Ferill 387. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1221 – 387. mál.



Svar



forsætisráðherra við fyrirspurn Kristins H. Gunnarssonar um ríkisstofnanir.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hvaða ríkisstofnanir hafa verið lagðar niður síðustu tíu ár og hvenær, í hvaða sveitarfélögum voru þær, hve margir unnu þar, hve margir misstu vinnuna og hverjar voru heildar launagreiðslur síðasta heila rekstrarár?

    Forsætisráðuneytið leitaði til ráðuneytanna um upplýsingar og svör við framangreindum spurningum og byggist svarið á upplýsingum þeirra. Nefna ber að ekki var óskað sérstaklega eftir upplýsingum um fyrirtæki sem seld hafa verið eða breytt hefur verið í hlutafélög á því tímabili sem fyrirspurnin nær til og er þær því ekki að finna í svari þessu. Allar tölur eru á verðlagi viðkomandi árs.

     1.      Forsætisráðuneytið hefur lagt niður þrjár stofnanir á umræddu tímabili:
                  Framkvæmdasjóður Íslands var lagður undir Lánasýslu ríkisins í árslok 1991. Þar störfuðu þá tólf starfsmenn, en fimm þeirra fóru til starfa hjá Lánasýslunni. Launa greiðslur, þar með talin launatengd gjöld og eftirlaun, á starfsárinu 1991 voru 32,7 millj. kr. samkvæmt ársskýrslu, en hluti þess kostnaðar var endurgreiddur af Byggðastofnun sem hlutdeild í sameiginlegum kostnaði.
                  Öryggismálanefnd var lögð niður í árslok 1991. Þar störfuðu tveir starfsmenn í 1 1/ 2 stöðugildi. Launagreiðslur námu 3,1 millj. kr. samkvæmt fjárlögum 1991.
                  Embætti húsameistara ríkisins var lagt niður í árslok 1996. Þar störfuðu 17 starfs menn. Launagreiðslur námu 34,9 millj. kr. samkvæmt fjárlögum 1996.
                  Framangreindar stofnanir höfðu aðsetur í Reykjavík.
     2.      Fjármálaráðuneytið hefur lagt niður eina stofnun á umræddu tímabili:
                  Fjárlaga- og hagsýslustofnun var lögð niður með breytingu á lögum um Stjórnarráð Íslands og sameinuð fjármálaráðuneyti með skipulagi sem fjármálaráðherra staðfesti í aprílbyrjun 1991. Árið 1990 voru unnin þar 14 dagvinnuverk og námu heildarlauna greiðslur 29,6 millj. kr.
     3.      Samgönguráðuneytið hefur lagt niður fimm stofnanir á umræddu tímabili:
                  Fjarskiptaeftirlitið var lagt niður er Póst- og fjarskiptastofnun tók til starfa. Hjá fjar skiptaeftirliti störfuðu tíu starfsmenn sem allir fóru til starfa hjá Póst- og fjarskipta stofnun.
                  Siglingamálastofnun ríkisins, Vitastofnun Íslands og Hafnamálastofnun ríkisins voru lagðar niður er Siglingastofnun Íslands tók til starfa. Hjá þeim stofnunnum sem lagðar voru niður störfuðu alls 101 starfsmaður. Allir nema fjórir réðust til starfa hjá Siglinga stofnun Íslands.
                  Að auki var Skipaútgerð ríkisins lögð niður árið 1992. Síðasta rekstrarárið námu launagreiðslur 225,9 millj. kr. Öll stöðugildi voru aflögð.
     4.      Sjávarútvegsráðuneytið hefur lagt niður eina stofnun á umræddu tímabili:
                  Ríkismat sjávarafurða var lagt niður í árslok 1992, er Fiskistofa tók við verkefnum þess. Starfsmenn stofnunarinnar voru 29 og námu launagreiðslur til þeirra á síðasta starfsári 55 millj. kr. Af 29 starfsmönnum var 13 boðið starf hjá Fiskistofu, en 16 létu af störfum.
     5.      Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti hafa lagt niður þrjár stofnanir á umræddu tímabili:
                  Verðlagsstofnun var lögð niður 1. mars 1993 er Samkeppnistofnun tók við starfsemi hennar. Allir starfsmenn tóku við starfi hjá hinni nýju stofnun.
                  Löggildingarstofan var lögð niður um áramótin 1996–97. Af tólf starfsmönnum voru fimm ráðnir til Löggildingarstofu, þrír til Bifreiðaskoðunar Íslands og þrír hættu störf um. Heildarlaunagreiðslur síðasta starfsárið voru 31,4 millj. kr.
                  Rafmagnseftirlit ríkisins var lagt niður um áramót 1996–97. Af tíu starfsmönnum voru sjö ráðnir til Löggildingarstofu, einn fór á eftirlaun, einn vinnur að sérverkefnum og einn hætti. Heildarlaun á síðasta starfsári stofnunarinnar voru 27 millj. kr.
     6.      Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið hefur enga stofnun lagt niður á umræddu tímabili en nokkrar stofnanir sem áður heyrðu undir ráðuneytið hafa verið fluttar til ann arra ráðuneyta.
     7.      Landbúnaðarráðuneyti hefur sameinað eftirfarandi stofnanir:
                  Búnaðarfélag Íslands var lagt niður og sameinað Stéttarsambandi bænda með lögum nr. 130/1994. Við sameininguna fækkaði störfum um tvö.
                  Sauðfjárveikivarnir voru sameinaðar embætti yfirdýralæknis með gildistöku laga nr. 25/1993. Við sameininguna fækkaði starfsmönnum um einn.
                  Stofnlánadeild landbúnaðarins var lögð niður við stofnun Lánasjóðs landbúnaðarins, en engar breytingar urðu á mannahaldi.
     8.      Félagsmálaráðuneyti hefur lagt niður eina stofnun á umræddu tímabili:
                  Unglingaheimili ríkisins var lagt niður 1995 og við verkefnum stofnunarinnar tók Barnaverndarstofa. Öllum starfsmönnum var boðin áframhaldandi ráðning. Heildar launagreiðslur síðasta heila starfsár stofnunarinnar voru 116 millj. kr.
     9.      Menntamálaráðuneyti hefur lagt niður þrjár stofnanir á umræddu tímabili, en að auki hafa ýmsar stofnanir verið fluttar til annarra ráðuneyta eða sameinaðar öðrum stofnun um. Dæmi um slíkar stofnanir eru héraðsskólar, húsmæðraskólar og ýmsir sérskólar. Stofnanir sem lagðar hafa verið niður eru eftirfarandi:
                  Héraðsskólinn í Reykholti í Borgarfirði var lagður niður árið 1995. Þar störfuðu 18 starfsmenn og heildarlaunagreiðslur árið 1994 voru um 21 millj. kr.
                  Héraðsskólinn á Núpi í Dýrafirði var lagður niður 1992. Þar störfuðu níu manns. Heildarlaunagreiðslur árið 1991 voru 14,5 millj. kr.
                  Héraðsskólinn í Reykjanesi, Ísafjarðardjúpi, var lagður niður 1991. Þar störfuðu átta manns. Heildarlaunagreiðslur árið 1990 voru um 13 millj. kr.
     10.      Dóms- og kirkjumálaráðuneyti hefur lagt niður eina stofnun á umræddu tímabili:
                  Embætti rannsóknarlögreglu ríkisins var lagt niður með lögum nr. 90/1996. Stöðu gildi hjá stofnuninni færðust til annarra stofnana sem hér segir: 16 til embættis ríkislög reglustjóra, 26 til embættis lögreglustjórans í Reykjavík, tvö til embættis sýslumannsins í Kópavogi og tvö til embættis sýslumannsins í Hafnarfirði.