Ferill 190. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 206  —  190. mál.




Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um greiðslur til starfsmanna í B-hluta stofnunum ríkisins.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



     1.      Hver er skýring þess að yfir 80% þóknana og greiðslna fyrir nefndarstörf til starfsmanna í B-hluta stofnunum ríkisins komu í hlut karla, en innan við 20% í hlut kvenna, á árunum 1995 og 1996?
     2.      Hver er skýring þess að 89% akstursgreiðslna í sömu stofnunum, m.a. vegna lokaðra aksturssamninga, komu í hlut karla en 11% í hlut kvenna á árunum 1995 og 1996 ?
     3.      Telur ráðherra framangreind greiðsluhlutföll eðlileg og mun hann beita sér fyrir að jöfnuður verði í þessum greiðslum milli kynja?