Ferill 307. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 367  —  307. mál.




Fyrirspurn



til umhverfisráðherra um sérstakar rannsóknir á rjúpnastofninum á Suðvesturlandi.

Frá Kristjáni Pálssyni.



     1.      Hyggst ráðherra beita sér fyrir því að rjúpnastofninn á Suðvesturlandi verði rannsakaður sérstaklega vegna fækkunar rjúpunnar á því svæði og leitað verði að ástæðum þess að stofnstærðarbreytingar þar fylgja ekki breytingum í öðrum landshlutum?
     2.      Er fyrirhugað að verja fé til rannsókna á villtum fuglum sem leyft er að veiða umfram það sem innheimtist árlega með veiðikortagjaldi?
     3.      Hvaða rannsóknir fara nú fram eða eru fyrirhugaðar á villtum fuglum og dýrum sem leyft er að veiða?