Ferill 378. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1243 – 378. mál.



Nefndarálit



um till. til þál. um vegáætlun fyrir árin 1998–2002.

Frá meiri hluta samgöngunefndar.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Helga Hallgrímsson, Hannes Má Sigurðsson, Jón Rögnvaldsson, Gunnar Gunnarsson og Eymund Runólfsson frá Vegagerð inni.
    Umsagnir bárust nefndinni frá heilsugæslustöðinni í Ólafsvík, samgönguráðuneytinu, Vegagerðinni, Súðavíkurhreppi, Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga, sveitarstjóra Dala byggðar, bæjarstjóra Mosfellsbæjar, bæjarstjóra Akureyrar, sveitarstjóra Öxarfjarðarhrepps, bæjarstjóra Kópavogs, borgarstjóranum í Reykjavík og oddvita Lýtingsstaðahrepps.
    Að þessu sinni eru tvær áætlanir til afgreiðslu samhliða, þ.e. tillaga um vegáætlun 1998–2002 og tillaga um langtímaáætlun í vegagerð 1999–2010. Vegáætlunin tekur til fyrsta tíma bils langtímaáætlunar auk ársins 1998. Tillögurnar skarast þar með og þarf að líta á þær sem eina heild.
    Í þessum tillögum er gert ráð fyrir mjög auknu fé til stórverkefna. Starfshættir við af greiðslu tillögu um vegáætlun hafa tekið mið af þessu, en hafa að öðru leyti verið hefðbundn ir. Þingmenn kjördæma hafa unnið að skiptingu framkvæmdafjár til almennra verkefna á stofnbrautum svo og til tengivega, auk þess sem þeir hafa yfirfarið tillögur um stórverkefni sem snerta viðkomandi kjördæmi.
    Skipting fjár til tengivega milli kjördæma er óbreytt frá því sem var, en fé til almennra verkefna á stofnvegum skiptist jafnt á öll kjördæmi utan höfuðborgarsvæðisins.
    Verðlag í breytingartillögum er óbreytt fyrir árið 1998. Síðari árin er áætlað verðlag árs ins 1999 lagt til grundvallar. Hækkun 1998–99 er áætluð 3,2% og er það í samræmi við mat Þjóðhagsstofnunar.
    Þrjár breytingar eru gerðar á tekjuhlið áætlunarinnar. Endurgreiðslur á þungaskatti (styrk ir) til sérleyfishafa eru nú færðar inn í vegáætlun í fyrsta sinn. Tekjur og gjöld hækka af þessum sökum um 20 m.kr. á ári. Þessi liður hlýtur að koma til endurskoðunar þegar kemur að upptöku olíugjalds í stað þungaskatts. Þá eru tekjur hækkaðar um 80 m.kr. árið 1999 og helst sú hækkun út tímabilið. Þykir óhætt að hækka tekjuáætlunina sem þessu nemur miðað við horfur í atvinnu- og efnahagslífi landsins. Loks er afborgunartími lána vegna Hval fjarðartenginga lengdur úr fimm árum í tíu ár og lækka því afborganir úr 80 m.kr. í 40 m.kr., á ári.
    Gjaldahlið áætlunarinnar tekur einnig breytingum. Endurgreiðsla til sérleyfishafa er felld undir liðinn 2.1.1. Skrifstofukostnaður o.fl. og hækkar hann sem þessu nemur. Hinar auknu tekjur, 80 m.kr. á ári, eru settar í nýjan lið 2.3.4. Ferðamannaleiðir. Skiptist upphæðin jafnt á öll kjördæmi og er gerð grein fyrir því í sundurliðuninni. Afborganir lána vegna Hval fjarðartenginga lækka í 40 m.kr.
    Dæmi eru um að veitt sé fé til stórverkefna af fjárveitingum almennra verkefna og sömu leiðis í hina áttina. Þetta eru fá dæmi og langt innan þeirra marka sem tiltekin voru í tillögu til langtímaáætlunar. Meiri hlutinn gerir ekki athugasemdir við þetta.
    Enn fremur eru dæmi um að fyrirhugað sé að færa fjárveitingar tímabundið milli verkefna. Þetta á einkum við árið 1998 sem bundið er af fyrri áætlun. Með því móti má fá betra sam spil við næstu ár á eftir. Meiri hlutinn gerir ekki heldur athugasemdir við þetta.
    Árið 1998 hefur sérstöðu í áætluninni. Því ræður gildandi vegáætlun sem helst að mestu óbreytt. Einstöku tilfærslur eru þó gerðar í sundurliðun ársins. Kerfisbreytingin hefst síðan 1999 og setur hún mark sitt á tekju- og gjaldahlið áætlunarinnar svo og sundurliðunina. Verður þá sundurliðunin mun einfaldari, verkefnaflokkum fækkar og áætlunin verður öll yfir litsbetri.
    Með afgreiðslu langtímaáætlunar og þeim breytingum sem gert er ráð fyrir í vegáætlun er stefnt að því að ná stærri áföngum á aðalleiðum en verið hefur. Meira verður um stærri verkefni sem standa yfir í tvö ár eða lengur. Nauðsynlegt er að skapa sveigjanleika í slíkar framkvæmdir og stuðla þar með að hagstæðari tilboðum en ella væri. Ráðuneyti fjármála og samgangna og Vegagerðin hafa komið sér saman um reglur sem heimila töku lána upp að vissu marki í þessu skyni. Í þessum reglum er miðað við að hámark lána hvers árs sé 15% af fjárveitingum til vega og brúa í vegáætlun næsta árs á eftir. Tilboðum um peningalán um fram 5 m.kr. verður ekki tekið og fjalla reglurnar því fyrst og fremst um verktakalán. Slík lán má einungis taka til verka sem fjármögnuð eru í vegáætlun eða með öðrum hætti samkvæmt ákvörðun Alþingis. Heimilt er að greiða vexti af verktakalánum í samræmi við vaxtakjör rík isins á innlendum lánamarkaði. Vegagerðinni ber að gera grein fyrir áætlaðri heildarupphæð lána í ágúst/september ár hvert. Miðað við reglurnar og þá tillögu að vegáætlun sem fyrir liggur ætti hámark lána að vera um 600 m.kr.
    Meiri hluti nefndarinnar leggur til að tillagan verði samþykkt með breytingum sem lagðar eru til í sérstöku þingskjali.

Alþingi, 22. apríl 1998.



Einar K. Guðfinnsson,


form., frsm.


Magnús Stefánsson.



Jón Kristjánsson.



Kristján Pálsson.

Guðjón Guðmundsson.