Ferill 235. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 266  —  235. mál.




Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um rekstrartap fyrirtækja.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



     1.      Hvert var uppsafnað yfirfæranlegt rekstrartap fyrirtækja í ársbyrjun 1996 og 1997?
     2.      Hvað hefur nýting rekstrartapsins leitt til mikillar lækkunar á skattstofni fyrirtækja tekjuárin 1996 og 1997 og hvert var tekjutap ríkissjóðs af þeim ástæðum á þessum árum?
     3.      Hvert var ónýtt yfirfæranlegt rekstrartap í árslok 1997 og hver er skipting þess eftir atvinnugreinum?
     4.      Hversu mörg fyrirtæki sem sýndu hagnað á árunum 1997 og 1998 voru skattlaus vegna nýtingar á yfirfæranlegu tapi og hver var hagnaður þeirra á þessum árum, sundurliðað eftir atvinnugreinum?


Skriflegt svar óskast.