Ferill 273. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 311  —  273. mál.




Fyrirspurn



til umhverfisráðherra um bifreiðaumferð og losun gróðurhúsalofts á Reykjanesbraut.

Frá Hjörleifi Guttormssyni.



     1.      Hver er núverandi notkun bensíns og dísilolíu í núverandi bifreiðaumferð milli Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar, að meðtalinni umferð að Leifsstöð?
     2.      Liggja fyrir áætlanir um umferðarþunga og bensín- og dísilolíunotkun á umræddri leið, t.d. til ársins 2020, og hver yrði þá áætluð notkun jarðefnaeldsneytis?
     3.      Hver er áætluð losun gróðurhúsalofts frá bifreiðaumferð skv. 1. og 2. lið hér að framan, talið í CO2-ígildum?


Skriflegt svar óskast.