Ferill 257. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1408 – 257. mál.



Skýrsla



fjármálaráðherra til Alþingis um launaþróun hjá ríkinu með tilliti til launamunar milli karla og kvenna, samkvæmt beiðni .

(Lögð fyrir Alþingi á 122. löggjafarþingi 1997–98.)



INNGANGUR


    Í beiðni um skýrslu á þskj. 314 er þess óskað að fjármálaráðherra flytji Alþingi skýrslu um þróun launamála hjá ríkinu undanfarin tvö ár (þ.e. 1995 og 1996). Í skýrslunni komi m.a. fram upplýsingar um launaþróun með tilliti til launamunar milli karla og kvenna og til hvaða aðgerða hafi verið gripið eða áformað sé að grípa til þess að draga úr slíkum mismun milli kynjanna. Þá er óskað eftir því að gerð verði grein fyrir því hvort dregið hafi úr launamun kynjanna fyrir tilstuðlan kjarasamninga og hvort launakerfi ríkisins séu gagnsæ.
    Í greinargerð með beiðninni um skýrslu fjármálaráðherra kemur fram að tilefni beiðnar innar sé öðrum þræði fullyrðing í greinargerð með frumvarpi til fjárlaga þar sem segir að laun svokallaðra kvennastétta hafi hækkað umfram laun annarra. Einnig að fjármálaráðherra hafi unnið að því að styrkja stöðu kvenna í störfum hjá ríkinu, meðal annars með því að upp lýsa stjórnendur ríkisstofnana um hvernig breyta megi viðhorfum sem haldið hafa við launa mun milli kynjanna.
    Skýrslubeiðendur óska eftir að grein sé gerð fyrir eftirfarandi málefnum:
     a.      um hve miklar hækkanir sé að ræða á tveggja ára tímabili,
     b.      hvernig þessar hækkanir skiptist milli grunnlauna og annarra greiðslna,
     c.      hvaða stéttir eigi í hlut,
     d.      hvernig unnið hafi verið að því að breyta viðhorfum stjórnenda ríkisstofnana til launamisréttis kvenna og karla,
     e.      hvaða árangur hafi náðst í að draga úr launamisrétti milli þeirra karla og kvenna sem vinna hjá ríkinu,
     f.      hvaða árangri aðgerðir fjármálaráðherra hafi skilað í stöðuhækkunum til kvenna eða til að auka hlut þeirra í hópi embættismanna ríkisins,
     g.      hvaða frekari aðgerðir séu fyrirhugaðar til að draga úr launamun milli kynjanna og til að leiðrétta kjör svokallaðra kvennastétta, einkum þeirra sem vinna hin mikilvægu umönnunarstörf.
    Skýrsla þessi er tvískipt. Í fyrri hluta hennar koma fram svör og viðbrögð við a-, b-, c- og e-liðum. Dregnar eru saman staðreyndir og viðmiðanir úr launasafni ríkisins. Í síðari hluta skýrslunnar er vikið að d-, f- og g-liðum og efni þeirra reifað.
    Ráðuneytið vill geta þess að upplýsingar sem hér er byggt á taka til áranna 1991–95. Vík ur það frá því sem skýrslubeiðendur óska eftir. Ástæða þessa er sú að mjög veigamiklar breytingar urðu á starfsmannahaldi ríkisins á árunum 1996–97, annars vegar með flutningi grunnskólans til sveitarfélaga og hins vegar breytingu Pósts og síma í hlutafélag. Vegna þessa eru of margir óvissuþættir í talnagögnum sem er að finna í launasafninu.

I.
HÆKKUN LAUNA OG SKIPTING ÞEIRRA
EFTIR STÉTTARFÉLÖGUM OG KYNI

    Rétt er að geta þess að hér á eftir er alltaf stuðst við meðallaun, en þau eru reiknuð út frá ársverkum. Við útreikningana er ekki tekið tillit til mismunandi forsendna, svo sem þrepa dreifingar og starfsaldurssamsetningar. Meðallaunin eru þannig flokkuð að undir dagvinnu laun flokkast mánaðarlaun, dagvinna, uppbætur á dagvinnu, svo sem orlofsuppbót, desember uppbót og persónuuppbót. Undir yfirvinnulaunum er öll yfirvinna bæði föst og tilfallandi. Undir öðrum launum eru álags- og vaktagreiðslur, nefndarlaun og þóknanir. Allar kostnaðar greiðslur, svo sem akstur, fæði og dagpeningar, eru undanskyldar. Miðað er við að launavísi tala heildarlauna sé 100 á árinu 1990.

1. Þróun launa.
    Meðallaun hafa þróast mismunandi eftir því hvort um er að ræða dagvinnu, yfirvinnu eða önnur laun. Fyrst er greint hvernig meðallaun allra starfsmanna hafa þróast á árunum 1991–95 og síðan eftir bandalögum fyrir sama tímabil.
    Hjá öllum starfsmönnum ríkisins hafa dagvinnulaun hækkað um 13,9%, yfirvinna hefur á sama tímabili hækkað um 15,6% og önnur laun um 20,5%. Heildarlaunahækkanir hafa ver ið 14,3%.
     Hjá Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja (BSRB) hafa dagvinnulaun hækkað um 13%, yfirvinna hefur á sama tímabili hækkað um 6,7% og önnur laun um 26,5%. Heildarlauna hækkanir hafa verið 11,9%.
    Hjá Bandalagi háskólamenntaðra starfsmanna ríkisins (BHMR) hafa dagvinnulaun hækkað um 11,7%, yfirvinna hefur á sama tímabili hækkað um 23,5% og önnur laun um 4,5%. Heildarlaunahækkanir hafa verið 15,1%.
    Hjá Alþýðusambandi Íslands (ASÍ) hafa dagvinnulaun hækkað um 14,4%, yfirvinna hefur á sama tímabili hækkað um 9,5% og önnur laun um 21,4%. Heildarlaunahækkanir hafa verið 11,6%.
    Hjá Kennarasambands Íslands (KÍ) hafa dagvinnulaun hækkað um 11,9%, yfirvinna hefur á sama tímabili hækkað um 20,1% en önnur laun lækkað um 7,8%. Heildarlaunahækk anir hafa verið 13,7%.
     Hjá Farmanna- og fiskimannasambands Íslands (FFS) hafa dagvinnulaun hækkað um 6,8%, yfirvinna hefur á sama tímabili hækkað um 19,8%. Heildarlaunahækkanir hafa verið 12%.

2. Þróun launa eftir tegundum greiðslna og stéttarfélögum.
    Hér er greint frá því hver var þróun meðaldagvinnulauna og meðalheildarlauna, annars vegar hjá körlum og hins vegar konum. Fyrst eru greind laun heildarinnar, því næst innan BSRB, BHM, ASÍ, KÍ, FFS og loks þeirra sem standa utan bandalaga, bæði hjá ASÍ og utan ríkisstarfsmannafélaganna.

a. Í heild.
     Meðalheildarlaun karla og kvenna í þjónustu ríkisins. Þegar borin eru saman meðalheildarlaun karla og kvenna í þjónustu ríkisins á árunum 1991–95 kemur í ljós að meðal heildarlaun kvenna voru í upphafi tímabilsins 70% af meðaldagvinnulaunum karla, en 71% í lok tímabilsins.

Graphic file object1. with height 23 p and width 213 p Left aligned
Graphic file object2. with height 68 p and width 213 p Left aligned
    Meðaldagvinnulaun karla og kvenna í þjónustu ríkisins.
Þegar borin eru saman meðaldagvinnulaun karla og kvenna í þjónustu ríkisins á árunum 1991–95 kemur í ljós að meðal dagvinnulaun kvenna voru í upphafi tímabilsins 85% af meðaldagvinnulaunum karla, en 87% í lok tímabilsins.

Graphic file object3. with height 23 p and width 213 p Left aligned
Graphic file object4. with height 68 p and width 213 p Left aligned
b. Eftir einstökum bandalögum.
    Meðalheildarlaun karla og kvenna í BSRB.
Þegar borin eru saman meðalheildarlaun karla og kvenna í BSRB á árunum 1991–95 eru laun kvenna 71% af launum karla og hefur það verið óbreytt allan tímann.

Graphic file object5. with height 23 p and width 213 p Left aligned
Graphic file object6. with height 68 p and width 213 p Left aligned     Meðaldagvinnulaun karla og kvenna í BSRB. Þegar borin eru meðaldagvinnulaun karla og kvenna í BSRB á árunum 1991–95 eru meðaldagvinnulaun kvenna 92% af launum karla og hefur það verið næstum óbreytt allan tímann.

Graphic file object7. with height 23 p and width 213 p Left aligned
Graphic file object8. with height 68 p and width 213 p Left aligned
     Meðalheildarlaun karla og kvenna í BHMR. Þegar borin eru saman meðalheildarlaun karla og kvenna í BHMR á árunum 1991–95 kemur í ljós að meðalheildarlaun kvenna voru í upphafi tímabilsins 81% af meðaldagvinnulaunum karla, en 84% í lok tímabilsins.

Graphic file object9. with height 23 p and width 213 p Left aligned
Graphic file object:. with height 68 p and width 213 p Left aligned
     Meðaldagvinnulaun karla og kvenna í BHMR. Þegar borin eru saman meðaldagvinnulaun karla og kvenna í BHMR á árunum 1991–95 kemur í ljós að meðaldagvinnulaun kvenna voru í upphafi tímabilsins 91% af meðaldagvinnulaunum karla, en 95% í lok tímabilsins.

Graphic file object;. with height 23 p and width 213 p Left aligned
Graphic file object<. with height 68 p and width 213 p Left aligned      Meðalheildarlaun karla og kvenna í ASÍ. Þegar borin eru saman meðalheildarlaun karla og kvenna í ASÍ á árunum 1991–95 kemur í ljós að laun kvenna eru 68% af launum karla og hefur það verið þannig svo að segja allan tímann.

Graphic file object=. with height 23 p and width 213 p Left aligned
Graphic file object>. with height 68 p and width 213 p Left aligned
    Meðaldagvinnulaun karla og kvenna í ASÍ. Þegar borin eru saman meðaldagvinnulaun karla og kvenna í ASÍ á árunum 1991–95 kemur í ljós að meðaldagvinnulaun kvenna voru í upphafi tímabilsins 83% af meðaldagvinnulaunum karla, en 82% í lok tímabilsins.

Graphic file object?. with height 23 p and width 213 p Left aligned
Graphic file object@. with height 68 p and width 213 p Left aligned
    Meðalheildarlaun karla og kvenna í KÍ.

Graphic file objecta. with height 23 p and width 213 p Left aligned
Graphic file objectb. with height 68 p and width 213 p Left aligned
    Meðaldagvinnulaun karla og kvenna í KÍ.

Graphic file objectc. with height 23 p and width 213 p Left aligned
Graphic file objectd. with height 68 p and width 213 p Left aligned
     Meðalheildarlaun karla og kvenna utan ríkisstarfsmannafélaganna, þ.e. þeirra sem eru í Félagi íslenskra flugumferðarstjóra, Kjarafélagi tæknifræðinga, Stéttarfélagi verkfræðinga, Læknafélagi Íslands vegna sjúkrahúslækna eða heyra undir Kjaradóm og kjaranefnd.

Graphic file objecti. with height 23 p and width 213 p Left aligned
Graphic file objectj. with height 68 p and width 213 p Left aligned
    Meðaldagvinnulaun karla og kvenna utan ríkisstarfsmannafélaganna.

Graphic file objectk. with height 23 p and width 213 p Left aligned
Graphic file objectl. with height 68 p and width 213 p Left aligned
3. Þróun launa eftir aldurshópum og kyni.
    Hér á eftir er gerð grein fyrir þróun launa eftir aldurshópum og kyni innan hvers aldurshóps. Kemur þar fram að laun kvenna hafa hækkað mun meira í öllum aldurshópum, nema á bilinu 30–35 ára, þar hafa karlar fengið meiri hækkun en konur. Rétt er að taka fram að talningin nær til allra sem skila a.m.k. hálfu ársverki.

Breytingar á meðallaunum aldurshópa frá 1991–95.


Graphic file objectm. with height 191 p and width 382 p Left aligned

II.
VIÐHORF STJÓRNENDA TIL LAUNAMUNAR OG STÖÐUHÆKKANA KVENNA
OG AÐGERÐIR TIL AÐ DRAGA ÚR LAUNAMUN

    Fjármálaráðherra hefur unnið að því að við gerð kjarasamninga og á samningstímanum hverju sinni að breyta viðhorfum stjórnenda ríkisstofnana til launamismunar karla og kvenna. Þetta hefur verið gert með mismunandi móti.
    Í fyrsta lagi hefur við kjarasamningagerð undanfarinna ára verið litið svo á að ekki skuli á neinn hátt mismuna starfsmönnum eftir kyni. Áhersla hefur verið lögð á að í stað launa hækkana sem byggðu á mati á starfsaldri komi hækkanir byggðar á aldri þar sem reynslan hafði leitt í ljós að hækkanir byggðar á aldri nýttust konum betur. Þá njóta þær hækkana ef þær hverfa um stundarsakir af vinnumarkaði, t.d. vegna barneigna.
    Í öðru lagi gaf fjármálaráðherra út sérstakt rit um málefnið í febrúar 1996. Þar eru settar fram ýmsar ábendingar um leiðir til að ná fram jafnrétti kynjanna. Ritið var sent öllum for stöðumönnum ríkisstofnana, auk þess sem það var sent til allra stofnana og stéttarfélaga.
    Í þriðja lagi beitti fjármálaráðherra sér fyrir því að meðal allra stofnana fjármálaráðu neytisins var gerð ítarleg könnun á launamun og viðhorfum karla og kvenna til starfa sinna. Greinargerð þessari var dreift opinberlega til stofnana fjármálaráðuneytisins og víðar.
    Í fjórða lagi hefur fjármálaráðherra áréttað sérstaklega í erindisbréfum til forstöðumanna skv. 38. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, að í störfum sínum skuli þeir gæta jafnréttis milli karla og kvenna.
    Í fimmta lagi er í jafnréttisáætlun félagsmálaráðherra, sem nú liggur fyrir hjá Alþingi, gert ráð fyrir að sjónarmið jafnréttis verði fléttað inn í alla þætti stefnumótunar, ákvarðana og aðgerða á vegum ríkisins. Í 4. tölul. III. kafla áætlunarinnar er getið verkefna einstakra ráðu neyta og er verkefnum fjármálaráðuneytisins lýst þar í átta töluliðum, en þeir eru: feðraorlof, ný starfsmannastefna ríkisins og jafnréttismál, áhrif nýs launakerfis á launamun karla og kvenna, reglur um starfslýsingar, fræðsla til yfirmanna opinberra stofnana, átak til að auka hlut kvenna í nefndum og ráðum á vegum ráðuneytisins, jafnréttisnefnd í fjármálaráðuneytinu og endurskoðun á eyðublöðum.
    Ekkert verður fullyrt um hvort viðhorf stjórnenda og starfsmanna hefur breyst til launa karla og kvenna en eins og fram kom í fyrri hluta skýrslunnar eru breytingarnar allmismun andi eftir félögum á árunum 1991–95. Varlegt er að ætla að stórstígar breytingar hafi orðið á árunum 1996–97. Þó verður að hafa í huga að 1996 voru sett ný lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og 1997 voru gerðir kjarasamningar við alla starfsmenn ríkisins sem voru um margt frábrugðnir fyrri samningum.
    Hvort konur hafa notið stöðuhækkana umfram karla á undanförnum árum er ógerlegt að svara fyrir ríkisstarfsmenn í heild. Aftur á móti var kannað sérstaklega hvernig þessu háttaði varðandi embættismenn sem falla undir úrskurðarvald kjaranefndar. Þann fyrirvara verður þó að hafa á þeirri athugun að frá því að lög um Kjaradóm og kjaranefnd voru sett árið 1992 hafa orðið verulegar breytingar á því hverjir falla undir þau. Árið 1992 féllu 74 embættis menn undir úrskurðarvald kjaranefndar. Þar af voru tvær konur. Árið 1997 féllu 468 emb ættismenn undir úrskurðarvald kjaranefndar. Þar af voru 46 konur.
    Í þessari talningu er presta ekki getið, en árið 1992 voru þeir 126 talsins. Þar af voru 14 kvenprestar. Á árinu 1997 voru prestar 142 talsins. Þar af voru 22 kvenprestar.