Jafnréttisfræðsla fyrir æðstu ráðamenn

Miðvikudaginn 07. október 1998, kl. 14:49:33 (173)

1998-10-07 14:49:33# 123. lþ. 5.9 fundur 23. mál: #A jafnréttisfræðsla fyrir æðstu ráðamenn# þál., HG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 5. fundur, 123. lþ.

[14:49]

Hjörleifur Guttormsson (andsvar):

Virðulegur forseti. Ekki ætla ég að orðlengja þetta mikið. En ef Alþingi ætlar að tryggja þá skyldu gagnvart æðstu ráðamönnum að þeir skuli koma til tiltekinnar auglýstrar fræðslu eða fræðslunámskeiða, þá er náttúrlega vissast að lögfesta það.

Ég held að menn nái svona markmiðum betur með jákvæðari nálgun en í slíku felst og er ekki að mæla með því. Þetta er aðeins vinsamleg ábending til þingnefndar um að skoða orðalag þannig að líklegt sé að markmiðum megi sem best ná fram.