Ferill 698. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1228 – 698. mál.



Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um álagningu fjármagnstekjuskatts.

Frá Ágústi Einarssyni.



     1.      Hver er skoðun ráðherra á því að bankar og fyrirtæki innheimta af einstaklingum fjármagnstekjuskatt hvenær sem er á árinu, t.d. við greiðslu vaxta eða arðs, og liggja með það fé jafnvel mánuðum saman áður en því er skilað í ríkissjóð þar sem gjalddagi fjár magnstekjuskatts er aðeins einu sinni á ári, þ.e. 15. janúar?
     2.      Hverjar eru áætlaðar tekjur banka og fyrirtækja (og samsvarandi tekjutap ríkissjóðs) af ávöxtun þeirrar staðgreiðslu fjármagnstekna sem þau hafa þannig innheimt?
     3.      Hyggst ráðherra beita sér fyrir lagabreytingu þess efnis að bönkum og fyrirtækjum beri að skila strax í ríkissjóð innheimtum fjármagnstekjuskatti eins og gildir um önnur opin ber gjöld?