Fjáraukalög 1998

Mánudaginn 07. desember 1998, kl. 14:06:22 (1690)

1998-12-07 14:06:22# 123. lþ. 34.1 fundur 173. mál: #A fjáraukalög 1998# frv. 162/1998, KH (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 34. fundur, 123. lþ.

[14:06]

Kristín Halldórsdóttir:

Herra forseti. Fjárlög þessa árs gerðu ráð fyrir lítils háttar afgangi en nú er ljóst að hallinn verður a.m.k. 3,4 milljarðar kr. Með hliðsjón af þróun síðustu mánaða er líklegt að tekjur af virðisaukaskatti verði umtalsvert minni en áætlað er í þessu frv. eða sem svarar 1,5--2 milljörðum kr. og launahækkanir og lífeyrisskuldbindingar séu vanmetnar um 1 milljarð kr. Þá er ljóst að fjárhagsvandi sjúkrahúsanna í Reykjavík er ekki leystur nema að hluta til í frv. en minni hlutinn leggur reyndar til að þar verði bætt um betur. Með hliðsjón af athugun og viðræðum sem nú eru í gangi hefur minni hlutinn hins vegar ákveðið að draga þessar tillögur sínar til baka til 3. umr.

Herra forseti. Endanleg niðurstaða fjárlaga 1998 gæti orðið halli upp á 6--9 milljarða kr. Meiri hlutinn ber alla ábyrgð á þessu dæmi. Minni hlutinn greiðir ekki atkvæði við sundurliðun 1, né heldur 1., 2., og 3. gr. frv. en styður allflestar brtt. við sundurliðun 2 en situr því næst hjá við afgreiðslu frv. í heild.