Ferill 353. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 647  —  353. mál.




Svar



heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra við fyrirspurn Svavars Gestssonar um lífeyri sjómanna.

     1.      Hve margir sjómenn 60–65 ára nutu ellilífeyris árið 1997 samkvæmt sérstökum ákvæðum í lögum um almannatryggingar?
    57 sjómenn.

     2.      Hve margir sjómenn 60–65 ára fengu árið 1997 tekjutryggingu óskerta samkvæmt sama lagaákvæði?
    Fjórir sjómenn.

     3.      Hverju nam heildarkostnaður Tryggingastofnunar ríkisins 1997 vegna lífeyris sjómanna á aldrinum 60–65 ára? Hér er átt við allar lífeyrisgreiðslur og lífeyristengdar greiðslur sjómanna.
    12,8 millj. kr.

    Sjómannalífeyrir er greiddur frá 60 til 67 ára aldurs. Þá tekur við almennur ellilífeyrir. Í desember 1997 var fjöldi allra sjómannalífeyrisþega 139 og af þeim fengu níu óskerta tekju­tryggingu. Heildargreiðslur til sjómannalífeyrisþega á árinu 1997 voru 41,6 millj. kr.