Ferill 167. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 355  —  167. mál.




Svar



sjávarútvegsráðherra við fyrirspurn Gísla S. Einarssonar um aðstoð við smábátaútgerð.

     1.      Hyggst ráðuneytið kanna hvaða áhrif það mun hafa á afkomu þeirra fjölmörgu byggðarlaga sem hafa beinlínis þrifist á útgerð dagabáta ef ekkert verður að gert, í ljósi þess t.d. að þriðji hver þorskur sem landað var á Vestfjörðum síðasta sumar var úr smábátum?
    Samkvæmt meðfylgjandi tveimur töflum var sjöundi hver þorskur sem landað var á Vest­fjörðum á síðasta fiskveiðiári úr dagabátum, eða um 3.000 lestir af um 21.400 lestum alls. Af lönduðum þorskafla áttu aflamarksskip um 14.000 lestir (úthlutað aflamark var um 17.300 lestir) og smábátar á þorskaflahámarki um 4.400 lestir, sem er örlitlu hærra en úthlutað þorsk­aflahámark þeirra. Af töflunum sést enn fremur að þorskaflahámarksbátum fjölgaði um 19 á svæðinu frá 1. september 1997 til 1. september 1998 og eru nú 78 með meira en 6.600 lesta þorskaflahámark. Dagabátum hefur hins vegar fækkað um fimm og eru nú 63.
    Ljóst er því að ekki er ástæða til að ætla að landaður þorskafli úr krókabátum verði minni á Vestfjörðum á þessu fiskveiðiári en því síðasta þótt miðað væri við meðaltalsveiðiheimild á hvern dagabát, sem er um 9 lestir, en fyrirkomulag á veiðum þeirra hefur verið til umræðu milli ráðuneytis og Landssambands smábátaeigenda, eins og kunnugt er. Úthlutað aflamark til aflamarksskipa á svæðinu hækkar um 500 lestir milli þessara tveggja ára.

     2.      Hvort telur ráðherra vænlegra að hverfa til fyrri aðferða með svokallaðri „Vestfjarðaaðstoð“ í formi hundruða milljóna króna beinna styrkja úr ríkissjóði eða gera þessum bátum kleift að vera byggðarlögunum sú lyftistöng sem þeir hafa verið?
    Eins og fram kemur í svari við 1. lið eru ekki efni til að ætla að landaður þorskafli úr smá­bátum á Vestfjörðum verði minni á yfirstandandi fiskveiðiári heldur en á því síðasta.


Hér er myndað efni sem sést ekki í vefútgáfu





Hér er myndað efni sem sést ekki í vefútgáfu