Ferill 246. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 278  —  246. mál.



Frumvarp til laga



um breytingu á lögum nr. 10/1990, um laun forseta Íslands.

Flm.: Ólafur Hannibalsson, Pétur H. Blöndal.



1. gr.

    Orðin „og er undanþeginn öllum opinberum gjöldum og sköttum“ í 2. gr. laganna falla brott.

2. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1999.
    Við gildistöku þessara laga verða eftirfarandi breytingar:
     1.      1. tölul. 1. mgr. 3. gr. tollalaga, nr. 55/1987, fellur brott.
     2.      Orðin „Forseti Íslands og maki hans“ í 3. mgr. 2. gr. laga nr. 94/1996, um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur, falla brott.
     3.      1. tölul. 1. mgr. 4. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, fellur brott.
     4.      1. tölul. 1. mgr. 5. gr. laga nr. 113/1990, um tryggingagjald, fellur brott.

Ákvæði til bráðabirgða.

    Forsætisráðherra skal láta meta kjaraskerðingu forseta Íslands sem hlýst af lögfestingu þessara laga. Bæta skal forseta Íslands þá kjaraskerðingu með hækkun á mánaðarlaunum.

Greinargerð.     


    Markmið frumvarpsins er að gera launakjör forseta Íslands gagnsæ. Það á að vera megin­forsenda skattalöggjafar að hún sé einföld og að jafnræðis þegnanna sé gætt. Stefnt skal að fækkun undanþágna frá skattskyldu.
    Bráðabirgðaákvæðinu er ætlað að tryggja að forsetinn njóti sömu launakjara eftir breyt­inguna og fyrir.
    Frumvarp svipaðs efnis var flutt á 120. löggjafarþingi (224. mál) en hlaut ekki af­greiðslu. Bráðabirgðaákvæði í þessu frumarpi er þó nýtt. Áðurnefndu frumvarpi fylgdi ítar­leg greinargerð ásamt fylgiskjölum og vísast til þess um frekari rökstuðning fyrir frumvarpi þessu.