Ferill 716. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1402 – 716. mál.



Skýrsla



samgönguráðherra um framkvæmd vegáætlunar 1997.

(Lögð fyrir Alþingi á 122. löggjafarþingi 1997–98.)



I. FJÁRÖFLUN


    Samkvæmt fjárlögum fyrir 1997 áttu markaðir tekjustofnar til vegagerðar að gefa 7.495 m.kr. og átti Vegagerðin að fá í sinn hlut 7.089 m.kr. Þegar vegáætlun fyrir 1997 var samþykkt á Alþingi var ljóst að þungaskatturinn myndi gefa töluvert meira af sér á tekjuárinu og var sú aukning þá metin á 150 m.kr. Niðurstöðutala vegáætlunar var því 7.239 m.kr.
    Nokkrar breytingar voru síðan gerðar eftir samþykkt vegáætlunar. Bensíngjald var hækkað 1. ágúst og var talið að sú hækkun myndi skila 65 m.kr. á árinu. Endurgreiðslur á þungaskatti til sérleyfishafa lækkuðu nokkuð í kjölfar breytinga á lögum um fjáröflun til vegagerðar. Þessi breyting var talin nema 16 m.kr. Tekjur vegáætlunar voru hækkaðar um þessa upphæð, en talið var að ekki mætti skerða hag sérleyfishafa og var því á móti settur inn gjaldaliður upp á sömu upphæð, sem nefnist „endurgreiðslur til sérleyfishafa“. Þegar niðurstöður voru komnar úr álagningu þriðja tímabils tekjuársins í km-gjaldi þungaskatts varð ljóst að enn var um auknar tekjur að ræða og vegáætlun því hækkuð um 100 m.kr. til viðbótar. Vegáætlun var því alls hækkuð um 181 m.kr., en hækkun frá fjárlögum, sem sett var í fjáraukalög nam hins vegar 331 m.kr.

Samkvæmt
vegáætlun
m.kr.

Rauntekjur
m.kr.
1.1.    Markaðar tekjur :
    1. Bensíngjald
4.885 4.751
    2. Þungaskattur, km-gjald
2.066 2.126
    3. Þungaskattur, árgjald
875 960
7.826 7.837
    Fært í framkvæmdaátak (1.3.1.)
-350 -350
1.2.     Fært í ríkissjóð
-806 -817
-1.156 -1.167
1.3.     Framkvæmdaátak :
    1. Frá mörkuðum tekjustofnum
350 350
    2. Framlag úr ríkissjóði
350 350
    3. Endurgreiðsla lánsfjár í lið 1.3.3.
-50 -50
650 650
Samtals vegáætlun
7.320 7.320
1.4.     Lánsfé:
    1. Lán vegna Skeiðarársands
100 100
Samtals fjárveiting
7.077 7.077

    Innheimtar markaðar tekjur reyndust 11 m.kr. hærri en endurbættar spár höfðu gert ráð fyrir þannig að alls runnu 817 m.kr. af mörkuðum tekjum til ríkissjóðs og munu reiknast með í uppgjöri vegasjóðs við ríkissjóð.
    Nokkur hluti af tekjum Vegagerðarinnar fer í greiðslur beint til ríkissjóðs. Á árinu 1997 er um að ræða afborgun af láni Reykjavíkurborgar 197 m.kr., afborgun og vexti af lánum vegna ferjunnar Herjólfs 175,5 m.kr. auk skerðingar vegna heimildar í 6. grein fjárlaga 12,8 m.kr. eða alls 385,3 m.kr. Í ríkisreikningi er þessi upphæð færð til lækkunar framlags til Vegagerðarinnar og er niðurstöðutalan í ríkisreikningi því 7.034,7 m.kr.

1.1. MARKAÐAR TEKJUR


1.1.0. Bifreiðaeign


    Samkvæmt bráðabirgðatölum frá Skráningarstofunni hf. voru nýskráðar fólksbifreiðar 11.728 á árinu 1997 á móti 9.515 árið áður sem samsvarar 23% aukningu. Á sama tíma voru nýskráðar 136 hópferðabifreiðar á móti 87 árið áður eða um 56% fleiri. Nýskráðar vöru- og sendibifreiðar voru 1.297 á árinu 1997 en voru 1.002 árið áður og er aukningin þar rúm 29%. Endurnýjun bifreiða landsmanna á árinu 1997 var í heild rúm 9%.
    Áframhaldandi aukning er í innflutningi og nýskráningu bifreiða og í töflunni hér að neðan má sjá vaxandi aukningu í bifreiðaeign landsmanna eftir samdráttartímabil á árunum 1990–1994.

Bifreiða-
eign
31.12.95
Nettó
aukning
í %
Bifreiða-
eign
31.12.96
Nettó
aukning
í %
Bifreiða-
eign
31.12.97
Fólksbifreiðar
119.232 4,76 124.909 6,05 132.468
Hópferðabifreiðar
1.295 5,25 1.363 8,80 1.483
Vöru-/sendibifreiðar
14.757 3,41 15.260 5,03 16.027
Samtals
135.284 4,62 141.532 5,97 149.978
                   

1.1.1. Bensíngjald


    Bensínsalan á tekjuárinu nam um það bil 183 m.l. og var um svipaða sölu að ræða og árið áður. Var það nokkru minni sala en gert hafði verið ráð fyrir. Innheimta bensíngjalds skilaði 4.751 m.kr. á tekjuárinu sem var 134 m.kr. minna en reiknað hafði verið með í endurskoðaðri vegáætlun. Má að einhverju leyti rekja minni bensínsölu til aukningar á dísilfólksbifreiðum í landinu, sem hins vegar skilar sér í meiri tekjum af árgjaldi þungaskatts.
    Bensíngjald var hækkað um 4,27% þann 1. ágúst 1997 og er nú 26,60 krónur á lítra af blýlausu bensíni. Sölu blýbensíns var hætt á Íslandi í apríl 1996, en bensíngjald af því hafði verið nokkru hærra en af blýlausu bensíni.
                                  
Byggingar - Bensíngjald
Dagsetning Bensíngjald Hækkun vísitala mætti vera
kr/l % stig kr/l
01.08.97 Blýbensín
28,30 4,27 225,9 32,63
01.08.97 Blýlaust
26,60 4,27 225,9 29,84

    Nokkrar sveiflur voru í bensínverði á árinu. Í ársbyrjun kostaði lítrinn af 95 oct. bensíni 77 kr. frá dælu á bensínstöð með fullri þjónustu. Verðið hækkaði í 77,90 krónur í febrúar, fór síðan lækkandi og var komið niður í 76 krónur í júlí en hækkaði þá nokkuð hratt aftur og fór hæst á árinu í 79,30 krónur í ágúst. Undir lok ársins fór verðið síðan lækkandi aftur og var komið niður í 77,20 krónur um áramótin.
Mismunur í útsöluverði á bensíni virðist helst vera tengdur þeirri þjónustu sem hver einstakur sölustaður veitir og virðist samkeppnin því vera milli einstakra bensínstöðva en ekki olíufélaga. Lítill sem enginn verðmunur er milli olíufélaga á útsöluverði frá dælu á bensínstöð sem veitir fulla þjónustu.

Bensínsala Meðaleyðsla Verð á lítra 31.12. Bensíngjald
Ár m.l lítrar á bifreið 92 oct. 95 oct. 98 oct. Venjulegt Blýlaust
1987 155,7 1.324 33,7 35,4 12,60
1988 164,8 1.321 36,6 38,3 12,60
1989 166,4 1.336 49,9 54,1 19,39 17,74
1990 169,4 1.387 56,8 62,9 20,55 18,80
1991 175,4 1.436 59,4 63,3 66,4 22,25 20,35
1992 179,1 1.474 60,4 63,4 67,5 23,82 21,78
1993 178,4 1.519 64,4 66,9 70,5 23,80 22,40
1994 180,5 1.537 66,8 69,9 73,6 26,41 24,85
1995 179,0 1.510 67,7 70,0 73,5 26,41 24,85
1996 183,0 1.496 77,0 81,7 27,11 25,51
1997 183,5 1.435 77,2 81,9 28,30 26,60
*) Frá 1996 er 98 oct bensín blýlaust

    Meðaleyðsla bensínbifreiða fer enn minnkandi. Bifreiðum fjölgar en ástæðan fyrir minni bensíneyðslu er sjálfsagt samspil af minni akstri á hverja bifreið og sparneytnari vélum í nýrri bifreiðum.

1.1.2.-3. Þungaskattur

    Gjaldskrár þungaskatts voru ekki hækkaðar á árinu. Síðasta hækkun á gjaldskrám var 1. janúar 1996. Innheimtar tekjur af km-gjaldi 1997 námu alls 2.126 m.kr. og af árgjaldi 960 m.kr. Reyndist innheimtan 145 m.kr. meiri en reiknað hafði verið með. Við gerð vegáætlunar fyrir 1997 og síðar við endurskoðun hennar hafði verið reiknað með alls 250 m.kr. í auknum tekjum af þungaskatti en reyndin varð 395 m.kr. Þessi viðbótarinnheimta vegur hins vegar upp á móti minni innheimtu af bensíngjaldi og gott betur.
    Mikill uppgangur hefur verið í efnahagslífinu og á hann án efa stóran þátt í aukinni inn heimtu á kílómetragjaldi þungaskatts. Nú er svo komið að mikill meirihluti vöruflutninga innan lands eru komnir á vegakerfið þannig að aukin umsvif eru fljót að skila sér í auknum tekjum af þungaskatti. Ljóst er þó að þær breytingar sem gerðar voru á lögunum um fjáröflun til vegagerðar á árinu 1996 og aukið eftirlit undanfarin ár er enn að skila auknum tekjum.
    Aukin innheimta í árgjaldi þungaskatts stafar hins vegar aðallega af fjölgun dísilfólksbif reiða og má segja að nokkur tilfærsla hafi orðið frá bensíngjaldi til þungaskatts.
    Gildistöku laga um olíugjald var frestað aftur vorið 1997 og eiga þau nú að taka gildi í ársbyrjun 1999. Þegar þetta er skrifað liggur fyrir Alþingi frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 34/1995 um vörugjald af olíu. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að olíugjaldi verði komið á með litun gjaldfrjálsrar olíu en auk þess verði viðbótargjald lagt á bifreiðir og eftir vagna, sem eru 10 tonn og yfir að leyfðri heildarþyngd. Gjald þetta skal vera í formi kíló metragjalds þar sem sú leið er talin réttlátust bæði með samkeppnissjónarmið í huga og einnig út frá því sjónarmiði að skattbyrði skilvísra greiðenda breytist ekki mikið þegar nýtt kerfi er tekið upp.
    Ljóst er að olíugjaldið eitt og sér getur ekki skilað þeim tekjum, sem þungaskatturinn er að gera í dag, auk þess sem ýmis önnur vandamál fylgja olíugjaldi einu og sér svo sem til flutningur á skattbyrði milli gjaldendahópa og að horfið verður frá þeirri stefnu að vegfar endur greiði í samræmi við það slit, sem þeir valda á vegunum.

1.2. FÆRT Í RÍKISSJÓÐ

    Samkvæmt vegáætlun var gert ráð fyrir 806 m.kr. færslu á mörkuðum tekjum í ríkissjóð. Sú tala endaði í 817 m.kr. vegna aukinnar innheimtu markaðra tekna.

1.3. FRAMKVÆMDAÁTAK

    Til sérstaks framkvæmdaátaks í vegagerð var varið 650 m.kr. eða sömu upphæð og árið áður. Framkvæmdaátakið, sem hófst á árinu 1995, skal standa til ársins 1999. Sem fyrr komu 350 m.kr. sem sérstakt framlag úr ríkissjóði en á móti komu 350 m.kr. frá mörkuðum tekjum. Af þessum samtals 700 m.kr. var 50 m.kr. varið til að greiða niður lán, sem tekið var hjá ríkissjóði 1995 á fyrsta ári framkvæmdaátaksins.

1.4. LÁNSFÉ

    Á árinu tók vegasjóður 100 m.kr. lán hjá ríkissjóði og var andvirðinu varið til endurbygg ingar mannvirkja sem urðu hamfarahlaupinu á Skeiðarársandi að bráð. Lán þetta verður endurgreitt af mörkuðum tekjum á árinu 1999.


II. SKIPTING ÚTGJALDA

    Í eftirfarandi töflu er sýnd skipting útgjalda að upphæð 7.239 m.kr. samkvæmt vegáætlun 1997 með viðbót í samræmi við fjáraukalög 181 m.kr. og lækkun um 13 m.kr. samkvæmt 6. gr. fjárlaga eða samtals 7.407 m.kr.

Vegáætlun Breyting Fjárveiting
(Fjárhæðir í m.kr.)
1997 1997 1997
2.1.
Stjórn og undirbúningur
286 26 312
1.
Skrifstofukostnaður
141 141
2.
Tæknilegur undirbúningur
145 10 155
Endurgreiðslur til sérleyfishafa
16 16
2.2. Viðhald þjóðvega
1.
Almenn þjónusta
875 875
1.
    Sameiginlegt
243     243
2.
    Vegir og vegyfirborð
345     345
3.
    Brýr og önnur vegamannvirki
42     42
4.
Vegmerkingar og vegbúnaður
245     245
2.
Vetrarþjónusta
650 650
3.
Viðhald
1.275 7 1.282
1.
Endurnýjun bundinna slitlaga
516     516
2.
Endurnýjun malarslitlaga
212     212
3.
Styrkingar og endurbætur
278     278
4.
Viðhald brúa og varnargarða
114     114
5.
Öryggisaðgerðir
62 20     82
6.
Vatnaskemmdir
93 -13     80
4.
Þéttbýlisvegir
330 330
2.3. Til nýrra þjóðvega
1.
Stofnvegir
2.534 35 2.569
1.
    Almenn verkefni og bundin slitlög
595     595
Lán til Spalar ehf.
10     10
2.
    Höfuðborgarsvæðið
479     479
3.
    Stórverkefni
560     560
4.
Framkvæmdaátak
650     650
5.
Skeiðarársandur
250 25 275
2.
Tengivegir
335 335
3.
Til brúagerða
147 147
1.
Brýr 10 m og lengri
132     132
2.
Smábrýr
15     15
4.
Girðingar
31 31
2.4.
Til safnvega
170 170
2.5.
Til landsvega
52 52
2.6.
Til styrkvega
25 25
2.7.
Til reiðvega
11 10 21
2.8.
Til tilrauna
68 68
2.9.
Til flóabáta
450 90 540
Samtals
7.239 168     7.407


2.0. VERÐLAGSFORSENDUR OG AFKOMA 1997 OG YFIRLIT
YFIR FJÁRMAGN TIL VEGAMÁLA

    Vegáætlun 1997 var sérstök að því leyti að hún var einungis samin til tveggja ára, 1997 og 1998 og skyldi árið 1998 síðan verða endurskoðað og ný vegáætlun samin á næsta þingi.
    Meðaltalsvísitala vegagerðar fyrir 1997 var áætluð 5350 stig og var þá reiknað með 3,5% hækkun á kostnaði milli ára. Í reynd varð meðaltalsvísitalan 5466 stig eða rúmum 2% hærri en áætlunin. Hækkun vísitölunnar milli ára varð því um 5,8%. Á sama tíma hækkaði bygg ingarvísitala um 4,7% þannig að kostnaður við vegagerð hefur hækkað nokkuð meira en byggingarkostnaður almennt.
    Markaðir tekjustofnar til vegagerðar halda áfram að skila auknum tekjum. Við gerð fjár laga fyrir 1997 var áætlað að tekjur af þeim næmu alls 7.495 m.kr. Við gerð vegáætlunar var þessi áætlun hækkuð um 150 m.kr. þ.e. 7.645 m.kr. Endanleg innheimta 1997 reyndist hins vegar vera 7.837 m.kr. þ.e. 342 m.kr. eða 4,6% meiri en upphaflega var gert ráð fyrir í fjár lögum. Af mörkuðum tekjum runnu hins vegar 817 m.kr. í ríkissjóð.
    Auk markaðra tekna fékk Vegagerðin 350 m.kr. sérstakt framlag úr ríkissjóði eins og undanfarin ár vegna framkvæmdaátaks. Nettó lántaka hjá ríkissjóði var 50 m.kr. þ.e. 100 m.kr. lán var tekið vegna framkvæmda á Skeiðarársandi, en lán sem tekið var 1995 vegna framkvæmdaátaks var greitt niður um 50 m.kr.
    Vegagerðin fékk því alls til ráðstöfunar 7.420 m.kr. sem er svipuð upphæð að raungildi og 1996, en heldur lægri en framkvæmdaárin 1993–95.
    Lausafjárstaða Vegagerðarinnar í árslok var óvenjugóð. Stafaði það einkum af því Vega gerðin fékk bætur úr Viðlagatryggingu vegna tjónsins, sem varð á brúnum yfir Skeiðará og Gígjukvísl en kostnaður fellur að stórum hluta ekki til fyrr en á árinu 1998. Taka vinnulána var því með allra minnsta móti.
    Yfirleitt má segja að árið 1997 hafi verið nokkuð gott fyrir Vegagerðina. Kostnaður við vetrarþjónustu var yfir meðallagi en ekki var um nein stór áföll að ræða.
    Í súluritinu hér að neðan koma fram framlög til vegamála í m.kr. á verðlagi 1997 á árunum 1964 til 1997.

(Súlurit, 1/2 bls., myndað.)


    Hér að neðan má sjá framlög til vegamála sem hlutfall af þjóðarframleiðslu á árunum 1964 til 1997. Miðað er við endurskoðaðan grunn þjóðarframleiðslu.

(Súlurit, 1/2 bls., myndað.)



2.1. STJÓRN OG UNDIRBÚNINGUR

2.1.0. Starfsmannahald

    Fastir starfsmenn hjá Vegagerðinni voru 350 um síðustu áramót í 344 stöðugildum en stöðugildi með starfsnúmer eru 355, þannig að óráðið er í 11 stöðugildi. Meðalstarfsmanna fjöldi á árinu 1997 var 395, en var 396 árið 1996. Heildarvinnuframlag á árinu 1997 reiknað í dagvinnustundum nam 534 mannárum og hafði lækkað úr 552 á árinu 1996. Launagreiðslur voru 904 m.kr. á árinu 1997 og launatengd gjöld 114 m.kr.
    Meðfylgjandi yfirlit sýnir fjölda fastra starfsmanna og skiptingu þeirra eftir starfsstéttum og umdæmum.


Reykja-vík Suður-land Reykja-nes Vestur-land Vest firðir Norðurl.vestra Norðurl. eystra Austur land Sam-tals
Yfirstjórn, skrifstofa      19 5 4 4 6 3 3 2 46
Tæknilegur undirbúningur      46 7 7 7 4 5 7 6 89
Vegaeftirlit      8 0 0 0 0 0 0 0 8
Starfsm. áhaldah. skv. lfl. BSRB      8 0 0 0 0 0 1 1 10
Iðnlærðir verkstjórar      1 1 3 1 1 2 1 1 11
Verkstjórar      1 6 6 8 7 3 11 8 50
Iðnaðarmenn      1 3 5 5 2 4 6 5 31
Vélamenn      5 5 12 13 13 6 9 9 72
Verkamenn      2 3 2 6 2 2 6 2 25
Ráðskonur, matreiðslumenn      1 1 0 1 1 1 1 2 8
Fastir starfsmenn í desember 1997 92 31 39 45 36 26 45 36 350
Fastir starfsmenn í desember 1996 90 33 39 42 35 25 46 37 347
Fastir starfsmenn í desember 1995 86 34 39 43 37 26 46 35 346
Fastir starfsmenn í desember 1994 88 34 34 43 38 25 44 35 341
Fastir starfsmenn í desember 1993 86 35 32 44 35 27 46 33 338
Fastir starfsmenn í desember 1992 89 37 32 44 34 27 42 35 340
Fastir starfsmenn í desember 1991 94 33 28 44 33 29 45 34 340
Fastir starfsmenn í desember 1990 104 33 21 42 35 28 46 33 342
Fastir starfsmenn í desember 1989 106 30 24 43 34 27 47 34 345
Fastir starfsmenn í desember 1988 116 31 17 40 32 29 45 35 345
Fastir starfsmenn í desember 1987 117 31 19 44 32 30 45 40 358
Fastir starfsmenn í desember 1986 123 32 18 46 32 29 48 43 371


2.1.1. Skrifstofukostnaður

    Fjárveiting í vegáætlun var 141 m.kr.
    Til þess liðar telst eftirfarandi starfsemi: Yfirstjórn Vegagerðarinnar og stjórnsýslusvið, sem nær yfir fjárreiðudeild, hagdeild og lögfræði- og starfsmannahald.

2.1.2. Tæknilegur undirbúningur

    Fjárveiting í vegáætlun var 145 m.kr. Auk þess var 10 m.kr. fjárveiting af fjáraukalögum 1997 til tæknilegs undirbúnings og 16 m.kr. til endurgreiðslu á þungaskatti til sérleyfishafa fólksflutninga.
    Tæknisvið í Reykjavík nær yfir áætlanadeild, framkvæmdadeild, rekstrardeild, tölvudeild og þjónustudeild. Á tæknisviði fer fram hönnun brúa og aðstoð við umdæmi í veghönnun. Unnið er úr umferðartalningum og slysaskýrslum og tillögur gerðar um úrbætur á hættulegum stöðum á vegakerfinu. Haldið er utan um alla skráningu í viðhaldi og þjónustu, vinnubrögð samræmd og fjárveitingum til viðhalds og þjónustu skipt milli umdæma og þjónustusvæða. Miðlun upplýsinga til vegfarenda og almennings er sífellt mikilvægari og er henni stjórnað frá Reykjavík í samvinnu við umdæmin. Haft er eftirlit með ásþunga bifreiða, þungaskatti og ökuritum. Tölvuþjónusta er rekin í Reykjavík fyrir allar umdæmisskrifstofur og þjónustu stöðvar Vegagerðarinnar. Á tæknisviði er umsjón með rekstri vélakosts Vegagerðarinnar í samvinnu við umdæmi og rekin birgðastöð fyrir allt landið. Starfsmenn tæknisviðs vinna auk þess að ýmsum tilrauna- og rannsóknarverkefnum í samvinnu við rannsókna- og þróunardeild Vegagerðarinnar. Sé unnið við ákveðna framkvæmd sem hefur fjárveitingu í vegáætlun er kostnaður færður á verkið en ef vinnan tengist ekki ákveðnu verkefni er hún greidd af þessum lið.
    Haldið var við skrám um þjóðvegi og lengd þeirra, en samkvæmt vegalögum er þeim skipt í fjóra flokka, stofnvegi, tengivegi, safnvegi og landsvegi. Í eftirfarandi töflu má sjá lengd þjóðvega samkvæmt þeirri flokkun þann 1. janúar 1997.

Umdæmi Stofnvegir, km Tengivegir, km Safnvegir, km Landsvegir, km Samtals
Suðurland
618 993 509 750 2.870
Reykjanes
299 172 61 43 575
Vesturland
588 707 399 171 1.865
Vestfirðir
793 373 269 109 1.544
Norðurland vestra
410 631 366 220 1.627
Norðurland eystra
677 517 367 532 2.093
Austurland
921 481 369 346 2.117
Samtals 4.306 3.874 2.340 2.171 12.691

    Á tæknisviði er haldið við skrám um umferð á þjóðvegum landsins og upplýsingum um slys á þjóðvegum, sem gerð er lögregluskýrsla um. Niðurstöður um slys eru birt í sérstakri skýrslu. Einnig er haldið við skrám um lengd vega með bundnu slitlagi. Í árslok 1997 voru stofn- og tengivegir með bundnu slitlagi 3.305 km, og hafa því lengst um 129 km frá árinu áður. Frá árinu 1995 eru þjóðvegir í kaupstöðum og kauptúnum taldir með stofn- og tengivegum.

(Súlurit, 1/2 bls., myndað.)

    Á síðunum hér á eftir er miðað við umferð á vegum landsins árið 1995. Vakin er athygli á því að frá árinu 1995 eru þjóðvegir í kaupstöðum og kauptúnum taldir með stofn- og tengivegum. Umferð á þessum vegum er mun meiri en annars staðar á vegum landsins og er sú viðbót sýnd sérstaklega árið 1994.

(Línurit, 1/2 bls., myndað.)


    Í eftirfarandi töflu er sýnd lengd stofn- og tengivega flokkuð eftir sumardagsumferð (júní–september). Gerður er greinarmunur á vegum með bundnu slitlagi og vegum með malarslitlagi. Einnig er sýndur fjöldi ekinna km í hverju umdæmi, hvernig þeir skiptast eftir slitlögum og hve stór hluti þeir eru af heildarakstri. Umferð er samkvæmt umferðartalningu 1995, en lengd vega miðað við ársbyrjun 1997. Vakin er athygli á því að vegir sem áður voru þjóðvegir í þéttbýli eru nú samkvæmt vegalögum nr. 45/1994 taldir til stofn- og tengivega.
                   Sumardagsumferð, bílar á dag árið 1995

Ársumferð 1995

Minni 50- 100- 200- 300- 500- 750- 1.000- 1.500- 2.000- 3.000- 5.000- Yfir
en 50 100 200 300 500 750 1.000 1.500 2.000 3.000 5.000 10.000 10.000

% skipting
                   Kílómetrar vega í hverjum umferðarflokki 1997

Umdæmi

Gerð
slitlags

km

km km km km km km km km km km km km Alls
km
Eknir
m.km
Í kjörd.
%
Í landi
%
Suðurland Malar 278 170 298 96 23 11 0 0 0 0 0 0 0 876 23 12 2
Bundið 30 12 55 52 159 160 89 58 23 43 13 36 0 730 172 88 12
Samtals 308 182 353 148 182 171 89 58 23 43 13 36 0 1.606 195 100 14
Reykjanes Malar 10 27 32 19 13 7 5 4 0 2 0 0 0 119 10 1 1
Bundið 10 15 28 7 22 12 0 36 28 30 45 57 61 351 766 99 55
Samtals 20 42 60 26 35 19 5 40 28 32 45 57 61 470 776 100 56
Vesturland Malar 256 264 188 100 52 0 0 0 0 0 0 0 0 860 21 19 2
Bundið 7 1 24 67 104 78 20 46 18 55 18 0 0 438 91 81 6
Samtals 263 265 212 167 156 78 20 46 18 55 18 0 0 1.298 112 100 8
Vestfirðir Malar 218 208 304 43 0 0 0 0 0 0 0 0 0 773 14 33 1
Bundið 4 2 145 147 51 8 9 17 0 8 2 0 0 393 28 67 2
Samtals 222 210 449 190 51 8 9 17 0 8 2 0 0 1.166 42 100 3
Norðurland Malar 301 225 97 42 8 5 0 0 0 0 0 0 0 678 13 17 1
vestra Bundið 0 1 17 27 93 16 67 138 4 0 0 0 0 363 62 83 4
Samtals 301 226 114 69 101 21 67 138 4 0 0 0 0 1.041 75 100 5
Norðurland Malar 178 279 111 123 52 22 0 0 0 0 0 0 0 765 22 20 2
eystra Bundið 1 7 30 56 88 81 33 72 48 9 7 5 0 437 89 80 6
Samtals 179 286 141 179 140 103 33 72 48 9 7 5 0 1.203 111 100 8
Austurland Malar 191 232 267 50 61 9 0 0 0 0 0 0 0 810 22 29 2
Bundið 6 10 46 196 220 76 14 9 7 8 1 0 0 593 53 71 4
Samtals 197 242 313 246 281 85 14 9 7 8 1 0 0 1.403 75 100 6
Samtals Malar 1.432 1.405 1.297 473 209 54 5 4 0 2 0 0 0 4.881 125 10 10
Bundið 58 48 345 552 737 431 232 376 128 153 86 98 61 3.305 1.261 90 90
Alls 1.490 1.453 1.642 1.025 946 485 237 380 128 155 86 98 61 8.186 1.386 100 100




2.2. VIÐHALD ÞJÓÐVEGA

    Í vegáætlun 1997 með síðari breytingum var fjárveiting til viðhalds þjóðvega 3.137 m.kr., og var henni varið til viðhalds og þjónustu á stofn- og tengivegum. Viðhaldi þjóðvega er skipt í almenna þjónustu, vetrarþjónustu, viðhald og þéttbýlisvegi. Sú breyting var gerð á vegalögum (nr. 45/1994), sem tóku gildi við samþykkt vegáætlunar 25. febrúar 1995 að veg ir í kaupstöðum og kauptúnum voru felldir inn í þjóðvegakerfið og fjárveiting til viðhalds og þjónustu þeirra gerð að sérstökum lið undir viðhaldi þjóðvega. Fjárveiting til þéttbýlisvega var 330 m.kr. Við samanburð á þeim töflum og súluritum sem sýnd eru hér á eftir þarf að hafa í huga þá breytingu á vegalögum sem tók gildi á árinu 1995.
    Markmið þjónustu og viðhalds er að stuðla að greiðum samgöngum og varðveita þau verðmæti sem bundin eru í þjóðvegakerfinu. Samkvæmt vegalögum nr. 45/1994 er þjóð vegum skipt í eftirfarandi flokka: stofnvegir, tengivegir, safnvegir og landsvegir. Heildar lengd stofn- og tengivega 1. janúar 1997, var um 8.180 km, og árið 1995 var umferð á þeim um 1.386 milljónir ekinna km (sjá töflu hér að framan). Umferð á safn- og landsvegum er mun minni og eru ekki gerð regluleg umferðartalning á þeim.
    Í súluritinu hér á eftir kemur fram þróun í kostnaði við þjónustu og viðhald þjóðvega frá 1964. Tölurnar eru í m.kr. á verðlagi 1997. Kostnaður vegna viðhalds og þjónustu þjóðvega í þéttbýli er talinn með kostnaði frá árinu 1995.

(Súlurit, 1/2 bls., myndað.)


    Taflan hér á eftir sýnir fjárveitingar og heildarkostnað viðhalds og þjónustu ásamt hlut deild vetrarþjónustu á árunum 1975 til 1997. Upphæðir eru í m.kr. á verðlagi hvers árs. Frá og með árinu 1995 er viðhaldskostnaður þjóðvega í þéttbýli talinn með öðrum viðhaldskostn aði í samræmi við vegáætlun.




    Ár


    Fjárv eiting
í vegáætlun
    m.kr.



Heildarkostnaður
m.kr



Vetrarþjónusta
m.kr

Vetrarþjónusta
sem hlutfall
af heildar-
kostnaði %

    1975
10,49 11,78 3,23 27,4
    1976
13,81 15,04 3,19 21,2
    1977
18,78 19,78 5,00 25,3
    1978
32,20 34,97 8,45 24,2
    1979
52,52 53,84 14,37 26,7
    1980
83,02 81,92 16,75 20,4
    1981
140,06 138,78 42,98 31,0
    1982
220,90 236,90 55,90 23,6
    1983
414,00 425,30 137,10 32,2
    1984
532,30 556,70 156,80 28,2
    1985
691,00 645,20 96,80 15,0
    1986
821,10 777,00 179,10 23,1
    1987
875,00 909,20 141,70 15,6
    1988
1.063,00 1.055,30 248,20 23,5
    1989
1.485,00 1.489,70 526,70 35,4
    1990
1.852,00 1.800,82 594,80 33,0
    1991
1.878,00 1.887,10 393,00 20,8
    1992
2.045,00 2.082,76 466,81 22,4
    1993
2.300,00 2.336,00 587,15 25,1
    1994
2.481,00 2.394,51 582,40 24,31)
    1995
3.052,00 3.275,56 1.020,79 31,2
    1996
2.935,00 3.062,80 614,22 20,1
    1997
3.127,20 3.047,55 804,60 26,4
1) Frá og með 1995 er viðhaldskostnaður þjóðvega í þéttbýli meðtalinn.

    Kostnaður vegna viðhalds og þjónustu á þjóðvegum í þéttbýli var árið 1995 279,4 m.kr. Þar af nam kostnaður vegna vetrarþjónustu í þéttbýli 69,7 m.kr. Árið 1996 var samsvarandi kostnaður 327,9 m.kr. og 85,6 m.kr. og árið 1997 var samsvarandi kostnaður 319,8 m.kr. og 74,5 m.kr.
    Fyrri taflan hér á eftir sýnir skiptingu á kostnaði við viðhald og þjónustu stofn- og tengi vega milli umdæma 1997. Upphæðir eru í m.kr. Akstur er samkvæmt umferðartalningu 1995. Sú breyting var gerð frá og með árinu 1995 að þjóðvegir í þéttbýli eru taldir með í tölum um kostnað, vegalengdir og akstur.

Viðhald og þjónusta

Viðhald og almenn þjónusta




Kjördæmi


Kostnaður árið 1997 m.kr.

Lengd stofn- og tengivega
km
Kostnaður á hvern km
þ.kr.
Akstur 1995
m.kr.
m.km
Kostnaður á ekna
100 km
kr.

Kostnaður alls
m.kr.

Kostnaður á km
þ.kr.
Kostnaður á ekna
100 km
kr.
Suðurland
454,1 1.606 283 195 233 395,5 246 203
Reykjanes
712,0 470 1.515 776 92 569,1 1211 73
Vesturland
374,7 1.298 289 112 335 265,7 205 237
Vestfirðir
404,8 1.166 347 42 964 240,0 206 571
Norðurland vestra
304,4 1.041 292 75 406 227,8 219 304
Norðurland eystra
394,7 1.202 328 111 356 256,8 213 231
Austurland
402,9 1.402 287 75 537 288,2 206 384
Samtals/meðaltal: 3.047,6 8.185 372 1.386 220 2.243,1 274 162

    Í eftirfarandi töflu kemur fram kostnaður við viðhald og almenna þjónustu vega árin 1980–1997 ásamt ýmsum stærðum sem hafa áhrif á viðhaldsþörfina. Fyrir árið 1996 og 1997 eru notaðar umferðartölur ársins 1995. Sú breyting er gerð frá og með árinu 1995 að þjóðvegir í þéttbýli eru taldir með í tölum um kostnað, vegalengdir og akstur.




Ár


Kostnaður m.kr.

Vísitala viðhalds kostnaðar
Kostnaður á verðlagi 1997
m.kr.
Lengd stofn- og tengivega km Kostnaður pr. km á verðlagi 1997

Bílafjöldi
í ársbyrjun
Eknir km á storn- og tengivegum m.km Kostnaður pr. 100 ekna km verðl.1997
1980 65,17 228 1.605 8.409 190,9 90.015 472 340,0
1981 95,80 351 1.533 8.411 182,2 95.606 485 316,0
1982 181,00 570 1.783 8.306 214,1 100.936 500 356,6
1983 288,20 1.064 1.521 8.277 183,8 100.459 485 313,6
1984 399,90 1.198 1.874 8.268 226,7 108.254 524 357,7
1985 548,40 1.595 1.931 8.222 234,8 113.202 586 329,4
1986 597,90 1.825 1.840 8.231 223,5 117.117 606 303,6
1987 767,50 2.285 1.886 8.265 228,2 125.950 726 259,8
1988 807,10 2.890 1.568 8.269 189,6 133.148 774 202,6
1989 963,00 3.538 1.528 8.256 185,1 138.602 795 192,2
1990 1.189,75 4.375 1.527 8.254 185,0 137.778 807 189,2
1991 1.494,10 4.673 1.795 8.249 217,6 134.181 889 201,9
1992 1.615,95 4.758 1.907 8.249 231,2 136.874 896 212,8
1993 1.749,00 4.879 2.013 8.020 251,0 136.148 892 225,7
1994 1.812,11 4.993 2.038 8.023 254,0 131.836 920 221,5
1995 2.254,77 5.172 2.448 8.241 297,0 135.280 1.349 181,5*
1996 2.448,58 5.312 2.588 8.206 315,4 141.530 1.376 188,1
1997 2.242,95 5.615 2.243 8.185 274,0 141.532 1.386 161,8
*) Frá og með árinu 1995 eru þjóðvegir í þéttbýli meðtaldir í tölum um kostnað, vegalengdir og akstur.


    Kostnaður vegna viðhalds og almennrar þjónustu á þjóðvegum í þéttbýli var 228 m.kr. árið 1995, 256 m.kr árið 1996 og 245 m.kr árið 1997.
    Súluritið hér á eftir sýnir þróun í kostnaði við viðhald og almenna þjónustu frá árinu 1964. Kostnaður vegna viðhalds og almennrar þjónustu þéttbýlisvega er talinn með kostnaði frá 1995.


(Súlurit 1/2 bls., myndað.)



    Súluritið hér á eftir sýnir kostnað við viðhald og almenna þjónustu stofnvega og tengivega á hverja ekna 100 km á verðlagi 1997. Vakin er athygli á því að breytingin sem varð á vega lögum 1995 hefur áhrif á þennan samanburð bæði hvað varðar lengd þjóðvega og umferð.


(Súlurit 1/2 bls., myndað.)



2.2.1. Almenn þjónusta

    Verkefni sem tilheyra almennri þjónustu er sú viðhalds- og viðgerðarvinna á vegum, vega mannvirkjum og vegsvæðum sem þarf til að viðhalda því ástandi sem er fyrir og ætla má að þurfi að vera til að uppfylla þau markmið sem sett eru varðandi greiða umferð og almennt umferðaröryggi.
    Fjárveiting til almennrar þjónustu var 875 m.kr. og var skipt í fjóra meginflokka þ.e. til sameiginlegrar þjónustu, til vega og vegyfirborðs, til brúa og annarra vegamannvirkja og til vegmerkinga og vegbúnaðar.

2.2.1.1. Sameiginlegt

    Fjárveiting til þessara verkefna var 243 m.kr. og var henni varið til að greiða stjórnun og ýmis sameiginleg verkefni þ.m.t. hreinsun vegsvæða og kostnað vegna vatnaskemmda o. fl. svo og upplýsingamiðlunar og eftirlits með vegum auk margs annars til að auðvelda um ferðinni að komast leiðar sinnar á öruggan og þægilegan hátt.

2.2.1.2. Vegir og vegyfirborð

    Fjárveiting til vega og vegyfirborðs var 345 m.kr. og voru helstu kostnaðarliðir viðgerðir á tilfallandi skemmdum á slitlögum, lagfæringum á vegöxlum, vegheflun og rykbinding. Innan þessa verkefnaflokks voru einnig unnin ýmis smærri verk eins og viðgerðir á tilfallandi skemmdum vegna aurbleytu, úrrennslis o.þ.h.
    Í eftirfarandi töflu er yfirlit yfir lengd malarvega sem rykbundnir voru 1997 með klór kalsíum, magnesíumklóríð, salti eða sjó. Í töflunni kemur einnig fram lengd malarvega með mikla sumarumferð í hverju umdæmi, annars vegar lengd vega með sumarumferð meiri en 200 bílar á dag og hins vegar lengd vega með sumarumferð meiri en 300 bílar á dag.

    Rykbundnir km *)

Umdæmi

klór-
kalsíum

magnesíum klóríð

úrgangs-
salt

nýtt
salt


sjór


samtals
malarvegir
SDU
> 200
km SDU
>     300
Suðurland
74 0 83 0 15 172 130 34
Reykjanes
37 0 0 5 7 49 50 31
Vesturland
44 0 284 121 161 610 152 52
Vestfirðir
62 0 33 316 281 692 43 0
Norðurland vestra
104 8 106 0 5 223 55 13
Norðurland eystra
79 0 33 228 0 340 197 74
Austurland
120 60 153 155 192 680 120 70
Samtals 520 68 692 825 661 2.766 747 274
*) Hér eru taldir þeir km vegar sem hafa verið rykbundnir á árinu án tillits til þess hve oft hefur verið rykbundið.     

2.2.1.3. Brýr og önnur vegamannvirki

    Fjárveiting til þessa verkefnaflokks var 42 m.kr. og var henni varið til að greiða kostnað við umhirðu, lagfæringar og minni háttar viðgerðir á brúm, stærri vegræsum, vegskálum og varnargörðum.

2.2.1.4. Vegmerkingar og búnaður

    Fjárveiting til vegmerkinga og vegbúnaðar var 245 m.kr. og var henni varið til að greiða lýsingu meðfram vegum, yfirborðsmerkingar á vegum, endurnýjun og viðhald á kantstikum, umferðarmerkjum og vegriðum og gerð og rekstur áningarstaða meðfram vegum.

2.2.2. Vetrarþjónusta

    Fjárveiting í vegáætlun var 650 m.kr. Eftirstöðvar frá fyrra ári voru 68,6 m.kr. Til ráðstöfunar voru því 718,6 m.kr. Veturinn var í meðallagi en kostnaður við vetrarþjónustu var með meira móti. Veldur mestu þar um að reglur um snjómokstur voru endurskoðaðar og þjónusta aukin til muna. Var m.a. tekinn upp daglegur mokstur milli Austurlands og Suð-Vesturlands og þaðan áfram til Húsavíkur. Einnig var mokað daglega til Siglufjarðar, vestur um Snæfellsnes, um Kerlingarskarð og norðanvert Snæfellsnes. Á Vestfjörðum var mokað daglega milli Brjánslækjar, Patreksfjarðar og Bíldudals og einnig milli þéttbýlisstaða á norðanverðum Vestfjörðum. Þá var einnig unnið meira að hálkuvörn en áður.
    Heildarkostnaður við vetrarþjónustu varð 730,1 m.kr. Skuld sem flyst til ársins 1998 er því 11,5 m.kr.
    Eftirfarandi tafla sýnir yfirlit yfir kostnað við vetrarþjónustu á öllu landinu árin 1988–1997 og skiptingu hans á fyrri og síðari hluta árs. Upphæðir eru í m.kr. á verðlagi ársins 1997.


Ár Jan.–júní Okt.–des. Allt árið
1988
328 146 474
1989
628 180 808
1990
570 185 755
1991
275 191 466
1992
327 217 544
1993
390 283 673
1994
362 295 657
1995
855 181 1.036
1996
289 270 559
1997
543 187 730
Meðalkostnaður sl. 10 ára.
670

    Hér að neðan má sjá heildarkostnað við vetrarþjónustu á árunum 1964–1997 í súluriti. Upphæðir eru í m.kr. á verðlagi 1997. Kostnaður vegna vetrarþjónustu þjóðvega í þéttbýli er ekki meðtalinn.

(Súlurit 1/2 bls., myndað.)


    Á töflunni hér á eftir má sjá kostnað við vetrarþjónustu á nokkrum vegarköflum á árinu 1997.


Kaflar
Lengd kafla km Kostnaður
m.kr.
Kostn.á km
þús.kr.
Hellisheiði: Reykjavík – Hveragerði og Þrengslavegur
48 23,9 498
Holtavörðuheiði
37 9,7 262
Fróðárheiði
14 4,4 314
Steingrímsfjarðarheiði
47 9,5 202
Siglufjarðarvegur: Ketilás – Siglufjörður
25 11,2 448
Öxnadalsheiði
25 12,4 496
Dalvík – Ólafsfjörður
18 3,0 167
Mývatns- og Möðrudalsöræfi og Jökuldalur
146 6,8 47
Vopnafjarðarheiði
51 5,4 106
Fjarðarheiði
24 6,1 254
Oddsskarð
23 7,7 335
Vegið meðaltal
219

    Á töflunni hér á eftir má sjá hve lengi ýmsir fjallvegir voru lokaðir vegna snjóa árið 1997.
Einnig kemur fram á hve mörgum dögum ársins var unnið við vetrarþjónustu á viðkomandi fjallvegi.

Vetrarþjónustudagar

..
.
.
    Hlutfall af 365 dögum ..
Jan. Feb. Mars Apr. Maí Júní Júlí Ág. Sept. Okt. Nóv. Des. Alls %
Fróðárheiði
0 3 3 0 0 0 0 0 0 0 0 0 6 2 73
Svínadalur
0 0 1 0 0 0 0 0 0 0 0 0 1 0 43
Klettsháls
18 28 31 16 1 0 0 0 0 0 0 0 94 26 11
Hálfdán
1 1 3 0 0 0 0 0 0 0 0 0 5 1 68
Dynjandisheiði
15 28 31 21 0 0 0 0 0 0 0 4 99 27 13
Hrafnseyrarheiði
19 27 29 20 0 0 0 0 0 0 1 5 101 28 37
Steingrímsfjarðarheiði
2 2 4 0 0 0 0 0 0 0 0 0 8 2 58
Holtavörðuheiði
0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 91
Vatnsskarð nyrðra
0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 64
Siglufjvegur: Fljót–Siglufj.
1 1 1 0 0 0 0 0 0 0 0 0 3 1 59
Lágheiði
27 28 31 29 17 0 0 0 0 0 5 0 137 38 12
Öxnadalsheiði
0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 101
Dalvík – Ólafsfjörður
0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 71
Hólssandur
27 28 31 30 31 0 0 0 0 0 23 7 177 48 5
Öxarfjarðarheiði
25 0 28 30 31 30 18 0 0 0 30 17 209 57 8
Sandvíkurheiði
1 1 1 0 0 0 0 0 0 0 0 0 3 22 31
Vopnafjarðarheiði
4 3 6 0 0 0 0 0 0 0 0 0 13 4 45
Möðrudalsöræfi
2 1 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 3 1 52
Hellisheiði eystri
27 28 31 18 6 0 0 0 1 2 9 4 126 35 20
Vatnsskarð eystra
4 5 2 0 0 0 0 0 0 0 0 0 11 3 39
Fjarðarheiði
0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 111
Oddsskarð
1 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 1 0 116
Breiðdalsheiði
2 6 6 0 0 0 0 0 0 0 0 0 14 4 34


    Takmarkanir á ásþunga vegna aurbleytu á helstu þjóðvegum landsins vorið 1997.

(1 bls. mynduð.)


2.2.3. Viðhald

    Verkefni sem falla undir viðhald vega miða að því að varðveita verðmæti vegarins og hæfni hans til að bera þann umferðarþunga, sem honum er ætlaður. Fjárveiting af vegáætlun með síðari breytingum til viðhalds vega var 1.282 m.kr. og er henni skipt í sex meginflokka, sem eru endurnýjun bundinna slitlaga, endurnýjun malarslitlaga, styrkingar og endurbætur, viðhald brúa og varnargarða, öryggisaðgerðir og vatnaskemmdir.
    Í eftirfarandi töflu kemur fram hvernig viðhaldskostnaður árið 1997 skiptist milli hinna einstöku liða viðhalds og milli umdæma samkvæmt bókhaldi Vegagerðarinnar.




Umdæmi
Endurnýjun bundinna slitlaga
þús. kr.
Endurnýjun malar- og slitlaga
þús. kr.
Styrkingar og endurbætur þús. kr. Viðhald
brúa og varnargarða þús. kr.

Öryggis aðgerðir þús. kr.

Vatna skemmdir þús. kr.


Samtals
þús. kr.
Sameiginlegt
2.397 0 0 3.730 8.224 0 14.351
Suðurland
79.551 49.509 47.171 11.788 40.672 6.461 235.152
Reykjanes
182.058 4.272 18.951 9.833 254 14.720 230.088
Vesturland
59.254 35.704 20.953 3.871 5.216 1.313 126.311
Vestfirðir
28.058 23.650 18.138 5.125 10.529 15.993 101.493
Norðurland vestra
55.135 12.636 27.373 8.821 12.247 2.279 118.491
Norðurland eystra
61.134 14.565 34.749 15.908 312 964 127.632
Austurland
32.651 27.458 46.767 19.291 3.909 1.708 131.784
Samtals
500.238 167.794 214.102 78.367 81.363 43.438 1.085.302

    Samkvæmt reglugerð nr. 325 frá 2. júní 1995 ber Vegagerðinni að greiða helming áætlaðs viðhaldskostnaðar girðinga með stofn- og tengivegum. Í samræmi við hana var af viðhaldsfé greiddur viðhaldskostnaður girðinga að upphæð 13 m. kr.
    Eftirstöðvar af aukafjárveitingu af fjáraukalögum 1996 vegna Grímsvatnahlaups voru 14,3 m.kr. og voru þær notaðar til áframhaldandi uppbyggingar og rannsókna á Skeiðarár sandi.

2.2.3.1. Endurnýjun bundinna slitlaga

    Fjárveiting var 516 m.kr. Lagðir voru 380 km af bundnu slitlagi sem samsvarar um 11,5% af heildarlengd stofn- og tengivega með bundnu slitlagi. Fyrst og fremst er um að ræða endurnýjun á klæðingu, en malbik einungis notað á umferðarmestu vegina í nágrenni við þéttbýli. Endurnýjun bundinna slitlaga skiptist á tegundir og umdæmi eins og fram kemur í eftirfarandi töflu.

Klæðning Malbik Alls
Umdæmi km þ.m2 km þ.m2 km þ.m2
Suðurland
75,1 451 0,3 2 75,4 453
Reykjanes
18,7 112 21,6 130 40,6 242
Vesturland
64,6 387 0,0 0 64,6 387
Vestfirðir
36,4 218 0,0 0 36,4 218
Norðurland vestra
51,2 307 0,0 0 51,2 307
Norðurland eystra
48,5 291 0,0 0 48,5 291
Austurland
62,0 372 1,0 6 63,0 378
Samtals
356,5 2.138 22,9 138 379,7 2.276
Í þessum tölum eru ekki blettanir og hjólfarafyllingar. Allar yfirlagnir hafa verið umreiknaðar í 6 m breið slitlög.

2.2.3.2. Endurnýjun malarslitlaga

    Fjárveiting til endurnýjunar malarslitlaga var 212 m.kr. Lagt var malarslitlag á 528 km af malarvegum. Um er að ræða ný malarslitlög og endurnýjun á eldri slitlögum.
    Í eftirfarandi töflu kemur fram hvernig þetta magn skiptist í unnið og óunnið efni og á milli umdæma.

Óunnið efni Unnið efni Malarburður alls
Umdæmi km m3 km m3 km m3
Suðurland
19 19.000 77 47.000 96 66.000
Reykjanes
0
0 0 0 0 0
Vesturland
40 20.200 78 16.000 118 36.200
Vestfirðir
0 0 42 4.900 42 4.900
Norðurland vestra
0 0 46 13.500 46 13.500
Norðurland eystra
0 0 76 17.100 76 17.100
Austurland
0 0 150 52.900 150 52.900
Samtals
59 39.200 469 151.400 528 190.600

    Vinnsla efnis í slitlög og burðarlög 1997 var eins og fram kemur í eftirfarandi töflu.



Umdæmi
    Fyrir
    malarslitlag
m3
Fyrir
bundið slitlag
m3
Fyrir
burðarlag
m3

Samtals
m3
Suðurland
35.200 10.200 67.213 112.613
Reykjanes
0 0 0 0
Vesturland
27.269 18.419 31.291 76.979
Vestfirðir
22.345 9.537 30.728 62.610
Norðurland vestra
34.012
15.452 12.951 62.415
Norðurland eystra
24.150 10.860 38.700 73.710
Austurland
0 21.138 47.831 68.969
Samtals
142.976 85.606 228.714 457.296

    Hér er eingöngu talið efni sem unnið er fyrir Vegagerðina. Efni sem keypt er í einu eða öðru formi er ekki meðtalið. Vegagerðin hefur sjálf starfrækt eina mulningsvélasamstæðu en rekstri hennar var hætt í árslok.

2.2.3.3. Styrkingar og endurbætur

    Fjárveiting var 278 m.kr. Miklum hluta þess fjár er varið til styrkinga og endurbóta á malarvegum með lítið burðarþol sem þarf að takmarka umferðarþunga á vegna aurbleytu. Veruleg aukning er þó á styrkingum vega með bundnu slitlagi. Á það sérstaklega við um vegi sem endurbættir hafa verið af viðhaldsfé til þess að geta lagt á þá bundið slitlag, elstu vegina með bundnu slitlagi og þar sem þungaumferð er mest.
    Eftirfarandi tafla gefur yfirlit yfir styrkingar vega árið 1997.

Vegir með bundnu slitlagi Malarvegir     Styrkingar alls
Burðarlag
með möl
Bundið
burðarlag
Umdæmi
km
m3 km m3 km m3 km m3
Suðurland
3,6 15.800 8,6 9.500 9,0 13.800 21,2 39.100
Reykjanes
0,0 0 0,0 0 0,0 0 0,0 0
Vesturland
3,4 2.650 0,0 0 0,8 660 4,2 3.310
Vestfirðir
0,0 0 0,0 0 7,5 10.400 7,5 10.400
Norðurland vestra
0,0 0 3,6 3.730 0,0 0 3,6 3.730
Norðurland eystra
5,4 8.640 1,4 1.210 12,2 7.870 19,0 17.720
Austurland
1,0 1.690 0,0 0 34,8 55.430 35,8 57.120
Samtals
13,4 28.780 13,6 14.440 64,3 88.160 91,3 131.380


2.2.3.4. Viðhald brúa og varnargarða

    Fjárveiting var 114 m.kr. Um 16 m.kr. var varið til að endurnýja sjö einbreiðar smábrýr með röraræsum. Viðhaldsfé brúa hefur verið notað til slíkra verkefna undanfarin ár til að minnka slysahættu og auka öryggi vegfarenda. Um 10 m.kr. var varið til rofvarna og lagfæringa og endurbóta á varnargörðum við brýr. Alls var unnið við um 40 smá og stór verkefni á þeim 1305 brúm, sem eru á þjóðvegum landsins. Lengd þessara brúa er samtals um 29 km. Auk þess eru um 150 brýr utan þjóðvega sem margar hverjar gegna hlutverki sem göngubrýr eða eru notaðar sem reiðleiðir. Um 130 brýr á þjóðvegum eru 50 ára eða eldri og mun verulega fjölga í þessum hóp á næstu 20 árum, þar sem tæpur helmingur brúa á landinu var byggður á árunum milli 1950 og 1970.

2.2.3.5. Öryggisaðgerðir

    Fjárveiting í vegáætlun var 62 m.kr. og 20 m.kr. af fjáraukalögum 1997 eða samtals 82 m.kr. Til breikkunar einbreiðra brúa var varið 42 m.kr. og var unnið við tvö verkefni á Hringveginum á Suðurlandi. Um 8 m.kr. var varið til kaupa á hraðamyndavélum og staðsetningartækjum í samvinnu við Umferðarráð og lögreglu, auk vinnu við gerð slysakorta til að greina orsakir slysa. Auk þess var unnið við úrbætur á slysastöðum víðs vegar á landinu. Verkefnin eru af ýmsu tagi sem tengjast auknu öryggi vegfarenda, svo sem uppsetning vegriðs, lagfæringa á blindhæðum og beygjum og lýsingu við vegi á vegamótum og í nágrenni þéttbýlis.

2.2.3.6. Vatnaskemmdir

    Fjárveiting samkvæmt vegáætlun var 93 m.kr., en í samræmi við 6. gr. fjárlaga um skerð ingu á ráðstöfunarfé stofnana vegna markaðsátaks erlendis til að lengja ferðamannatíma hér á landi, var fjárveiting lækkuð um 13 m.kr. Til ráðstöfunar voru því 80 m.kr. Mestur kostnaður varð vegna viðgerða á sjávarrofvörnum á Reykjanesi og á Vestfjörðum, en þar hafa orðið verulegar skemmdir á vegum vegna sjávarflóða. Á Austurlandi voru lagfærðar vatnaskemmdir á Hringveginum við Skriðdalsvatn. Á öðrum stöðum á landinu var um minni háttar viðgerðir að ræða.

2.2.4. Þéttbýlisvegir

    Fjárveiting var 330 m.kr. og var henni varið til að greiða viðhald og þjónustu á þjóðvegum innan þéttbýlisstaða. Samkvæmt 5. gr. vegalaga er vegamálastjóra heimilt að fela öðrum aðilum veghald einstakra vegarkafla að nokkru eða öllu leyti. Samið hefur verið við 56 sveitarfélög um að þau annist þjónustu á þjóðvegum innan þeirra og 5 sveitarfélög annast einnig viðhald þjóðvega. Vegagerðin annaðist sjálf viðhald og þjónustu þjóðvega í öðrum sveitarfélögum.


2.3. NÝIR ÞJÓÐVEGIR
2.3.0. Lán og fjárveitingar til vegaframkvæmda
2.3.0.1. Föst lán til vegaframkvæmda

    Engin föst lán voru tekin til vegaframkvæmda á árinu 1997.

2.3.0.2. Bráðabirgðalán til vegaframkvæmda

    Að venju voru tekin bráðabirgðalán til að hraða eða ljúka ákveðnum framkvæmdum og til að stuðla að hagkvæmum vinnubrögðum. Þó voru lán þessi mun minni en oft áður sökum góðrar fjárhagsstöðu. Lán þessi voru að meiri hluta frá bæjar- og sveitarfélögum eða alls 169,1 m.kr., en 79,4 m.kr. voru í formi vinnulána frá verktökum og 32,5 m.kr. frá öðrum aðilum. Þar af endurlánuðu sveitarfélögin 172,3 m.kr., en 108,6 m.kr. voru ný lán.
    Bráðabirgðalán til stofnvega urðu samtals 82,8 m.kr. og fór mestur hluti þeirra til þver unar Gilsfjarðar í Vestfjarðaumdæmi eða 79,4 m.kr., en 3,4 m.kr. til Hrunamannavegar á Suðurlandi.
    Lán til tengivega urðu samtals 194,8 m.kr. og var mestur hluti þeirra endurlán sveitar félaga til ýmissa vega á Suðurlandi, en einnig lánuðu sveitarfélög til vega á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra.
    Lán til safnvega á Vesturlandi, frá Borgarbyggð, voru í árslok samtals 3,4 m.kr.
    Bráðabirgðalán í árslok voru því samtals 281,0 m.kr. á móti 689,1 m.kr. í árslok árið 1996 og skiptust þannig eftir viðfangsefnum í m.kr.
         
Árslok 1996 Árslok 1997
m.kr. m.kr.
Stofnvegir
464,5 82,8
Tengivegir
221,3 194,8
Safnvegir
3,3 3,4
Samtals
689,1 281,0

Á nokkrum stöðum var fjárvöntun mætt með tímabundnum lánum milli verkefna.

2.3.1. Stofnvegir

    Fjárveitingar til nýrra þjóðvega samkvæmt vegáætlun með síðari breytingum voru 3.082 m.kr. og skiptist upphæðin þannig að til stofnvega fóru 2.569 m.kr., til tengivega 335 m.kr., sérstakar fjárveitingar til brúagerða 147 m.kr og til girðinga 31 m.kr.
    Á súluritinu hér að neðan má sjá heildarframlag til nýbygginga stofnvega, tengivega, brúa og girðinga á árunum 1964–1997. Upphæðir eru á verðlagi 1997.

(Súlurit 1/2 bls., myndað.)

2.3.1.1. Almenn verkefni og bundin slitlög

    Fjárveitingar til almennra verkefna og bundinna slitlaga voru 595 m.kr. og auk þess 10 m.kr. fjárveiting af fjáraukalögum sem lánuð var Speli ehf. til arðgreiðslna samkvæmt samkomulagi Spalar við samgönguráðherra og samkomulagi fjármálaráðherra við Spöl frá árinu 1995. Skipting fjárveitinga á verkefni er sýnd í fskj. 1. Ráðstöfun þessa fjár kemur fram í fskj. 2.

2.3.1.2. Höfuðborgarsvæðið

    Fjárveitingar til vegagerðar á höfuðborgarsvæðinu voru 479 m.kr. og er skipting þeirra sýnd í fskj.1. Ráðstöfun þessa fjár kemur fram í fskj. 2.

2.3.1.3. Stórverkefni

    Fjárveitingar til stórverkefna í vegáætlun voru 560 m.kr. og er skipting þeirra sýnd í fskj. 1. Ráðstöfun þessa fjár kemur fram í fskj. 2.

2.3.1.4. Framkvæmdaátak

    Fjárveitingar til framkvæmdaátaks voru 650 m.kr. og er skipting þeirra sýnd í fskj. 1. Ráðstöfun þessa fjár kemur fram í fskj. 2.

2.3.1.5. Skeiðarársandur

    Fjárveiting til endurbyggingar mannvirkja á Skeiðarársandi var 150 m.kr. Auk þess tók vegasjóður 100 m.kr. lán hjá ríkissjóði og á fjáraukalögum 1997 var veitt 25 m.kr. eða samtals 275 m.kr. Ráðstöfun þessa fjár kemur fram í fskj. 2.


2.3.2. Tengivegir

    Fjárveitingar til tengivega voru 335 m.kr. og er skipting þeirra sýnd í fskj. 1. Ráðstöfun þessa fjár kemur fram í fskj. 2.

2.3.3. Brýr

2.3.3.1. Brýr 10 m og lengri

    Fjárveitingar til brúa 10 m og lengri voru 132 m.kr. í vegáætlun og er skipting þeirra sýnd í fskj. 1. Gerð er grein fyrir byggingu einstakra brúa í fskj. 2.

2.3.3.2. Smábrýr

Fjárveitingar til smábrúa voru 15 m.kr. og var þeim skipt eins og sýnt er í fskj. 1.

2.3.4. Girðingar

    Fjárveitingar til girðinga voru 31 m.kr. Fjárveitingum var varið til að uppfylla kröfur sam-kvæmt lögum um girðingar. Enn er nokkuð óunnið í þeim málum. Í töflunni hér að neðan er yfirlit yfir framkvæmdir við girðingar á árinu 1997 og stöðu þessara mála í árslok.


    Óafgreitt 1.1.97     Afgreitt 1997     Nýjar kröfur     Óafgreitt 1.1.98
Girðingar Ristar Girðingar Ristar Girðingar Ristar Girðingar Ristar
Umdæmi km stk. km stk. km stk. km stk.
Suðurland
48,0 0 16,0 0 12,0 0 44,0 0
Reykjanes
3,3 0 3,3 1 0,0 1 0,0 0
Vesturland
116,2 0 20,6 0 8,8 0 104,4 0
Vestfirðir
2,8 3 0,0 2 0,8 0 3,6 1
Norðurland vestra
21,6 6 15,7 5 14,6 2 20,5 3
Norðurland eystra
114,8 5 3,0 1 6,8 2 118,6 6
Austurland
72,0 5 1,7 8 4,8 3 75,1 0
Samtals
378,7 19 60,3 17 47,8 8 366,2 10

    Unnið var að uppgræðslu fyrir hluta af nýbyggingarfé og sýnir taflan hér að neðan fram-kvæmdir 1997 og stöðu þessa málaflokks í árslok.

F     ramkvæmdir 1997 Ósáð
Sáning Áburðardreifing Samtals 1. jan. 1998
Umdæmi ha. ha. ha. ha.
Suðurland
109 93 202 110
Reykjanes
7 23 30 45
Vesturland
0 42 42 460
Vestfirðir
43 50 93 26
Norðurland vestra
86 0 86 50
Norðurland eystra
119 145 264 518
Austurland
142 120 262 293
Samtals
506 473 979 1.502
    

2.4. SAFNVEGIR

    Fjárveitingar til safnvega voru 170 m.kr og var þeim skipt milli héraðsnefnda eða hliðstæðra aðila í sýslum landsins í samræmi við reglugerð nr. 62/1964 eins og sýnt er í eftirfarandi töflu.

Fjárveiting 1997
í þús.kr.
1.
Héraðsnefnd Vestur-Skaftafellssýslu
7.566
2.
Héraðsnefnd Rangæinga
14.107
3.
Héraðsnefnd Árnessýslu
17.097
4.
Héraðsnefnd á Suðurnesjum
953
5.
Sýsluvegasjóður Kjósarsýslu
3.824
6.
Héraðsnefnd Borgarfjarðarsýslu
7.209
7.
Héraðsnefnd Mýrasýslu
8.724
8.
Vegasamlag Snæfellinga
7.570
9.
Héraðsnefnd Dalasýslu
5.005
10.
Sýslumaðurinn á Patreksfirði, Austur-Barðastrandarsýsla
2.027
11.
Héraðsnefnd Barðstrendinga, Vestur-Barðastrandarsýsla
4.277
12.
Héraðsnefnd Ísafjarðarsýslu
6.717
13.
Héraðsnefnd Strandasýslu
4.620
14.
Héraðsnefnd Vestur-Húnavatnssýslu
6.585
15.
Héraðsnefnd Austur-Húnvavatnssýslu
5.941
16.
Héraðsnefnd Skagfirðinga
13.475
17.
Héraðsnefnd Eyjafjarðar
11.185
18.
Sýslumaðurinn á Húsavík, Suður-Þingeyjarsýsla
10.480
19.
Sýslumaðurinn á Húsavík, Norður-Þingeyjarsýsla
7.252
20.
Héraðsnefnd Múlasýslna
20.936
21.
Héraðsnefnd Austur-Skaftafellssýslu
4.450
Samtals
170.000


2.5. LANDSVEGIR

    Fjárveiting til landsvega var 52 m.kr. og var henni skipt milli umdæma eins og sýnt er í eftirfarandi yfirliti.


Umdæmi
Fjárveiting í þús. kr.
Suðurland
10.000
Reykjanes
500
Vesturland
6.000
Vestfirðir
1.500
Norðurland vestra
14.000
Norðurland eystra
14.000
Austurland
5.500
Óskipt
500
Samtals 52.000

    Hér á eftir er gerð grein fyrir helstu framkvæmdum við landsvegi.

Suðurland
    Fjárveiting til landsvega á Suðurlandi var 10 m.kr. Boðin var út færsla Sprengisandsleiðar (F26) um Hrauneyjarfossvirkjun, sem frestað var 1996. Lagður var 4,2 km langur vegur með malarslitlagi. Verktaki var Höttur sf., Fjarðarhorni. Fjárveitingum var að öðru leyti varið til viðhalds og þjónustu landsvega.

Reykjanes
    Fjárveiting til landsvega á Reykjanesi var 0,5 m.kr. var henni varið til viðhalds og þjónustu landsvega.

Vesturland
    Fjárveiting til landsvega á Vesturlandi var 6 m.kr. Unnið var við endurbætur á 3 km löngum kafla á Arnarvatnsvegi (F578) sunnan Norðlingafljóts og einnig voru hækkaðir upp úr snjó nokkrir kaflar á Kaldadalsvegi (F550). Að öðru leyti var fjárveitingu varið til viðhalds og þjónustu landsvega.

Vestfirðir
    Fjárveiting til landsvega á Vestfjörðum var 1,5 m.kr. var henni varið til viðhalds og þjónustu landsvega.

Norðurland vestra
    Fjárveiting til landsvega á Norðurlandi vestra var 14 m.kr. Byggður var upp 8,5 km langur kafli á Kjalvegi (F35) um Arnarbæli. Verktaki var Nesey ehf., Gnúpverjahreppi. Að öðru leyti var fjárveitingu varið til viðhalds og þjónustu landsvega.

Norðurland eystra
    Fjárveiting til landsvega á Norðurlandi eystra var 14 m.kr. Endurbyggður var 0,5 km langur kafli á Hlíðarfjallsvegi (837) og lagt á hann bundið slitlag. Verktaki var Hafnarverk ehf., Akureyri. Lagt var bundið slitlag á Dimmuborgaveg (884). Að öðru leyti var fjárveit ingu varið til viðhalds og þjónustu landsvega.

Austurland
    Fjárveiting til landsvega á Austurlandi var 5,5 m.kr. Endurbættur var kafli á Loðmundar-fjarðarvegi (946). Að öðru leyti var fjárveitingu varið til viðhalds og þjónustu landsvega.


2.6. STYRKVEGIR

    Fjárveiting til styrkvega var 25 m.kr. og var henni varið til eftirfarandi framkvæmda flokka.

Framkvæmdaflokkur Fjárveiting í þús. kr.
Götur í þéttbýli
6.100
Vegir yfir fjöll og heiðar
7.000
Annað
11.150
Geymt frá fyrra ári
-102
Óskipt
852
Samtals
25.000


2.7. REIÐVEGIR

    Fjárveiting í vegáætlun var 11 m.kr. og skipti Landssamband hestamannafélaga þeirri fjárhæð á eftirfarandi hátt. Auk þess var fjárveiting á fjáraukalögum 1997 til reiðvega í Eyjafirði að upphæð 10 m.kr. Fjárveiting til reiðvega nam því samtals 21 m.kr.


Fjárveiting 1996 þús.kr.
1.
Hestamannafélögin á höfuðborgarsvæðinu
2.700
2.
Hestamannafélagið Dreyri, Akranesi og nágrenni
400
3.
Hestamannafélagið Faxi, Borgarfirði
400
4.
Hestamannafélagið Skuggi, Borgarnesi
350
5.
Hestamannafélagið Snæfellingur
700
6.
Hestamannafélagið Glaður, Dalasýslu
600
7.
Hestamannafélagið Stormur, Vestfjörðum
500
8.
Hestamannafélagið Neisti, Austur-Húnavatnssýslu
350
9.
Hestamannafélagið Snarfari, Skagaströnd
310
10.
Hestamannafélagið Stígandi, Skagafirði
140
11.
Hestamannafélagið Léttfeti, Sauðárkróki
700
12.
Hestamannafélagið Léttir, Funi, Akureyri og Eyjafirði
1.500
13.
Hestamannafélagið Grani, Húsavík
250
14.
Hestamannafélagið Snæfaxi, Þistilfirði
500
15.
Hestamannafélagið Kópur, Vestur-Skaftafellssýslu
300
16.
Hestamannafélagið Trausti, Laugardal og Grímsnesi
500
17.
Hestamannafélagið Smári, Hreppum
400
18.
Hestamannafélagið Sleipnir, Selfossi og nágrenni
400
Samtals:
11.000
Fjárveiting á fjáraukalögum 1997 til reiðvega í Eyjafirði
10.000
Samtals: 21.000


2.8. TILRAUNIR

    Með vegalögum sem samþykkt voru 1994 var tvöfaldað það fjármagn sem verja skal til rannsókna og tilrauna í vegagerð. Það er nú 1% af mörkuðum tekjum sem renna til vega gerðar, og árið 1997 nam fjárveitingin 68 m.kr.
    Hér á eftir eru taldir upp þeir verkefnaflokkar sem unnið var að á árinu og helstu verk efnin:
    
    Steinefni, burðarlög og slitlög
         Eiginleikar og gæði steinefna
         Berggreining – endurbætur á aðferð
         Berggerð og kornalögun
         Niðurbrot steinefna vegna álags
         Veðrunarþol malbiks
         Efnisvinnsla, verktækni/þekking
         Aflfræðilegir eiginleikar bundinna slitlaga
         Bikfestun burðarlaga
         Endurskoðun verklýsinga varðandi burðarlög
         Athugun burðarlagi í götum í og við Reykjavík
         Hellu- og steinlagnir í vega- og gatnagerð
         Sementsfestun efra burðarlags
         Hágæðamalbik
         Steinkast úr klæðingum
         Klæðingar með bikþeytum
         Ákvörðun bindiefnismagns í klæðingu
         Hjólfarafylling undir klæðingu
         Klæðingar á vegi með mikilli umferð
         Drenmalbik
         Hálkuvarið malbik
         Viðhaldsaðferðir
         Úttekt á stöðu nagladekkjamála
    Vegyfirborð
         Tilraunir með ný vegmerkingarefni
         Samnorræn tilraun með termoplast endurskinsefni
         GPS-stýrisbúnaður fyrir vegmálningu
         Tilraunir með saltpækil o.fl. í rykbindingu
         Prófanir á efnum og búnaði við hálkuvarnir
    Brýr og steinsteypa
         Steypurannsóknir
         Steypa í sjó
         Hönnun göngubrúa – sveiflur og sveifluáhrif
         Brúargólf úr vikureiningum
         Jarðskjálftamælingar í brúm
    Vatnafar og jöklar
         Mælingar á botni sjávar framan við Jökulsárlón
         Mælingar á vatnshæð í Jökulsárlóni
         Rannsóknir á flóðum vatnsfalla
         Aurburðarrannsóknir
         Vatnafar í Landbroti og Meðallandi
         Grímsvatnahlaup og afleiðingar þess
         Þróun efnavöktunarkerfis til varnar mannvirkjum við flóð
         Framburður í jökulhlaupum (Gígjukvísl)
         Skráning snjóflóða á vegum
         Snjóflóðaviðvaranir
    Samgöngu- og umferðarrannsóknir
         Flutningamagn á vegakerfinu
         Þróun umferðarteljara
         Öryggi við gatnamót
         Stefnumörkun umferðarmála í borgum
    Umhverfisverkefni
         Mat á loftmengun
         Mengun meðfram þjóðvegum
         Sáningartilraunir
         Námur – efnisgæði og umhverfi
         Streymi olíuefna úr klæðingum
         Klæðing með lágu „white spirit“ innihaldi
         Klæðingar með umhverfisvænna leysiefni
    Tæki og búnaður
         Rafgirðingar
         Harðkornadekk
         EE-hjólbarðanaglar
         Tæki til mælinga á birtueiginleikum yfirborðsmerkinga
         Hálkuspárkerfi
         Vigtunarbúnaður í vegum (umferðargreinir)
         Vegskálar úr stálrörum
         Búnaður til endurvinnslu á plaststikum í snjógirðingar
         Dýnamískt þríásatæki
         GPS mælitækni
    Ýmis verkefni
         Ysjun í setlögum við brýr og vegi
         Athugun á stæðni hárra fyllinga
         Þróun námukerfis Vegagerðarinnar
         Jarðsig á Siglufjarðarvegi
         Mýrdalssandur – loftmyndataka og kortagerð
         Erlent rannsóknarsamstarf
         Kynningarstarf

    Mörg þau verkefni sem nú eru í gangi, eru langtímaverkefni þar sem unnið er að mæling um og söfnun upplýsinga um ýmis atriði. Einna mest er umfang ýmiss konar rannsókna á steinefnum, burðarlögum og slitlögum, en þeim verkefnum hefur verið komið fyrir sem einu stóru hópverkefni (nefnist BUSL). Að því starfi koma einnig Reykjavíkurborg, Rannsókna stofnun byggingariðnaðarins og Háskóli Íslands. Hafið er erlent samstarf um rannsóknir og tilraunir í vegagerð með ýmsum þjóðum í Evrópu.

2.9 FLÓABÁTAR

    Samkvæmt vegáætlun fyrir 1997 var fjárveiting til þessa liðar 450 m.kr. Hafði þá, eins og undanfarin 2 ár verið gert ráð fyrir frestun afborgana af ferjulánum að upphæð 100 m.kr. Þar sem innheimta markaðra tekna varð mun meiri en áætlað var í fyrstu var hluta viðbótar fjármagnsins varið til þessa liðar og var hann hækkaður um 90 m.kr. Af þessari viðbót var 70 m.kr. varið til að greiða niður lán, en 20 m.kr. eru ætlaðar til smíði nýrrar Hríseyjarferju.
    Ríkisstyrktar ferjur eru sem fyrr 7 talsins, en auk þess er greiddur af þessum lið styrkur vegna vetrarsamgangna við Norðurfjörð á Ströndum. Rekstrarsamningar eru í gildi milli Vegagerðarinnar og allra þeirra aðila sem reka ferjur. Enn þá hefur aðeins ein ferjuleið verið boðin út, þ.e. Grímseyjarferja en Vegagerðin stefnir að frekari útboðum í náinni framtíð.
    Áfram var haldið á þeirri braut að aðskilja eignarhald ferjanna og rekstur þeirra. Á undanförnum árum hefur ríkið yfirtekið eignarhald á Grímseyjarferjunni Sæfara og Vest mannaeyjaferjunni Herjólfi. Á árinu bættist síðan Breiðafjarðarferjan Baldur í hópinn.
    Samkvæmt vegalögum ber einungis að styrkja ferjurekstur til staða, sem ekki eru í vega sambandi allt árið um kring. Þetta ákvæði snertir rekstur tveggja ferja, annars vegar Akra borgarinnar og hins vegar Djúpbátsins Fagraness. Styrkjum til Akraborgarinnar verður hætt um mitt ár 1998, en þá er stefnt að því að Hvalfjarðargöng verði opnuð.
    Djúpbáturinn hefur lengi notið opinberra styrkja. Samkvæmt vegalögum á Vegagerðin einungis að styrkja flutninga til þeirra byggðu bóla við Ísafjarðardjúp, sem ekki eru í vega sambandi allt árið. Nú er svo komið að það eru einungis eyjarnar Vigur og Æðey. Frá og með 1. apríl 1997, en þá voru nýjar ferjubryggjur á Ísafirði og við Arngerðareyri komnar í notkun, styrkir Vegagerðin eingöngu flutninga til og frá eyjunum og er samkomulag við Djúpbátinn um það. Uppgjör var gert við Djúpbátinn miðað við áðurnefnda dagsetningu, þannig að fyrirtækið yrði ekki með neina íþyngjandi skuldabagga vegna fyrri reksturs. Styrkir til Djúpbátsins á árinu 1997 eru því nokkru hærri en undanfarin ár, en á næsta ári og til frambúðar eiga þeir að vera mun lægri.
    Á árinu var ákveðið að smíða nýja Hríseyjarferju. Eins og áður hefur komið fram voru 20 m.kr. af fjárveitingum ársins merktar þeirri framkvæmd. Hönnun ferjunnar er þegar hafin og er áætlað að hún verði smíðuð á árinu 1998.
    Stærsti hluti fjárveitingar til flóabáta fer sem fyrr til greiðslu afborgana og vaxta af ferju lánum, en það eru lán, sem tekin voru þegar skipin voru smíðuð eða keypt. Skuldir þessar voru upphaflega allar við ríkisábyrgðasjóð, nær allar í erlendri mynt og stór hluti með breytilegum Libor vöxtum. Um leið og ríkissjóður eignast skipin og yfirtekur áhvílandi skuldir eru lánin felld niður, en Vegagerðin greiðir áfram afborganir og vexti til ríkissjóðs. Í ríkisreikningi eru þessar greiðslur Vegagerðarinnar til ríkissjóðs færðar sem lækkun á framlagi.
    

Ferja

Afborganir og vextir
af ferjulánum í m.kr.

Rekstrar-
styrkur í m.kr.
Annar kostnaður m.kr. Samtals
m.kr.
Herjólfur
175,5 78,0 0,0 253,5
Akraborg
23,0 17,8 0,0 40,8
Baldur
91,7 50,3 0,0 142,0
Fagranes
7,2 32,7 0,0 39,9
Sævar
0,0 11,3 8,6 19,9
Sæfari
15,3 19,9 -0,3 34,9
Anný
0,0 4,3 0,0 4,3
Norðurfjarðarflutningar
0,0 1,2 0,0 1,2
Sameiginlegt
0,0 0,0 0,3 0,3
Samtals
312,7 215,5 8,6 536,8




Fskj. 1

1. Til stofnvega
1.1. Almenn verkefni og bundin slitlög
(Fjárhæðir í m.kr.)


Vegnr. Vegheiti Fjárveiting
    Kaflanr. Kaflaheiti 1997
Suðurlandsumdæmi
1 Hringvegur
d5
Selfoss – Biskupstungnabraut
5
d6
vegamót við Hveragerði
11
37 Laugarvatnsvegur
04
Reykjavegur – Biskupstungnabraut
52
Reykjanesumdæmi
1 Hringvegur
f9
Botnsvogur
9
41 Reykjanesbraut
14-19
lýsing
35
Vesturlandsumdæmi
1 Hringvegur
g1
Botnsvogur
9
54 Ólafsvíkurvegur
09
Urriðaá – Bjarnarfoss
34
57 Snæfellsnesvegur
12
Búlandshöfði
25
60 Vestfjarðavegur
07
Búðardalur – Klofningsvegur
7
10
Gilsfjörður
35
Vestfjarðaumdæmi
60 Vestfjarðavegur
21
Gilsfjörður
29
37
Dynjandisheiði
10
47
jarðgöng
41
61     Djúpvegur
36
Súðavík
1
45
Óshlíð
7
62 Barðastrandarvegur
02-04
Rauðsdalur – Ósafjörður
3
Norðurlandsumdæmi vestra
1 Hringvegur
m4
um Bólstaðarhlíðarbrekku
3
m5
við Íbishól
2
m7
um Húseyjarkvísl
2
m8
við Djúpadalsá
1
74 Skagastrandarvegur
03
við Skagaströnd, lýsing
3
76 Siglufjarðarvegur
02
Út-Blönduhlíð
9
09
Hraun – Almenningsnöf
34
Norðurlandsumdæmi eystra
1 Hringvegur
q7
Fosshóll – Aðaldalsvegur
38
r6-r7
Jökulsá – Biskupsháls
10
85 Norðausturvegur
06-09
Tjörnes
10
11
Lindarbrekka – Uppsveitarvegur
30
25
Þistilfjörður, flugvöllur
8
Austurlandsumdæmi
1 Hringvegur
t1
Skóghlíð – Urriðavatn
33
u1
um Breiðdalsá
18
v7
Laxá í Nesjum
11
x5
um Fjallsá
7
einbreið slitlög
14
92 Norðfjarðarvegur
00
Egilsstaðir
4
06
Reyðarfjörður
4
96 Suðurfjarðavegur
06
Fáskrúðsfjörður
4
99 Hafnarvegur
02-03
Höfn í Hornafirði
1
917 Hlíðarvegur
06
um Gljúfurá
28
06
um Öxl
8
Samtals
595


1.2. Höfuðborgarsvæðið

(Fjárhæðir í m.kr.)


Vegnr. Vegheiti Fjárveiting
Kaflanr.     Kaflaheiti     1997
1 Hringvegur
e3
Rauðavatn – Nesbraut
88
41 Reykjanesbraut
01
Ánanaust, breikkun
37
12
gatnamót við Fífuhvammsveg
134
leiðaval
1
49 Nesbraut
02
Höfðabakki – Miklabraut
17
417 Bláfjallavegur
01
Hringvegur – Bláfjöll
5
Greiðsla skulda í Reykjavík
197
Samtals 479
    

1.3. Stórverkefni

(Fjárhæðir í m.kr.)


Vegnr.      Vegheiti Fjárveiting
Kaflanr. Kaflaheiti 1997
60     Vestfjarðavegur
10-21 Gilsfjörður
117
47
jarðgöng
233
61     Djúpvegur
25-30 Ísafjarðardjúp
60
1     Hringvegur
tenging Norður- og Austurlands
118
t0
Jökulsá á Dal
30
    Austurlandsgöng
2
Samtals 560




1.4. Framkvæmdaátak
Almenn verkefni

(Fjárhæðir í m.kr.)


Vegnr. Vegheiti
Fjárveiting
Kaflanr. Kaflaheiti 1997
Suðurlandsumdæmi
31 Skálholtsvegur
02
Helgastaðir – Biskupstungnabraut
30
36 Þingvallavegur
02-03
Steingrímsstöð – Gjábakkavegur
2
39 Þrengslavegur
01
Hringvegur – Þorlákshafnarvegur
12
Tengingar vegna breikkunar brúa
5
Reykjanesumdæmi
45
Garðskaga- og Sandgerðisvegur (429)
hringtorg og undirgöng
37
Vesturlandsumdæmi
1 Hringvegur
g5
Borgarnes
6
50 Borgarfjarðarbraut
03
Götuás – Kleppjárnsreykir
30
Vestfjarðaumdæmi
62 Barðastrandarvegur
02-04
Rauðsdalur- Ósafjörður
28
Norðurlandsumdæmi vestra
76 Siglufjarðarvegur
09
Hraun – Almenningsnöf
25
Norðurlandsumdæmi eystra
1 Hringvegur
q7
Fosshóll – Aðaldalsvegur
62
Austurlandsumdæmi
93 Seyðisfjarðarvegur
02
Borgarfjarðarvegur – Langahlíð
6
02
Miðhúsaá – Kofi
18
03
Fjarðarárbrú
3
Þéttbýlisstaðir Austurlandi
lagfæringar á þjóðvegum
10
Samtals 274



Höfuðborgarsvæðið
(Fjárhæðir í m.kr.)


Vegnr.     Vegheiti Fjárveiting
Kaflanr. Kaflaheiti 1997
49 Nesbraut
02
Höfðabakki – Miklabraut
273
450
    Sundabraut, undirbúningur
10
    Undirgöng í Garðabæ
47
    Göngubrýr og undirgöng
31
    Skiltabrýr
5
    Ýmis verk
10
Samtals
376
    Framkvæmdaátak samtals 650


1.5. Skeiðarársandur
(Fjárhæðir í m.kr.)

Vegnr.      Vegheiti Fjárveiting
    Kaflanr. Kaflaheiti 1997
1 Hringvegur
lagfæringar eftir hlaup í nóvember 1996
275
Samtals 275


2. Tengivegir
(Fjárhæðir í m.kr.)


Vegnr. Vegheiti Fjárveiting
Kaflanr. Kaflaheiti 1997
Suðurlandsumdæmi
26 Landvegur
02
Hagabraut – Galtalækur
21
250 Dímonarvegur
01
Hringvegur – Fljótshlíðarvegur
9
253 Gunnarshólmavegur
01
Voðmúlastaðir – Gunnarshólmi
3
255 Akureyjarvegur
01
Strandarhöfuð – Njálsbúð
3
261 Fljótshlíðarvegur
02
Hvolsvöllur – Hlíðarendi
3
268 Þingskálavegur
03
Hólar – Landvegur
3
275 Ásvegur
02
um Háfshverfi
4
32 Þjórsárdalsvegur
02
Stóra Núpsvegur – Ásólfsstaðir
17
35 Biskupstungnabraut
07
Bræðratunguvegur – Laugarvatnsvegur
12
305 Villingaholtsvegur
01
Hringvegur – Þjórsárver
7
329 Mástunguvegur
01
Skyggnir – Laxárdalur
4
345 Kaldbaksvegur
01
um Hruna
4
Reykjanesumdæmi
48 Kjósarskarðsvegur
01
lagfæringar
5
417 Bláfjallavegur
01
Hringvegur – Bláfjöll
16
426
    Bláalónsvegur
4
Vesturlandsumdæmi
518 Hálsasveitarvegur
02
Reykholt – Stóriás
55
Vestfjarðaumdæmi
612 Örlygshafnarvegur
01
Barðastrandarvegur – Flugvallarvegur
23
632 Laugardalsvegur
01
Djúpvegur – Hrafnabjörg
6
635 Snæfjallastrandarvegur
01
Djúpvegur – Nauteyri
5
Norðurlandsumdæmi vestra
702 Heggstaðanesvegur
01
Hringvegur – Mýrar
3
715 Víðidalsvegur
01
Hringvegur – Kolugil
1
722 Vatnsdalsvegur
01
Þórdísarlundur – Hnjúkur
16
724 Reykjabraut
01
um Orrastaðaflóa
23
752 Skagafjarðarvegur
02
Héraðsdalsvegur – Svartárdalsvegur
2
793 Skarðsvegur
01
Flugvallarvegur – skíðasvæði
2
    Norðurlandsumdæmi eystra
848 Mývatnsvegur
01
Neslandavík – Kísilvegur
45
867
Öxarfjarðarheiðarvegur
3
Austurlandsumdæmi
85 Norðausturvegur
40
Hlíðarvegur – Deildarlækur
11
94 Borgarfjarðarvegur
07
á Vatnsskarði
18
919 Sunnudalsvegur
01
Hlíðarvegur – Refstaður
4
932
Egilsstaðavegur
3
Samtals
335

    

3. Til brúagerða
3.1. Brýr 10 m og lengri
(Fjárhæðir í m.kr.)


Vegnr.     Vegheiti Fjárveiting
Kaflanr. Kaflaheiti 1997
37 Laugardalsvegur
04
Andalækur
9
363     Vallhallarvegur (landsvegur)
Öxará hjá Valhöll
26
54 Ólafsvíkurvegur
09
Bláfeldará
8
61 Djúpvegur
11
Víðidalsá í Steingrímsfirði
16
1 Hringvegur
m7
Húseyjarkvísl
33
1 Hringvegur
t3
Lagarfljót, göngubrú
14
1 Hringvegur
u5
Fossá í Berufirði
26
Samtals 132


3.2. Smábrýr
(Fjárhæðir í m.kr.)


Vegnr.     Vegheiti Fjárveiting
Kaflanr. Kaflaheiti 1997
208 Skaftártunguvegur
01
Búlandsá
2,0
55 Heydalsvegur
01
Dalsá (Haffjarðardalsgil)
4,5
523 Hvítársíðuvegur
01
Teigsá
1,0
02
Sámsstaðagil
0,5
722 Vatnsdalsvegur
01
Breiðabólsstaðalækur
2,0
04
Eyjólfsstaðalækur
2,0
85 Norðausturvegur
07
Máná á Tjörnesi
3,0
Samtals
15,0




Fskj. 2

Greinargerð um framkvæmdir við nýbyggingu þjóðvega 1997


Suðurland
     1     Hringvegur
         d5     Selfoss – Biskupstungnabraut
                 Fjárveiting til almennra verkefna var 5 m.kr. og var hún notuð til greiðslu lýsingar norðan Ölfusárbrúar og til greiðslu 1,5 m.kr skuldar vegna hringtorgs á Selfossi.
         d6     vegamót við Hveragerði.
                  Fjárveiting til almennra verkefna var 11 m.kr. og var hún notuð til greiðslu skuldar frá fyrra ári.
         tengingar vegna breikkunar brúa
                 Fjárveiting af framkvæmdaátaki var 5 m.kr. og var hún notuð til tengingar á Írá undir Eyjafjöllum þar sem breikkuð var einbreið brú. Vinnuflokkur Vega gerðarinnar sá um verkið.
    26     Landvegur
         02     Hagabraut – Galtalækur
                 Fjárveiting til tengivega var 21 m.kr. Auk þess lagði Holta- og Landsveit fram 43 m.kr. lán. Endurgreitt var 8 m.kr. verktakalán frá fyrra ári. Fullgerður var 11,2 km langur kafli sem byrjað var á 1996. Auk þess var bætt við 1,0 km kafla, sem einnig var fullgerður. Verktaki var Nesey ehf., Gnúpverjahreppi.
    31     Skálholtsvegur
         02     Helgastaðir – Biskupstungnabraut
                 Fjárveiting af framkvæmdaátaki var 30 m.kr. Greitt var verktakalán frá fyrra ári að upphæð 24 m.kr. Lokið var að fullu við gerð vegarins og lagt bundið slitlag á heimreiðina að Skálholti. Verktaki var Ræktunarsamband Flóa og Skeiða hf., Selfossi.
    32     Þjórsárdalsvegur
         02     Stóra Núpsvegur – Ásólfsstaðir
                 Fjárveiting til tengivega var 17 m.kr. Tekið var 45 m.kr. lán hjá Gnúpverja hreppi og bráðabirgðalán að upphæð 15 m.kr. Til framkvæmda voru því 77 m.kr. Lokið var að fullu við gerð 7,7 km langs kafla milli Þverár og Ásólfsstaða sem boðinn var út 1996. Verktaki var Suðurverk hf., Hvolsvelli.
     35     Biskupstungnabraut
         07     Bræðratunguvegur – Laugarvatnsvegur
                 Fjárveiting til tengivega var 12 m.kr. Inneign frá fyrra ári var 14 m.kr. Boðinn var út 2,2 km langur kafli við Fellskot, en framkvæmdir ekki hafnar. Verktaki er JVJ ehf., Hafnarfirði.
    36     Þingvallavegur
         02–03 Steingrímsstöð – Miðfell
                 Fjárveiting af framkvæmdaátaki var 2 m.kr. Greidd var skuld frá fyrra ári.
    37     Laugarvatnsvegur
         04     Reykjavegur – Biskupstungnabraut
                 Fjárveiting til almennra verkefna var 52 m.kr., til brúagerða á Andalæk 9 m.kr og innistæða frá fyrra ári 36 m.kr. Til ráðstöfunar voru því 97 m.kr. Undir búin var bygging brúar á Andalæk og keypt efni til brúargerðar. Fullgerður var 5,7 km langur kafli frá Reykjavegi að Úthlíð. Verktaki var Dalverk sf., Selfossi.
     39     Þrengslavegur
         01     Hringvegur – Þorlákshafnarvegur
                 Fjárveiting af framkvæmdaátaki var 12 m.kr. Auk þess var varið til vegarins 4 m.kr. af viðhaldsfé. Lagfærðir voru fláafleygar og aukin vegflái á um 13 km löngum kafla. Verktaki var Vörubílstjórafélagið Mjölnir, Selfossi.
     250     Dímonarvegur
         01     Hringvegur – Fljótshlíðarvegur
                 Fjárveiting til tengivega var 9 m.kr. og var henni varið til greiðslu skuldar frá fyrra ári.
    253     Gunnarshólmavegur
         01     Voðmúlastaðir – Gunnarshólmi
                 Fjárveiting til tengivega var 3 m.kr. Auk þess var tekið lán frá Austur-Land eyjahreppi að upphæð 4 m.kr. og bráðabirgðalán að upphæð 5 m.kr. Greitt var verktakalán frá fyrra ári að upphæð 12 m.kr.
    255     Akureyjarvegur
         01     Strandarhöfuð – Njálsbúð
                 Fjárveiting til tengivega var 3 m.kr. Auk þess var tekið lán frá Vestur-Landeyjahreppi að upphæð 4 m.kr. og bráðabirgðalán að upphæð 5 m.kr. Greitt var verktakalán frá fyrra ári að upphæð 12 m.kr.
    261     Fljótshlíðarvegur
         02     Hvolsvöllur – Hlíðarendi
                 Fjárveiting til tengivega var 3 m.kr sem var varið til greiðslu skuldar.
    268     Þingskálavegur
         03     Hólar – Landvegur
                 Fjárveiting til tengivega var 3 m.kr. Byggður var 0,6 km langur kafli um Ytri-Rangá. Verktaki var Nesey ehf., Gnúpverjahreppi.
    275     Ásvegur
         02     um Háfshverfi
                 Fjárveiting til tengivega var 4 m.kr. sem varið var til greiðslu skuldar.
    305     Villingaholtsvegur
         01     Hringvegur – Þjórsárver
                 Fjárveiting til tengivega var 7 m.kr. Fullbyggður var með bundnu slitlagi 1,5 km langur kafli frá Hringvegi og niður fyrir Vola. Verktaki var Slitlag ehf., Hellu.
    321     Skeiðháholtsvegur
         01     Skeiðavegur – Skeiðháholt
                 Fjárveiting var engin en innistæða frá fyrra ári 7 m.kr. Tekið bráðabirgðalán að upphæð 6 m.kr. Fullgerður var með malarslitlagi 1,8 km langur kafli frá Skeiðavegi að Skeiðháholti. Verktaki var Vélgrafan ehf., Selfossi.
    329     Mástunguvegur
         01     Skyggnir – Laxárdalur
                 Fjárveiting til tengivega var 4 m.kr. og var hún notuð til greiðslu skuldar.
    345     Kaldbaksvegur
         01     um Hruna
                 Fjárveiting til tengivega var 4 m.kr. og var hún notuð til greiðslu skuldar.
    363     Valhallarvegur
         01     Öxará hjá Valhöll
                 Fjárveiting til brúagerða var 26 m.kr. Framkvæmdum var frestað.

Reykjanes
     1     Hringvegur
         f9     Botnsvogur
                 Fjárveiting til almennra verkefna var 9 m.kr. Innstæða frá fyrra ári var 22,5 m.kr. til vegagerðar og 11 m.kr. til brúargerðar. Gerð er grein fyrir framkvæmd um í greinargerð um framkvæmdir á Vesturlandi.
     41     Reykjanesbraut
         14-19 lýsing
                 Fjárveiting til almennra verkefna var 35 m.kr. Sett var upp veglýsing frá Grænási í Keflavík að Flugstöð, eða á 4 km kafla. Verktakar voru Ræktunar samband Flóa og Skeiða hf., Selfossi og Ingileifur Jónsson, Svínavatni.
    45     Garðskagavegur og Sandgerðisvegur (429)
              hringtorg og undirgöng
                 Fjárveiting af framkvæmdaátaki var 37 m.kr. og innstæða frá fyrra ári var 49 m.kr. Lokið var lagningu Garðskagavegar frá nýju hringtorgi á Reykjanesbraut (41) við Rósaselstjarnir ofan byggðar í Keflavík á núverandi Garðskagaveg utan við hesthúsahverfið Mánagrund með nýju hringtorgi þar og reiðgöngum. Í sama útboði var lagning Sandgerðisvegar frá nýja hringtorginu. Samtals eru nýju vegirnir um 6,3 km að lengd. Verktaki var Völur hf., Reykjavík.
    48     Kjósarskarðsvegur
         01     lagfæringar
                 Fjárveiting til tengivega var 5 m.kr. Lagfærður var 0,9 km kafli, snjóastaður og blindhæð, um Sandskarð skammt ofan við Laxá við Vindáshlíð. Verktaki var Vélgrafan ehf., Selfossi.
    417     Bláfjallavegur
         01     Hringvegur – Bláfjöll.
                 Fjárveiting til tengivega var 16 m.kr. og 5 m.kr. af fjárveitingu til höfuðborgarsvæðisins. Greidd var skuld frá fyrra ári að upphæð 9 m.kr., og lokið við lagningu á 5,5 km löngum kafla, sem byrjað var á árið 1995 og hann lagður malbiki. Verktaki var Háfell ehf., Reykjavík.
    426     Bláalónsvegur
         01     að Bláa lóni
                 Fjárveiting til tengivega var 4 m.kr. Greitt var upp í skuld frá fyrra ári. Eftir stendur 11 m.kr. skuld.
Vegtengingar Hvalfjarðarganga að sunnan
                 Fjárveiting var engin en Spölur hf. fjármagnar hluta verksins af lánum til Hvalfjarðarganga. Boðin var út 1,1 km langur kafli á nýjum Hringvegi á Kjalarnesi að Hvalfjarðargöngum að sunnanverðu. Verkið var boðið út í apríl og verklok verða 1. júlí 1998. Verktaki er Nesey ehf., Gnúpverjahreppi.

Höfuðborgarsvæðið
    1     Hringvegur

         e3     Rauðavatn – Nesbraut
                 Fjárveiting var 88 m.kr. Greidd var skuld við Reykjavíkurborg vegna fram kvæmda við Bæjarháls.
         f3     í Mosfellsbæ
                 Fjárveiting var engin en innistæða frá fyrra ári 30 m.kr. Byrjað var á lagn ingu nýs kafla Hringvegarins frá Langatanga að Álafossvegi. Verkinu verður lokið haustið 1998. Verktaki er Völur hf., Reykjavík.
     41     Reykjanesbraut
         01     Ánanaust breikkun
                 Fjárveiting var 37 m.kr. Unnið var að breikkun Ánanausts og voru fram kvæmdirnar á vegum Reykjavíkurborgar.
         12     gatnamót við Fífuhvammsveg
                 Fjárveiting var 134 m.kr. Endurgreitt var lán frá Kópavogsbæ að upphæð 115 m.kr., þar af 19 m.kr. vegna eldri framkvæmda. Lokið var frágangi við gatnamótin. Verktaki var JVJ hf., Hafnarfirði.
         leiðaval
                 Fjárveiting var 1 m.kr. Unnið var að frumdrögum stofnvega um Garðabæ og Hafnarfjörð.
    49     Nesbraut
         02     Höfðabakki – Miklabraut
                 Fjárveiting var 17 m.kr. og 273 m.kr. af framkvæmdaátaki, auk framlags frá Reykjavíkurborg að upphæð 38 m.kr. Fengið var verktakalán að upphæð 60 m.kr. Greidd var skuld frá fyrra ári 61,6 m.kr. Nesbraut var breikkuð frá Elliðaám að Skeiðarvogi og byggð var ný 65 m löng brú yfir Sæbraut ásamt slaufum og römpum. Verktaki var Völur hf., Reykjavík og Sveinbjörn Sigurðsson hf., Reykjavík.
    450     Sundabraut
                 Fjárveiting af framkvæmdaátaki var 10 m.kr. Unnið var að frumdrögum vegar yfir Kleppsvík. Aðalráðgjafi er Línuhönnun hf., Reykjavík.
Undirgöng í Garðabæ
                 Fjárveiting af framkvæmdaátaki var 47 m.kr. og var hún notuð til greiðslu skuldar við Garðabæ vegna undirganga undir Bæjarbraut.
Göngubrýr og undirgöng
                 Fjárveiting af framkvæmdaátaki var 31 m.kr. Í samvinnu við Reykjavíkurborg var lokið göngubrú yfir Nesbraut (49) á Miklubraut á móts við Rauðagerði. Verktakar voru Borgarverk ehf., Borgarnesi og Stálbær hf., Reykjavík.
                 Í samvinnu við Reykjavíkurborg var boðin út bygging göngubrúar yfir Hafnarfjarðarveg (40) á Kringlumýrarbraut við Sóltún. Jarðvinna og undirstöð ur voru unnar fyrir vetur, en brúin verður ekki sett upp fyrr en í maí 1998. Fjár veiting var engin en unnið fyrir lán frá Reykjavíkurborg. Verktaki við jarðvinnu var Jarðvélar sf., Reykjavík, en verktaki við brúarsmíði er Jón Þór Sigurðsson, Reykjavík.
Skiltabrýr og ýmis verk
                  Fjárveiting af framkvæmdaátaki var 5 m.kr. til skiltabrúa og 10 m.kr. til ýmissa verkefna, auk innstæðu að upphæð 10 m.kr. Sett var upp hæðarhindrun við nýja göngubrú yfir Nesbraut (49) á Miklubraut.
Greiðsla skulda í Reykjavík
                 Fjárveiting var 197 m.kr. Greitt var upp í skuld við Reykjavíkurborg í sam ræmi við samning borgarinnar við fjármálaráðuneytið þar um.

Vesturland
    1     Hringvegur

         g1     Botnsvogur
                 Fjárveiting til almennra verkefna á Vesturlandi var 9 m.kr., og 9 m.kr á Reykjanesi. Innistæða frá fyrra ári af fjárveitingum Vesturlands til vega- og brúagerðar var 19 m.kr., og af fjárveitingum Reykjaness 33 m.kr. Til fram kvæmda voru því 70 m.kr. Lokið var við byggingu brúar á Botnsá og gerð vegar að brúnni. Verktaki við vegagerð var Vörubifreiðastjórafélagið Mjölnir, Sel fossi. Vinnuflokkur Vegagerðarinnar sá um byggingu brúar á Botnsá.
         g5     Borgarnes
                 Fjárveiting af framkvæmdaátaki var 6 m.kr. Lokið var við að akreinaskipta gatnamótum í Sandvík með umferðareyjum. Framkvæmdir voru hafnar á árinu 1996 með fjárveitingu til þjóðvega í þéttbýli. Verktakar voru HH vélaleiga sf., Borgarnesi og Véltækni hf., Reykjavík.
    50     Borgarfjarðarbraut
         03     Götuás – Kleppjárnsreykir
                 Fjárveiting af framkvæmdaátaki var 30 m.kr. Framkvæmdum var frestað vegna ágreinings um vegstæði. Unnið var að hönnun á mögulegum valkostum.
    54     Ólafsvíkurvegur
         09     Urriðaá – Bjarnarfoss
                 Fjárveiting til almennra verkefna var 34 m.kr. og 8 m.kr. til brúagerða vegna byggingar brúar á Bláfeldará, sem lokið var við árið 1995. Lokið var við byggingu á 5,9 km löngum vegi með bundnu slitlagi frá Urriðaá að Bjarnarfossi. Verktaki var Bjarni Vigfússon, Staðarsveit.
    57     Snæfellsnesvegur
         12     Búlandshöfði
                 Fjárveiting til almennra verkefna var 25 m.kr. og innistæða frá fyrra ári 10 m.kr. Lokið var við byggingu á 6,3 km löngum kafla með bundnu slitlagi frá Mýrum að Búlandi. Verktaki var Árvélar ehf., Selfossi.
    60     Vestfjarðavegur
         07     Búðardalur – Klofningsvegur
                 Fjárveiting til almennra verkefna var 7 m.kr. og innistæða frá fyrra ári 2 m.kr. Einnig voru lagðar til 3 m.kr. af viðhaldi vega. Endurbyggður var 4,8 km langur kafli frá Glerá að Sælingsdalsvegi. Vegurinn var breikkaður og styrktur með bikfestu burðarlagi þannig að hann uppfyllti staðla fyrir þennan vegflokk. Undirbygging var unnin af vinnuflokki Vegagerðarinnar í Búðardal. Bikfest burðarlag og klæðing voru unnin af Borgarverki ehf., Borgarnesi.
    505     Melasveitarvegur
         01     snjóastaðir
                 Fjárveiting til tengivega árið 1996 var 5 m.kr., en framkvæmdum var þá frestað. Árið 1997 var samþykkt 20 m.kr. lánsheimild. Byggður var 3,6 km nýr vegarkafli um Skorholt og styrktir og endurbættir tveir kaflar um Mela og frá Belgsholti að Hringvegi, samtals 4,2 km. Verktaki var Vöruflutningar Leifs Guðjónssonar, Borgarnesi.
     508     Skorradalsvegur
         02     snjóastaðir
                 Fjárveiting var engin, en 2 m.kr. lánsheimild frá árinu 1996. Lokið var við endurbætur á kaflanum frá Grund að Hvammi sem hafnar voru á árinu 1996. Verkið var unnið af vinnuflokki Vegagerðarinnar í Borgarnesi.
     518     Hálsasveitarvegur
         
02     Reykholt – Stóriás
                 Fjárveiting til tengivega var 55 m.kr. Byggður var 8,3 km langur kafli frá Norður-Reykjum að Stóraási og hann lagður bundnu slitlagi. Verktaki var Vörubifreiðastjórafélagið Mjölnir, Selfossi.
    523     Hvítársíðuvegur
         02     snjóastaðir
                 Fjárveiting var engin, en lánsheimild frá 1996 var 3 m.kr. Verkið var boðið út í september 1996. Lokið var við endurbætur á tveim köflum á Hvítársíðuvegi, um Sámsstaðahöfða og um Skörð. Verktaki var Þróttur ehf., Skilmannahreppi.
530     Ferjubakkavegur
         01     snjóastaðir
                 Fjárveiting var engin, en lánsheimild var 2 m.kr. Verkið var boðið út í janúar 1997. Lokið var við endurbætur á tveim köflum á Ferjubakkavegi, vestan Gufuár og austan Ölvaldsstaða. Verktaki var Borgarverk ehf., Borgarnesi.
5710     Arnarstapavegur
         
01     Útnesvegur – Arnarstapahöfn
                 Fjárveiting var engin en unnið var fyrir fjárveitingu frá 1994 til Útnesvegar um Klifhraun. Vegurinn var endurbyggður og lagður bundnu slitlagi, alls 1,2 km. Vinnuflokkur Vegagerðarinnar sá um undirbyggingu en lögn slitlags var unnin af Borgarverki ehf., Borgarnesi.
5714     Lýsuhólsskólavegur
         
01     Ólafsvíkurvegur – Lýsuhóll
                 Fjárveiting var engin, en unnið var fyrir fjárveitingu frá 1994 til Útnesvegar um Klifhraun. Vegurinn var endurbyggður og lagður bundnu slitlagi, alls 2,0 km. Verktaki var Bjarni Vigfússon, Staðarsveit.
Vegtengingar Hvalfjarðarganga að norðan
                  Fjárveiting var engin en Spölur hf. fjármagnar hluta verksins af lánum til Hvalfjarðarganga. Unnið var að byggingu á nýjum Hringvegi frá vegamótum núverandi Akranesvegar og Hringvegar sunnan Laxár í Leirársveit, alls 12,3 km og nýjum vegi Akrafjallsvegi frá Hvalfjarðargöngum að vegamótum núverandi Akranesvegar norðan Akraness, alls um 7,5 km. Verkið var boðið út í júní 1996 og verklok verða 1. júlí 1998.Verktaki er Ræktunarsamband Flóa og Skeiða hf., Selfossi.
                 Einnig var unnið að undirbyggingu hringtorgs og vegarkafla undir tollstöð við munna Hvalfjarðarganga. Verktaki er Fossvirki sf., Reykjavík Verklok verða 1. júlí 1998.

Vestfirðir
    60     Vestfjarðavegur
         21     Gilsfjörður
                 Fjárveiting til stórverkefna var 117 m.kr., 29 m.kr. til almennra verkefna af hlut Vestfjarða og 35 m.kr. af hlut Vesturlands, eða samtals 181 m.kr. Greitt var vinnulán frá fyrra ári að upphæð 56 m.kr. Tekið var lán að upphæð 150 m.kr. þar af 80 m.kr. vinnulán hjá verktaka. Unnið var að verkinu allt árið. Vinna við lokun fjarðarins frá stöð 4200 að brúnni, hófst af krafti í byrjun maí og var hægt að aka yfir 14. júlí. Síðan hefur verið unnið að grjótvörn. Einnig er langt komið að leggja veginn af Króksfjarðarnesi inn í Geiradal. Staða verksins um áramót er í stórum dráttum þannig að vegfylling er komin í hæð 4 m miðað við meðalsjávarborð alla leið yfir fjörðinn og búið að koma síuefni fyrir. Grjótvörn er að miklu leyti komin lónmegin upp í hæð 2 m og sums staðar hærra. Mjög lítið grjót er komið á utanverða fyllinguna. Upp komu vandamál við grjótnámur í upphafi ársins, þannig að opnuð hefur verið ný grjótnáma. Það veldur óhjá kvæmilega nokkrum aukakostnaði við verkið. Verktaki við verkið er Klæðning ehf., Garðabæ.
         37     Dynjandisheiði
                 Fjárveiting til almennra verkefna var 10 m.kr. Einnig voru lagðar til verksins 15 m.kr. af viðhaldsfé. Vegurinn var lagfærður á 17 km löngum kafla úr Trölla dölum að Mosdalsvegi. Grafnar voru rásir og styrktir stuttir kaflar. Mulið var efni í malarslitlag en ekki tókst að ljúka mölburði áður en vetur gekk í garð. Verktaki við vegagerð var Stakkafell hf., Patreksfirði, en Arnarfell ehf., Akureyri sá um efnisvinnslu.
         47     Vestfjarðagöng
                 Fjárveiting til stórverkefna var 233 m.kr., til almennra verkefna 41 m.kr eða samtals 274 m.kr. Fjárveitingin var notuð til greiðslu skulda, en í lok ársins var skuld vegna verksins um 30 m.kr. Unnið var að smávægilegum frágangi á bún aði ganganna og gengið frá vegamótum á Dagverðardal. Selt var íbúðarhús og kom söluverð á móti þeim kostnaði. Enn er eftir smávægilegur frágangur. Rekstur ganganna hefur gengið mjög vel.
    61     Djúpvegur
         11     Víðidalsá
                 Fjárveiting til brúagerða var 16 m.kr. Tekið var vinnulán að upphæð 14 m.kr. Smíðaður var 7 m víður stokkur í stað gamallar brúar sem var burðarlítil enda að hluta til frá 1912. Fyllt var yfir stokkinn og lögð klæðing. Vinnuflokkur Vegagerðarinnar smíðaði stokkinn. Verktaki við fyllinguna var Fylling ehf., Hólmavík og vinnuflokkur Vegagerðarinnar sá um lögn klæðingar.
         25-30 Ísafjarðardjúp
                 Fjárveiting til stórverkefna var 60 m.kr. Boðinn var út undirbygging 7,9 km löngum kafla frá Laugardalsvegi að Ögri. Af þessum kafla eru 4,4 km sem lagð ir voru 1979 og þarfnast lítilla endurbóta. Ytra hlutann 3,5 km þurfti að leggja alveg upp á nýtt og hefur sá hluti verið undirbyggður. Einnig hefur verið unnið efni í efra burðarlag og klæðingu. Verktaki við vegagerð er Fylling ehf., Hólmavík, en verktaki við efnisvinnslu var Arnarfell ehf., Akureyri.
         36     Súðavík
                 Fjárveiting til almennra verkefna var 1 m.kr. Aukin var og endurbætt götu lýsing á veginum á móts við nýja hverfið í Súðavík. Samið var við Orkubú Vestfjarða um verkið.
    61     Djúpvegur
         45     Óshlíð
                 Fjárveiting til almennra verkefna var 7 m.kr. Auk þess var til fjárveiting frá fyrra ári að upphæð 8 m.kr. Breikkuð var rás á 240 m löngum kafla yst á Skrið um til að minnka hættu á grjóthruni á veginn á þeim kafla. Verktaki var Jón og Magnús ehf., Ísafirði.
    62     Barðastrandarvegur
         02-04 Rauðsdalur – Ósafjörður
                 Fjárveiting af framkvæmdaátaki var 28 m.kr. og af almennum verkefnum 3 m.kr. Unnið var að frágangi vegar og lagt slitlag á 3,3 km langan kafla frá Rauðsdal að Hvammi, sem hafin var vinna við 1996. Verktaki við vegagerð var Fylling ehf., Hólmavík, en vinnuflokkur Vegagerðarinnar sá um lögn slitlags. Hafin var vinna við 4,6 km langan kafla frá Hvammi að Krossi. Verktaki við þann kafla er Græðir sf., Flateyri.
     612     Örlygshafnarvegur
         01     Barðastrandarvegur – Flugvallarvegur
                 Fjárveiting til tengivega var 23 m.kr. Lokið var undirbyggingu á 1,9 km löngum kafla á Skápadalshlíð sem boðin var út 1996. Verktaki við vegagerð var Friðgeir Hjaltalín, Grundarfirði, en vinnuflokkur Vegagerðarinnar sá um lögn klæðingar.
    632     Laugardalsvegur
         01     Djúpvegur – Hrafnabjörg
                 Fjárveiting til tengivega var 6 m.kr. Greitt var vinnulán sem tekið var 1995 en þá var lagður 3,2 km langur kafli.
    635     Snæfjallastrandarvegur
         01     Djúpvegur – Nauteyri
                 Fjárveiting til tengivega var 5 m.kr. Lokið var við frágang á tveimur vegarköflum samtals 3,9 km og lagt á þá malarslitlag. Verktaki við mölun á slitlagsefni var Arnarfell ehf., Akureyri, en vinnuflokkur Vegagerðarinnar sá um mölburð.

Norðurland vestra
     1     Hringvegur     
         m4     um Bólstaðarhlíðarbrekku
                 Fjárveiting til almennra verkefna var 3 m.kr. Greidd var skuld frá árinu 1996 að upphæð 1 m.kr. Til framkvæmda voru því 2 m.kr. sem notaðar voru til yfirlagnar (klæðing) á 2 km langan kafla um Bólstaðarhlíðarbrekku. Einnig voru settar upp girðingar. Verktaki við yfirlögn var Ræktunarsamband Flóa og Skeiða hf., Selfossi.
         m5     við Íbishól
                 Fjárveiting til almennra verkefna var 2 m.kr. Lagfærður var snjóastaður við Íbishól en verkið var unnið í tengslum við brúar- og vegagerð um Húseyjarkvísl. Verki er ekki að fullu lokið. Verktaki er Fjörður sf., Skagafirði.
         m7     um Húseyjarkvísl
                 Fjárveiting til almennra verkefna var 2 m.kr. og 33 m.kr til brúagerða. Endurbyggður var 0,6 km langur kafli um Húseyjarkvísl og reiðgöng sett undir veginn. Gamla brúin á Húseyjarkvísl var rifin og ný brú byggð á sama stað. Um er að ræða 26 m langa steinsteypta brú með tveimur akreinum og gangbraut, alls 10,5 m breiða. Lögn slitlags og frágangi vegar er ekki lokið. Verktaki við vegagerð er Fjörður sf., Seyluhreppi, en vinnuflokkur Vegagerðarinnar byggði brúna.
         m8     við Djúpadalsá
                 Fjárveiting til almennra verkefna var 1 m.kr. Greidd var skuld frá árinu 1996.
    74     Skagastrandarvegur
         03     við Skagaströnd, lýsing
                 Fjárveiting til almennra verkefna var 3 m.kr. Sett var upp lýsing á 0,7 km langan vegarkafla við Skagaströnd. Samið var við Rafmagnsveitur ríkisins um framkvæmd verksins.
    76     Siglufjarðarvegur
         02     Út-Blönduhlíð
                 Fjárveiting til almennra verkefna var 9 m.kr og var hún notuð til greiðslu skuldar.
         09     Hraun – Almenningsnöf
                 Fjárveiting til almennra verkefna var 34 m.kr og af framkvæmdaátaki 25 m.kr. Til ráðstöfunar voru því 59 m.kr. Lagður var 4,5 km langur kafli frá Hraundal að Almenningsnöf og hann lagður bundnu slitlagi. Verki er ekki að fullu lokið og verður seinna lag klæðingar lagt sumarið 1998. Verktaki við þennan kafla er Möl og sandur hf., Akureyri. Einnig var lokið við efra burðarlag og bundið slitlag á 4,1 km langan kafla frá Hrauni að Hraundal. Fjárveiting var engin en unnið fyrir inneign fyrra árs að upphæð 7,8 m.kr. Verktaki við þann kafla var Stefán Einarsson, Siglunesi.
    702     Heggstaðanesvegur
         01     Hringvegur – Mýrar
                 Fjárveiting til tengivega var 3 m.kr og að auki voru lagðar til 4,8 m.kr. af viðhaldsfé. Vegurinn var styrktur á 5 km löngum kafla og lagfærðir nokkrir snjóastaðir. Verkinu er ekki að fullu lokið. Malarslitlag verður lagt sumarið 1998. Verktaki er Steypustöð Blönduóss ehf., Blönduósi.
    715     Víðidalsvegur
         01     Hringvegur – Kolugil
                 Fjárveiting var 1 m.kr og var hún notuð til greiðslu skuldar.
    722     Vatnsdalsvegur
         01     Þórdísarlundur – Hnjúkur
                 Fjárveiting til tengivega var 16 m.kr. Lagður var 2,8 km langur kafli frá Þórdísarlundi að Hnjúki. Verktaki var Steypustöð Blönduóss ehf., Blönduósi.
    724     Reykjabraut
         01     um Orrastaðaflóa
                 Fjárveiting til tengivega var 23 m.kr. Lagður var 4,5 km langur kafli um Orrastaðaflóa. Verkinu er ekki lokið og verður malarslitlag lagt á árinu 1998 og lokið við frágang vegarins. Verktaki er Steingrímur Ingvarsson, Litlu-Giljá.
    752     Skagafjarðarvegur
         02     Héraðsdalsvegur – Svartárdalsvegur.
                 Fjárveiting til tengivega var 2 m.kr. Greidd var skuld frá fyrra ári.
         03     Svartárdalsvegur – Austurdalsvegur.
                  Engin fjárveiting var til verksins en unnið var fyrir fjárveitingu Skarðsvegar, 2 m.kr. Lagður var 2,5 km langur kafli um Tunguháls. Verkinu er ekki lokið. Eftir er að ljúka frágangi við kaflann um Tunguháls og leggja 3 km frá Tunguhálsi að Hverhólum. Verktaki er Fjörður sf., Seyluhreppi.
     793     Skarðsvegur
         01     Flugvallarvegur – skíðasvæði
                 Fjárveiting til tengivega var 2 m.kr. Framkvæmdum var frestað en fjárveiting lánuð til Skagafjarðarvegar (752), Svartárdalsvegur – Austurdalsvegur.

Norðurland eystra
    1     Hringvegur

         q6     Djúpá hjá Krossi
                 Fjárveiting var engin en eftirstöðvar frá fyrra ári voru 2,5 m.kr. Gamla brúin var brotin niður og gengið frá vegfyllingu yfir steypt bogaræsi sem byggt var 1996. Verktaki var Jarðverk ehf., Nesi.
         q7     Fosshóll – Aðaldalsvegur
                 Fjárveiting til almennra verkefna var 38 m.kr. og af framkvæmdaátaki 62 m.kr. Til ráðstöfunar voru því 100 m.kr. Greidd skuld frá fyrra ári að upphæð 23,4 m.kr. Haldið var áfram við lagningu á nýjum vegi yfir Fljótsheiði og er undirbyggingu að mestu lokið. Verktaki er Háfell ehf., Reykjavík.
         r1     Garður – Geiteyjarströnd
                 Fjárveiting var engin, en eftirstöðvar frá fyrra ári voru 5,6 m.kr. Lagt seinna lag klæðingar á 7,1 km langan kafla frá Syðri Vogum að Geiteyjarströnd. Vinnuflokkur Vegagerðarinnar annaðist verkið.
         vr6–r7     Jökulsá – Biskupsháls
                 Fjárveiting til almennra verkefna var 10 m.kr. og af stórverkefnum, hlut Norðurlands eystra, til tengingar Norður– og Austurlands 96 m.kr., eða samtals 106 m.kr. Greidd var 17,4 m.kr. skuld frá fyrra ári. Lokið við lagningu á 13,3 km löngum kafla frá brú á Jökulsá á Fjöllum að Víðidal og lagt á hann neðra lag klæðingar. Verktaki var Héraðsverk ehf., Egilstöðum.
    82     Ólafsfjarðarvegur
         08     Ólafsfjörður – Vatnsendi
                 Fjárveiting var engin en fyrir lánsfé var lagt seinna lag klæðingar á 3,3 km langan kafla frá Ólafsfirði að Vatnsenda. Vinnuflokkur Vegagerðarinnar annaðist verkið.
     85     Norðausturvegur
         06–09 Tjörnes
                 Fjárveiting til almennra verkefna var 10 m.kr. Greidd var skuld frá fyrra ári.
         11     Lindarbrekka – Uppsveitarvegur
                 Fjárveiting til almennra verkefna var 30 m.kr. Greidd skuld frá fyrra ári að upphæð 10 m.kr. Hafin var lagning á 5 km löngum kafla frá Lindarbrekku að Lyngási. Verktaki er Árni Helgason, Ólafsfirði.
         25     Þistilfjörður, flugvöllur
                 Fjárveiting til almennra verkefna var 8 m.kr. Greidd var skuld frá fyrra ári að upphæð 4 m.kr. Til stóð að leggja seinna lag klæðingar á 6,1 km langan kafla frá Hölkná að Laxárdalsvegi, 1,6 km langan kafla á Langanesvegi og 0,4 km langan kafla á Flugvallarvegi, samtals 8,1 km, en af hagkvæmnisástæðum var framkvæmdum frestað til næsta árs.
     87     Kísilvegur
         04-05     Hveravellir – Þverá
                 Fjárveiting var engin en fyrir viðhaldsfé var lagt seinna lag klæðingar á 7,2 km langan kafla frá Þverá að Klambraseli. Vinnuflokkur Vegagerðarinnar annaðist verkið.
     807     Skíðadalsvegur
         01     Sakka – Hofsá
                 Fjárveiting var engin, en eftirstöðvar frá fyrra ári voru 1,5 m.kr. Lagt seinna lag klæðingar á 1,7 km langan kafla frá Brautarhóli að Hofsá. Vinnuflokkur Vegagerðarinnar annaðist verkið.
    848     Mývatnsvegur
         01     Neslandavík – Kísilvegur
                 Fjárveiting til tengivega var 45 m.kr. Hafin var lagning á 6,6 km löngum kafla frá Stekkjarnesi að Kísilvegi. Verktaki er Alverk ehf. og Þingvirki sf., Mývatnssveit.
     853     Hvammavegur
         01     Hagi – Ystihvammur
                 Fjárveiting var engin en fyrir viðhaldsfé var lagt seinna lag klæðingar á 1,7 km langan kafla frá Haga að Ystahvammi. Vinnuflokkur Vegagerðarinnar annaðist verkið.
    867     Öxarfjarðarheiðarvegur
                 Fjárveiting til tengivega var 3 m.kr. Unnið var að tæknilegum undirbúningi og kortagerð.

Austurland
    1     Hringvegur

         Tenging Norður– og Austurlands
                 Fjárveiting af stórverkefnum, hlut Austurlands, til tengingar Norður- og Austurlands, var 22 m.kr og innistæða frá fyrra ári 49 m.kr. Boðinn var út 33 km langur kafli frá Langadal að Ármótaseli sem ljúka á árið 2000. Framkvæmdum frestað þar sem krafist var frekara mats á umhverfisáhrifum. Niðurstöður úr því mati eiga að liggja fyrir fyrri hluta árs 1998.
         t0     Jökulsá á Dal
                 Fjárveiting til stórverkefna var 30 m.kr. og var hún notuð til greiðslu skuldar.
         t1     Skóghlíð – Urriðavatn
                 Fjárveiting til almennra verkefna var 33 m.kr. Lokið undirbyggingu á 8,8 km löngum kafla sem ljúka á 1998. Verktaki er Myllan ehf., Egilsstöðum.
         t3     Lagarfljótsbrú
                 Fjárveiting til brúagerða var 14 m.kr. Byggð göngubrú utan á gömlu brúna og sett á hana vegrið til að auka umferðaröryggi. Vinnuflokkar Vegagerðarinnar sáu um verkið.
         u1     um Breiðdalsá
                 Fjárveiting til almennra verkefna var 18 m.kr., og var hún notuð til greiðslu skuldar.
         u5     um Fossárvík
                 Fjárveiting til brúagerða var 26 m.kr. Framkvæmdum var frestað til næsta árs.
         v7     Laxá í Nesjum
                 Fjárveiting til almennra verkefna var 11 m.kr., og var hún notuð til greiðslu skuldar.
            x5     um Fjallsá
                 Fjárveiting til almennra verkefna var 7 m.kr., og var hún notuð til greiðslu skuldar.
    1     Hringvegur
         y0–y2 Skeiðarársandur
                 Sérstök fjárveiting til endurbyggingar mannvirkja á Skeiðarársandi var 250 m.kr. og 25 m.kr af fjáraukalögum 1997. Samkvæmt lögum um Viðlagatrygg ingu Íslands eru brýr lengri en 50 m tryggðar þar og nam greiðsla tryggingarfjár vegna brúar á Skeiðará 129 m.kr og vegna Gígjukvíslar 221 m.kr eða samtals 350 m.kr.
                 Snemma árs var boðin út endurbygging vegar og varnargarða á austanverð um Skeiðarársandi, um Skeiðará og vestur að farvegi Gígjukvíslar. Endur byggðir voru um 6 km af varnargörðum við Skeiðará og Sæluhúsavatn og 8,8 km af Hringveginum. Auk þess voru lagfærðir stuttir kaflar sem skemmdust í hlaupinu 1996. Verktaki við vegagerð var Arnarfell ehf., Akureyri. Endur byggður var austasti Skeiðarárbrúar, sem tók af í hlaupinu (176 m) og undir staða við vesturenda brúar. Verktaki í stálsmíði yfirbyggingar brúar var Lava hf., Reykjavík, en vinnuflokkar Vegagerðarinnar sáu um byggingu á undirstöð-um brúar og uppsetningu yfirbyggingar.
                 Boðin út endurbygging á 2,5 km löngum vegi, 336 m langri brú og 0,8 km löngum varnargörðum um Gígjukvísl. Framkvæmdir hófust í haust og á að ljúka sumarið 1998. Verktaki við brúarsmíði og jarðvinnu er Ármannsfell ehf. Reykjavík, en vinnuflokkur Vegagerðarinnar sá um niðurrekstur staura undir brúna.
    85     Norðausturvegur
         40     Hlíðarvegur – Deildarlækur
                 Fjárveiting til tengivega var 11 m.kr. og var hún notuð til greiðslu skuldar.
     92     Norðfjarðarvegur
         00     Egilsstaðir
                 Fjárveiting til almennra verkefna var 4 m.kr. Gatnamót við söluskála á Egilsstöðum voru malbikuð að hluta og steyptir kantsteinar. Verkið var unnið í samvinnu við Egilsstaðabæ.
         06     Reyðarfjörður
                 Fjárveiting til almennra verkefna var 4 m.kr. Steyptir voru kantsteinar og löguð skering og gengið frá gatnamótum við Valhöll. Verkið var unnið í sam vinnu við Reyðarfjarðarhrepp.
    93     Seyðisfjarðarvegur
         02     Borgarfjarðarvegur – Langahlíð
                 Fjárveiting af framkvæmdaátaki var 6 m.kr. og var hún notuð til greiðslu skuldar.
         02     Miðhúsaá – Kofi
                 Fjárveiting af framkvæmdaátaki var 18 m.kr. og var hún notuð til greiðslu skuldar.
         03     Kofi – Efri Stafur
                 Fjárveiting var engin. Lokið var undirbyggingu á 5,3 km löngum kafla og lagt neðra lag klæðingar. Verktaki er Héraðsverk ehf., Egilsstöðum.
         03     Fjarðarárbrú
                 Fjárveiting af framkvæmdaátaki var 3 m.kr. og var hún notuð til greiðslu skuldar.
    94     Borgarfjarðarvegur
         07     á Vatnsskarði
                 Fjárveiting til tengivega var 18 m.kr. Greidd 7 m.kr skuld frá fyrra ári, en framkvæmdum frestað til næsta árs.
    96     Suðurfjarðavegur
         03     Þernunes – Vattarnes
                 Fjárveiting var engin, en fyrir eftirstöðvar frá fyrra ári var lokið við bygg ingu á 10,3 km löngum kafla, sem byrjað var á 1996 og hann lagður klæðningu. Verktaki er Hjarðarnesbræður ehf., Hornafirði.
         06     Fáskrúðsfjörður
                 Fjárveiting til almennra verkefna var 4 m.kr. og var hún notuð til greiðslu skuldar.
    99     Hafnarvegur
         02–03      Höfn í Hornafirði
                 Fjárveiting til almennra verkefna var 1 m.kr. Framkvæmdum var frestað.
    917     Hlíðarvegur
         06     um Gljúfursá og um Öxl
                 Fjárveiting til almennra verkefna var 28 m.kr. til kaflans um Gljúfursá og 8 m.kr. til kaflans um Öxl, auk þess var innistæða frá fyrra ári 22 m.kr. Til framkvæmda voru því 58 m.kr. Lokið var nýbyggingu á 2,1 km löngum kafla um Gljúfursá og gengið frá stálröri í stað gömlu brúarinnar. Gengið verður frá malarslitlagi á næsta ári. Lokið var styrkingu á 3,3 km löngum kafla innan og utan við Öxl og byggður 1,24 km langur kafli um Öxl og lagt á hann malarslit lag. Verktaki er Ólafur Stefán Hjaltason, Skála.
     919     Sunnudalsvegur
         01     Hlíðarvegur – Refstaður
                 Fjárveiting til tengivega var 4 m.kr., og var hún notuð til greiðslu skuldar.
     931     Upphéraðsvegur
         04     Brekkugerði – Hengifossá
                 Fjárveiting var engin en innistæða frá 1996 var 18 m.kr. Byrjað á styrkingu og endurbyggingu á 1,4 km löngum kafla innan við Brekku og inn fyrir Hengi fossá. Lagt verður malarslitlag á kaflann sumarið 1998. Verktaki er Myllan ehf., Egilsstöðum.
     932     Egilsstaðavegur
                 Fjárveiting til tengivega var 3 m.kr. og var hún notuð til greiðslu skuldar.
         Einbreið slitlög
                 Fjárveiting til almennra verkefna var 14 m.kr. Breikkuð voru bundin slitlög á þremur stöðum á Austurlandi samtals um 16 km. Á Hafnarvegi (91) í Bakka firði voru breikkaðir 2,9 km , á Hringvegi (1) í Lóni milli Krossaness og Össur ár 5,1 km og á Hringvegi (1) á Mýrum milli Hólms og Smyrlabjarga 8,0 km. Verktaki við lögn klæðingar var Malaravinnslan ehf., Egilsstöðum en vinnu flokkar Vegagerðarinnar sáu um jöfnun undir klæðingu.
Austurlandsgöng
                 Fjárveiting til stórverkefna var 2 m.kr., en verkefninu var frestað.
Þéttbýlisstaðir á Austurlandi
         lagfæringar á þjóðvegum
                 Fjárveiting af framkvæmdaátaki var 10 m.kr. Steyptir voru kantsteinar með þjóðvegum á eftirtöldum þéttbýlisstöðum; Vopnafirði, Fellabæ, Egilsstöðum, Seyðisfirði, Neskaupstað, Eskifirði, Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði, Stöðvarfirði og Breiðdalsvík. Samtals voru steyptir um 3.500 m af kantsteinum. Einnig var lýsing bætt á Bakkafirði og Eskifirði. Verkið var unnið í samvinnu við sveitar félögin, sem leituðu sameiginlega tilboða í verkið. Verktaki var Véltækni hf., Reykjavík.