Ferill 382. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 651  —  382. mál.




Fyrirspurn



til landbúnaðarráðherra um markaðssetningu íslenska hestsins.

Frá Gísla S. Einarssyni.



     1.      Hvernig hefur verið staðið að markaðssetningu íslenska hestsins í Norður-Ameríku, Englandi, Frakklandi, Belgíu, Hollandi, Þýskalandi, Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Nýja-Sjálandi, Færeyjum og á Grænlandi?
     2.      Hvenær hófst markaðsstarf í hverju þessara landa fyrir sig og hverjir hafa unnið að markaðssetningunni?
     3.      Hvaða áform eru um markaðsstarf í áðurnefndum löndum?
     4.      Hversu mörg íslensk hross hafa verið seld til hvers þessara landa?
     5.      Hver er markaðshlutdeild íslenskra hesta sem ræktaðir eru í framangreindum löndum samanborið við hesta sem seldir eru héðan?
     6.      Hverjir hafa sótt um stuðning til markaðssetningar hesta í þessum löndum sl. 10 ár? Hverjir hafa fengið stuðning?
     7.      Er áformað að styrkja útflutning og markaðsstöðu íslenskra hrossa í þessum löndum? Ef svo er, á hvern hátt?


Skriflegt svar óskast.