Ferill 320. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 387  —  320. mál.




Fyrirspurn



til iðnaðarráðherra um iðnfyrirtæki í matvælaframleiðslu, hreinlætisvöru- og plastiðnaði.

Frá Þórunni H. Sveinbjörnsdóttur.



     1.      Hvernig hefur samkeppnisstaða íslenskrar matvælaframleiðslu þróast á síðustu missirum í samanburði við iðnaðinn í heild og aðrar greinar?
     2.      Hefur orðið samdráttur hjá iðnfyrirtækjum í matvælaframleiðslu, hreinlætisvöru- og plastiðnaði á þessum tíma með tilliti til tekna og afkomu? Ef svo er, er það lýsandi fyrir iðnaðinn í heild?
     3.      Hvað hefur störfum í þessum fyrirtækjum fækkað mikið á sama tíma?
     4.      Mun ráðherra bregðast á einhvern hátt við samdrætti í fyrrnefndum greinum?