Ferill 700. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1262 – 700. mál.



Fyrirspurn



til umhverfisráðherra um magnesíumverksmiðju á Reykjanesi.

Frá Hjörleifi Guttormssyni.



     1.      Hver er staða umhverfisathugana vegna áforma um byggingu magnesíumverksmiðju á Reykjanesi:
       a.      á vegum Skipulagsstofnunar vegna mats á umhverfisáhrifum,
       b.      á vegum Hollustuverndar ríkisins vegna starfsleyfis,
       c.      á vegum Náttúruverndar ríkisins,
       d.      vegna raforkuvirkja,
       e.      vegna efnistöku úr sjó?
     2.      Af hvaða mengunarþáttum þessa iðnaðar þarf einkum að hafa áhyggjur:
       a.      við losun í sjó,
       b.      við losun í andrúmsloft,
       c.      af öðrum ástæðum?
     3.      Telur ráðherra að svigrúm sé til þess að heimila viðbótarlosun gróðurhúsalofttegunda frá orkufrekum iðnaði eins og magnesíumframleiðslu hérlendis miðað við væntanlegar skuldbindingar Íslands samkvæmt Kyoto-bókuninni?


Skriflegt svar óskast.