Ferill 34. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 34 — 34. mál.


Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um lélegan útsendingarstyrk ljósvakamiðla á Suðurnesjum.

Frá Ágústi Einarssyni.



1.      Hverjar eru ástæður þess að útsendingarstyrkur Ríkisútvarpsins, hljóðvarps og sjónvarps, er mjög lélegur víða á Suðurnesjum?
2.      Hvers vegna hefur ekki verið gripið til aðgerða til að bæta úr þessu?
3.      Finnst ráðherra eðlilegt að íbúar Suðurnesja greiði fullt afnotagjald fyrir þjónustu sem er í reynd ekki innt af hendi á fullnægjandi hátt?
4.      Er ráðherra reiðubúinn að stuðla að samvinnu Ríkisútvarpsins og Íslenska útvarpsfélagsins til að ráða bót á þessu vandamáli?