Framkvæmdasjóður Íslands

Mánudaginn 07. desember 1998, kl. 14:29:32 (1698)

1998-12-07 14:29:32# 123. lþ. 34.3 fundur 123. mál: #A Framkvæmdasjóður Íslands# (afnám laga) frv. 146/1998, SvG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 34. fundur, 123. lþ.

[14:29]

Svavar Gestsson:

Herra forseti. Ég stend að áliti efh.- og viðskn. um að leggja þessa stofnun niður. Það er ekkert sjálfsagðara. Hins vegar átti ég ekki kost á því að fara yfir það við 2. umr. málsins hvaða skuldbindingar það eru sem ríkissjóður er að yfirtaka frá þessari stofnun sem á mjög merkilega sögu sem heitir Framkvæmdasjóður, Framkvæmdabanki, Byggðastofnun og fleira í gegnum tíðina. Þær skuldbindingar sem ríkissjóður er að taka á sig fyrir þessa sjoppu eru aðallega lífeyrisskuldbindingar. Þær eru gríðarlega háar og hv. efh.- og viðskn. fékk upplýsingar um það við meðferð málsins hve miklar þær væru og ég áskil mér rétt til að gera grein fyrir þeim upplýsingum við 3. umr. málsins, herra forseti.