Ferill 467. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


123. löggjafarþing 1998–99.
Þskj. 772  —  467. mál.




Fyrirspurn



til félagsmálaráðherra um laun grunnskólakennara og fjármál sveitarfélaga.

Frá Steingrími J. Sigfússyni.



     1.      Telur ráðherra, sbr. ummæli hans í umræðum á Alþingi þriðjudaginn 2. febrúar sl. og ummæli í umræðuþætti í ríkissjónvarpinu að kvöldi sama dags, að laun grunnskólakenn­ara séu of há? Ef svo er, hvað teldi ráðherra vera hæfileg laun fyrir grunnskólakennslu?
     2.      Hefur ráðherra í hyggju að beita sér fyrir breytingu á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur, lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins eða lögum um réttindi og skyldur kennara og skólastjórnenda grunnskóla til að takmarka réttindi kennara eða ann­arra sambærilegra stétta?
     3.      Telur ráðherra að sveitarfélögunum sé ekki treystandi til að vera viðsemjandi grunnskólakennara eða til að fara með samningsrétt yfirleitt?