Ferill 240. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 271  —  240. mál.




Fyrirspurn



til viðskiptaráðherra um viðskiptahætti Landssímans.

Frá Lúðvík Bergvinssyni.



     1.      Hvernig getur Landssíminn hf. boðið viðskiptavinum í GSM-farsímaþjónustu að velja sér símanúmer í almenna talsímakerfinu og NMT-kerfinu sem hægt er að hringja í á lægra gjaldi í þjónustuflokknum „Vinir og vandamenn“ án þess að brjóta gegn ákvörð­unarorðum samkeppnisráðs nr. 41/1997, um að óheimilt sé að tvinna saman viðskipti fjarskiptaþjónustu og aðra þjónustu félagsins?
     2.      Hversu mörg erindi hafa borist Samkeppnisstofnun um meint brot Landssímans hf. og forvera hans (P&S) á samkeppnislögum?
     3.      Hve mörg erindi um meint brot Landssímans hf. eru í meðferð hjá Samkeppnisstofnun nú?
     4.      Hversu langan tíma hefur tekið að afgreiða hvert þeirra erinda sem Samkeppnisstofnun hefur afgreitt og varða meint brot Landssímans hf. og forvera hans?


Skriflegt svar óskast.