Ferill 438. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 736  —  438. mál.




Fyrirspurn



til dóms- og kirkjumálaráðherra um framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum.

Frá Kristínu Ástgeirsdóttur.



     1.      Til hvaða aðgerða hefur verið gripið til að fjölga konum í lögreglunni, sbr. lið 2.4 í framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar um aðgerðir til að ná fram jafnrétti kynjanna? Hvaða niðurstöður liggja fyrir um stöðu kvenna innan lögreglunnar, sbr. sama lið?
     2.      Hversu mörg námskeið hafa verið haldin um mannréttindi kvenna fyrir opinbera embættismenn, hversu margir hafa sótt þau námskeið og hvaða stofnanir hafa notið þeirra, sbr. lið 2.9 í framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar?
     3.      Er hafin könnun á stöðu jafnréttismála í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu og stofnunum sem undir það heyra, sbr. lið 2.10? Ef svo er, hvað hefur hún leitt í ljós?
     4.      Hvað líður gerð áætlana um jafna stöðu kynjanna í ráðuneytinu og stofnunum sem undir það heyra, sbr. lið 2.10? Hversu margar þeirra stofnana sem heyra undir ráðuneytið hafa þegar gert slíkar áætlanir?


Skriflegt svar óskast.