Ferill 189. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 205  —  189. mál.




Fyrirspurn



til viðskiptaráðherra um samkeppnishindranir.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



     1.      Hvaða mál er varða samkeppnishindranir hafa verið til umfjöllunar og meðferðar hjá Samkeppnisstofnun, sbr. skýrslu viðskiptaráðherra til Alþingis samkvæmt beiðni um við­skipta- og samkeppnishætti í banka-, olíu-, trygginga- og flutningsviðskiptum frá 20. desember 1997?
     2.      Hversu umfangsmikil eru þessi mál og á hvaða mörkuðum eru þau?
     3.      Liggja fyrir niðurstöður í einhverjum eða öllum áðurgreindum málum og þá hverjum?
     4.      Mun ráðherra í ljósi niðurstöðu þessara mála hjá Samkeppnisstofnun gefa Alþingi fyllri svör en fram komu í skýrslu hans á 122. löggjafarþingi, en þar kom fram að sumum spurningum skýrslubeiðenda yrði svarað þegar niðurstaða samkeppnisyfirvalda lægi fyr­ir, sem átti að vera á þessu ári?


Skriflegt svar óskast.