Stefna í byggðamálum fyrir árin 1999-2001

Þriðjudaginn 02. mars 1999, kl. 16:30:32 (4241)

1999-03-02 16:30:32# 123. lþ. 75.14 fundur 230. mál: #A stefna í byggðamálum fyrir árin 1998-2001# þál., EgJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 75. fundur, 123. lþ.

[16:30]

Egill Jónsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er áreiðanlega hægt að finna leið til þess að finna skarpari stjórnsýsluaðferðir en við eru hafðar um þessar mundir en það hefur hins vegar ekki haldið sérstakri vöku fyrir mér. Ég vek athygli hv. þm. á þeim breytingum sem hafa verið gerðar og á þeim áherslum sem hafa verið gerðar. Þær hafa ekki verið í því fólgnar að styrkja stjórnsýsluna í þessum efnum, heldur að fá fólkinu sem býr úti á landsbyggðinni, sem á þar sín fyrirheit og sínar skyldur og þekkir þar málefni miklu betur en embættiskerfi í Reykjavík, stóraukin byggðavöld í hendur. Það er sú áhersla sem stjórn Byggðastofnunar hefur barist fyrir eða breytt á þessu kjörtímabili og það er sú starfsemi sem við eigum að efla enn meira, gera hana stæltari og sjálfstæðari og enn betur búna til þess að takast á við byggðavandann. Það eru þær pólitísku áherslur sem ég hef skoðun á og vil styðja og er langt yfir það líklegasta aðferðin til þess að ná árangri í byggðamálum. Hver situr á kontórnum skiptir minna máli.