Ferill 251. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 284  —  251. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra um stefnumótun í heilbrigðismálum.

Frá Ólafi Hannibalssyni.



    Hvað hefur breyst frá því eftirfarandi stefnumótun var sett fram af heilbrigðisráðuneytinu í mars 1997: „Þeirri meginreglu verður fylgt að upplýsingar séu varðveittar þar sem þær verða til. Ekki er áformað að setja upp miðlæga gagnabanka með persónutengdum upplýsingum um heilsufarsmálefni.“ (Stefnumótun í upplýsingamálum innan heilbrigðiskerfisins, heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, rit 1 1997, 3. liður, bls. 4.) — og þar til frumvarpið um gagna­grunn á heilbrigðissviði kom fram ári síðar?


Skriflegt svar óskast.