Ferill 436. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1466 – 436. mál.



Breytingartillögur



við frv. til l. um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr.

Frá meiri hluta landbúnaðarnefndar (GÁ, EgJ, MS, ÁMM, HjálmJ, SJóh).



     1.      Við 11. gr.
       a.      10. tölul. 1. mgr. orðist svo: Austurlandsumdæmi nyrðra: Egilsstaðir og nágrenni, Eskifjörður, Mjóifjörður, Neskaupstaður, Reyðarfjörður, Seyðisfjörður, Norður-Múlasýsla.
       b.      11. tölul. 1. mgr. orðist svo: Austurlandsumdæmi syðra: Fáskrúðsfjarðarhreppur, Búðahreppur, Stöðvarhreppur, Breiðdalshreppur, Djúpavogshreppur.
       c.      Í stað orðanna „Vestfjarðaumdæmi og Þingeyjarumdæmi, en í hvort“ í 2. mgr. komi: Vestfjarðaumdæmi, Þingeyjarumdæmi og Austurlandsumdæmi nyrðra, en í hvert.
     2.      Við 13. gr. Greinin orðist svo:
             Í því skyni að tryggja byggðum fjarri aðsetri dýralæknis reglubundna þjónustu og bráðaþjónustu skal landbúnaðarráðherra setja reglur um greiðslu hluta ferðakostnaðar dýralæknis í samráði við yfirdýralækni, Dýralæknafélag Íslands og Bændasamtök Ís lands.