Hollustuhættir og mengunarvarnir

Fimmtudaginn 11. mars 1999, kl. 12:10:36 (4934)

1999-03-11 12:10:36# 123. lþ. 85.20 fundur 526. mál: #A hollustuhættir og mengunarvarnir# (gjaldskrá sveitarfélaga) frv. 59/1999, HG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 85. fundur, 123. lþ.

[12:10]

Hjörleifur Guttormsson:

Virðulegur forseti. Hér liggur fyrir tillaga frá stjórnarmeirihluta um að breyta nýlega settum lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir og þessi tillaga var til umræðu um fjögurleytið í nótt. Þar lá fyrir tillaga frá minni hluta, sem ég mæli fyrir, um að vísa málinu til ríkisstjórnarinnar. Aðalatriði frv. eru breytingar á setningu gjaldskráa en síðan fylgir brtt. um að atvinnurekendur og samtök þeirra fái heimild til þess að tilnefna fulltrúa í allar heilbrigðisnefndir með fullum réttindum. Allir hljóta að sjá að fyrirkomulag af þessu tagi gengur ekki og gengur gegn eðlilegri stjórnsýslu. Þeir aðilar sem á að hafa eftirlit með eiga að hafa full réttindi í eftirlitsnefndinni. Þetta er einhver fráleitasti gjörningur sem ég hef séð lengi og undarlegt að þeir vísu menn í meiri hluta nefndarinnar skuli standa að þessu.