Ferill 626. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1189 – 626. mál.



Svar



menntamálaráðherra við fyrirspurn Svavars Gestssonar um endurskoðun laga um háskóla.

     1.      Er unnið að endurskoðun sérlaga um einstaka skóla á háskólastigi í framhaldi af samþykkt rammalaga um háskóla?
    Já. Lög nr. 136/1997, um háskóla, bjóða að þeir háskólar sem nú starfa samkvæmt sér stökum lögum skuli innan tveggja ára frá 1. janúar 1998 að telja laga starfsemi sína að þeim lögum. Jafnframt er lögboðið að fyrir 1. janúar 2000 skuli lokið við að endurskoða löggjöf um starfsemi þeirra háskóla sem nú starfa. Af hálfu menntamálaráðuneytisins er lögð áhersla á að staðið verði við þessa lagaskyldu og er því endurskoðun sérlaga um háskólastofnanir þegar hafin.
    Þegar hafa verið samþykkt ný lög um Kennaraháskóla Íslands með hliðsjón af háskóla lögunum þar sem fjórar stofnanir voru sameinaðar í einn háskóla. Lagt hefur verið fram á Al þingi frumvarp til nýrra laga um Háskólann á Akureyri er einnig byggist á háskólalögunum. Endurskoðun á lögum um Tækniskóla Íslands er hafin. Á undanförnum missirum hefur Há skóli Íslands haft forgöngu um endurskoðun laga um HÍ án þess að tillögur frá stofnuninni liggi fyrir í þeim efnum. Endurskoðun löggjafar um búnaðarnám á háskólastigi hefur vegna búnaðarfræðslulaga verið til sérstakrar skoðunar í landbúnaðarráðuneytinu í samráði við menntamálaráðuneytið.

     2.      Hverjir vinna að endurskoðuninni í hverjum skóla fyrir sig?
    Drög að tillögu að frumvarpi til laga um Háskólann á Akureyri voru unnin í menntamála ráðuneytinu og síðan send til umsagnar hjá háskólanefnd Háskólans á Akureyri. Auk þess var haft samráð við rektor Háskólans á Akureyri við endurskoðunina. Háskólanefndin boð aði fulltrúa ráðuneytisins á viðræðufund um drögin og leiddi það til endurskoðunar á þeim, sem og formleg umsögn nefndarinnar. Við endanlega gerð frumvarps þess sem nú hefur verið lagt fram á Alþingi var höfð hliðsjón af athugasemdum háskólanefndarinnar og rektors Há skólans á Akureyri.
    Á vegum menntamálaráðuneytisins er nú unnið að endurskoðun laga um Tækniskóla Íslands og gerð tillögu að frumvarpi til laga um Tækniháskóla Íslands. Viðræður hafa farið fram við rektor Tækniskóla Íslands og deildarstjóra skólans vegna endurskoðunarinnar. Þegar fullbúin drög að endurskoðuðum lögum liggja fyrir verða þau send rektor, stjórnendum skólans og skólanefnd Tækniskólans til formlegrar umsagnar. Ráðgert er að leggja fram frumvarp til laga um Tækniháskóla Íslands næsta haust.
    Endurskoðun laga um Háskóla Íslands hefur, eins og áður segir, verið í höndum Háskóla Íslands. Menntamálaráðuneytið féllst á beiðni Háskóla Íslands um að tilnefnda þrjá fulltrúa til setu í lagaendurskoðunarnefnd Háskóla Íslands haustið 1996. Háskólaráð hefur nú ákveðið að breyta tilhögun á endurskoðunarvinnunni og samþykkti á fundi sínum 26. mars sl. að leysa nefndina frá störfum og fela rektor Háskóla Íslands að hafa forræði fyrir endurskoðunarstarfinu.

     3.      Hvaða fulltrúar viðkomandi skóla koma að endurskoðuninni í hverju tilfelli?
    Sjá svar við 2. spurningu.

     4.      Hvernig eru þeir tilnefndir og skipaðir eða ráðnir sem vinna að endurskoðuninni?
    Um ráðningu þeirra sem koma að endurskoðun sérlaga innan hverrar stofnunar vísast til almennra reglna um ráðningarkjör starfsmanna ríkisins. Þeir sem vinna að endurskoðun sérlaga og gerð tillagna á vegum menntamálaráðherra eru embættismenn ráðuneytisins sem skipaðir eru eða ráðnir í störf. Þá nýtur ráðuneytið aðstoðar Gunnars Jóhanns Birgissonar hæstaréttarlögmanns við endurskoðunina og er hann ráðinn til þess verks með sérstöku sam komulagi, en hann vann einnig að því að semja lög um háskóla og sat í nefnd þeirri sem samdi stjórnsýslulög og upplýsingalög á sínum tíma.

     5.      Hvenær er gert ráð fyrir að endurskoðuninni ljúki?
    Af hálfu menntamálaráðuneytisins er lögð áhersla á að endurskoðun sérlaga um háskóla sem nú starfa verði lokið eigi síðar en í ágúst á þessu ári.

     6.      Er gert ráð fyrir grundvallarbreytingum á starfsháttum einstakra skóla í þeirri endurskoðun sem unnið er að?
    Endurskoðun laganna tekur mið af lögum um háskóla, nr. 136/1997.