Ferill 358. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 494  —  358. mál.




Fyrirspurn



til umhverfisráðherra um svæðisskipulag fyrir miðhálendið.

Frá Ágústi Einarssyni.



     1.      Hversu miklu fé hefur verið varið í svæðisskipulag fyrir miðhálendið, hvernig er sundurliðun þess og til hverra hafa greiðslur runnið?
     2.      Hverjir bera faglega ábyrgð á vinnu við svæðisskipulagið?
     3.      Hvað bárust mörg tilboð þegar vinna við svæðisskipulag fyrir miðhálendið var boðin út árið 1994, hversu há voru þau, frá hverjum, hvaða tilboði var tekið og hvaða faglegar forsendur voru lagðar til grundvallar ákvörðuninni?
     4.      Hefur kostnaður við svæðisskipulagið farið fram úr því tilboði sem tekið var, sbr. 3. lið? Ef svo er, hvers vegna, hversu mikið, hver ber ábyrgð á því og hafa útgjöld ríkisins auk­ist vegna þessa umfram það sem áætlað var?
     5.      Var tekið fullt tillit til fyrri samþykkta Alþingis um landnotkun á miðhálendinu við gerð skipulagsins og hvað bindur það landnotkun á þessu svæði til margra ára ef það hlýtur staðfestingu ráðherra?
     6.      Hvaða umhverfissjónarmið voru lögð til grundvallar við gerð skipulagsins, hvernig var tekið tillit til þeirra og til hvaða ráðgjafa var leitað á því sviði?
     7.      Liggur fyrir til lokaafgreiðslu hjá Skipulagsstofnun og/eða ráðherra endanleg skipulagstillaga fyrir miðhálendið og ef svo er, hvenær var hún gerð opinber og hvenær má vænta afstöðu stofnunarinnar og/eða ráðherra?


Skriflegt svar óskast.