Ferill 429. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 705  —  429. mál.




Fyrirspurn



til umhverfisráðherra um Náttúrugripasafn Íslands.

Frá Ágústi Einarssyni.



     1.      Er að vænta úrbóta, og þá hverra og hvenær, í húsnæðismálum Náttúrugripasafns Íslands en það hefur verið í bráðabirgðahúsnæði í 70 ár þrátt fyrir fyrirheit um úrbætur, m.a. frá árinu 1992 þegar Náttúrugripasafnið (sýningarsafn) var gert að sameign Nátt­úrufræðistofnunar Íslands, Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands?
     2.      Eru fyrirhugaðar breytingar á starfsemi safnsins, svo sem lagabreytingar, aukning umsvifa eða ráðning aðila til að bera ábyrgð á daglegum rekstri þess?
     3.      Mun ráðherra beita sér fyrir því að reist verði myndarlegt náttúrugripa- og fiskasafn sem nýtist sem vísinda- og sýningarsafn?
     4.      Er ráðherra reiðubúinn að beita sér fyrir úttekt á áhrifum veglegs náttúrugripasafns sem hluta af ferðaþjónustu?