Ferill 243. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 275  —  243. mál.




Fyrirspurn



til viðskiptaráðherra um samskipti smásala og framleiðenda á neytendavörumarkaði.

Frá Tómasi Inga Olrich.



     1.      Hefur ráðherra eða Samkeppnisstofnun látið kanna hvaða áhrif samþjöppun á smásölumarkaði neytendavöru, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu, hefur á samband og við­skiptakjör framleiðenda og smásala? Hafi það verið gert, hverjar eru helstu niðurstöður hennar? Hafi slík könnun ekki verið gerð, hyggst ráðherra beita sér fyrir henni?
     2.      Fylgjast samkeppnisyfirvöld sérstaklega með háttsemi markaðsráðandi verslanakeðja til þess að koma í veg fyrir að þær misbeiti ráðandi markaðsstöðu sinni?
     3.      Er ráðherra kunnugt um að fyrir liggi upplýsingar hjá Samkeppnisstofnun um að markaðsráðandi fyrirtæki selji vörur um lengri eða skemmri tíma án álagningar og í sumum tilfellum langt undir kostnaðarverði? Hyggst ráðherra beita sér fyrir því að markaðsráð­andi fyrirtækjum verði bannað að selja vörur undir kostnaðarverði?
     4.      Hefur verið kannað hvernig afsláttur framleiðenda til smásala skilar sér til neytenda?
     5.      Hefur verið kannað hvort álagning á íslenskar framleiðsluvörur er að jafnaði hærri hjá smásölum en á innfluttar vörur?
     6.      Hyggst ráðherra beita sér fyrir endurskoðun samkeppnislaga sem eru orðin fimm ára? Ef svo er, verður í þeirri endurskoðun hugað sérstaklega að því að herða eftirlit með háttsemi markaðsráðandi fyrirtækja?


Skriflegt svar óskast.














Prentað upp.