Ferill 602. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1337 – 602. mál.



Svar



viðskiptaráðherra við fyrirspurn Hjálmars Árnasonar um eignir og skuldir heimila.

    Eftirfarandi upplýsingar um eignir og skuldir heimila eru fengnar hjá Seðlabanka Íslands.

     1.      Hvernig hafa eignir, skuldir og hrein eign heimila þróast á árunum 1980–97?
    Um nokkurt árabil hefur Seðlabankinn tekið saman yfirlit um eignir og skuldir heimilanna. Yfirlitið byggist annars vegar á reikningum lánakerfisins og hins vegar á mati á íbúða- og bifreiðaeign landsmanna. Það er ekki tæmandi þar sem með eignum eru ekki taldir eignar hlutir í fyrirtækjum og lausafjármunir (þar með talið innbú) og skuldum heimila við aðila ut an lánakerfisins er sleppt. Ástæðan er sú að upplýsingar um þessa þætti hafa ekki legið fyrir í aðgengilegu formi. Tafla 1 sýnir þróun eigna og skulda heimilanna á árunum 1980–97. Tek ið skal fram að tölur ársins 1997 eru enn bráðabirgðatölur. Þar sést að á þessum tíma hafa eignir heimilanna að meðtöldum lífeyrissjóðum rúmlega tvöfaldast (2,2) en 1,7-faldast að frátöldum lífeyrissjóðum. Á sama tíma hafa skuldir heimilanna nær áttfaldast (7,9). Eins og sést á yfirlitinu um hreina eign heimilanna hafa skuldir aukist umfram eignir án lífeyrissjóða á hverju ári á þessu tímabili. Eiginfjárhlutfallið að meðtöldum lífeyrissjóðum hefur hins veg ar verið nokkuð stöðugt síðan 1995.
    Í framangreindum tölum er ekki talin með hlutafjáreign heimila og lausafjármunir, eins og áður segir. Lauslegt mat á hlutafjáreign heimila bendir til að hún hafi verið um 125 millj arðar kr. í árslok 1996 og er þá byggt á nafnvirði framtalins hlutafjár einstaklinga samkvæmt skattframtölum og markaðsvirði hlutafjár, reiknað út frá hlutfalli nafnverðs og markaðsverðs hlutabréfa á Verðbréfaþingi. Afar lauslegt mat á innbúi í árslok 1996, byggt á upplýsingum um vátryggt innbú og áætlun um óvátryggt innbú, bendir til að það hafi verið á bilinu 300–400 milljarðar kr. og er hér reiknað með 330 milljörðum kr. Sé þessum áætlunum bætt við mat á eignum hér að framan hækkar eiginfjárhlutfall heimilanna 1996 úr 59% án lífeyris sjóða í 73% og úr 70% með lífeyrissjóðum í 78%.


Tafla 1. Efnahagur heimila árin 1980–97.*
Milljarðar króna Magnvísitölur (1980=100) Hundraðshluti (%) af eignum
Eignir alls Eigið fé Eignir alls Eigið fé


Ár
án
lífeyris-
sjóða
með
lífeyris-
sjóðum


Skuldir
án
lífeyris-
sjóða
með
lífeyris-
sjóðum
án
lífeyris-
sjóða
með
lífeyris-
sjóðum


Skuldir
án
lífeyris-
sjóða
með
lífeyris-
sjóðum

Án lífeyrissjóða
Skuldir Eigið fé

Með lífeyrissjóðum
Skuldir Eigið fé
1980 33,2 35,1 2,7 30,4 32,3 100 100 100 100 100 1,8 0,1 105,6 91,7
1981 51,2 54,6 5,0 46,2 49,6 105 106 123 103 104 9,7 90,3 9,1 90,9
1982 90,9 97,5 9,3 81,7 88,2 108 110 142 105 108 10,2 89,8 9,5 90,5
1983 132,6 145,2 18,7 113,9 126,5 109 112 163 104 107 14,1 85,9 12,9 87,1
1984 167,1 184,4 26,3 140,8 158,1 111 116 197 103 108 15,7 84,3 14,2 85,8
1985 220,1 246,8 41,5 178,5 205,2 114 120 226 103 110 18,9 81,1 16,8 83,2
1986 271,8 306,9 55,8 216,0 251,1 120 127 264 106 114 20,5 79,5 18,2 81,8
1987 337,1 387,4 77,0 260,1 310,4 128 137 298 111 122 22,8 77,2 19,9 80,1
1988 431,8 503,7 101,4 330,3 402,3 133 145 328 115 129 23,5 76,5 20,1 79,9
1989 532,5 634,6 135,7 396,8 498,9 137 152 364 115 133 25,5 74,5 21,4 78,6
1990 613,3 738,9 170,7 442,6 568,2 141 159 424 114 135 27,8 72,2 23,1 76,9
1991 670,4 824,4 211,3 459,2 613,1 146 167 486 113 138 31,5 68,5 25,6 74,4
1992 702,5 879,9 237,4 463,4 640,9 150 175 538 112 141 33,8 66,0 27,0 72,8
1993 732,6 937,2 262,8 468,8 673,4 152 181 577 110 145 35,9 64,0 28,0 71,9
1994 751,2 980,9 289,0 459,5 689,2 154 187 628 108 146 38,5 61,2 29,5 70,3
1995 780,9 1.039,0 317,9 464,6 722,7 156 194 680 106 150 40,7 59,5 30,6 69,6
1996 850,6 1.152,6 350,7 499,9 801,9 159 203 731 104 155 41,2 58,8 30,4 69,6
1997 (áætlun) 920,9 1.262,4 385,7 535,2 876,7 167 215 788 106 163 41,9 58,1 30,6 69,4
* Sjá fyrirvara í svari við 1. lið.
     2.      Hvernig skiptust eignir og skuldir heimila árin 1980, 1990, 1995 og 1997?
    Í töflu 2 er sýnd skipting eigna og skulda við lánakerfið fyrrgreind ár í milljónum króna á verðlagi hvers árs ásamt hlutfalli (%) af heild. Gera verður fyrirvara við mat á fjáreignum heimila sem byggist í sumum efnum á áætlunum og ágiskunum. Íbúðaeign er enn stærsti eignaflokkurinn en hefur þó minnkað hlutfallslega á undanförnum árum. Nokkur aukning varð á hlut bifreiða í heildareignum heimila. Mesta athygli vekur mikill og stöðugur vöxtur lífeyrissjóðseignar heimila árin 1980–97, en hún hefur aukist úr 5,3% árið 1980 í 27,1% árið 1997. Aðrar fjáreignir heimila, sem eru innstæður í innlánsstofnunum, skuldabréfaeign og aðrar kröfur á lánakerfið, hafa aukist að vægi úr 12,8% í 19,1% á árunum á árunum 1980–97.
    Skuldir heimilanna eru mestar við húsnæðislánasjóði og hefur hlutdeild þeirra farið vax andi. Skuldir við lífeyrissjóði hafa hins vegar farið hlutfallslega lækkandi á sama tíma og námslánaskuldir eru að verða jafnmiklar og þær.

Tafla 2. Eignir og skuldir heimila árin 1980, 1990, 1995 og 1997.


Milljónir króna Hlutfall af heild
Ár 1980 1990 1995 1997 1980 1990 1995 1997
Eignir:
Bifreiðar 2.038 60.051 73.957 90.479 5,8% 8,1% 7,1% 7,2%
Íbúðir 26.649 422.000 506.763 589.237 76,0% 57,1% 48,8% 46,7%
Fjáreignir án lífeyris sjóða 4.502 131.285 200.154 241.219 12,8% 17,8% 19,3% 19,1%
Lífeyrissjóðir 1.865 125.569 258.090 341.506 5,3% 17,0% 24,8% 27,1%
Eignir alls, með líf eyrissjóðum 35.054 738.905 1.038.964 1.262.441 100,0% 100,0% 100,0% 100,0%
Skuldir:
Innlánsstofnanir 703 37.883 60.575 79.618 25,6% 22,2% 19,2% 20,6%
Húsnæðislánasjóðir 1.044 78.966 180.117 217.163 38,0% 46,3% 57,0% 56,3%
Lífeyrissjóðir 756 27.961 37.609 39.480 27,5% 16,4% 11,9% 10,2%
LÍN 168 22.133 33.597 37.674 6,1% 13,0% 10,6% 9,8%
Tryggingarfélög 75 1.075 4.043 7.948 2,7% 0,6% 1,3% 2,1%
Verðbréfasjóðir 0 2.708 287 115 0,0% 1,6% 0,1% 0,0%
Eignarleigur 0 0 0 3.738 0,0% 0,0% 0,0% 1,0%
Alls 2.746 170.726 316.228 385.736 100,0% 100,0% 100,0% 100,0%

     3.      Hvernig hafa skuldir þróast sem hlutfall af ráðstöfunartekjum á árunum 1980–97?
    Tafla 3 sýnir þróun skulda heimila við lánakerfið sem hlutfall (%) af ráðstöfunartekjum heimila árin 1980–97. Samkvæmt henni hefur hlutfall skulda af ráðstöfunartekjum aukist úr 20,7% árið 1980 í 135,3% 1997.

Tafla 3. Skuldir sem hlutfall af ráðstöfunartekjum heimila árin 1980–97.

Ár % Ár %
1980
20,7
1989
72,6
1981
24,8
1990
80,2
1982
27,8
1991
92,8
1983
41,9
1992
106,6
1984
46,0
1993
117,7
1985
54,2
1994
124,8
1986
54,6
1995
128,9
1987
55,1
1996
133,0
1988
61,8
1997 (áætlun)
135,3

     4.      Hver er hrein eign íslenskra heimila í alþjóðlegu samhengi?
    Það er ýmsum annmörkum bundið að bera saman hreina eign heimila á milli landa, bæði af því að upplýsingar skortir í mörgum tilvikum og þar sem þær eru tiltækar eru skilgreining ar oft mismunandi. Á vegum OECD hefur verið tekið saman yfirlit sem sýnir skuldir og hreina eign heimila sem hlutfall af ráðstöfunartekjum í nokkrum löndum. Þessar tölur eru birtar í töflu 4 ásamt áætlun fyrir Ísland. Tölurnar miðast yfirleitt við árið 1996, nema hrein eign á Ítalíu sem miðast við 1992 og tölur fyrir Japan eru frá 1995. Varðandi hreina eign verður að hafa í huga að hlutafjáreign er alls staðar talin með og bætt hefur verið við áætlun fyrir Ísland, sbr. svar við spurningu 1. Eign í lausamunum og varanlegum neysluvarningi telst með í Bandaríkjunum, Ítalíu, Bretlandi og Kanada og bætt hefur verið við lauslegri áætlun fyrir Ísland. Eignir í lífeyrissjóðum eru taldar með í tilviki Íslands. Ísland hefur hæst hlutfall skulda í töflunni og lægst hlutfall hreinnar eignar að Frakklandi slepptu. Þá verður að hafa í huga að lífeyrissjóðaeign er talin með í tilfelli Íslands en annars konar kerfi er á þeim mál um í Frakklandi og eign í lausamunum er ekki talin með í tölunum fyrir Frakkland. Án líf eyrissjóða verður hlutfallið fyrir Ísland 362%.

Tafla 4. Skuldir og hrein eign í nokkrum löndum.
Hundraðshluti (%) af ráðstöfunartekjum.

Skuldir Hrein eign
Bandaríkin
100 548
Japan
113 663
Frakkland
69 449
Ítalía
34 651
Bretland
109 556
Kanada
109 502
Ísland
133 478
Tölur um hreina eign fyrir Japan eru frá árinu 1995 og Ítalíu frá árinu 1992. Upplýsingar um önnur ríki eru frá árinu 1996. Tölur um skuldir eru frá 1996 nema fyrir Japan frá ár inu 1995.
Heimild: OECD Economic Outlook, desember 1997.