Ferill 239. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 270  —  239. mál.




Fyrirspurn



til samgönguráðherra um samkeppnisrekstur Landssímans.

Frá Lúðvík Bergvinssyni.



     1.      Hefur fjárreiðum þeirra deilda Landssímans hf., sem eru í samkeppni um einkaréttarþjónustu, verið haldið aðskildum frá öðrum rekstri, sbr. 11. gr. laga nr. 103/1996?
     2.      Hvaða deildir telur Landssíminn hf. að séu í samkeppnisrekstri?
     3.      Eru fjármumir fluttir frá deildum, sem eru ekki í samkeppnisrekstri, til deilda sem eru í slíkum rekstri?
     4.      Hver var hagnaður eða tap hverrar deildar á árinu 1997?
     5.      Hver var upphafleg fjárfesting Landssímans hf. (P&S) í Cantat-3 strengnum og hversu mikil bandvídd var keypt?
     6.      Hver er rekstrarkostnaður Landssímans hf. við Cantat-3 á ári?
     7.      Hve mikil bandvídd Landssíma hf. og forvera hans (P&S) hefur verið í notkun (seld ) 1995, 1996 og 1997? — Óskað er eftir að svar verði sundurliðað eftir árum og í eftir­farandi flokka:
       a.      Ísland – Kanada,
       b.      Ísland – Evrópa,
       c.      Kanada – Evrópa.
        Enn fremur er óskað eftir að í svari verði sundurliðað hvert sé meðalsöluverð Landssím­ans hf. og forvera hans á fyrrgreindum leiðum hvert áranna 1995–97 á Mbit.


Skriflegt svar óskast.