Stjórnarskipunarlög

Fimmtudaginn 25. mars 1999, kl. 10:53:03 (0)

1999-03-25 10:53:03# 123. lþ. 91.2 fundur 254. mál: #A stjórnarskipunarlög# frv. +, EgJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 91. fundur, 123. lþ.

[10:53]

Egill Jónsson:

Virðulegi forseti. Ég minni á afstöðu mína eins og hún liggur fyrir og ég hef skýrt hana fyrr við umræðu í þinginu. Þessi afgreiðsla er fráleit og getur tæpast staðið lengi sem slík. Hún hlýtur að leiða það af sér að allt landið verði gert að einu kjördæmi, þetta er aðeins áfangi í þá átt og það er vissulega gjörningur sem mér hugnast ekki. Þess vegna greiði ég atkvæði á móti þessu frv. eins og það liggur fyrir.