Ferill 461. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 760  —  461. mál.




Fyrirspurn



til landbúnaðarráðherra um aðstöðu fyrir ferðafólk í skóglendum ríkisins.

Frá Margréti Frímannsdóttur.



     1.      Um hvers konar aðstöðu er að ræða í markmiðslýsingu Skógræktar ríkisins um skóglendur í Þjórsárdal, sem og annars staðar, þar sem segir „að auðvelda eigi almenningi aðgang að skóglendum, m.a. með því að skapa aðstöðu fyrir ferðafólk“ og hver mun sjá um viðhald og rekstur, ef einhver er?
     2.      Er um að ræða að Skógrækt ríkisins eigi og reki þjónustumiðstöðvar fyrir ferðamenn? Ef svo er, þá hvar og hver er kostnaðurinn við reksturinn?
     3.      Er um að ræða samninga við einkaaðila um þjónustu við ferðamenn í skóglendum á vegum ríkisins? Ef svo er, í hve mörgum tilvikum og hvar hafa slíkir samningar verið gerðir og við hverja?
     4.      Er aðstaða fyrir ferðafólk í skóglendum ríkisins byggð upp í samráði við heimamenn á viðkomandi svæði og þá aðila sem hafa atvinnu af þjónustu við ferðamenn í nágrenni skóglendnanna? Ef svo er, hvernig er því samráði háttað, hvaða aðilar í ferðaþjónustu eru í beinu samstarfi við Skógrækt ríkisins og á hvaða stöðum er um slíkt samstarf að ræða?