Ferill 633. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1263 – 633. mál.



Svar



sjávarútvegsráðherra við fyrirspurn Ágústs Einarssonar um sjóð í vörslu sjávarútvegsráðu neytis.

     1.      Hversu mikið fé hefur árlega runnið í sérstakan sjóð í vörslu sjávarútvegsráðuneytis, skv. lögum nr. 37/1992, um sérstakt gjald vegna ólögmæts sjávarafla, en þar er kveðið á um að greiða skuli sérstakt gjald fyrir veiðar, verkun, vinnslu eða viðskipti með ólögmætan sjávarafla sem renni í sjóðinn?

Tafla 1.

Ár

Innheimt fé
Úthlutað úr sjóðnum Rekstrar-
gjöld
1993 79.299.364 66.080.000 402.890
1994 95.609.557 64.908.000 733.471
1995 44.397.870 53.053.500 958.334
1996 36.507.365 53.500.000 2.224.190
1997* 56.917.922 45.200.000 599.859

*Tölur fengnar úr ársreikningum sjóðsins. Endanlegt uppgjör fyrir árið 1997 liggur ekki fyrir. Þessar tölur eru birtar með fyrirvara.

     2.      Hvaða reglur gilda um úthlutanir úr sjóðnum, hver setti þær reglur og hafa þær verið birtar?
    Samkvæmt lögum nr. 37/1992, um sérstakt gjald vegna ólögmæts sjávarafla, skal verja fé úr sjóðnum í þágu hafrannsókna og eftirlits með fiskveiðum eftir nánari ákvörðun sjávar útvegsráðherra. Þessum fyrirmælum hefur verið fylgt.

     3.      Hversu mikið hefur verið úthlutað árlega úr sjóðnum, til hvaða verkefna og hversu mikið til einstakra verkefna?
    Í töflu 1 sést hve miklu hefur verið úthlutað árlega úr sjóðnum. Í töflu 2 er þessum fjár hæðum skipt niður á verkefni. Ef ekki er getið um annað eru þessi verkefni á vegum Hafrann sóknastofnunarinnar. Allar fjárhæðir eru í milljónum króna:

Tafla 2
Tilefni: 1993 Tilefni: 1994 Tilefni:

1995

Rannsóknaáætlun um könnun á útbreiðslu og veiðiþoli ígulkerja 9,00 Útgáfa á riti um íslensku loðnuna 2,10 Ritun fiskveiðisögu N-Atlantshafs 1,50
Sjávarútvegslíkan 4,00 Síldarrannsóknir 7,50 Endurskipulagning á gagnagrunni 4,00
Djúpfiskaleit 20,00 Styrkur til Hafrannsókna stofnunarinnar til hlutafjár kaupa í Sæbýli 5,00 Styrkur til Hafrannsókna stofnunarinnar til hlutafjár kaupa í Máka hf. 1,50
Rannsóknir á hrygningu og þorskklaki 15,00 Ráðstefna um þorsk ásamt útgáfu ráðstefnurits 1,35 Styrkur til Hafrannsókna stofnunarinnar til hlutafjár kaupa í Fiskeldi Eyjafjarð ar 25,00
Vistfræði sjógönguseiða laxa í sjó 3,00 Þorskmerkingar 5,00 Kaup á rafeindamerkjum og merkingartilr. 7,64
Tækjakaup í rs. Bjarna Sæmundsson 5,00 Kaup á tæki vegna dýra svifsrannsókna 2,00 Leiðangur til að kanna út breiðslu úthafskarfa 11,39
Kaup á skipavogum 5,00 Rannsóknir á hrygningu og þorskklaki 20,00 Vestfirskur skelfiskur hf., rannsókn á heilnæmi skel fisksmiða 2,02
Kaup á atómgleypnitæki 2,00 Togararall 5,00
Rannsókn á fóðri lúðu seiða. Samstarfsverkefni HÍ og Lýsis hf. 3,00 Kúfisksrannsóknir 11,26
Styrkur til tölfræðings til að sækja fund hjá ICES 0,08 Þorskmerkingar 5,40
Þorskur hf., tilr. á þorski í Norðfirði 0,30
Tilefni: 1996 Tilefni:

1997

Ritun fiskveiðisögu N-Atl antshafs 1,50 Ritun fiskveiðisögu N-Atlantshafs 0,20
Rannsókn á stærð og útbreiðslu djúpkarfastofnsins utan lögsögu 20,00 Rannsóknir á hrygningu og þorskklaki 20,00
Styrkur til Hafrannsóknastofnunarinnar til hlutafjár kaupa í Fiskeldi Eyjafjarð ar 25,00 Styrkur til Hafrannsókna stofnunarinnar til hlutafjár kaupa í Fiskeldi Eyjafjarð ar 25,00
Styrkur til Hafrannsóknastofnunarinnar til hlutafjár kaupa í Máka hf. 2,00
Rannsóknir á hrygningu og þorskklaki 5,00

     4.      Hver tekur ákvarðanir um úthlutanir úr sjóðnum?
    Senda þarf inn skriflegar umsóknir en endanlegar ákvarðanir um úthlutanir úr sjóðnum eru hjá sjávarútvegsráðherra.

     5.      Hver er árlegur rekstrarkostnaður sjóðsins og hvernig skiptist hann?
    Í töflu 1 má sjá árlegan rekstrarkostnað sjóðsins. Að langmestu leyti er hér um lögfræði kostnað að ræða. Árin 1993 og 1994 er eingöngu lögfræðikostnaður, árið 1995 eru auk lögfræðikostnaðar 37.393 kr. þjónustugjöld til banka, 53.321 kr. árið 1996 og árið 1997 eru auk lögfræðikostnaðar 38.712 kr. í þjónustugjöld til banka og 132.022 kr. fjármagnstekjuskattur. Tölur fyrir árið 1997 eru birtar með fyrirvara þar sem endanlegum frágangi ársreiknings er ekki lokið. Lögfræðikostnaður er nær eingöngu vegna fjárnáms- og skiptakostnaðar.

     6.      Hvernig er háttað endurskoðun sjóðsins?
    Skrifstofa rannsóknastofnana atvinnuveganna sér um bókhald sjóðsins og árlegt uppgjör hans til Ríkisbókhalds eins og hún gerir fyrir þær stofnanir sem hún sér um bókhald fyrir. Ríkisendurskoðun hefur eftirlit með endurskoðun sjóðsins.

     7.      Hversu mikið fé var í sjóðnum um síðustu áramót og hversu mikið fé er í honum nú?
    Um síðustu áramót voru 31.267.864 kr. í sjóðnum. Þann 17. apríl sl. voru 61.657.506 kr. í sjóðnum.

     8.      Hyggst ráðherra beita sér fyrir breytingu á starfsemi sjóðsins?
    Ekki eru fyrirhugaðar breytingar varðandi grundvallarviðfangsefni sjóðsins. Hins vegar er í undirbúningi að setja formlegar reglur um umsóknir til sjóðsins og styrkveitingar úr hon um.