Raforkuver

Fimmtudaginn 11. mars 1999, kl. 10:43:48 (4901)

1999-03-11 10:43:48# 123. lþ. 85.8 fundur 471. mál: #A raforkuver# (Vatnsfells-, Búðarháls- og Villinganesvirkjanir) frv. 48/1999, HG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 85. fundur, 123. lþ.

[10:43]

Hjörleifur Guttormsson:

Virðulegur forseti. Hér er lögð til brtt. af formanni iðnn. sem varðar það að inn í það ákvæði frv. sem varðar virkjunarheimild fyrir Bjarnarflagsvirkjun er tekið ákvæði sem segir að þar við bætist ,,að uppfylltum skilyrðum samkvæmt lögum nr. 36/1974, um verndun Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu.`` Þetta ákvæði skiptir auðvitað efnislega ekki máli vegna þess að lögin eru í gildi en ekki sakar það. Og þó að ég sé andvígur þessu frv. og þingflokkur óháðra hafi lýst andstöðu við það þá styð ég þessa brtt.