Ferill 109. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1361 – 109. mál.



Nefndarálit



um till. til þál. um aðgerðir til að mæta mismunandi þörfum drengja og stúlkna í grunnskól um.

Frá menntamálanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Ingu Dóru Sigfúsdóttur sem kynnti tillögur jafnréttisnefndar menntamálaráðuneytisins frá nóvember 1997. Umsagnir um málið bárust frá Barnaverndarstofu, Kennarasambandi Íslands, Skrifstofu jafnréttismála, Félagi íslenskra leikskólakennara, Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, Félagi sálfræðinga við skóla, Reyni – ráðgjafastofu, Skólastjórafélagi Íslands, leikskólanum Hjalla og Félagi íslenskra sérkennara.
    Í 1. mgr. tillögugreinarinnar er kveðið á um að Alþingi álykti að fela menntamálaráðherra að skipa nefnd fagfólks í uppeldis- og kennslumálum sem geri tillögur um hvaða uppeldis- og kennsluaðferðum skuli beitt í grunnskólum til að mæta betur mismunandi þörfum drengja og stúlkna þar sem upplýsingar um misvægi í sérfræðiþjónustu, athygli kennara og náms árangri bendi til að úrbóta sé þörf.
    Nefndin ræddi sérstaklega nauðsyn þess að skoða kennaramenntun með tilliti til þessa.
    Í 2. mgr. tillögugreinarinnar er lagt til að nefndin ljúki störfum fyrir vorið 1999 og að störfum hennar verði hagað þannig að tillit verði tekið til tillagna hennar við gerð nýrrar námsskrár fyrir grunnskóla en að endanlegar tillögur verði síðar hluti af námsskrá grunnskól ans.
    Þar sem aðalnámsskrárgerð fyrir næsta skólaár á að ljúka í sumar er það mat nefndarinnar að þessi málsgrein nái ekki tilgangi sínum og sé óþörf.
    Nefndin mælir með samþykkt tillögunnar með eftirfarandi

BREYTINGUM:


     1.      Við 1. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Jafnframt geri nefndin tillögur um viðeigandi breytingar á kennaranámi.
     2.      2. mgr. falli brott.


Alþingi, 27. apríl 1998.



Sigríður A. Þórðardóttir,


form., frsm.


Hjálmar Árnason.



Tómas Ingi Olrich.




Arnbjörg Sveinsdóttir.     


Ólafur Örn Haraldsson.     


Árni Johnsen.     



Svanfríður Jónasdóttir.     


Sigríður Jóhannesdóttir.     


Guðný Guðbjörnsdóttir.