Ferill 257. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 295  —  257. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra um reglur um endurgreiðslu á ferðakostnaði sjúk­linga.

Frá Steingrími J. Sigfússyni.



     1.      Hvað veldur því að ferðakostnaður sjúklinga sem þurfa að leita sér lækninga fjarri heimabyggð vegna ýmissa algengra sjúkdóma, t.d. þvagfærasjúkdóma sem oft hrjá aldr­að fólk, er ekki endurgreiddur af Tryggingastofnun ríkisins?
     2.      Á hvaða forsendum, læknisfræðilegum, félagslegum o.s.frv., byggist mat á því hvort kostnaður af tilteknum sjúkdómi er endurgreiddur eða ekki?
     3.      Er fyrirhuguð endurskoðun á þessum reglum?