Fjárlög 1999

Laugardaginn 12. desember 1998, kl. 11:21:47 (2165)

1998-12-12 11:21:47# 123. lþ. 39.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1999# frv. 165/1998, SvG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 39. fundur, 123. lþ.

[11:21]

Svavar Gestsson (andsvar):

Herra forseti. Ég tel auðvitað fulla ástæðu til að þakka ríkisstjórninni fyrir að hafa ekki eyðilagt þessi ytri skilyrði. Þau hafa skilað sér að talsverðu leyti. Hv. þm. má gjarnan vera stoltur af því að hér hefur verið verulegur viðskiptakjarabati, t.d. í olíuverði og fiski. Þingmaðurinn má gjarnan vera stoltur af því en getur ekki þakkað sér og Framsfl. Þannig er það ekki. (ÍGP: Honum yrði kennt um það ef verr gengi.) Þá þekkir þingmaðurinn ekki nógu vel þann sem hér stendur.