Ferill 42. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 42 — 42. mál.



Frumvarp til laga



um breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 45/1998.

(Lagt fyrir Alþingi á 123. löggjafarþingi 1998–99.)



1. gr.


    1. mgr. 105. gr. laganna orðast svo:
    Lög þessi öðlast þegar gildi.

2. gr.


    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Um frumvarp þetta, sem lagt er fyrir Alþingi skv. 28. gr. stjórnarskrárinnar, vísast að öðru leyti til fylgiskjals.



Fylgiskjal I.



BRÁÐABIRGÐALÖG


um breytingu á sveitarstjórnarlögum nr. 45/1998.



H ANDHAFAR VALDS FORSETA Í SLANDS
    samkvæmt 8. gr. stjórnarskrárinnar
forsætisráðherra, forseti Alþingis og forseti Hæstaréttar,
gjöra kunnugt: Félagsmálaráðherra hefur tjáð okkur að vegna þess að sveitarstjórnarlög nr.     45/1998 voru lögformlega birt 5. júní 1998, þótt þau kvæðu á um að þau öðluðust gildi 1. júní 1998, þyki leika vafi á hvort lögin hafi öðlast gildi eða hvort þau geri það fyrst 1. október 1998. Í því skyni að eyða þessari réttaróvissu og tryggja eðlilega stjórnsýslu sveit­arfélaganna ber brýna nauðsyn til að breyta gildistökuákvæði sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998 þannig að þau öðlist án alls efa gildi nú þegar í samræmi við ótvíræðan vilja Al­þingis, sbr. athugasemdir við 105. gr. frumvarps til sveitarstjórnarlaga.
              Fyrir því eru hér með sett svofelld bráðabirgðalög skv. 28. gr. stjórnarskrárinnar:

1. gr.


    1. mgr. 105. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 45/1998, orðast svo:
    Lög þessi öðlast þegar gildi.


2. gr.


    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Gjört í Reykjavík, 10. júlí 1998.



Davíð Oddsson.



Ólafur G. Einarsson.


(L. S.)


Pétur Kr. Hafstein.




Páll Pétursson.




Fylgiskjal II.



Fjármálaráðuneyti,
fjárlagaskrifstofa:


Umsögn um frumvarp til laga um
breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 45/1998.

         Frumvarpið er til staðfestingar á bráðabirgðalögum frá 10. júlí 1998 en þau voru sett til að taka af tvímæli um gildistöku sveitarstjórnarlaga, nr. 45/1998. Samkvæmt ákvæðum laganna áttu þau að öðlast gildi 1. júní 1998. Þau voru hins vegar ekki lögformlega birt fyrr en 5. júní 1998. Í ljósi 7. gr. laga nr. 64/1943, um birtingu laga og stjórnvaldaerinda, mátti álykta að sveitarstjórnarlögin öðluðust ekki gildi fyrr en 1. október 1998. Með bráðabirgða­lögunum voru tekin af öll tvímæli um að gildistaka sveitarstjórnarlaganna væri 10. júlí 1998 en ekki 1. október 1998.
    Hvorki verður séð að skapast hafi kostnaðarauki fyrir ríkissjóð á ofangreindu tímabili né að samþykkt frumvarpsins skapi ríkissjóði útgjöld umfram það sem gerð var grein fyrir þegar frumvarp til sveitarstjórnarlaga var til meðferðar á síðasta þingi.