Ferill 338. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 429  —  338. mál.




Fyrirspurn



til dómsmálaráðherra um einangrunar- og gæsluvarðhaldsvistun.

Frá Margréti Frímannsdóttur.



     1.      Hvaða reglur gilda hvað varðar ákvörðun um lengd einangrunar- og/eða gæsluvarðhaldsvistunar fanga? Hversu lengi má halda einstaklingi í einangrun og/eða gæsluvarðhaldi?
     2.      Hverjir taka ákvörðun um framlengingu einangrunar og/eða gæsluvarðhalds?
     3.      Er um að ræða reglubundið eftirlit heilsugæslulæknis, geðlæknis eða annarra sérfræðinga á sviði heilsugæslu á meðan fangi dvelur í gæsluvarðhaldi eða einangrun? Ef svo er, hversu oft fer slíkt eftirlit fram?
     4.      Samrýmast gildandi reglur þeim alþjóðasamningum sem Íslendingar eru aðilar að og varða mannréttindi? Hefur ráðherra í hyggju að breyta reglum um gæsluvarðhald og/eða einangrun? Ef svo er, í hverju eru þær breytingar fólgnar?