Ferill 238. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 269  —  238. mál.




Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um móttökuskilyrði ríkisútvarps og ríkissjónvarps á Vesturlandi.

Frá Magnúsi Stefánssyni.



     1.      Hvað hefur Ríkisútvarpið gert á síðustu árum til þess að bæta móttökuskilyrði útvarps og sjónvarps á Vesturlandi?
     2.      Hefur Ríkisútvarpið áform um aðgerðir til að bæta móttökuskilyrðin á Vesturlandi þannig að allir Vestlendingar geti notið þjónustu Ríkisútvarpsins á fullnægjandi hátt?
     3.      Finnst ráðherra eðlilegt að þeir íbúar Vesturlands sem ekki geta notið þjónustu Ríkisútvarpsins á fullnægjandi hátt vegna lélegra móttökuskilyrða greiði fullt afnotagjald til Ríkisútvarpsins?