékk fjárveitingu á fjáraukalögum til að mæta ýmsum viðbótarkostnaði. Embætti sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli reyndist 8 m.kr. innan fjárlaga og er það mun betra en á fyrra ári. Rekstur sendiráða var í samræmi við fjárlög.
    Eins og fram kemur í töflunni þá hækka rekstrargjöldin milli ára, einkum hjá yfirstjórn og sendiráðum. Umfang aðalskrifstofu jókst m.a. vegna viðskiptaþjónustu sem ætlað er að aðstoða fyrirtæki í alþjóðlegum viðskiptum. Á árinu var stofnuð sendiráðsskrifstofa í Hels inki og opnuð skrifstofa Fastanefndar hjá Evrópuráðinu í Strassborg sem skýrir hluta út gjaldahækkunar sendiráða.


Greiðslugrunnur
Útgjöld
1996
m.kr.
Fjárlög
1997
m.kr.
Útgjöld
1997
m.kr.
Breyting
frá fjárl.
m.kr.
Breyting
frá fyrra ári
m.kr.
Yfirstjórn      414,9 411,4 457,6 46,2 42,7
Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli      183,2 194,9 187,2 -7,7 4,0
Sendiráð og fastanefndir      609,5 660,0 657,8 -2,2 48,3
Rekstrargjöld samtals      1.207,6 1.266,3 1.302,6 36,3 95,0
Neyslu- og rekstrartilfærslur      662,5 749,5 811,1 61,6 148,6
Stofnkostnaður og viðhald      121,7 81,0 383,3 302,3 261,6
Heildarútgjöld      1.991,8 2.096,8 2.497,0 400,2 505,2

    Rekstrartilfærslurnar eru framlög til þróunarmála, greiðslur aðildargjalda til ýmissa alþjóðastofnana og samningsbundin framlög til verkefna á vegum Sameinuðu þjóðanna. Kostnaður reyndist 62 m.kr. umfram fjárlög, en árin þar á undan söfnuðust upp inneignir sem voru að hluta nýttar árið 1997 og skýrir það greiðslur umfram fjárlög og hækkun milli ára.
    Stofnkostnaður varð 303 m.kr. hærri en áætlað var í fjárlögum og 262 m.kr. hærri en árið áður. Keypt var húsnæði fyrir sendiráðið í London fyrir 216 m.kr., þá var sendiherrabústaður í Washington endurbyggður fyrir 75 m.kr. Á móti var dregið úr framkvæmdum við sendiráð í Berlín.

     Landbúnaðarráðuneyti. Rekstrargjöld ráðuneytisins urðu 1.000 m.kr., eða 47 m.kr. umfram fjárlög. Umframgreiðslur eru langmestar hjá embætti yfirdýralæknis, eða 32 m.kr. og grípa þarf til sparnaðaraðgerða á þessu ári til þess að vinna á greiðsluhallanum. Þá er rekstur Veiðimálastofnunar 9 m.kr. umfram fjárlög, en útgjöld annarra stofnana eru að mestu í samræmi við fjárlögin. Hækkun frá fyrra ári er mest vegna 27 m.kr. viðbótarframlags til landgræðslu og skógræktar, auk þess sem ýmis verkefni ráðuneytisins hækka um 15 m.kr. og útgjöld Yfirdýralæknis um 33 m.kr. Kostnaður stofnunarinnar vegna viðhalds á girðingum og heilbrigðiseftirlits með sláturhúsum hækka samtals um 22 m.kr.


Greiðslugrunnur
Útgjöld
1996
m.kr.
Fjárlög
1997
m.kr.
Útgjöld
1997
m.kr.
Breyting
frá fjárl.
m.kr
Breyting
frá fyrra ári
m.kr.
Yfirstjórn      112,4 131,7 132,8 1,1 20,4
Landbúnaðarstofnanir      443,8 446,7 485,1 38,4 41,3
Skógrækt og landgræðsla      304,7 349,3 357,2 7,9 52,5
Sérstakar greiðslur í landbúnaði      25,0 25,0 25,0 0,0 0,0
Rekstrargjöld samtals      885,9 952,7 1.000,1 47,4 114,2
Rekstrar- og neyslutilfærslur      6.188,7 5.903,8 5.820,0 -83,8 -368,7
þ.a. greiðslur v/ mjólkurframleiðslu      2.673,4 2.743,0 2.784,8 41,8 111,4
þ.a. greiðslur v/ sauðfjárframleiðslu      2.954,8 2.497,0 2.373,7 -123,3 -581,1
Stofnkostnaður og viðhald      229,2 162,3 279,2 116,9 50,0
Heildarútgjöld      7.303,8 7.018,8 7.099,3 80,5 -204,5

    Af rekstrartilfærslum ráðuneytisins vega þyngst greiðslur til bænda vegna mjólkur- og sauðfjárframleiðslu. Greiðslur vegna mjólkurframleiðslu urðu 2.785 m.kr. og voru 41 m.kr. umfram fjárlög sem skýrist af verðlagsbreytingum á árinu. Greiðslur vegna sauðfjárfram leiðslu voru 123 m.kr. innan fjárlaga. Þar er um tilfærslu milli ára að ræða, þar sem átak til lækkunar birgða árið 1996 leiddi til umframgjalda þá, sem kemur fram í lægri greiðslum ársins 1997. Stórlækkun sauðfjárgreiðslna milli ára skýrist af sömu ástæðum, auk þess sem uppkaup voru 322 m.kr. lægri árið áður.
    Stofnkostnaður og viðhald var 117 m.kr. umfram fjárlög og skýrast 100 m.kr. af við bótarframlagi til Jarðeigna ríkisins. Jarðeignirnar eru skuldbundnar samkvæmt lögum til þess að kaupa eignir ábúenda á ríkisjörðum ef þeir bregða búi. Að öllu jöfnu eru kaupin fjármögnuð með jarðasölu, en vegna samkomulags um eignakaup á jörðunum Kirkjuferju og Kirkjuferjuhjáleigu, var þörf á viðbótarfjármagni. Þá fengu Bændaskólarnir heimild til að nýta hluta af stofnkostnaðarfjárveitingu yfirstandandi árs.
    Hækkun frá fyrra ári nemur 50 m.kr. Framkvæmdir við Bændaskólann á Hólum dragast saman en á móti vegur áðurnefnt framlag til Jarðeigna ríkisins.

     Sjávarútvegsráðuneyti. Rekstrargjöld voru 959 m.kr., eða 53 m.kr. innan fjárlaga. Frávikið kemur nær alfarið fram hjá Fiskistofu, eða sem nemur 52 m.kr. Þar af skýrast 18 m.kr. af frestun verkefnis um landamærastöðvar, þ.e. skoðun á innfluttu sjávarfangi. Að öðru leyti skýrist inneignin af innheimtu sértekna umfram áætlanir, en bæði leyfis- og tilkynningargjöld voru hækkuð í byrjun fiskveiðiárs í september s.l. Eins og undanfarin ár voru útgjöld annarra stofnana að mestu í samræmi við fjárlög.
    Lækkun frá fyrra ári kemur nær alfarið fram hjá Fiskistofu, eða 78 m.kr., en innheimta sértekna hækkar um 41 m.kr. eins og áður var nefnt, auk þess sem útgjöld lækka þar sem veiðieftirlit á Flæmingjagrunni dregst saman milli ára.


Greiðslugrunnur
Greiðslur
1996
m.kr.
Fjárlög
1997
m.kr.
Greiðslur
1997
m.kr.
Breyting
frá fjárl.
m.kr.
Breyting
frá fyrra ári
m.kr.
Yfirstjórn      122,7 119,1 114,5 -4,6 -8,2
Rannsókna- og eftirlitsstofnanir      917,9 893,0 844,6 -48,4 -73,3
Rekstrargjöld samtals      1.040,6 1.012,1 959,1 -53,0 -81,5
Neyslu- og rekstrartilfærslur      123,9 119,6 108,8 -10,8 -15,1
Stofnkostnaður og viðhald      102,2 110,7 118,8 8,1 16,6
Heildarútgjöld      1.266,7 1.242,4 1.186,7 -55,7 -80,0

    Tilfærslur reyndust 11 m.kr. innan fjárlaga, sem skýrist af lægri greiðslum til alþjóða stofnana og annarra verkefna ráðuneytisins. Lækkun frá fyrra ári skýrist einkum af lægri greiðslum til Fiskifélagsins, en biðlaunagreiðslum ríkisins vegna fækkunar starfsfólks er nú lokið.
    Stofnkostnaður og viðhald varð 8 m.kr. umfram fjárlög og hækkar um 15 m.kr. frá fyrra ári. Frávikin skýrast af sveiflum í viðhaldskostnaði skipastóls Hafrannsóknastofnunar og aukinni tölvuvæðingu hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins.

     Dóms- og kirkjumálaráðuneyti. Rekstrargjöld ráðuneytisins urðu 6.144 m.kr. eða 131 m.kr. umfram fjárlög. Útgjöld yfirstjórnar eru í samræmi við fjárlög, en frávik eru í báðar áttir. Umframgjöld aðalskrifstofu nema 20 m.kr. en á móti vegur inneign örorkumatsnefndar um sömu fjárhæð og Stjórnartíðinda að fjárhæð 10 m.kr. Greiðslur til dómsmálastofnana urðu 38 m.kr. umfram fjárlög, eða 7,5%, og skýrast að mestu af 22 m.kr. rekstrarhalla vegna opinberrar réttaraðstoðar. Greiðslur til löggæslustofnana urðu 56 m.kr. umfram fjárlög og af þeirri fjárhæð eru 40 m.kr. hjá Lögreglustjóranum í Reykjavík. Þá eru greiðslur til Umferðarráðs 13 m.kr. umfram fjárlög þar sem inneignir fyrri ára voru nýttar að fullu. Útgjöld sýslumannsembætta nema 2.256 m.kr. og er málaflokkurinn í heild 141 m.kr. umfram fjárlög, en það er um 100 m.kr. lakari staða en árið áður. Umframgreiðslur eru mestar hjá embættunum á Akranesi og Selfossi, um 8 m.kr. hjá hvoru, en dreifast annars nokkuð jafnt á embættin. Rekstrarútgjöld vegna fangelsismála eru í samræmi við fjárlög, eins og undanfarin ár. Þá er málaflokkurinn kirkjumál 24 m.kr. umfram fjárlög og vegur þar þyngst 17 m.kr. halli á launalið presta og 7 m.kr. umframgreiðslur yfirstjórnar.
    Miðað við fyrra ár hækka útgjöld yfirstjórnar um 17 m.kr. þrátt fyrir að útgjöld vegna kosninga falla niður. Hækkunin er vegna Schengen-samstarfsins. Útgjöld til dómsmála, lög gæslu og sýslumanna hækka um 6½ til 7% milli ára einkum vegna áhrifa kjarasamninga. Á móti vegur 12 m.kr. lækkun til fangelsismála, þar sem fangelsinu í Síðumúla var lokað. Útgjöld til kirkjumála hækka um 10%, bæði vegna úrskurðar kjaranefndar um laun presta og eins vegna útgjaldahækkunar hjá sendiráðsprestum.


Greiðslugrunnur
Útgjöld
1996
m.kr.
Fjárlög
1997
m.kr.
Útgjöld
1997
m.kr.
Breyting
frá fjárl.
m.kr.
Breyting
frá fyrra ári
m.kr.
Yfirstjórn      131,4 148,2 147,9 -0,3 16,5
Dómsmál      509,0 507,7 545,3 37,6 36,3
Löggæslustofnanir og öryggismál      2.114,3 2.199,3 2.255,6 56,3 141,3
Sýslumenn      2.158,9 2.256,7 2.301,6 44,9 142,7
Fangelsismál      386,7 378,5 374,8 -3,7 -11,9
Kirkjumál      469,3 495,2 519,2 24,0 49,9
Rekstrarhagræðing      - 28,0 - -28,0 0,0
Rekstrargjöld samtals      5.769,6 6.013,6 6.144,4 130,8 374,8
Neyslu- og rekstrartilfærslur      95,7 177,6 157,6 -20,0 61,9
Viðhald og stofnkostnaður      478,3 357,0 335,9 -21,1 -142,4
Heildarútgjöld      6.343,6 6.548,2 6.637,9 89,7 294,3

    Tilfærslur urðu 158 m.kr. eða 20 m.kr. innan fjárlaga. Réttaraðstoð við einstaklinga til að leita nauðasaminga og bætur til þolenda afbrota voru samtals 11 m.kr. innan fjárlaga, en greiðslur samkvæmt samningi við Neyðarlínuna hf. vegna samræmdrar neyðarsímsvörunar reyndust 8 m.kr. hærri en fjárlög. Þá frestuðust greiðslur vegna Schengen um 7 m.kr. Hækkun frá fyrra ári skiptist milli bóta til brotaþola, 17 m.kr. og greiðslur vegna neyðarsímsvörunar 30 m.kr. en á árinu 1997 greiddi ríkissjóður rekstrarkostnað að fullu í stað helmingshlutar á móti sveitarfélögunum 1966.
    Viðhald og stofnkostnaður varð 336 m.kr., eða 21 m.kr. innan fjárlaga. Tækjakaupum vegna Schengen-verkefnisins var frestað og skýrir það 10 m.kr. Þá var stofnkostnaður sýslu manna 10 m.kr. innan fjárlaga. Lækkun frá fyrra ári nemur 142 m.kr. þar sem að nú er lokið byggingu Hæstaréttarhúss, en þær greiðslur námu 42 m.kr. á móti 220 m.kr. árið áður.

     Félagsmálaráðuneyti. Rekstrargjöld voru 2.181 m.kr., eða 50 m.kr. umfram fjárlög. Gjöld aðalskrifstofunnar eru lítillega innan ramma fjárlaga og stjórnsýslustofnanir eru 16 m.kr. innan fjárlaga, sem skýrist alfarið af 35 m.kr. inneign Brunamálastofnunar. Tekjur stofnunarinnar, sem skv. lögum eru 0,045‰ af vátryggingarfjárhæð brunatrygginga, hafa reynst verulega hærri en útgjöld stofnunarinnar á undanförnum árum. Á móti vegur að ríkis sáttasemjari er 11 m.kr. umfram fjárlög, en á árinu var gengið frá kjarasamningum við nær öll verkalýðsfélög bæði opinberra starfsmanna og á almennum vinnumarkaði. Málefni barna og ungmenna eru einnig innan ramma fjárlaga, en málefni fatlaðra eru 33 m.kr. umfram. Það jafngildir þó innan við 2% af veltu. Mest vega 26 m.kr. umframgjöld hjá málefnum fatlaðra í Reykjavík. Á miðju árinu komu til framkvæmda ný lög um vinnumarkaðsaðgerðir. Þar var m.a. gert ráð fyrir því að vinnumiðlanir flyttust yfir til Vinnumálastofnunar og leiðir sú breyting til 72 m.kr. umframgjalda þar sem ekki var gert ráð fyrir yfirtökunni í fjárlögum. Fjárhæðir ársins 1996 eru leiðréttar í töflunni, til samræmis við framsetningu gjalda í fjárlögum 1997. Í samanburði við fyrra ár hækka rekstrargjöld málefna fatlaðra um 104 m.kr. og vinnumála um 70 m.kr. sbr. skýringuna hér að ofan, en á móti vegur 29 m.kr. lækkun hjá málefnum barna og ungmenna. Þar er þó eingöngu um að ræða tilfærslu milli rekstrargjalda og rekstrartilfærslna. Endurspeglar það einkavæðingu á rekstri heimila fyrir unglinga sem fjölgar á meðan að ríkisreknum heimilum fækkar.


Greiðslugrunnur
Útgjöld
1996
m.kr.
Fjárlög
1997
m.kr.
Útgjöld
1997
m.kr.
Breyting
frá fjárl.
m.kr.
Breyting
frá fyrra ári
m.kr.
Yfirstjórn      107,6 109,7 103,8 -5,9 -3,8
Stjórnsýslustofnanir      144,1 163,5 147,5 -16,0 3,4
Málefni barna og ungmenna      147,5 145,3 118,3 -27,0 -29,2
Málefni fatlaðra      1.598,9 1.669,0 1.702,4 33,4 103,5
Vinnumál      23,3 21,2 93,3 72,1 70,0
Annað      17,1 22,5 15,9 -6,6 -1,2
Rekstrargjöld samtals      2.038,5 2.131,2 2.181,2 50,0 142,7
Neyslu- og rekstrartilfærslur      6.474,1 6.550,5 6.423,0 -127,5 -51,1
þ.a. Atvinnuleysistryggingasjóður      3.065,6 2.918,0 2.860,0 -58,0 -205,6
þ.a. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga      2.221,4 2.390,0 2.475,7 85,7 254,3
Stofnkostnaður og viðhald      825,5 738,5 738,9 0,4 -86,6
Heildarútgjöld      9.338,1 9.420,2 9.343,1 -77,1 5,0
    Í heild reyndust tilfærslur 128 m.kr. innan fjárlaga. Greiðslur til Atvinnuleysistryggingasjóðs námu 2.860 m.kr. og er það 58 m.kr. innan ramma fjárlaga. Atvinnuleysisbætur hækkuðu um 4% þann 1. mars og um 2,5% þann 1. ágúst, en á móti vegur að atvinnuleysi reyndist 3,9% eða ívið lægra en áætlað var í fjárlögum og skýrir jákvæða greiðslustöðu sjóðsins. Tekjur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga miðast við 1,4% af skatttekjum ríkisins. Í framhaldi af endurskoðun á innheimtu ríkistekna s.l. haust, var ákveðið að greiða sjóðnum 2.476 m.kr. eða 84 m.kr. umfram fjárlög. Greiðslur til Ábyrgðasjóðs launa urðu 65 m.kr., eða 115 m.kr. innan fjárlaga og hafa útgreiðslur ekki verið lægri í sögu sjóðsins. Markaðar tekjur sjóðsins miðast nú við 0,08% af tryggingagjaldsstofni og tekjur umfram greiðsluskyldu eru færðar sjóðnum til inneignar hjá ríkisbókhaldi. Greiðslur vegna ýmissa félagsmála, s.s. meðlaga samkvæmt lögum nr. 40/1991 reyndust 28 m.kr. innan áætlunar fjárlaga. Greiðslur vegna annarra tilfærslna voru að mestu í samræmi við fjárlög.
    Rekstrartilfærslur lækka um 51 m.kr. frá fyrra ári, þrátt fyrir 254 m.kr. hærri framlög til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Á móti vegur að greiðslur atvinnuleysisbóta lækka um 206 m.kr. þar sem atvinnuleysi lækkar úr 4,3% niður í 3,9% á s.l. ári og hefur ekki verið lægra síðan árið 1992. Þá lækka greiðslur til Ábyrgðasjóðs launa um 82 m.kr. og hafa aldrei verið lægri.
    Stofnkostnaður var 739 m.kr. og er það í samræmi við fjárlög. Ekki er heldur um að ræða frávik á einstökum liðum. Stofnkostnaður lækkar um 87 m.kr. frá fyrra ári. Þar vegur þyngst 100 m.kr. lækkun hjá Framkvæmdasjóði fatlaðra, en uppbyggingu sambýla á Norðurlandi eystra lauk árið 1996, auk þess sem dró úr framkvæmdum í Reykjavík og Reykjanesi. Þá lækkuðu greiðslur til Byggingarsjóðs verkamanna um 170 m.kr., þar sem eftirspurn eftir félagslegu húsnæði hefur farið minnkandi. Á móti vegur að ríkið styrkir framkvæmdir sveitarfélaganna við grunnskólabyggingar til og með ársins 2001 og leiðir það til 265 m.kr. stofnkostnaðarauka hjá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

     Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti. Rekstrargjöld voru 22.289 m.kr., eða 453 m.kr. umfram fjárlög. Yfirstjórn er í samræmi við fjárlög. Tryggingamál eru 22 m.kr. innan ramma, þar sem greiðslur til Eftirlaunasjóðs aldraðra eru taldar til rekstrargjalda og eru 50 m.kr. innan fjárlaga. Á móti vega 28 m.kr. umframgjöld Tryggingastofnunar. Stjórnsýslu stofnanir eru 9 m.kr. umfram fjárlög, nær alfarið hjá Heyrnar- og talmeinastöð ríkisins. Sjúkrastofnanir eru umfangsmesti málefnaflokkur ríkisins og rekstrargreiðslur ársins nema 19.347 m.kr. og umframgjöldin eru 299 m.kr., eða 1,6%. Það er þó betri árangur heldur en í fyrra, þegar umframgjöldin námu 3,9%. Rekstrarhalli þeirra kemur þó ekki fram í bókhaldi ríkissjóðs þar sem sjúkrahúsin eru á föstum mánaðarlegum framlögum, óháð því hver rekstrarkostnaður þeirra er hverju sinni. Heilbrigðisráðuneytið áætlar að uppsafnaður fjár hagsvandi sjúkrahúsa og hjúkrunarheimila nemi allt að 1½ milljarði króna í árslok 1997. Á árinu var áframhald á starfi vinnuhópa er fjölluðu um rekstrarvanda sjúkrahúsa og í sept ember gengu fjármálaráðherra, heilbrigðisráðherra og borgarstjórinn í Reykjavík frá sam komulagi um aðgerðir. Þær fólust m.a. í tilflutningi verkefna milli spítalanna, áframhaldandi hagræðingu í rekstri skurðstofa og aðgreiningu rannsóknastofa frá öðrum rekstri spítalanna. Þá var unnið að útfærslu sparnaðarkröfu hjá sjúkrahúsum á landsbyggðinni, en mörg sjúkra hús eiga í greiðsluerfiðleikum. Umframgjöld heilsugæslustöðva nema 124 m.kr., eða 7,4% og er það verulega lakari afkoma en árið áður, en þá námu þau 44 m.kr. eða 2,9%.


Greiðslugrunnur
Útgjöld
1996
m.kr.
Fjárlög
1997
m.kr.
Útgjöld
1997
m.kr.
Breyting
frá fjárl.
m.kr.
Breyting
frá fyrra ári
m.kr.
Yfirstjórn      140,5 162,5 164,7 2,2 24,2
Tryggingamál      820,2 763,8 741,4 -22,4 -78,8
Eftirlits- og stjórnsýslustofnanir      177,4 153,1 162,5 9,4 -14,9
Sjúkrastofnanir      18.499,4 19.048,3 19.346,9 298,6 847,5
Heilsugæsla      1.621,8 1.674,5 1.798,5 124,0 176,7
Annað               --> 70,0 69,4 63,9 -5,5 -6,1
Rekstrarhagræðing      - -36,8 - 36,8 0,0
Rekstrargjöld samtals      21.329,3 21.834,8 22.277,9 443,1 948,6
Neyslu- og rekstrartilfærslur      29.444,9 30.242,4 30.980,7 738,3 1.535,8
þ.a. lífeyristr. og lög um fél. aðstoð      17.565,0 18.443,0 18.660,0 217,0 1.095,0
þ.a. sjúkratryggingar      10.324,8 10.338,0 10.860,0 522,0 535,2
Viðhald og stofnkostnaður      963,6 1.135,8 1.274,3 138,5 310,7
Heildarútgjöld      51.737,8 53.213,0 54.532,9 1.319,9 2.795,1

    Hækkun rekstrargjalda frá fyrra ári, að fjárhæð 949 m.kr., skýrist af sömu málefnaflokkum, þ.e. sjúkrahúsin 848 m.kr. og heilsugæslan 177 m.kr. Þar af hækka útgjöld ríkis spítala um 300 m.kr., Sjúkrahúss Reykjavíkur um 200 m.kr., Sjúkrahússins á Neskaupstað um 40 m.kr. og 36 m.kr. hjá St. Jósefsspítala í Hafnarfirði, en allar þessar stofnanir fengu aukafjárveitingar sem nýttar voru árið 1997. Þá hóf nýtt hjúkrunarheimili starfsemi, Skógar bær í Reykjavík, og námu greiðslur til þess 70 m.kr. Hækkun útgjalda til heilsugæslustöðva kemur einkum fram í Reykjavík þar sem greiðslur hækkuðu um 96 m.kr., eða 19% milli ára. Meginskýringin felst í framlögum til heimahjúkrunar, en sú starfsemi var áður fjármögnuð af Framkvæmdasjóði aldraðra.
    Tilfærslur námu 30.980 m.kr. sem er 738 m.kr. umfram fjárlög. Eins og undanfarin ár er stærsta frávikið hjá sjúkratryggingum, eða 522 m.kr. Greiðslur ríkissjóðs til sjúkratrygginga nema 10.860 m.kr. og þar af eru 3.655 m.kr. vegna lyfja, 2.906 m.kr. vegna daggjalda sjúkrastofnana og 1.759 m.kr. vegna lækniskostnaðar, en aðrir liðir vega minna. Umframgreiðslur eru rúmar 200 m.kr. vegna daggjalda sjúkrastofnana. Í forsendum fjárlaga var gert ráð fyrir 97% nýtingu rúma, en hún hefur reynst nær 100%. Þá skýrast 90 m.kr. með lækkun sértekna frá fjárlögum, en sértekjurnar fólust einkum í afslætti af lyfjum sem er ekki lengur fyrir hendi. Umframgreiðslur annarra liða sjúkratrygginga eru mun lægri, t.d. eru lyfjaútgjöld nánast í samræmi við fjárlög.
    Greiðslur til lífeyristrygginga og bóta samkvæmt lögum um félagslega aðstoð námu 18.660 m.kr. Bætur hækkuðu 1. janúar um 2%, 1. mars um 4% og aftur 1. ágúst um 2,5% til samræmis við hækkanir í kjarasamningum á almennum markaði. Þar með varð hækkunin umfram verðlagsforsendur fjárlaga. Þá var niðurfellingu afnotagjalda Ríkisútvarpsins og hækkun á fastagjaldi af síma mætt með hækkun á heimilisuppbót, sem skýrir 217 m.kr. um framgjöld lífeyristrygginga. Ekki var gripið til sérstakra aðgerða til að lækka útgjöld lífeyristrygginga á árinu, en tenging bóta við fjármagnstekjur sem tók gildi í september 1996 hafði áhrif til útgjaldalækkunar árið 1997 frá því sem ella hefði orðið. Að bótahækkunum, samkvæmt kjarasamningum, frátöldum eru bætur samkvæmt lögum um félagslega aðstoð um 60 m.kr. innan ramma fjárlaga og skýrist það einkum af lægri útgreiðslum en ætlað var vegna breytinga á viðmiðunarfjárhæð frekari uppbóta á lífeyri. Rekstrartilfærslur til Fram kvæmdasjóðs aldraðra námu 219 m.kr. eða 21 m.kr. innan fjárlaga, en sjóðurinn greiðir til Tryggingastofnunar vegna reksturs daggjaldastofnana. Þá urðu greiðslur ráðuneytisins vegna sjúkraflutninga um 30 m.kr. hærri en ætlað var.
    Hækkun frá fyrra ári er langmest hjá lífeyristryggingum, eða 1.050 m.kr. af 1.536 m.kr. heildarhækkun tilfærslna. Kemur þar ýmislegt til, innbyggð hækkun vegna fjölgunar bóta þega, auk hækkunar bótafjárhæða í janúar, mars og september um samtals 8,7% á árinu 1997. Þá voru gerðar sérstakar ráðstafanir til þess að draga úr jaðaráhrifum í bótakerfinu og er kostnaður við þær áætlaður um 450 m.kr. á ári. Sjúkratryggingar hækka um 535 m.kr. og hefur þá verið tekið tillit til breytinga á greiðslum til sjúkrahúsa fyrir röntgen og ýmsar rannsóknir. Daggjöld hækka um 236 m.kr. og þjálfunarkostnaður um 85 m.kr., en aðrir liðir minna, lyfjakostnaður stendur í stað milli ára og rannsóknakostnaður lækkar um 63 m.kr. Slysatryggingar hækka um 50 m.kr. en rekstrartilfærsla hjá Framkvæmdasjóði aldraðra lækkar um 190 m.kr. Aðrir liðir hreyfast óverulega.
    Viðhald og stofnkostnaður varð 1.274 m.kr., eða 139 m.kr. umfram fjárlög. Frávikið skýrist að mestu af viðbótargreiðslum á liðnum sjúkrahús og læknisbústaðir, eða 97 m.kr., en ákveðið var að nýta að fullu heimildir fyrri ára, auk þess að nýta fjárveitingar ársins 1998. Þá er stofnkostnaður Framkvæmdasjóðs aldraðra 61 m.kr. umfram fjárlög og skýrist af greiðslum til Sjúkrahúss Reykjavíkur í samræmi við samkomulag ráðuneyta og Reykja víkurborgar. Þær umframgreiðslur koma til frádráttar ráðstöfunarfé sjóðsins á þessu ári. Önnur frávik eru minni. Greiðslur hækka um 311 m.kr. milli ára og er það í samræmi við forsendur fjárlaga þar sem framlög til stofnkostnaðar voru lækkuð verulega í fjárlögum 1996, en hækkuð 1997. Meðal nýrra verkefna má nefna, kaup á nýju húsnæði fyrir heilsugæslustöð í Garðabæ fyrir 93 m.kr. og hækkun til Framkvæmdasjóðs aldraðra um 140 m.kr. Auk þess hækkar viðhald og stofnkostnaður hjá stóru sjúkrahúsunum í Reykjavík.

     Fjármálaráðuneyti. Rekstrargjöld, án vaxtagjalda, námu 2.820 m.kr. og er það í samræmi við heimildir fjárlaga. Frávik eru þó í báðar áttir. Rekstur yfirstjórnar var 13 m.kr. innan áætlunar og kemur alfarið fram hjá Ríkisbókhaldi. Stofnunin fékk auknar fjárveitingar vegna kostnaðar er tengist nýrri framsetningu ríkisreiknings. Skatta- og tollamál eru 55 m.kr umfram fjárlög. Þar vegur Ríkisskattstjóri þyngst, eða 22 m.kr., en embættið hefur nýtt hluta af stofnkostnaðarfjárveitingu til reksturs. Þá eru ýmis innheimtukostnaður og Gjaldheimtan í Reykjavík samtals 14 m.kr. umfram fjárlög. Gjaldheimtan hefur nú verið lögð niður og tók Tollstjórinn í Reykjavík við verkefnum hennar. Annar rekstur ráðuneytisins er 79 m.kr. um fram fjárlög og þar af eru 66 m.kr. vegna rekstrar á stórum upplýsingakerfum, s.s. skattkerfi, tekjubókhaldskerfi og launakerfi. Í fjárlögunum voru áætlaðar 640 m.kr. á liðinn launa- og verðlagsmál, til að mæta auknum samtímagreiðslum stofnana til A-deildar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. Ekki kom til notkunar á heimildinni þar sem að fáir ríkisstarfsmenn fluttust yfir í A-deild fyrr en undir lok ársins. Hins vegar voru millifærðar af þessum lið 518 m.kr. til ríkisstofnana, vegna áhrifa kjarasamninga. Hækkun rekstrargjalda milli ára er mest hjá stofnunum á sviði skattamála, m.a. vegna upptöku fjármagnstekjuskatts og hækkuðu útgjöld Ríkisskattstjóra mest, eða um 53 m.kr., sem er 16% hækkun.


Greiðslugrunnur
Útgjöld
1996
m.kr.
Fjárlög
1997
m.kr.
Útgjöld
1997
m.kr.
Breyting
frá fjárl.
m.kr.
Breyting
frá fyrra ári
m.kr.
Yfirstjórn      468,5 486,5 473,6 -12,9 5,1
Skatta og tollamál      1.593,0 1.661,7 1.716,8 55,1 123,8
Verðlagsmál og rekstrarhagræðing      - 121,6 - -121,6 0,0
Annar rekstur      620,8 550,5 629,5 79,0 8,7
Rekstrargjöld samtals      2.682,3 2.820,3 2.819,9 -0,4 137,6
Vextir af innlendum skammtímalánum      1.232,7 1.100,0 1.075,7 -24,3 -157,0
Vextir af spariskírteinum      13.177,0 2.950,0 6.552,0 3.602,0 -6.625,0
Vextir af öðrum innlendum lánum      898,3 340,0 314,5 -25,5 -583,8
Vextir af erlendum lánum      8.524,0 9.160,0 8.036,0 -1.124,0 -488,0
Vaxtagjöld samtals      23.832,0 13.550,0 15.978,2 2.428,2 -7.853,8
Neyslu- og rekstrartilfærslur      1.540,0 1.116,2 1.001,1 -115,1 -538,9
þ.a. uppbætur á lífeyri      1.001,5 725,0 674,8 -50,2 -326,7
Stofnkostnaður og viðhald      356,0 492,8 335,6 -157,2 -20,4
Heildarútgjöld      28.410,3 17.979,3 20.134,8 2.155,5 -8.275,5
1) Áætlaður lántökukostnaður er færður með vöxtum spariskírteina.

    Vaxtagreiðslur ríkissjóðs námu 15.978 m.kr. eða 2.428 m.kr. umfram fjárlög. Af þeirri fjárhæð skýrast 3.613 m.kr. vegna sérstakrar innlausnar spariskírteina sem gerð var til að fækka útistandandi flokkum spariskírteina. Á móti því vegur að önnur vaxtagjöld eru 1.185 m.kr. lægri en áætlað var í fjárlögum. Skýrist það af minni fjárþörf vegna bættrar afkomu ríkissjóðs og af hagstæðari lánskjörum en ætlað var. Lækkunin kemur einkum fram á vöxtum erlendra lána, eða um 1.124 m.kr.
    Að frátöldum áhrifum af innköllun árin 1996 og 1997, þá lækka vaxtagjöldin um 1.454 m.kr. frá fyrra ári. Innlendar vaxtagreiðslur lækka um 761 m.kr. sem skýrist af minni skammtíma fjármögnun og lægri vaxtagreiðslum af öðrum innlendum lánum. Þá lækka erlendir vextir um 488 m.kr. sem endurspeglar hagstæðari lánskjör ríkissjóðs miðað við fyrri ár.
    Tilfærslur reyndust vera 1.001 m.kr. eða 115 m.kr. innan fjárlaga. Mestu munar um uppbætur á lífeyri sem greiddar eru til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, eða 50 m.kr. Þá námu greiðslur til Lífeyrissjóðs bænda 106 m.kr. og er það 33 m.kr. innan fjárlaga. Aðrar tilfærslur voru að mestu í samræmi við fjárlög. Tilfærslur lækka um 539 m.kr. frá fyrra ári og á það sér tvær meginskýringar. Annars vegar lækka greiðslur uppbóta á lífeyri um 327 m.kr. þar sem sveitarfélögin fullnusta skuldbindingar vegna lífeyrisréttinda kennara. Þær greiðslur koma til frádráttar á greiðslum ríkisins til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. Hins vegar féll niður kostnaður ríkisins vegna snjóðflóðanna í Súðavík og á Flateyri, en hann nam 232 m.kr. árið áður.
    Stofnkostnaður nam 336 m.kr. og var 157 m.kr. innan heimilda fjárlaga. Greiðsluaf gangur skýrist að mestu af því að ekki reyndist þörf fyrir framlög til Ríkisábyrgðasjóðs að fjárhæð 211 m.kr. Framlagið er aðeins greitt út ef ekki tekst að innheimta lán sjóðsins. Þá var frestað hluta af vinnu við hugbúnaðargerð og er sá liður 15 m.kr. innan marka. Á móti vegur að útgjöld vegna heimildaákvæða urðu 96 m.kr. umfram. Skýringa er að leita í fjölgun ákvæða með heimild til þess að ráðstafa söluandvirði fasteigna til nýrra verkefna á gjaldahlið fjárlaga. Lækkun milli ára nemur 20 m.kr., eða 5,7% og skýrist af minni fasteignakaupum.

     Samgönguráðuneyti. Rekstrargjöld voru 639 m.kr. eða 57 m.kr. umfram fjárlög sem skiptast á flestar stofnanir ráðuneytisins. Veitt var fé til viðbótarverkefna á sviðum vega gerðar, siglingamála og fjarskiptamála sem skýra umframgjöldin. Hjá Siglingastofnun má nefna rannsókn á stöðugleika skipa, viðbótarhúsaleigu og rannsókn á flaki Æsu ÍS 87. Hjá Vegagerðinni kemur til upplýsingakerfi um þjóðvegi landsins. Þá námu útgjöld Póst- og fjarskiptastofnunar 23 m.kr. en gert er ráð fyrir að stofnunin fjármagni starfsemi sína alfarið með sértekjum. Í samanburði við fyrra ár dragast gjöldin saman um 95 m.kr. og skýrist það af auknum tekjum flugmálaáætlunar, eða 183 m.kr. Þrátt fyrir framsetningu fjárlaga þar sem þessar tekjur eru taldar til rekstrartekna, þá fer stór hluti þeirra til framkvæmda við flugvelli. Að þessu frátöldu nemur hækkun 88 m.kr. og kemur fram hjá öllum málaflokkum ráðuneytisins, utan ferðamálum.


Greiðslugrunnur
Útgjöld
1996
m.kr.
Fjárlög
1997
m.kr.
Útgjöld
1997
m.kr.
Breyting
frá fjárl.
m.kr.
Breyting
frá fyrra ári
m.kr.
Yfirstjórn      142,2 128,5 139,0 10,5 -3,2
Vegamál      271,2 273,2 283,2 10,0 12,0
Siglingamál      81,2 91,1 121,3 30,2 40,1
Flugmál      205,7 44,9 36,8 -8,1 -168,9
Ferðamál      39,4 42,5 42,8 0,3 3,4
Annar rekstur      -5,3 2,3 15,9 13,6 21,2
Rekstrargjöld samtals      734,4 582,5 639,0 56,5 -95,4
Neyslu- og rekstrartilfærslur      217,7 273,6 258,1 -15,5 40,4
Stofnkostnaður og viðhald      7.854,1 7.889,8 7.986,8 97,0 132,7
þ.a. Vegagerðin      6.773,5 6.803,0 6.949,0 146,0 175,5
Heildarútgjöld      8.806,2 8.745,9 8.883,9 138,0 77,7

    Rekstrartilfærslur eru 258 m.kr. sem er 16 m.kr. innan ramma fjárlaga. Mestu munar um að 9 m.kr. framlag til verkefnis um sjálfvirka tilkynningaskyldu skipa hefur nær ekkert verið nýtt, frekar en árið áður. Þá er 5 m.kr. framlag til björgunarskóla á Gufuskálum ekki nýtt á árinu. Tilfærslur hækka um 40 m.kr. milli ára og skýrast 46 m.kr. af aukningu á verkefnum ráðuneytisins í ferðamálum. Þar er um að ræða greiðslur til Flugleiða vegna kynningarmála, til Ferðamálaráðs vegna sérverkefna, styrkir til hótela á landsbyggðinni, o.fl.
    Stofnkostnaður og viðhald nam 6.949 m.kr., eða 97 m.kr. umfram fjárlög. Veigamesti hluti heildarkostnaðar og umframgreiðslna kemur fram hjá Vegagerðinni. Skýringa er að leita til 305 m.kr. viðbótarheimildar til Vegagerðarinnar m.a. vegna hækkunar á mörkuðum tekjustofnum stofnunarinnar. Á móti vegur að Vegagerðin nýtir ekki 175 m.kr. framlag, heldur er það fé notað til þess að greiða niður smíðalán vegna ferjunnar Herjólfs.
    Stofnkostnaður hækkar um 133 m.kr. milli ára, þar af um 175 m.kr. hjá Vegagerðinni. Auk þess hækka framkvæmdir við flugvelli um 179 m.kr. sem fjármagnaðar eru með auknum tekjum af flugvallar- og eldsneytisgjaldi. Hækkun stofnkostnaðar málaflokksins milli ára er þó lægri, eða 92 m.kr. þar sem Flugmálastjórn endurnýjaði flugvél sína árið 1996. Þá lækka greiðslur til hafnaframkvæmda um 105 m.kr.

     Iðnaðarráðuneyti. Rekstrargjöld voru 413 m.kr., eða 22 m.kr. umfram fjárlög. Umframgjöldin skýrast nær eingöngu af liðnum Iðnaðarrannsóknir, þar sem veitt var 34 m.kr. framlag til þess að byggja veg að verksmiðjulóð við álbræðslu á Grundartanga, í samræmi við samning um álbræðsluna. Á móti vegur að gjöld Einkaleyfastofunnar eru 15 m.kr. innan ramma. Önnur frávik eru minni. Gjöldin lækka um 50 m.kr. milli ára og skýrast af því að Rafmagnseftirlit ríkisins er lagt niður og starfsemi þess flyst til Löggildingarstofu sem vistuð er hjá viðskiptaráðuneyti. Þessi tilfærsla skýrir 56 m.kr. lækkun. Þá lækka einnig framlög til Iðntæknistofnunar og Orkustofnunar, en á móti vegur áðurnefnt framlag til vegalagningar á Grundartanga.


Greiðslugrunnur
Útgjöld
1996
m.kr.
Fjárlög
1997
m.kr.
Útgjöld
1997
m.kr.
Breyting
frá fjárl.
m.kr.
Breyting
frá fyrra ári
m.kr.
Yfirstjórn      49,5 57,2 45,9 -11,3 -3,6
Iðnaðarmál      172,2 160,3 190,2 29,9 18,0
Orkumál      240,8 172,7 176,5 3,8 -64,3
Rekstrargjöld samtals      462,5 390,2 412,6 22,4 -49,9
Neyslu- og rekstrartilfærslur      663,4 717,5 785,3 67,8 121,9
Stofnkostnaður og viðhald      47,8 57,3 60,7 3,4 12,9
Heildarútgjöld      1.173,7 1.165,0 1.258,6 93,6 84,9

    Rekstrartilfærslur urðu 785 m.kr. eða 68 m.kr. umfram fjárlög. Þar vegur þyngst að niðurgreiðsla á rafhitun fór 59 m.kr. fram úr fjárlögum. Þá urðu framlög til iðnaðarmála 9 m.kr. umfram áætlun fjárlaga. Tilfærslur hækka um 122 m.kr. milli ára, eða 18%. Þarf af eru 78 m.kr. styrkveitingar til verkefna á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar á svæðum sem ekki njóta góðs af uppbyggingu stóriðju. Þá hækka niðurgreiðslur rafhitunar um 90 m.kr. milli ára. Reglum um niðurgreiðslur hefur ekki verið breytt, en gjaldskrár rafveitna hafa hækkað á árinu.
    Stofnkostnaður er 61 m.kr. og nánast í samræmi við fjárlög. Öll frávik eru óveruleg. Hækkun er 13 m.kr. milli ára, einkum vegna meiri eignakaupa stofnana.

     Viðskiptaráðuneyti. Rekstrargjöld urðu 290 m.kr. og er það 55 m.kr. umfram fjárlög. Skýrist frávikið af sameiningu Löggildingarstofunnar og Rafmagnseftirlits ríkisins. Umfang nýrrar stofnunar umfram fjárlög nemur 51 m.kr. Önnur frávik eru óveruleg. Hækkun frá fyrra ári er 115 m.kr. og áðurnefnd sameining stofnana hækkar gjöld ráðuneytisins um 105 m.kr. á móti 56 m.kr. lækkun hjá iðnaðarráðuneyti. Gjöld annarra stofnana hækka lítillega, nema hjá Hlutafélagaskrá, en hún var lögð niður á seinni hluta ársins og Hagstofan yfirtók starfsemina.
    Rekstrartilfærslur nema 27 m.kr., 3 m.kr. umfram fjárlög. Fastanefndir ráðuneytisins reyndust heldur fjárfrekari en gert var ráð fyrir. Stofnkostnaður ráðuneytisins er óverulegur.


Greiðslugrunnur
Útgjöld
1996
m.kr.
Fjárlög
1997
m.kr.
Útgjöld
1997
m.kr.
Breyting
frá fjárl.
m.kr.
Breyting
frá fyrra ári
m.kr.
Yfirstjórn      76,2 82,7 83,7 1,0 7,5
Viðskiptamál      98,8 151,4 205,8 54,4 107,0
Rekstrargjöld samtals      175,0 234,1 289,5 55,4 114,5
Neyslu- og rekstrartilfærslur      27,6 23,8 27,0 3,2 -0,6
Stofnkostnaður og viðhald      4,0 5,5 5,5 0,0 1,5
Heildarútgjöld      206,6 263,4 322,0 58,6 115,4

     Hagstofa Íslands. Rekstrargjöld voru 147 m.kr. og 5 m.kr. umfram fjárlög. Lækkun frá fyrra ári er 5 m.kr., en fjárveitingar lækkuðu vegna 4 m.kr. tímabundins verkefnis til að ljúka við neyslukönnun árið 1996. Á móti þessum umframgjöldum standa óinnheimtar tekjur, þannig að á rekstrargrunni er afkoma Hagstofunnar vel viðunandi.


Greiðslugrunnur
Útgjöld
1996
m.kr.
Fjárlög
1997
m.kr.
Útgjöld
1997
m.kr.
Breyting
frá fjárl.
m.kr.
Breyting
frá fyrra ári
m.kr.
Aðalskrifstofa      151,7 142,5 147,2 4,7 -4,5
Rekstrargjöld samtals      151,7 142,5 147,2 4,7 -4,5
Neyslu- og rekstrartilfærslur      2,5 3,8 3,8 0,0 1,3
Stofnkostnaður og viðhald      7,8 8,5 15,5 7,0 7,7
Heildarútgjöld      162,0 154,8 166,5 11,7 4,5

    Tilfærslur eru óverulegar. Stofnkostnaður er 7 m.kr. umfram fjárlög og skýrist það af útgjöldum til tölvuvæðingar.
    
    Umhverfisráðuneyti.
Rekstrargjöld urðu 866 m.kr. sem er 57 m.kr. umfram fjárlög, eða 7%. Yfirstjórn er í samræmi við fjárlög, en frávik á ýmsum verkefnum ráðuneytisins eru þó í báðar áttir. Umframgjöld á liðnum ýmis umhverfisverkefni nema 8 m.kr. en á móti vegur samsvarandi inneign hjá verkefni um umhverfisvöktun. Umhverfisvernd er 6 m.kr. umfram fjárlög og kemur frávikið alfarið fram hjá Náttúruvernd ríkisins og er 13% af rekstrarheimild stofnunarinnar. Grípa verður til aðgerða til þess að stofnunin geti staðið við fjárlög þessa árs. Skipulagsmál eru 9 m.kr. umfram og frávik eru í báðar áttir. Eins og undanfarin ár er rekstur Skipulagsstjóra ríkisins innan marka fjárlaga, en á móti vegur að Spilliefnanefnd kostar um 14 m.kr. í rekstrargjöld á fyrsta starfsári sínu, en ekki var gert ráð fyrir tilvist stofnunarinnar í fjárlögum. Rannsóknir eru 43 m.kr. umfram fjárlög, eða 11%, og skiptast þannig að 22 m.kr. eru vegna Veðurstofunnar og 21 m.kr. vegna Náttúrufræði-stofnunar. Hlutfallslega vega þó umframgjöld Náttúrufræðistofnunar þyngra, eða 24%. Útistandandi kröfur stofnunarinnar eru þó verulegar, þannig að rekstrarhalli á greiðslugrunni er áætlaður um 12 m.kr.


Greiðslugrunnur
Útgjöld
1996
m.kr.
Fjárlög
1997
m.kr.
Útgjöld
1997
m.kr.
Breyting
frá fjárl.
m.kr.
Breyting
frá fyrra ári
m.kr.
Yfirstjórn      143,9 157,9 157,6 -0,3 13,7
Umhverfisvernd      176,7 184,6 190,7 6,1 14,0
Skipulagsmál      109,8 93,0 101,5 8,5 -8,3
Rannsóknir      332,2 373,7 416,6 42,9 84,4
Rekstrargjöld samtals      762,6 809,2 866,4 57,2 103,8
Neyslu- og rekstrartilfærslur      89,8 85,4 102,8 17,4 13,0
Stofnkostnaður og viðhald      138,0 137,5 128,0 -9,5 -10,0
Heildarútgjöld      990,4 1.032,1 1.097,2 65,1 106,8

    Rekstrargjöldin hækka um 104 m.kr. frá fyrra ári, mest hjá rannsóknastofnunum eða 84 m.kr. Þar af eru 35 m.kr. hjá Náttúrufræðistofnun og 50 m.kr. hjá Veðurstofunni.
    Tilfærslur eru 17 m.kr. umfram fjárlög og skýrist það af tilkomu Spilliefnanefndar, en tilfærsluframlag til eyðingar á spilliefnum nemur 22 m.kr. á árinu. Hækkun frá fyrra ári, að fjárhæð 13 m.kr. skýrist einnig af greiðslum til Spilliefnanefndar, en á móti vega heldur lægri greiðslur Veiðistjóra vegna framlags til refaveiða og endurgreiðslur Skipulagsstjóra til sveitarfélaga vegna skipulagsgjalds.
    Stofnkostnaður er 10 m.kr. innan ramma fjárlaga, þar sem styrkir til sveitarfélaga vegna fráveitumála námu 76 m.kr. meðan að áætlun fjárlaga var 100 m.kr. Á móti vegur viðhald hjá aðalskrifstofu og eignakaup Náttúrufræðistofnunar. Lækkun frá fyrra ári skýrist nær alfarið af því að verulega dró úr endurbótum á húsnæði Veðurstofu Íslands miðað við árið áður.

     Ársverk. Áætlað er að launagjöld ríkisstofnana í A-hluta hafi numið 39,5 milljörðum króna á árinu 1997, samanborið við 41,4 milljarða króna árið 1996. Þrátt fyrir hækkanir samkvæmt kjarasamningum, þá lækka heildarlaunagreiðslur ríkisins, en það skýrist af tilflutningi grunnskólans til sveitarfélaganna. Sú tilfærsla skýrir um 3,7 milljarða króna, þannig að teknu tilliti til þess hækka launin um 1½ milljarð króna milli ára. Á síðastliðnum árum hefur fjármálaráðuneytið lagt mat á vinnumagn einstakra stofnana með því að umreikna tegundir launagreiðslna sem greidd eru gegnum launakerfi ríkisins í svokölluð ársverk. Öll sjúkrahús og heilsugæslustöðvar í starfstengslum við sjúkrahús (nema ríkisspítalar) greiða laun í gegnum önnur kerfi og koma því ekki fram. Þá eru hjúkrunarheimili utan launakerfisins.
    Heildarfjöldi ársverka á síðasta ári var rúmlega 16.200 og jafngildir það fjölgun um tæplega 1% frá árinu 1996. Hjá flestum ráðuneytum er vinnumagn mjög svipað árin 1996 og 1997 en helstu frávikin eru eftirfarandi: Ársverkum forsætisráðuneytis fækkar um 15 vegna niðurlagningar embættis Húsameistara. Í menntamálaráðuneyti fjölgaði ársverkum um rúm 150, að mestu af fjölgun ársverka í framhaldsskólum m.a. vegna nýs Borgarholtsskóla. Ársverkum fjölgar einnig á háskólastigi sem að hluta má rekja til Íslenska menntanetsins. Í sjávarútvegsráðuneyti fækkar ársverkum um tæplega 30, aðallega vegna minni eftirlitsstarfa á Flæmska hattinum. Ársverkum dómsmálaráðuneytis fjölgar um rúm 20 og dreifist fjölgunin á sýslumannsembætti landsins. Að lokum fjölgar ársverkum í umhverfisráðuneyti um 20 og er skýringa að leita hjá Náttúrufræðistofnun Íslands og Veðurstofu Íslands en hjá þeim stofnunum eykst vinnumagn sem kostað er af innlendum og erlendum rannsóknasjóðum.

5 Lánahreyfingar ríkissjóðs



5.1     Markaðsaðgerðir ríkisins
    Í byrjun árs í kynnti fjármálaráðherra áætlun um endurskipulagningu á innlendri skulda bréfaútgáfu ríkissjóðs. Markmið hennar var að fækka flokkum ríkisverðbréfa og stækka þá sem eftir verða. Flokkar spariskírteina og ríkisbréfa sem þannig hafa verið byggðir upp eru nefndir markflokkar (Benchmark bonds), en vegna stærðarinnar verður vaxtamyndun þeirra virk og skírteinin auðseljanlegri á eftirmarkaði við bestu fáanleg kjör. Jafnframt verður mark aðurinn á Íslandi skilvirkari og samkeppnishæfari við erlenda valkosti. Stefnt var því að fækka virkum flokkum spariskírteina úr 46 í 10. Verkefninu var skipt í nokkra áfanga. Í þeim fyrsta var sagt upp flokkum sem voru með gagnkvæmu uppsagnarákvæði og var eigendum þessara skírteina boðið að taka þátt í sérstöku útboði til að endurfjárfesta í markflokkum í staðinn. Þessu næst var eigendum tiltekinna flokka sem ekki var talið að væru nægilega stórir boðið að skipta sínum skírteinum fyrir ný bréf í markflokkum og þar með tryggja sér betri bréf. Loks var ákveðið að bjóða þeim sem áttu ríkisbréf og spariskírteini með gjalddaga í apríl 1998 að skipta út þeim bréfum fyrir ný markflokkabréf í útboði í október. Um leið og fjármálaráðherra hafði kynnt fyrirhugaðar aðgerðir tilkynntu tveir af viðskiptabönkunum að þeir tækju að sér viðskiptavakt fyrir alla markflokka ríkissjóðs. Áhrif þessarar breytingar komu fram í stóraukinni veltu spariskírteina á eftirmarkaði á síðasta ári. Í lok árs voru um 85% af öllum ríkisverðbréfum í markflokkum.
    Ákveðið var í upphafi ársins að bæta upplýsingagjöf til fjármagnsmarkaðarins um fjárþörf ríkissjóðs innan ársins og þá um leið fyrirætlanir fjármálaráðuneytisins um fjáröflun. Í því skyni er ársþriðjungslega gefinn út fjórblöðungur sem sýnir lánsfjárþörf ríkissjóðs á komandi ársþriðjungi, ásamt samanburði við fyrra ár. Ástæðan fyrir því að árinu er skipt í þriðjunga liggur í tekjusveiflum ríkissjóðs þar sem hver sveifla nær yfir 2 mánuði í senn. Jafnframt eru haldnir fundir með markaðsaðilum tvisvar á ári, þar sem þeim eru kynntar fyrirætlanir ríkis sjóðs um lántökur á innanlandsmarkaði.
    Gott jafnvægi var á milli framboðs og eftirspurnar á innlendum lánsfjármarkaði á árinu sem kom m.a. fram í því að ríkissjóði gekk greiðlega að endurfjármagna eldri gjalddaga ríkis verðbréfa og almennt gekk sala ríkisverðbréfa vel. Góð afkoma ríkissjóðs ásamt vel heppnaðri innlendri lánsfjáröflun gerði ríkissjóði kleift að lækka erlendar skuldir um 6,5 milljarða króna.

Heildarsala verðbréfafyrirtækja
og ríkissjóðs í skuldabréfaútboðum

Markaðsverð í
milljónum króna
Spari-
skírteini
Ríkis-
bréf
Hús-
bréf
Húsn.
bréf
Sveitar-
félög
Lána-
stofnanir
Atvinnu-
fyrirtæki

Alls
Samtals 1997     --> 18.536 2.656 15.353 3.016 1.463 10.548 3.403 54.975
Samtals 1996     --> 20.155 5.264 13.183 5.379 1.524 12.381 2.045 59.931
Samtals 1995     --> 9.268 2.205 11.097 - 3.661 8.891 2.681 37.803
Samtals 1994     --> 9.469 3.446 14.070 2.379 5.908 5.320 2.908 43.500
Samtals 1993     --> 8.200 2.105 10.796 4.408 .. .. .. ..
Heimild: Seðlabanki Íslands.

    Framboð á skuldabréfum í útboðum innanlands dróst saman um tæpa 5 milljarða króna frá árinu 1996. Lækkunin kemur að stærstum hluta fram í 4,3 milljarða króna minni útgáfu ríkisverðbréfa og um 2,3 milljarða króna minni útgáfu Húsnæðisstofnunar á húsnæðisbréfum. Þá drógu lánastofnanir úr útgáfum sínum á lengri lánum um 1,8 milljarða króna. Á móti kemur að húsbréfaútgáfan er um 2,2 milljörðum króna hærri og útgáfur atvinnufyrirtækja eru um 1,4 milljörðum króna hærri. Lánsfjárútgáfur sveitarfélaga eru nánast óbreyttar milli ára.
    Alls nam verðbréfasala hjá öðrum en ríki og húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar um 15,4 milljörðum króna sem er um 0,4 milljörðum minna en á árinu 1996. Af þessum verðbréfum voru 8 milljarðar króna seldir í lokuðum útboðum, en 7,4 milljarðar í almennum útboðum. Þetta er mun hagstæðara hlutfall en verið hefur undanfarin ár og virðast útgefendur nú frekar en áður sjá sér hag í því að selja bréf sín í opnum útboðum en það gerir verðmyndun og umsvif á markaði gegnsærri. Þessa þróun má að mestu rekja til þess að útgáfa bankabréfa var því sem næst öll í opnum útboðum öfugt við það sem áður var. Aðrar lánastofnanir virðast hins vegar enn sjá sér hag í því að selja áfram í lokuðum útboðum. Öll verðbréfaútgáfa ríkissjóðs, húsnæðisbréfa og húsbréfa er seld samkvæmt skilmálum almenns útboðs. Loks má geta þess að fyrirtæki seldu nýtt hlutafé fyrir einungis um 0,8 milljarð króna og er það lækkun um 7,8 milljarða króna frá fyrra ári. Líklega má rekja minni útgáfu að hluta til þess að verð hlutabréfa lækkaði almennt á árinu.
    Erlend verðbréfakaup innlendra aðila námu um 14,4 milljörðum króna nettó á árinu 1997, sem er hækkun frá 1996 en þá námu þau 2,1 milljarði króna. Stór hluti aukningarinnar kemur fram í kaupum á hlutdeildarskírteinum í erlendum verðbréfasjóðum eða 10,7 milljarðar króna í stað 4,2 milljarða árið á undan. Þá voru keypt hlutabréf fyrir 2,1 milljarð nettó sem er aukning um 1,8 milljarða króna frá fyrra ári.

5.2     Lánsfjárþörf ríkissjóðs 1997
    Í fjárlögum 1997 var heildarlánsfjárþörf ríkissjóðs, þ.e. sú fjárhæð sem ríkissjóður þarf að afla með lántöku til að mæta útstreymi á lánahreyfingum, greiddum afborgunum á teknum lánum og að frádregnum tekjuafgangi, áætluð um 12,4 milljarðar króna. Samkvæmt greiðslu uppgjöri ríkisbókhalds reyndist lánsfjárþörfin vera 18,9 milljarðar króna, eða 6,5 milljörðum króna hærri en áætlað var. Þessi viðbótarfjárþörf skýrist að stærstum hluta af hærri afborg unum ríkisverðbréfa vegna þeirrar ákvörðunar sem tekin var í byrjun árs að endurskipuleggja verðbréfaútgáfu ríkissjóðs með því að leysa inn litla flokka spariskírteina.
    

Greiðsluafkoma ríkissjóðs



Greiðslugrunnur

1996
m.kr.
Fjárlög
1997
m.kr.
Útkoma
1997
m.kr.
Frávik frá
fjárlögum
m.kr.
Rekstrarafkoma     --> -11.994 124 1.236 1.112
Veitt lán, nettó      --> 41 2.470 -530 -3.000
Eignfærð framlög     --> -208 -400 -83 317
Viðskiptareikningur     --> -546 -400 -1.249 -849
Hrein lánsfjárþörf     --> -12.707 1.794 -626 -2.420
Afborganir af teknum lánum     --> -28.740 -14.240 -18.582 -4.342
Verg lánsfjárþörf     --> -41.447 -12.446 -19.208 -6.762
Tekin ný lán     --> 41.495 12.500 18.983 6.483
Greiðsluafkoma     --> 41 54 -225 -279

    Alls námu afborganir umfram áætlun um 4,3 milljörðum króna. Ríkissjóður fjármagnaði einnig að fullu Byggingarsjóð ríkisins og nam lánveiting til hans 2,6 milljörðum króna. Í báðum þessum tilfellum er því ekki um að ræða nýja fjárþörf heldur annars vegar skuldbreyt ingu hjá ríkissjóði og hins vegar tilfærslu milli ríkissjóðs og Byggingarsjóðs ríkisins. Á móti kemur að tekjuafgangur ríkissjóðs er um 1,1 milljarði króna hærri en fjárlög gerðu ráð fyrir að meðtöldum vaxtagjöldum af innköllunarflokkum spariskírteina en þau nema um 3,7 millj örðum króna. Hrein lánsfjárþörf nam einungis 626 m.kr. og lækkar því verulega frá fyrra ári en þá nam hún 12,1 milljarði króna. Eftirfarandi yfirlit sýnir niðurstöðutölur ríkisfjármála á árinu 1997 samanborið við fjárlög 1997 og útkomu ársins 1996.
    Hér á eftir eru einstakir þættir lánsfjárþarfar A-hluta ríkissjóðs skýrðir nánar. Fyrst er yfirlit um innheimtar afborganir og helstu lánveitingar. Þá er gerð grein fyrir ýmsum eign færðum framlögum og færslum á viðskiptareikningum. Að lokum er fjallað um greiddar af borganir ríkissjóðs af eldri lánum.

     Veitt lán, nettó. Þessi liður sýnir hreyfingar á veittum lánum ríkissjóðs til lengri tíma en eins árs. Á árinu 1997 voru veitt ný lán fyrir 8,9 milljarða króna eða 0,5 milljarða króna hærri fjárhæð en nam innheimtum afborgunum. Samkvæmt fjárlögum var hins vegar gert ráð fyrir að innheimtar afborganir yrðu 2,5 milljörðum krónum hærri. Frávik frá fjárlögum stafar nær alfarið af lánveitingum til Húsnæðisstofnunar að fjárhæð 2,6 milljarðar króna. Hér á eftir verður nánar gerð grein fyrir sundurliðun á innheimtum afborgunum og veittum lánum.
     Innheimtar afborganir. Innheimtar afborganir voru áætlaðar 8.460 m.kr. í fjárlögum en urðu 111 m.kr. lægri eða 8.349 m.kr. Afborganir hjá Byggingarsjóðum ríkisins urðu 118 m.kr. minni en ráð var fyrir gert og afborganir ýmissa smærri aðila 191 m.kr. lægri. Á móti kemur að Lánasjóður íslenskra námsmanna greiddi fyrir gjalddaga 150 m.kr. aukaafborgun og að afborganir af lánum Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar voru 67 m.kr. hærri en áætlað var. Skýringin á mismun milli ára hjá öðrum opinberum aðilum, sbr. töflu hér á eftir, liggur í uppgjöri eldri lána vegna raðsmíðaskipa að fjárhæð 1,4 milljarðar króna.
     Veitt lán. Lánveitingum ríkissjóðs má skipta í fernt. Í fyrsta lagi eru almenn lán veitt skv. 1. gr. fjárlaga. Í öðru lagi eru lán sem eru veitt skv. 4. og 5. gr. lánsfjárlaga, en í 5. gr. laga um Lánasýslu ríkisins er ríkissjóði heimilt að endurlána til sveitarfélaga og fyrirtækja í stað þess að veita ríkisábyrgð. Í þriðja lagi eru lánveitingar skv. 7. gr. lánsfjárlaga. Loks eru lán veitt samkvæmt ákvæðum 6. gr. fjárlaga eða annarra sérlaga. Einungis lánveitingar skv. 1. gr. fjár laga koma fram í greiðsluyfirliti fjárlaga sem skýrir að mestu það frávik sem kemur fram í heildarlánveitingum ríkissjóðs.
    Í fjárlögum voru lánveitingar ríkissjóðs áætlaðar alls 5.990 m.kr. en urðu í reynd 8.879 m.kr. Lánveitingar samkvæmt 1. gr. fjárlaga urðu alls 5.508 m.kr. eða 482 m.kr. lægri en heimildir í fjárlögum gerðu ráð fyrir. Þannig urðu lánveitingar til Lánasjóðs íslenskra náms manna 100 m.kr. lægri og Þróunarsjóður sjávarútvegsins nýtti ekki 130 m.kr. lánsheimild. Þá tók bæjarsjóður Vestmannaeyja ekki 33 m.kr. lán hjá ríkissjóði eins og hann hafði heimild til. Loks var 500 m.kr. heimild til lántöku til iðnaðarsvæðisins á Grundartanga ekki nýtt, en þess í stað var veitt 250 m.kr. skammtímalán af viðskiptareikningi. Á móti þessu vegur að Al þjóðaflugþjónustan nýtti sér 100 m.kr. heimild frá árinu 1996 ásamt heimild lánsfjárlaga 1997 og tók því samtals lán fyrir um 200 m.kr. vegna fjárfestinga. Þá var lokið skuldbreytingum eldri lána til Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar í samræmi við fjárhagslegra endurskipulagningu á rekstri stöðvarinnar og námu lánveitingar umfram greiðslur eldri lána 188 m.kr.
    Lánveitingar ríkissjóðs skv. 4. og 5. gr. lánsfjárlaga urðu 3.062 m.kr. Það skýrist að stærstum hluta af 2.640 m.kr. lánveitingu til Húsnæðisstofnunar, en ákveðið var að hafa sama hátt á við lánsfjáröflun hennar og síðustu ár þegar ríkissjóður hefur fjármagnað fjárþörf Byggingarsjóðs ríkisins en stofnunin annast sjálf fjármögnun Byggingarsjóðs verkamanna með útboðum húsnæðisbréfa. Til Spalar ehf. voru veittar samtals 222 m.kr. vegna framkvæmda við vegagerð að Hvalfjarðargöngum, en um er að ræða nýtingu á eftirstöðvum heimildar frá árinu 1996.

Innheimtar afborganir og veitt lán ríkissjóðs


Greiðslugrunnur

1996
m.kr.
Fjárlög
1997
m.kr.
Útkoma
1997
m.kr.
Frávik frá fjárlögum
m.kr.
Innheimtar afborganir af veittum lánum      8.275 8.460 8.349 -111
Lánasjóður íslenskra námsmanna      2.928 2.578 2.754 176
Byggingarsjóðir      1.319 2.029 1.911 -118
Flugstöð Leifs Eiríkssonar      - 1.541 1.608 67
Aðrir opinberir sjóðir og fyrirtæki      1.634 1.130 1.122 -8
Sveitarfélög      352 320 283 -37
Aðrir aðilar      2.042 862 671 -191
Veitt ný lán      8.234 5.990 8.879 -2.889
Samkvæmt 1. gr. fjárlaga      4.630 5.990 5.508 482
Lánasjóður íslenskra námsmanna      3.930 3.800 3.700 100
Alþjóðaflugþjónustan      - 100 200 -100
Þróunarsjóður sjávarútvegsins      700 130 7 130
Flugstöð Leifs Eiríkssonar      - 1.420 1.608 -188
Bæjarveita Vestmannaeyja      - 33 - 33
Iðnaðarsvæði Grundartanga      - 500 - 500
Aðrir aðilar      7 7
Samkvæmt 4. og 5. gr. lánsfjárlaga      2.642 - 3.062 -3.062
Húsnæðisstofnun ríkisins      2.300 - 2.640 -2.640
Byggðastofnun      - - 200 -200
Spölur ehf      342 - 222 -222
Samkvæmt 7. gr. lánsfjárlaga.      320 - 176 -176
Landsvirkjun      283 - 176 -176
Vinnslustöðin hf.      37 - -
Ýmsar heimildir      642 - 133 133
Skýrr hf.      116 - - -
Ofanflóðasjóður      301 - - -
Reykjavíkurhöfn      - - 29 -29
Fasteignaviðskipti og eignasala      101 - 50 -50
Aðrir aðilar      124 - 54 54
Veitt lán, nettó      41 2.470 530 -3.000

    Lánveitingar skv. 7. gr. lánsfjárlaga urðu 176 m.kr. Þar er um að ræða lánveitingu til Landsvirkjunar að fjárhæð 176 m.kr. sem er vegna uppgjörs á vöxtum sem hafa fallið á víkj andi lán hjá Endurlánum.
    Lánveitingar skv. 6. gr. fjárlaga og öðrum heimildum urðu 133 m.kr. Þar af nema lán vegna fasteignaviðskipta um 79 m.kr.

     Viðskiptareikningar, nettó. Útborganir umfram innborganir af viðskiptareikningum voru áætlaðar 500 m.kr. í fjárlögum. Niðurstaða ársins er að útgreiðslur á viðskiptareikn ingum urðu nokkuð hærri eða 1.249 m.kr. Í samanburði við árið 1996 vegur þyngst veiting skuldaviðurkenninga vegna ýmissa aðflutningsgjalda að fjárhæð 842 m.kr. Þá voru greiddar 250 m.kr. til iðnaðarsvæðisins á Grundartanga í formi bráðabirgðaláns, sbr. umfjöllun hér að framan.

    Eignfærð framlög. Í fjárlögum voru eignfærð framlög áætluð 400 m.kr. en þau urðu í reynd 83 m.kr. að frádregnu sölu á hlutafé. Framlög til alþjóðastofnana námu 166 m.kr. og er það 38 m.kr. lægra en áætlað var í fjárlögum. Til innlendra framlaga voru áætlaðar 196 m.kr. Í reynd urðu framlögin óveruleg en hins vegar voru seld hlutabréf í tveimur fyrirtækjum í eigu ríkisins, þ.e. Bifreiðaskoðun Íslands hf. og Skýrr hf., samtals að fjárhæð 85 m.kr.

Hlutafjárframlög og stofnframlög



Greiðslugrunnur

1996
m.kr.
Fjárlög
1997
m.kr.
Útkoma
1997
m.kr.
Frávik frá
fjárlögum
m.kr.
Hlutafjárframlög og innlend stofnfjárframlög      84 196 -83 279
Bifreiðaskoðun Íslands hf.      - - -34 34
Skýrr hf.      - - -51 51
Jarðboranir hf.      -68 - - -
Þörungaverksmiðjan      -28 - - -
Hitaveita Akraness og Borgarfjarðar      180 - - -
Annað           196 2 194
Alþjóðafjármálastofnanir      125 204 166 38
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, IMF, Washington      - 19 20 -1
Alþjóðabankinn, IBRD og IDA, Washington      90 85 82 3
Norræna umhverfisfjármögnunarfélagið, NEFCO      6 6 6 -
Norræni þróunarsjóðurinn, NDF, Kaupmannahöfn      - 53 27 26
Evrópubankinn, EBRD, Lundúnum      - 8 - 8
Norræn fjárfestingaráætlun fyrir Eystrasaltsríkin      7 5 5 -
Norræni fjárfestingabankinn, NIB      24 28 28 -
Annað           -2 - -2 2
Eignfærð framlög alls      209 400 83 317

     Greiddar afborganir. Afborganir ríkissjóðs voru áætlaðar 14.240 m.kr. í fjárlögum en urðu 4.342 m.kr. hærri. Mismunurinn skýrist af innköllun á nokkrum flokkum spariskírteina ríkissjóðs og námu afborganir þeirra um 3,7 milljörðum króna. Þá var eigendum flokka spari skírteina og ríkisbréfa, sem koma til innlausnar 1998, gefinn kostur á að innleysa fyrir gjald daga í skiptum fyrir ný bréf. Alls námu afborganir vegna skiptiinnlausna 0,7 milljörðum króna og koma einkum fram í ríkisbréfum.

Greiddar afborganir ríkissjóðs


Greiðslugrunnur

1996
m.kr.
Fjárlög
1997
m.kr.
Útkoma
1997
m.kr.
Frávik frá
fjárlögum
m.kr.
Innlausn spariskírteina.     --> 14.465 5.400 9.060 -3.660
Ríkisbréf     --> 3.447 - 594 -594
Önnur innlend lán     --> 1.628 1.152 1.165 -13
Erlend lán     --> 9.200 7.688 7.763 -75
Afborganir alls     --> 28.740 14.240 18.582 -4.342

5.3     Lántökur ríkissjóðs
    Heildarlánsfjárþörf ríkissjóðs nam 19 milljörðum króna á árinu eða svipuð fjárhæð og afborganir eldri lána. Hrein lánsfjárþörf ríkissjóðs var því sem næst engin. Alls var aflað á innlendum markaði lána að fjárhæð 17,7 milljarðar króna. Sala ríkisverðbréfa til langs tíma nam alls 21,2 milljörðum króna en á móti voru innleystir ríkisvíxlar að fjárhæð 3,5 milljarðar króna umfram sölu. Á sama tíma voru afborganir innlendra lána um 6,9 milljörðum króna lægri en innlendar lántökur. Þetta aukna svigrúm sem skapaðist á innlenda lánamarkaðnum var notað til að greiða niður erlendar skuldir um 6,5 milljarða króna. Þannig voru einungis tekin lán erlendis fyrir 1,3 milljarða króna á meðan erlendar afborganir voru 7,8 milljarðar króna.

Lántökur ríkissjóðs



Greiðslugrunnur

1996
m.kr
Fjárlög
1997
m.kr.
Útkoma
1997
m.kr.
Frávik frá
fjárlögum
m.kr.
Innlend lán     --> 25.025 - 17.677 -
Sala verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs     --> 20.155 - 18.536 -
Sala ríkisbréfa með gjalddaga 1998     --> 1.484 - - -
Sala ríkisbréfa með gjalddaga 2000     --> 3.780 - 2.656 -
Sala 3ja mán. ríkisvíxla, nettó.     --> -1.295 - -2.442 -
Sala 6 mán. ríkisvíxla, nettó     --> -537 - 645 -
Sala 12 mán. ríkisvíxla, nettó     --> 1.248 - -1.720 -
Önnur innlend lántaka     --> 195 - 2 -
Erlend lán     --> 16.470 - 1.305 -
Löng erlend lán     --> 19.003 - 6.646 -
Erlend veltilán     --> -2.533 - -5.341 -
-
Tekin lán, alls     --> 41.495 12.500 18.982 6.482


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



[ Ávöxtun spariskírteina í útboðum 1997 ]
     Spariskírteini ríkissjóðs. Á árinu 1997 voru seld ný spariskírteini fyrir um 18,5 milljarða króna. Eins og undanfarin ár fór sala fram með þrennum hætti. Sala í útboðum nam samtals 10,5 milljörðum króna. Þá var nýjum spariskírteinum skipt fyrir eldri fyrir um 6,8 milljarða króna á sérstökum skiptikjörum. Loks voru seld spariskírteini í áskrift fyrir 1 milljarð króna. Samtals komu til innlausnar um 15,4 millj arðar króna. Þar af var höfuð stóll bréfanna 9,1 milljarður króna en vextir 6,3 milljarðar króna. Nettósala spariskír teina umfram innlausn eldri skírteina nam því 3,1 millj arði króna.
    Sala spariskírteina skiptist þannig að seld voru 5 ára verðtryggð spariskírteini fyrir 7,7 milljarða króna, 8 ára bréf fyrir 10,5 milljarða króna og árgreiðsluskírteini fyrir 0,2 milljarða króna.
    Ávöxtunarkrafa 8 ára bréfa var í fyrsta útboði ársins 5,69% en fór hækkandi í næstu tveimur útboðum og var í mars 5,78% sem var hæsta ávöxtun á árinu. Þegar leið á árið fór ávöxtun lækkandi og var lægst 5,27 % í september, en í lok ársins hafði hún hækkað í 5,37%. Ávöxtunarkrafa 5 ára skírteina var í byrjun árs um 5,73% og hélst nánast óbreytt fram í lok maí, en fór svo lækkandi. Í útboði í nóvember, sem var síðasta útboð þar sem tilboðum var tekið, var hún 5,34%. Á árinu var aðeins þrisvar tekið tilboðum í útboðum árgreiðsluskírteina. Í janúar, þar sem ávöxtun var 5,77%, í maí, þar sem tekið var tilboðum við kröfuna 6,0% og í nóvember, þar sem ávöxtunarkrafan var 5,48%.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



[ Ávöxtun ríkisbréfa í útboðum 1997 ]
     Ríkisbréf. Á árinu var einungis boðinn til sölu einn flokkur ríkisbréfa sem gefinn var út 1995 og var upphaflega til fimm ára en er nú til þriggja ára. Heildarsala ríkis bréfa á árinu nam um 2,7 milljörðum króna og var öll sú sala í almennum útboðum. Ávöxtunarkrafa ríkisbréfa var í upphafi árs 9,35%, en fór hægt lækkandi fram í júní og var þá 9,01%. Hún lækk aði verulega í næsta útboði eða nálægt 0,5%. Krafan hélt áfram að lækka það sem eftir var ársins og var í árslok komin rétt undir átta prósent eða 7,98%.
    Verðmyndun á þessum óverðtryggðu bréfum er mjög háð væntingum um breytingar í efna hagsumhverfi. Vextir ríkisbréfa tóku ekki að lækka fyrr en um vorið, m.a. vegna óvissu um verðlagsáhrif kjarasamninga sem gerðir voru á fyrri hluta ársins. Enginn gjalddagi var á árinu, en afborganir af eldri ríkisbréfum námu samt sem áður 0,6 milljörðum króna, sem má rekja til innlausnar bréfa fyrir gjalddaga í skiptum fyrir ný bréf. Nettó fjármögnun ríkisbréfa er því 2,1 milljarður króna.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



[ Ávöxtun ríkisvíxla í útboðum 1997 ]
     Ríkisvíxlar. Á árinu gekk sala ríkisvíxla vel og var öll skammtímafjárþörf ríkissjóðs að fullu leyst með sölu þeirra í reglubundnum útboðum. Sú breyting sem gerð var á söludögum ríkisvíxla 1996, að tengja lánstíma og söludaga við fjárþörf ríkissjóðs hefur ótvírætt sannað gildi sitt við greiðslustýringu ríkissjóðs.
    Heildarsala ríkisvíxla á árinu nam 64,2 milljörðum króna en útistandandi víxlar í árslok voru 12,3 milljarðar króna en það er lækkun um 3,5 milljarða á árinu. Þar af lækkuðu þriggja mánaða víxlar um 2,4 milljarða og 12 mánaða um 1,7 milljarða en 6 mánaða víxlar hækkuðu um 0,6 milljarða króna. Á fyrri hluta ársins og fram til hausts var mikil eftirspurn eftir ríkis víxlum sem má líklega rekja til 2,5-3,0% vaxtamunar á ríkisvíxlum og erlendum skammtíma lánum svo og hagstæðrar gengisþróunar fram á mitt ár. Hins vegar má að hluta rekja þetta til þess að Seðlabanki Íslands hélt skammtímavöxtum háum til að hamla á móti þenslu. Á seinni hluta ársins dró fjármálaráðuneytið úr framboði vegna góðrar sjóðsstöðu. Um svipað leyti dró úr eftirspurn á markaðnum og var svo komið í síðustu útboðum að þátttaka var það dræm að ekki tókst að fjármagna á móti innlausn sem leiddi til þess að fjárhæð útistandandi ríkisvíxla lækkaði.
    Meðalávöxtun þriggja mánaða ríkisvíxla í útboðum var 7,11% í ársbyrjun og hélst nánast óbreytt þar til í júní að hún lækkaði í 6,96%. Ávöxtunarkrafan fór síðan hægt sígandi í næstu útboðum og var lægst í ágúst 6,79%. Frá þeim tíma tók ávöxtunarkrafan að stíga hægt upp á við og var í árslok 7,21%. Skýring hækkunar ávöxtunarkröfu í lok árs má rekja til slæmrar lausafjárstöðu lánastofnana og aukinnar eftirspurnar þeirra eftir lánsfé. Sala þriggja mánaða ríkisvíxla var á árinu 58,2 milljarðar króna eða 91% af heildarsölu ríkisvíxla.
    Í fyrsta útboði ársins á 6 mánaða víxlum var ávöxtunarkrafan 7,32%. Hún steig hægt upp fram til maí, lækkað síðan um mitt ár og var lægst 6,88% í september, en hækkaði svo aftur og var í lok árs 7,40%. Samtals seldust 6 mánaða ríkisvíxlar fyrir 4,7 milljarða króna sem er um 7% af heildarsölu ríkisvíxla. Salan var sveiflukennd innan ársins en var minnst um mitt ár.
    Í fyrsta útboði á 12 mánaða víxlum var meðalávöxtunarkrafan 7,85% sem hélst óbreytt í næstu tveim útboðum í febrúar. Víxlar til 12 mánaða seldust síðan ekki fyrr en í júní á kröf unni 7,60% og aftur í lok ársins en þá var meðalávöxtunin 7,55%. Heildarsala 12 mánaða víxla nam 1,3 milljörðum króna sem er 2% af heildarsölu ríkisvíxla. Á undanförnum árum hefur dregið úr sölu 6 og 12 mánaða víxla en sala þeirra gegnir mikilvægu hlutverki við að mynda vaxtalínu á óverðtryggðum skuldbindingum á íslenskum fjármagnsmarkaði.

     Erlend lán. Á árinu 1997 voru tekin tvö erlend langtímalán, samtals að fjárhæð 6,6 milljarðar króna, en á móti vegur að útistandandi erlendir víxlar á Evrópumarkaði lækkuðu um 5,3 milljarða króna og að greiddar afborganir langra lána námu 7,8 milljörðum króna. Lækkun erlendra lána nam því um 6,4 milljörðum króna. Heildarfjárhæð erlendra lána ríkissjóðs voru um 127 milljarðar og nemur þessi lækkun því um 5% af heildarlánum ríkissjóðs erlendis.
    Ríkissjóður gaf út skuldabréf á Evrópumarkaði í lok febrúar 1997. Skuldabréfaútboðið var að fjárhæð 150 milljónir þýskra marka, en það samsvarar um 6,3 milljörðum króna. Skuldabréfin bera breytilega vexti og miðast við millibankavexti í Lundúnum í þýskum mörkum að frádregnum 12,5 punktum. Útgáfugengi var 99,847 og nam þóknun umsjónar fyrirtækja 0,1% af lánsfjárhæð. Skuldabréfin greiðast upp í einu lagi í lok lánstímans, að þremur árum liðnum, í mars árið 2000. Heildarkostnaður við útgáfuna reiknast um 4 punktum undir millibankavöxtum í þýskum mörkum.
    Verðbréfafyrirtækin Credit Suisse First Boston og Salomon Brothers höfðu forystu um útgáfuna, en auk þeirra tók þátt fjöldi annarra verðbréfafyrirtækja. Þessi skuldabréfaútgáfa er sú fyrsta sem ríkissjóður stendur fyrir á erlendum markaði með kjörum þar sem viðmiðun er lægri en millibankavextir.
    Í september var samið við Norræna fjárfestingarbankann um lánsheimild fyrir ríkissjóð, sem tengist verklegum framkvæmdum á vegum ríkisins. Lánsheimildin nemur 2.240 m.kr. og gildir hún allt að 15 árum. Á þessu tímabili getur ríkissjóður dregið á heimildina og greitt upp eftir þörfum. Lánsheimildin var notuð í fyrsta sinn þegar dregið var á lánið 4,5 milljónir Bandaríkjadala, sem svarar til 320 m.kr. Þessi ádráttur endurgreiðist í einu lagi 13 mánuðum síðar, í janúar 1999. Af þessu fé greiðir ríkissjóður millibankavexti í Lundúnum, í Banda ríkjadölum, að frádregnum 5 punktum.
    Á árinu voru uppsagnarákvæði nýtt til að segja upp tveimur lánum. Greitt var upp lán frá Meiji Life frá árinu 1992 að fjárhæð 3 milljarðar japanskra jena. Ennfremur var greitt upp lán frá útflutningslánasjóði Kanada að fjárhæð 1,4 milljónir Bandaríkjadala. Samtals námu þessar uppgreiðslur um 1,9 milljörðum króna.
    Víxlaútgáfa ríkissjóðs á Evrópumarkaði hefur á síðustu misserum reynst ríkissjóði hag kvæm við fjárstýringu. Hámarksfjárhæð útgáfunnar er um 500 milljónir Bandaríkjadalir, en jafnframt er leyfilegt að gefa út víxla í fleiri myntum. Fjöldi mynta eykur sveigjanleika útgáf unnar og gefur kost á nýtingu framvirkra samninga. Góð reynsla er komin á útgáfuna, en hún er að stofni til frá árinu 1985 og er gildandi samningur frá árinu 1995. Víxlar eru gefnir út á vöxtum sem eru að jafnaði um 10 punktum undir millibankavöxtum í Lundúnum í Bandaríkja dölum. Velta útgáfunnar var á árinu 1997 um 1,25 milljarðar Bandaríkjadala, en það sam svarar 90 milljörðum króna. Fjárhæð útgáfunnar var í upphafi árs 267 milljónir Bandaríkja dala, en í lok árs um 193 milljónir Bandaríkjadala. Útistandandi fjárhæð lækkaði á árinu um 74 milljónir Bandaríkjadala, en það samsvarar lækkun að fjárhæð 5,3 m.kr. eins og áður er sagt.


6 Lánsfjármál ríkisins, ríkisfyrirtækja og sjóða.



    Í þessum kafla verður fjallað um lánsfjármál ríkisins, ríkisfyrirtækja og sjóða með víðtækari hætti en í kaflanum hér á undan. Gerð er grein fyrir lántökum, afborgunum og lánsfjárþörf sem og helstu frávikum frá upphaflegri lánsfjáráætlun, þ.e. fjárlögum og lánsfjárlögum fyrir árið 1997.
    Skilgreining á lánsfjárþörf ríkisins er ekki einhlít. Þannig er í alþjóðlegum samanburði almennt miðað við mun þrengri skilgreiningu en hér er gert. Ýmis fyrirtæki og sjóðir sem hér flokkast sem ríkisfyrirtæki eru í alþjóðlegum samanburði flokkuð sem einkafyrirtæki. Hins vegar eru fjármálastofnanir og fyrirtæki í ríkari mæli í eigu ríkisins hér á landi en t.d. í öðrum aðildarríkjum OECD.
    Til að draga fram samanburðarhæfar stærðir og auðvelda yfirsýn, er lánum, afborgunum og lánsfjárþörf skipt milli ríkisins annars vegar og ríkisfyrirtækja og sjóða hins vegar. Undir hina síðartöldu fellur sú starfsemi sem víða er í einkaeigu í aðildarríkjum OECD, s.s. Lands virkjun, húsbréfadeild Byggingarsjóðs ríkisins og fjárfestingarlánasjóðir atvinnuveganna. Undir ríkið falla A-hluti ríkissjóðs og félagslegir lánasjóðir á borð við Byggingarsjóð verka manna og Byggingarsjóð ríkisins, að húsbréfadeild frátalinni. Það skal tekið fram að sveitar félög eru hér undanskilin þannig að umfjöllunin gefur ekki tæmandi mynd af lántökum opin berra aðila í heild.

Lánsfjárþörf 1997


Lánsfjáráætlun 1997 Útkoma 1997
Í milljörðum króna Innlent Erlent Alls Innlent Erlent Alls
Lántökur     --> - - 52,5 40,8 13,4 54,1
Ríki          --> - - 20,0 23,3 1,3 24,6
Ríkissjóður A-hluti     --> - - 12,5 17,7 1,3 19,0
Byggingarsjóðir     --> - - 7,6 5,6 - 5,6
Ríkisfyrirtæki og sjóðir     --> - - 32,4 17,5 12,1 29,6
Ríkisfyrirtæki     --> - - 9,0 1,0 2,9 3,9
Húsbréf     --> - - 14,0 14,3 0,0 14,3
Fjárfestingarlánasjóðir          --> - - 9,4 2,1 9,2 11,3
Afborganir     --> 21,4 14,6 36,0 22,4 14,1 36,5
Ríki          --> 12,4 7,6 20,0 13,8 7,8 21,5
Ríkissjóður A-hluti     --> 6,6 7,6 14,2 10,8 7,8 18,6
Byggingarsjóðir     --> 5,8 - 5,8 2,9 - 2,9
Ríkisfyrirtæki og sjóðir     --> 9,0 7,0 16,0 8,6 6,4 15,0
Ríkisfyrirtæki     --> - 2,3 2,3 0,3 1,7 2,0
Húsbréf     --> 5,7 - 5,7 5,8 - 5,8
Fjárfestingarlánasjóðir          --> 3,3 4,7 8,0 2,6 4,7 7,2
Hrein lánsfjárþörf     --> - - 16,5 18,4 (0,8) 17,6
Hlutfall af landsframleiðslu, %     --> - - 3,1 3,5 (0,2) 3,3

     Heildaryfirlit. Í lánsfjáráætlun fyrir árið 1997 voru heildarlántökur ríkisins, fyrirtækja þess og sjóða áætlaðar 52,5 milljarðar króna. Þessari fjárhæð var ekki skipt fyrirfram á milli innlendra og erlendra lána. Vegna aukins frelsis í fjármagnsflutningum milli landa er greinar munur hér á milli afar óljós. Til dæmis geta erlendir aðilar keypt ríkisverðbréf sem gefin eru út hér á landi og innlendir aðilar geta keypt ríkisverðbréf sem gefin eru út erlendis. Hreinar lántökur, þ.e. ný lán að frádregnum afborgunum eldri lána, voru áætlaðar 16,4 milljarður króna.
    Nú liggja fyrir bráðabirgðatölur um lántökur þessara aðila árið 1997. Samkvæmt þeim námu heildarlántökur 54,1 milljarði króna, eða 1,6 milljörðum króna yfir áætlun. Af þessari fjárhæð var 40,8 milljarða króna aflað á innlendum markaði og 13,4 milljarða króna erlendis. Heildarafborganir eldri lána námu 36,5 milljörðum króna. Hrein lánsfjáröflun, þ.e. ný lán að frádregnum afborgunum eldri lána, nam því 17,6 milljörðum króna, eða 1,1 milljarði króna yfir áætlun. Þessi fjárhæð svarar til 3,3% af landsframleiðslu, samanborið við 3,1% á árinu 1996. Frávikið frá áætlun má að stærstum hluta rekja til aukinnar lánsfjárþarfar ríkissjóðs vegna endurskipulagningar á verðbréfaútgáfu ríkissjóðs sem hafði það að markmið að bæta vaxtamyndun á eftirmarkaði.

Lántökur 1997




Milljónir króna
Sala
ríkis-
verðbréfa
Önnur
innlend
lántaka
Innlend
lántaka
alls

Erlend
lán

Heildar-
lántökur
Ríki          --> 17.677 5.584 23.261 1.305 24.566
Ríkissjóður A-hluti     --> 17.677 - 17.677 1.305 18.982
Byggingarsjóðir ríkisins     --> - 5.584 5.584 - 5.584
Ríkisfyrirtæki og sjóðir     --> 14.346 3.149 17.495 8.464 25.959
Húsbréfadeild Húsnæðisst. ríkisins     --> 14.346 - 14.346 - 14.346
Landsvirkjun     --> - 1.000 1.000 2.900 3.900
Byggðastofnun     --> - 525 525 525 525
Ferðamálasjóður     --> - 74 74 - 74
Fiskveiðasjóður     --> - - - 4.260 4.260
Iðnlánasjóður     --> - 450 450 1.304 1.754
Lánasjóður landbúnaðarins     --> - 1.100 1.100 - 1.100
Heildarlántökur     --> 32.023 8.733 40.756 9.769 50.525

     Ríki.
Heildarlántökur ríkisins voru áætlaðar 20 milljarðar króna, en urðu 24,6 milljarðar króna. Hrein lántaka nam um 3,1 milljarði króna, en var ekki ráðgerð í lánsfjáráætlun. Lán tökur A-hluta ríkissjóðs urðu 4,6 milljörðum króna hærri en áætlað var. Veigamestu skýring arnar á hærri lántökum eru tvær. Í fyrsta lagi var tekin ákvörðun um að endurskipuleggja verðbréfaútgáfu ríkissjóðs með það að markmiði að bæta vaxtamyndun á eftirmarkaði eins og nánar er gerð grein fyrir hér að framan. Við þessa aðgerð var innkallað og skipt út bréfum fyrir samtals um 3,7 milljarða króna. Í öðru lagi hafði ríkissjóður milligöngu um 2,6 milljarða króna lántöku Byggingarsjóðs ríkisins. Á móti reyndist tekjuafgangur ríkissjóðs um 1,1 millj arði króna hærri en gert var ráð fyrir í fjárlögum að teknu tilliti til innköllunar spariskírteina flokkanna. Nýjar lánveitingar ríkissjóðs urðu 0,5 milljörðum króna hærri en ráð var fyrir gert í fjárlögum og innheimtar afborganir eru því sem næst í samræmi við áætlun fjárlaga.
    Sala húsnæðisbréfa til fjármögnunar á Byggingarsjóði verkamanna gekk vel á árinu og tókst að mæta 5,6 milljarða króna fjárþörf sjóðsins.

     Ríkisfyrirtæki og sjóðir. Heildarlántökur ríkisfyrirtækja og sjóða voru áætlaðar 32,4 milljarðar króna, en þær urðu 29,6 milljarðar króna. Hrein lántaka þessara aðila nam 14,6 milljörðum króna, samanborið við 16,4 milljarða króna í lánsfjáráætlun. Frávikið skýrist fyrst og fremst af því að Landsvirkjun tók 5,1 milljarði kr. minna að láni en til stóð. Þá varð húsbréfaútgáfan 0,3 milljörðum króna meiri en til stóð og var til þess nýttur afgangur af heimild frá fyrra ári. Útgáfa húsbréfa var umfram áætlun á árinu 1997. Eftirspurn eftir hús bréfum jókst verulega og reyndist fjárhæð samþykktra skuldabréfaskipta 14,1% hærri en á árinu 1996. Umsóknir um skuldabréfaskipti jukust hins vegar um 11,2%. Skýringar á minni afborgunum lánasjóðanna felast einkum í gengisbreytingum. Loks greiddi Landsvirkjun 0,3 milljörðum króna minna í afborganir en gert hafði verið ráð fyrir.
    Miklar breytingar hafa orðið á starfsumhverfi fjárfestingarlánasjóða atvinnuveganna á umliðnum árum. Fram að þeim tíma höfðu sjóðirnir, ásamt bankakerfinu, tekið lán á inn lendum og erlendum lánsfjármörkuðum og endurlánað þau til fyrirtækja. Á síðustu árum hefur það hins vegar færst í vöxt að fyrirtæki gefi út eigin verðbréf á innlendum lánamarkaði. Þannig er talið að fyrirtæki hafi gefið út skuldabréf fyrir um 1,8 milljarða króna á árinu 1997 sem er um 400 m.kr. lækkun frá árinu áður. Lántökur fjárfestingarlánasjóðanna fara 1,9 millj arða króna fram úr áætlun og þeir greiða 0,8 milljörðum króna minna í afborganir en áætlað. Hrein lánsfjárþörf sjóðanna verður því 2,7 milljörðum króna hærri en gert var ráð fyrir í láns fjáráætlun.

     Sveitarfélög. Eins og fyrr segir nær lánsfjáráætlun ekki til lánastarfsemi sveitarfélaga. Á árunum 1993 og 1994 jókst hallarekstur sveitarfélaganna og þar með lánsfjárþörf þeirra. Þeirri þróun var hrundið milli áranna 1994 og 1995. Á síðasta ári dró lítillega úr lánsfjárþörf sveitarfélaga. Þannig er talið að sveitarfélög hafi gefið út skuldabréf fyrir um 1,3 milljarða króna í lokuðum útboðum á vegum verðbréfafyrirtækja á árinu 1997 samanborið við um 1,5 milljarða króna á árinu 1996. Lánsfjárþörf hefur verið mætt með lántökum í bankakerfinu annars vegar og útgáfu skuldabréfa hins vegar. Af þessu má ráða að umsvif sveitarfélaga á lánamarkaði fara minnkandi og um leið áhrif þeirra á fjármagnsmarkað og vexti.

(Töflur 1-23 – tölvutexti ekki tiltækur.)



(Súlurit ein síða.)