Gagnagrunnur á heilbrigðissviði

Þriðjudaginn 08. desember 1998, kl. 14:40:57 (1783)

1998-12-08 14:40:57# 123. lþ. 35.1 fundur 109. mál: #A gagnagrunnur á heilbrigðissviði# frv. 139/1998, HG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 35. fundur, 123. lþ.

[14:40]

Hjörleifur Guttormsson (andsvar):

Virðulegur forseti. Það skiptir að sjálfsögðu máli hver spyr og hvernig spurt er þegar leitað er álitsgerða. Það ætti hverjum manni að vera ljóst. Álitsgerð svonefndrar Lagastofnunar Háskóla Íslands, og trúlega heitir hún það formlega þótt hún komi háskólanum ekki við sem stofnun, er svör við spurningum frá Íslenskri erfðagreiningu hf. Auðvitað hefur það áhrif á málsmeðferðina hver spyr. Það liggur í augum uppi. Ekki bara í þessu tilviki heldur almennt. Það er verið að svara spurningum á 99 blaðsíðum. Þetta er mikið verk sem þarna liggur fyrir og sjálfsagt að skoða það og meta. En það hefur augljóslega áhrif hvernig málið er lagt fyrir af þeim sem leitar álitsins sem síðar er komið á framfæri við heilbr.- og trn. En það er ánægjuefni að heyra að áhugi er á því hjá nefndum hv. þingmanni að fara djúpt ofan í málið milli umræðna og það vekur vonir um að ekki sé kannski öll nótt úti í þessu máli.