Ferill 305. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 365  —  305. mál.




Fyrirspurn



til sjávarútvegsráðherra um tilraunaveiðar á túnfiski.

Frá Kristjáni Pálssyni.



     1.      Hver er árangur tilraunaveiða á túnfiski á þessu ári miðað við fyrri ár?
     2.      Er fyrirhugað að breyta úreldingarreglum fiskiskipa svo að íslenskir útgerðarmenn geti leigt sér túnfiskveiðiskip til veiða í íslensku fiskveiðilögsögunni án þess að kaupa sér úr­eldingu á móti?
     3.      Hafa verið teknar upp viðræður við Færeyinga um samnýtingu lögsögu ríkjanna til túnfiskveiða?
     4.      Hafa einhverjar viðræður farið fram um inngöngu í Alþjóðatúnfiskráðið?