Ferill 31. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 31 — 31. mál.



Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um ráðningar í stöður heilsugæslulækna.

Frá Hjörleifi Guttormssyni.



     1.      Hvað er óráðið í margar stöður heilsugæslulækna og hvaða umdæmi er þar um að ræða?
     2.      Í hvaða heilsugæsluumdæmum eru læknar ráðnir til skamms tíma, þ.e. skemur en til eins árs?
     3.      Hvaða ástæður helstar eru fyrir því að erfitt hefur reynst að fá lækna til starfa á heilsugæslustöðvum utan Reykjavíkur?
     4.      Til hvaða aðgerða hyggjast ráðuneytið og landlæknisembættið grípa til að ráða bót á þeim læknaskorti sem víða blasir við?


Skriflegt svar óskast.