Ferill 394. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 720  —  394. mál.




Svar



landbúnaðarráðherra við fyrirspurn Sigríðar Jóhannesdóttur, Gísla S. Einarssonar og Kristínar Halldórsdóttur um ráðstöfunarfé ráðherra.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hvernig hefur verið varið 6 millj. kr. framlagi til ráðstöfunar samkvæmt ákvörðun ráðherra á lið 04-199 í fjárlögum 1998, sundurliðað eftir verkefnum?

Ráðstöfunarfé ráðherra 04-101 1.01. Framlög 1998.
þús. kr.
Búvélasafn á Hvanneyri, stofnstyrkur
500
Norðuráll ehf., grunnrannsóknir á álaveiðum og vinnslu
300
Myndbær, gerð kynningarmyndar um landbúnaðarframleiðslu o.fl.
400
Iðnþróunarfélag Norðurlands vestra, könnun á atvinnuþátttöku kvenna í sveitum
250
Framtíðarstofnun, ráðstefna um sjálfbæra þróun
100
Víðir ehf., þróunar og markaðsstarf á sviði matvælaframleiðslu
250
Melgerðismelar, undirbúningur landsmóts hestamanna 1998
400
Félag íslenskra einkaflugmanna, auglýsing um gróðurvernd
50
Skaftárhreppur, umhverfisverkefni ferðaþjónustufyrirtækja
200
Ungmennasamband Vestur-Skaftafellssýslu, verkefni, ungt fólk – landbúnaður
100
Keypt kandídatsritgerð um landbúnaðarmál
25
Kynning á íslenska hestinum í Frakklandi
250
Sýning – Útivist fyrir alla
100
Lífsmynd ehf., náttúru- og mannlífskvikmynd um Þingvallavatn
200
Félag íslenskra matreiðslumanna, þátttaka í alþjóðakeppni með áherslu á lífrænt ræktað hráefni
125
Dýralæknafélag Íslands, fundur formanna dýralæknafélaga á Norðurlöndum og Eystrasaltslöndum
100
Matvæla- og næringarfræðingafél. Íslands, kynning á sviði matvælaframleiðslu á matvæladegi 1998
100
Námsstefna um tengsl skógræktar og koltvísýringsbindingar, haldin í Reykjavík 31. júlí 1998
100
Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum, ráðstefna um riðuveiki og mæðuveiki
500
Ráðstefna bókavarða í september 1998
50
Æðarræktarfélag Íslands, rit um æðarfugl og æðarrækt á Íslandi
500
Víkurlax ehf., þróunarvinna í bleikjueldi
200
Námsferð landafræðinema í Kennaraháskóla Íslands.
50
Skógræktarfélag Eyfirðinga vegna nytjaskógræktar
1.000
Umhverfisverkefni í Litla-Skarði í Mýrasýslu
50
Varðveisla minja um gamla búskaparhætti
200
Samtals
6.100