Ferill 611. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1198 – 611. mál.



Svar



utanríkisráðherra við fyrirspurn Hjörleifs Guttormssonar um sendiráð Íslands í Brussel.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hvernig er háttað skipulagi sendiráðs Íslands í Brussel?
     2.      Hvaða starfsmenn vinna í sendiráðinu á vegum utanríkisráðuneytisins og/eða annarra ráðuneyta og opinberra stofnana? — Óskað er eftir að tilgreint verði á hvers vegum viðkomandi starfsmaður starfar og hvaða ráðuneyti eða stofnun greiðir laun hans og annan kostnað.
     3.      Hver var heildarstarfsmannafjöldi sendiráðsins og heildarkostnaður við rekstur þess árið 1997?
     4.      Hver er stefna utanríkisráðuneytis/ríkisstjórnar um frekari þróun sendiráðsins í Brussel?


    Starfsemi sendiráðs Íslands í Brussel er skipulögð á sama hátt og annarra sendiráða. Al menn verkstjórn og skipulagning starfs er í höndum sendiherra en honum til aðstoðar eru embættismenn og ritarar. EES-samningurinn felur í sér verulega fundasókn og erindisrekstur á fagsviði einstakra ráðuneyta og hefur því verið valin sú leið að senda til starfa í sendiráð inu í Brussel fulltrúa fagráðuneyta. Sú er reyndar raunin hjá sendiráðum flestra annarra ríkja í Brussel sem eiga umtalsverð samskipti við Evrópusambandið.
    Eftirtaldir starfsmenn vinna í sendiráðinu. Fyrir aftan nafn hvers starfsmanns er tilgreint það ráðuneyti sem greiðir honum laun og annan kostnað, ef kostnaður skiptist á fleiri en eitt ráðuneyti eru bæði tilgreind.
    Gunnar Snorri Gunnarsson sendiherra, utanríkisráðuneytið,
    Grétar Már Sigurðsson sendifulltrúi, utanríkisráðuneytið,
    Jóhann R. Benediktsson sendiráðunautur, utanríkisráðuneytið,
    Finnbogi Rútur Arnarson sendiráðunautur, utanríkisráðuneytið,
    Jóna Gróa Valdimarsdóttir sendiráðsfulltrúi, utanríkisráðuneytið,
    Helga Þórarinsdóttir skjalavörður, utanríkisráðuneytið,
    Isabelle Parent ritari, utanríkisráðuneytið,
    Barbara de Bakker ritari, utanríkisráðuneytið,
    Francis Aquino, bifreiðastjóri og aðstoðarmaður, utanríkisráðuneytið,
    Arndís Steinþórsdóttir, sjávarútvegsráðuneyti,
    Eiríkur Baldursson, menntamálaráðuneyti,
    Hans Guðmundsson, menntamálaráðuneyti,
    Högni S. Kristjánsson, dóms- og kirkjumálaráðuneyti,
    Jóhann Guðmundsson, landbúnaðarráðuneyti/samgönguráðuneyti,
    Maríanna Jónasdóttir, fjármálaráðuneyti,
    Vilborg Hauksdóttir, félagsmálaráðuneyti/heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti,
    Þórir Ibsen, iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti/umhverfisráðuneyti.
    Eins og sjá má er heildarstarfsmannafjöldi 17 manns. Heildarkostnaður utanríkisráðuneyt isins við rekstur sendiráðs Íslands í Brussel árið 1997 var 83,5 millj. kr. Þar er með talinn skrifstofukostnaður vegna starfsmanna annarra ráðuneyta, t.d. skrifstofuhúsnæði, sími, pappír og ritföng, bókhald, símsvörun og skjalavarsla. Laun og annar kostnaður vegna starfs manna annarra ráðuneyta sem ekki er greiddur af utanríkisráðuneytinu er ekki talinn með.
    Mat ráðuneytisins er að byggð hafi verið upp viðunandi starfsaðstaða í Brussel til að sinna hagsmunum Íslands. Öll ráðuneyti eiga þar nú fulltrúa að forsætisráðuneyti frátöldu. Ekki er að svo stöddu gert ráð fyrir fleiri útsendum fulltrúum en í athugun er að bæta við
staðarráðnum ritara í hálfu starfi.